Morgunblaðið - 02.10.1992, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1992
Morgunblaðið/Rúnar Þór
HORFT ÚTÍHEIMINN
Niðursuðuverksmiðja K. Jónssonar
Skipaafgreiðsla KEA:
Níu starfs-
mönnum
sagt upp
NÍU starfsmönnum Skipaaf-
greiðslu Kaupfélags Eyfirðinga
hefur verið sagt upp störfum.
Uppsagnirnar koma til vegna
breytinga sem orðið hafa á tækni
við afgreiðslu skipa.
Gunnlaugur Guðmundsson deild-
arstjóri sagði að breytingar hefðu
orðið á vinnutilhögun starfsmanna
eftir að gámar komu til sögunnar,
áður hefði mikil vinna verið við
afgreiðslu skipa, m.a. við að koma
vörum fyrir í skemmum og fleira,
en nú væru gámarnir teknir beint
af bryggjunni þannig að manns-
höndin þyrfti lítið að koma nærri.
Gunnlaugur sagði einnig að
Samskip hefðu nú sem stendur
aðeins eitt skip í ferðum til Akur-
eyrar og kæmi það á mánudögum,
eða áður hefði skip einnig komið
seinni part vikunnar. Óljós væri
hvort skipaferðum yrði fjölgað aft-
ur.
Kvaðst Gunnlaugur vænta þess
að einhverjir starfsmenn yrðu end-
urráðnir en ljóst væri að hagræða
þyrfti og breyta rekstrinum með
hliðsjón af þeim tæknibreytingum
sem orðið hefðu.
farautan
Tuttugu sagt upp
vegna rækjuskorts
ar í Barentshafi sem byggður verður
á fyrri veiðireynslu þannig að nú
keppast skipin við að ná sem mestum
afla.
Þá væru mörg íslensku skipanna
nú á loðnuveiðum þannig að erfitt
væri um þessar mundir að útvega
hráefni. „Við erum með allar klær
úti við að útvega okkur hráefni, en
við fáum ekki eins mikið og við vild-
um. Þetta er stór verksmiðja og þarf
mikið hráefni, en fryst rækja er
stærsti einstaki framleiðsluþátturinn
hjá okkur,“ sagði Aðalsteinn.
Hann sagði að auk þess sem minna
magn hefði fengist af rækju til
vinnslunnar þá væri skýring upp-
sagnanna einnig sú að almennt væri
verið að hagræða í rekstrinum.
Hjá Niðursuðuverksmiðju K. Jóns-
sonar hf. hafa að undanförnu starfað
um 90 manns, en verða um 70 eftir
að uppsagnimar taka gildi. Aðal-
steinn sagði erfitt að segja nú til um
hvort hægt væri að endurráða starfs-
fólkið, það færi eftir verkefnum á
næstu misserum.
TUTTUGU starfsmönnum hjá Niðursuðuverksmiðju K. Jónssonar hf.
var sagt upp störfum í gær. Óvíst er hvort hægt verður að endurráða
það fólk sem sagt var upp störfum. Verið er að hagræða í rekstri
fyrirtækisins, en aðalástæða þess að fólkinu er sagt upp störfum er sú
að verksmiðjan hefur fengið mun minna af rækju til vinnslu en áætlað
hafði verið.
Aðalsteinn Helgason, fram-
kvæmdastjóri Niðursuðuverksmiðju
K. Jónssonar, sagði að minna magn
af rækju hefði fengist til vinnslunnar
en áætlanir hefðu gert ráð fyrir.
Erfíðlega hefði gengið að fá keypta
rækju að undanfömu frá Rússlandi
þar sem flest skip stundi nú þorsk-,
veiðar í Barentshafí. Á næsta ári
verður kvóti tekinn upp á þorskveið-
Vinnumiðlunar-
skrifstofan
Um 170 á
atvinnu-
leysisskrá
TÆPLEGA 170 manns voru
skráðir atvinnulausir hjá Vinnu-
miðlunarskrifstofunni á Akureyri
um mánaðamótin, en í síðasta
mánuði fengu um 90 manns störf
í átaki í atvinnumálum sem nú
stendur yfir og um 30 manns hafa
farið af atvinnuleysiskrá og i skóla
í mánuðinum.
