Morgunblaðið - 02.10.1992, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.10.1992, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1992 29 Eitt atriði úr myndinni Seinn í mat. Saga-Bíó sýnir mynd- ina Seinn í mat SAGA-BÍÓ frumsýnir í dag myndina Seinn í mat. Myndin er leikstýrð af W.D. Richther og í aðalhlutverkum eru Brian Wimmer og Peter Berg. Myndin segir frá tveimur vinum sem lenda í vandræðum og þurfa SEXTÁNDA starfsár Félags harmoníkuunnenda i Reylqavík hefst sunnudaginn 4. október. Eins og undanfarin ár verða haldnir skemmtifundir í Templara- höllinni vð Eiríksgötu fyrsta sunnu- dag í hverjum mánuði í vetur, sá síðasti í maí. Á þessum fyrsta fundi koma að leita læknis vegna skotsárs. Árið er 1962. Læknirinn er frekar vafasamur og notar þá félaga sem tilraunadýr. Hann frystir þá félaga og þegar þeir vakna til lífsins á ný eru hlutirnir ekki eins og þeir eiga að venjast, enda árið 1991. fram félagar úr FHU í Reykjavík og leika ljúfa harmoníkutónlist. Auk þeirra koma gestir frá FHU á Selfossi og Harmoníkufélagi Reykjavíkur. Veitingar á skemmti- fundum FHU eru í höndum kvenna- deildar félagsins. Fyrsti dansleikur vetrarins, Hausthopp ’92, verður haldinn 17. október að Borg í Grímsnesi. Alþýðusamband Vestfjarða Vá fyrir dyr- um í vestfirsk- um byggðum STJÓRN Alþýðusambands Vest- fjarða vill enn einu sinni vekja athygli á því að lífsafkoma Vest- firðinga byggist eingöngu á veið- um ,og vinnslu sjávarafla. Þorsk- urinn er þar Iang þýðingamesta afurðin, segir í frétt frá ASV. „Nú þegar stjórnvöld og hags- munaaðilar flestir hafa að mestu fallist á tiliögur fískifræðinga um 60-70 þúsund tonna niðurskurð á aflaheimildum til þorskveiða á næst- um árum, er vá fyrir dyrum með afkomu vestfirskra byggða. Þar sem ákvarðanir um skerðingu lífsviðurværis fískvinnslufólks og sjómanna sem grundvallað hafa lífs- afkomu sína á þorskveiðum, eru teknar af ríkisstjórn landsins, ber þessum sömu stjórnvöldum skylda til, að gangast fyrir efnahagsúr- lausnum fyrri viðkomandi byggðar- lög. Sérstaklega þar sem skerðing þorskveiðanna er gerð með framtíð- ar uppbyggingu stofnsins í huga og hagnað allra þjóðarinnar. Stjómvöld, hafa nú ákveðið bein fjárframlög til útgerðarmanna og milda þannig áföll þeirra, en þessi kvaðalausi fjárstyrkur til útgerðar hjálpar á engan hátt fiskvinnslunni eða tryggja á neinn hátt atvinnuör- yggi fiskvinnslufólks. Enn er beðið eftir tillögum byggðastofnunar og ráðstöfunum stjórnvalda til að leysa úr vanda fiskvinnslufólks, frystihúsanna og byggðarlaganna sem eftir sitja með gífurlegan fjárhagslegan vanda sem stappar nærri byggðarskurn víða um land. Stjórnvöld meiga vita að enn er beðið eftir úrræðunum. Stjórn sambandsins mótmælir harðlega öllum tillögum um auknar vaxtabyrgðar á efnalífi fólks í verkamannabústaðakerfinu. Slíkt er á skjön við öll fyrirheit í kjarasamn- ingum síðustu ára um jöfnuð í þjóð- félaginu. Stjórnin telur það einnig brot á hækun á matvömm, hita- kostnaði og öðmm brýnum lífsnauð- SynjUm'“ (Fróltatilkynning) ------» ♦ ♦ ■ Á HRESSÓ í kvöld, föstudag, leikur hljómsveitin Todmobiie en