Haustferðir til Dyflinnar og Edinborgar
Um 1.650 manns
Sigrún Bjömsdóttir forstöðumað-
ur Vinnumiðlunarskrifstofunnar
sagði að nýskráningar í síðasta mán-
uði hefðu verið alls 132, sem væri
langt yfír meðaltali, en hún taldi að
yfír 500 manns hefðu haft lengri eða
skemmri viðkomu á atvinnuleysis-
skránni í septembermánuði.
í lok síðasta mánaðar voru tæp-
lega 170 manns á atvinnuleysiskrá
á Akureyri, en vom 260 um mánaða-
mótin ágúst/september. Fækkun á
atvinnuleysiskrá á milli mánaða er
fyrst og fremst til komin vegna átaks
sem nú stendur yfír í atvinnumálum,
en um 90 manns starfa að ýmsum
verkefnum á vegum bæjarfélagsins
í átakinu. Þá hafa einnig horfíð af
skránni um 30 manns sem farið hafa
í skóla. Loks má nefna að fólk hefur
fengið vinnu í sláturhúsi og í þessum
mánuði var ráðið fólk til starfa hjá
íslenskum skinnaiðnaði. Stæði um-
rætt átak í atvinnumálum ekki yfír
má gera ráð fyrir að um 260 manns
væru á atvinnuleysiskrá í bænum.
í beinu flugi frá Akureyri
UM 1.650 manns fara í haust með beinu flugi frá Akureyri til tveggja
borga, Dyflinnar á írlandi og Edinborgar á Skotlandi. Auk þess hefur
á annað hundrað manns á Akureyri bókað sig í ferðir til Dyflinnar
sem farnar verða frá Keflavíkurflugvelli. Fyrsta slíka haustferðin var
farin í gærmorgun.
Ásdís Árnadóttir hjá Samvinnu-
ferðum-Landsýn sagði að þegar væri
búið að ákveða fjórar ferðir beint frá
Akureyri til Dyflinnar og væri þessa
dagana verið að bóka í dagsferð til
borgarinnar. Þegar hafa bókað sig í
þá ferð á milli 60 og 70 manns.
Vélamar sem notaðar eru í þessar
ferðir taka 176 manns í sæti og fór
fyrsta vélin frá Akureyri í gærmorg-
un. Hvert sæti var skipað og sagði
Ásdís að biðlisti hefði verið í vélina.
Næstu ferðir eru 7. og 11. októ-
ber og 6. nóvember, en í þá síðustu
er langur biðlisti, fullbókað er í næstu
ferð, en nokkur sæti laus í þá sem
Atvinna • Htvinna • Htvinna
farin verður 11. október. Að dags-
ferðinni meðtalinni munu 880 manns
fara utan í beinu flugi frá Akureyri
til Dyflinnar í haust, en einnig hefur
eitthvað á annað hundrað manns
bókað sæti til borgarinnar í ferðir
sem farnar verða frá Keflavíkurflug-
velli, þannig að á vegum ferðaskrif-
stofunnar fara yfír eitt þúsund
manns utan í haust.
Ásdís sagði að stærstur hluti fólks-
ins væri Akureyringar, en einnig
væri töluvert um fólk úr nágranna-
byggðalögum og þá væru á bilinu
40 til 50 manns frá Austfjörðum,
svæðinu frá Vopnafírði til Neskaup-
staðar í þessar ferðir.
Á vegum Úrvals-Útsýnar verða
famar fimm ferðir í beinu flugi frá
Akureyri til Edinborgar, fjórar í októ-
ber, dagana 8., 11., 15. og 29. októ-
ber og sú síðasta 19. nóvember.