hún er nýkomin úr fríi. Laugardags- kvöldið leikur síðan hljómsveitin Júpiters. Félagar í Félagi harmoníkuunnenda í Reykjavík. Vetrarstarf harmoníku- unnenda að hefjast Frá undirbúningi Lionsmanna fyrir ljósaperusöluna. Ljósaperusala í Hafn- arfirði um helgina LIONSKLÚBBUR Hafnarfjarðar verður með sína árlegu perusölu um næstu helgi og að sögn Baldvins E. Albertssonar kynningarfull- trúa Lionsklúbbsins rennur allur ágóði af sölunni óskiptur til líkna- mála í Hafnarfirði. Starf Lionsklúbbsins hefur geng- ið ágætlega og hafa þeir m.a. styrkt heimili fyrir þroskahefta í Norður- bænum. Þá hafa þeir styrkt heimili fyrir vangefna að Klettahrauni 17, Hafnarfirði. Einnig hafa verið gefin ýmis tæki til St. Jósefsspítala og hægindastólar til Dvalarheimilis aldraða sjómanna í Hafnarfirði. Að sögn Baldvins hefur þetta tekist með hjálp bæjarbúa og yrði vonandi framhald af því ef Hafn- fírðingar tækju jafn vel á móti þeim og þeir hafa gert fram til þessa. Laugarásbíó sýnir myndina Töffarinn LAUGARÁSBÍÓ hefur tekið til sýningar myndina Töffarinn með hljómsveitarmeðlimum Vanilla Ice og Kristin Minter í aðalhlutverkum. Johnny (Vanilla Ice) er tónljstar- maður sem kemur ásamt hljóm- sveit sinni til smábæjar í Banda- ríkjunum til að fá gert við mótor- hjól. Þar hittir hann Kathy (Kristin Minter) og fellur kylliflatur fyrir henni. Johnny gerir hvað sem er til að vekja áhuga Kathyar en gengur heldur brösulega í byrjun. Allt fer þó betur en á horfist i fyrstu. í myndinni er tónlist flutt af Vanilla Ice og fleiri rapp-tónlist- armönnum. Einn aðalleikari myndarinnar Töffarinn. Göngnferð frá Snæ- felli að IUakambi FERÐAFÉLAGIÐ mun fjalla um Lónsöræfin á myndakvöldi 7. október. Þar verður sýnt myndband Hjálmtýs Heiðdals er hann tók í gönguferð frá Snæfelli að Illakambi en Hjálm- týr var þátttakandi í 7 daga ferð um þessar slóðir sl. sumar. Að venju verða einnig lit- skyggnur, m.a. úr ferð hóps er hafði viðdvöl í hinu nýja sælu- húsi Ferðafélags Austur-Skaft- fellinga, Múlaskála. Snæfell er tignarlegast fjalla á Austurlandi og þótt víðar væri leitað. Það er 1.833 m hátt og hæsta fjall utan meginjökla á ís- landi. Auðgengið er á það og af því er víðsýnt. Ganga á Snæfell var því á dagskrá á fyrsta degi ferðarinnar. Ur hlíðum þess sá yfir Eyjabakkana og gönguleiðir næstu daga. Á öðrum degi var ekið að Brúaijökli. Frést hafði að Háöldulón, sem er í krikanum milli Eyjabakkajökuls og Brúar- jökuls, hefði hlaupið fram og ís- borgir sem flotið hefðu á lóninu, stæðu nú á þurru landi. Þarna öxluðum við poka okkar og héld- um út á lónbotninn, sennilega fáfarnasta svæði landsins. Við gengum inn í furðuveröld sem best er lýst með myndum. Trölls- lega ísjaka hafði dagað uppi, belj- andi foss við jöRulröndina áður óséður og margsprungnir íshamr- ar þar sem áður höfðu verið mót vatns og jökulsins. Uppganga á Eyjabakkajökul var auðveld svo og ferðin yfir hann. Göngumaður á að gefa sér góðan tíma til að skoða þann jök- ul sem hann fer um. Sanddrýlin eru af ýmsum stæðrum og gerð- um, vatnsrásirnar margbreytileg- ar og svelgirnir bláir og djúpir. Sunnan jökulsins