MorgunDlaoio/KUnar POr
Um 1.650 manns fara í beinu flugi frá Akureyri til tveggja borga
í haust og á myndinni er Jósep Sigurjónsson að athuga með ferðir
til Dyflinnar hjá Ásdísi Árnadóttir hjá Samvinnuferðum-Landsýn.
Fullbókað er í allar ferðimar, en
vélarnar taka 153 í sæti þannig að
um er að ræða 765 manns. „Við
settum upp þijár ferðir, en viðbrögð-
in voru svo mikil að ákveðið var að
bæta við tveimur aukaferðum," sagði
Sigríður Sigtryggsdóttir hjá Úrvali-
Útsýn. Hún sagði að ferðalangar
væru einkum frá Akureyri, en einnig
væri um fólk úr nágrannabyggðum
að ræða, m.a. fara um 100 Húsvík-
ingar utan í lok mánaðarins.
Skrifstofustjóri
íslenskur skinnaiðnaður
Við leitum að starfsmanni með góða við-
skiptamenntun og sjálfstæða hugsun.
í starfinu felst m.a.:
★ Umsjón með fjárreiðum, viðskipta-
mannabókhaldi og áætlanagerð.
★ Stjórnun sölumála.
Um heilsdagsstarf er að ræða.
Umsækjandi þarf að geta hafið störf strax.
Upplýsingar og umsóknareyðublöð aðeins
á skrifstofu okkar.
RÁÐNINGAR
Endursko&un Akureyri hfv Glerárgötu 24, sími 26600
Hagnaður fyrstu 8 mánuði
REKSTUR íslensks skinnaiðnaðar hefur gengið vel það sem af er ári
og samkvæmt átta mánaða uppgjöri sem nú liggur fyrir er hagnaður
af rekstrinum. Sala á framleiðsluvörum fyrirtækisins hefur gengið
ágætlega og er nú verið að undirbúa nýtt sölutímabil á næsta ári.
Væringar á gjaldeyrismörkuðum setja nokkurn ugg að forráðamönnum
fyrirtækisins, en helstu sölumyntir eru ítölsk líra og pund.
Bjarni Jónasson framkvæmda-
stjóri Islensks skinnaiðnaðar sagðist
vera nokkuð ánægður með rekstur-
inn, en átta mánaða uppgjör sýnir
að hagnaður er af rekstri fyrirtækis-
ins. „Sala á framleiðsluvörum okkar
hefur gengið ágætlega á árinu og
endurspeglast í uppgjöri fyrir fyrstu
átta mánuði ársins þar sem kemur
fram að hagnaður er af rekstrinum,
hann er ekki mikill, en hagnaður
samt,“ sagði Bjarni.
Verið er að undirbúa nýtt sölu-
tímabil sem hefst eftir áramót og
sagði Bjarni að búið væri að kynna
umboðsmönnum fyrirtækisins nýja
liti sem þróaðir hefðu verið innan
veggja þess og á næstunni yrðu þeir
kynntir mikilvægum viðskiptavinum.
„Þær væringar sem verið hafa á
gjaldeyrismörkuðum að undanförnu
setja að okkur nokkurn ugg, helstu
sölumyntir okkar eru ítölsk líra og
pund, en þessir gjaldmiðlar hafa fall-
ið um 9-10%. Þetta hefur enn sem
komið er ekki veruleg áhrif á söluna,
en gæti haft áhrif á tekjur okkar á
seinni hluta árs og því næsta ef þetta
ástand verður til frambúðar. Við
munum bregðast við þessu með því
að þróa nýjar leiðir sem skila enn
meiri gæðum á okkar framleiðslu-
vöru og í kjölfarið hærra verði,“ sagði
Bjarni.
Hjá íslenskum skinnaiðnaði starfa
nú um 240 manns, en ársverk hjá
fyrirtækinu eru tæplega 200.