taka við melöld- ur og jökullitaðir lækir. Þetta er ekki hraðferð svo við sláum upp tjöldum áður en degi tekur að halla um of. Á þriðja degi var gengið ofan í Vatnadældina. Á þeirri leið þarf að vaða nokkrar ár. Engin þeirra er djúp eða óþarf- lega ströng. Áð var við skála Ferðafélags Fljótsdalshéraðs við Geldingafell, lítið en snyrtilegt hús. Næturstaður var við Mið- vatn. Útsýn til norðurs er stór- kostleg. Þótt Snæfell sé í nokkrum fjarska samkvæmt korti og eigin reynslu, er sem það rísi við enda vatnsins í þeirri tign, er þau fjöll hafa, sem talin eru hýsi guðdóms- ins._ Á fjórða degi var haldið að Kollumúlavatni. Það var gaman að sjá hvernig gróðurinn breytist eftir því sem nær vatninu dregur. Á hægri hönd sér í hlíðar Vestur- dalsins og til skriðjöklanna sem teygja sig langleiðina niður í dal- botnana. Tjaldstæðið við Kollum- úlavatn er frábært. Á næsta ári verður væntanlega risið þarna nýtt sæluhús sem Ferðafélag Fljótsdalshéraðs hefur veg og vanda afi Þá verða sæluhús F1 orðin 30. Það er stutt að fara í Víðidal frá Kollumúlavatni og kvöldgang- an er þangað. Á síðustu öld var byggð í Víðidal í 400 m hæð yfir sjávarmáli og víðs fjarri öðrum mannabyggðum. Rústir húsanna eru greinilegar og myllusteinar síðasta ábúandans eru enn til staðar. Fossinn Beljandi í Víði- dalsá er heillandi og skessukatl- arnir gefa vatninu djúpgrænan lit sem ekki verður nánar skilgreind- ur með orðum. Á leiðinni í tjald- stað skellur á þoka. Hún hafði vokað í hlíðum fjallanna en skyndilega umlykur hún okkur, grá, þétt og hráslagaleg; þörf áminning um að kort og áttavita á ekki að skilja við sig þótt veður sé gott í upphafi ferðar. Á fimmta degi var gengið fram á suðurbrúnir Kollumúlaheiðar þar sem heitir Tröllakrókar. Vatn og vindar hafa sorfið brúnirnar ótæpilega og skilið eftir sig tröl- lauknar klettamyndir. Ekki er hægt að skiljast við heiðina án þess að ganga á Kollumúla, 961 m hátt fjall. Þaðan er útsýni frá- bært. í norðri er Snæfell á sínum stað og unnt er að rekja áfanga undanfarinna daga. í giljum hand- an Víðidalsár sjást hreindýr þau fyrstu sem sjást í ferðinni. Þessum degi lauk við Múlaskála. Sjötti dagurinn var ætlaður til að skoða nágrenni skálans. Geng- ið var út í Gjögrið um mjóan stíg í bröttum skriðum Kollumúla. Þegar áð var veittu einhveijir því eftirtekt að Sauðhamarstindur var hreinn. Hluti hópsins ákvað þá að snúa við og reyna við tindana. Þegar upp var komið hafði mistur færst yfir landið svo útsýni var ekki það sem vænst hafði verið. Það gerði reyndar ekkert til. í næstu ferð verður bara að reyna aftur. Á tindinum í um 1.300 m hæð voru hins vegar músareyra og jöklasóleyjar, lítil falleg blóm í óblíðu og hrikalegu umhverfi. Á sjöunda degi var heimferðin. Eftir að hafa rölt um gilin innan við skálann varð að axla byrðarn- ar á ný og kjaga með þær upp á Illakamb. Þaðan fluttu jeppar ferðalangana niður á Höfn og var sundlaugin þar fyrsti viðkomu- staður. Ekkert er kærara þeim sem gengið hefur með viðlegu- búnað sinn í viku en vel heit sturta og sund. Höskuldur Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.