Morgunblaðið - 02.10.1992, Síða 32

Morgunblaðið - 02.10.1992, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1992 Gu ðbjörgE. Har- aldsdóttir - Minning Fædd 5. desember 1928 Dáin 27. september 1992 Mig langar í örfáum orðum að minnast tengdamóður minnar sem lést sl. sunnudag í St. Jósefsspítala í Hafnarfirði, eftir hetjulega baráttu við erfiðan sjúkdóm. Bubba, eins og hún var alltaf kölluð, var fædd og uppalin í Hafnarfirði, dóttir hjón- anna Sigurborgar Guðmundsdóttur og Haraldar Þórðarsonar. Sem ung stúlka fór hún til Ingólfsfjarðar í síldarvinnu eins og títt var á þeim árum. Þar kynntist hún Ólafi M. Norðfjörð. Bubba og Olli giftu sig 9. apríl 1949 og hófu búskap á Garðavegi 7 í Hafnarfirði þar sem þau bjuggu tii ársins 1975, en þá fluttu þau að Sléttahrauni 24 og bjuggu þar alla tíð. Þeim var fímm stúlkubama auðið. Árið 1987 féll Ólafur snögglega frá og reyndi þá á samheldni flölskyldunnar og ekki var annað hægt en að dáðst að dugnaði Bubbu á þeim erfiðu tím- um. Henni fór saumaskapur einstak- lega vel úr hendi og starfaði við saumaskap mestan hiuta ævi sinn- ar, nú síðast sem yfírsaumakona á saumastofu Kópavogshælis. Ég kynntist Bubbu er við Gyða, næstelsta dóttir hennar, byijuðum að rugla reitum saman árið 1976. Ófáar gleðistundir áttum við saman og er mér þá ofarlega í huga allar ferðimar í sumarbústað á Laugar- vatni þar sem oft var glatt á hjalia og oftar en ekki var öll fjölskyldan samankomin. Bubba og Olli höfðu mjög gaman af renna fyrir fisk og vom góðir veiðimenn, énnfremur var mikið spilað og þá aðallega bridge. Eftir að Ólafur féil frá fór- um við Bubba oft saman með stöng að fallegri á eða vatni. Síðasta ferð- in sem við fórum var fjölskylduferð um síðustu verslunarmannahelgi, þar sem dvalið var á Hóli í Landeyj- um, og að sjálfsögðu var bæði tek- ið í stöng og spil. Þrátt fyrir að á þessum tíma væri Bubba þungt haldin af þeim sjúkdóm er seinna bar hana ofurliði, lék hún við hvern sinn fingur í faðmi fjölskyldunnar. Ferð þessi er mér og fleirum ógleymanleg. Margt er það og margt er það sem minningamar vekur. Þær em það eina sem enginn frá mér tekur. (Davíð Stefánsson) Að lokum vil ég fyrir hönd tengdasona Bubbu þakka henni árin sem við áttum saman. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt og kjark til að breyta því sem ég get og vit til að greina þar á milli. Elías Már. Mig iangar til að minnast hennar elsku ömmu minnar í fáeinum orð- um. Allar þær góðu stundir sem við áttum saman og það sem hún kenndi mér um lífið og tilveruna er alveg ómetanlegt. Þessar minn- ingar mun ég ávallt geyma í bijósti mér. Hún amma mín var mikil kjamorkukona og ekki vantaði glæsileikann hvort sem var í fram- komu eða klæðaburði. Alltaf gat hún komið manni til að hlæja og það voru nú ekki lítil lætin þegar dætumar og amma vom saman komnar. Hið síðasta ár spiluðu þær saman alltaf einu sinni í viku og hafði ég lúmskt gaman af því að fylgjast með, því það sem gat oltið upp úr þeim var ótrúlegt enda mik- ið hlegið. Hún amma mín, eins og flestir vita, var saumakona af lífi og sál. Hún var alltaf í nýjum fötum eða í rauninni gömlum því hún hafði breytt einhveijum fötum sem hún fann inn í skáp. Það sem einu sinni vom garmar vom orðin hin glæsi- legustu föt. Alltaf var amma boðin og búin til að sauma á mig. Eitt sinn var mér boðið í hóf og vantaði eitthvað til að fara í svo ég hringdi í ömmu, ég vissi ekki hvað mig lang- aði í en eftir að ég og amma höfð- um spjallað saman þá vomm við fullar af hugmyndum sem engum hefði dottið í hug. En bíðið við, því um leið og við amma vomm búnar að sjóða þetta saman þá komu dæturnar og vildu endilega fá að skoða þetta. Þótt amma og afi hafi átt fimm dætur samkvæmt bókinni finnst mér ég oft vera sú sjötta. Það síðasta sem hún amma mín var á fullu við var að pijóna peysu, hún talaði oft um þessa peysu og sagði okkur hvemig hún ætlaði að hafa hana. Þetta var ekki einungis pijón- uð peysa heldur fylgdu aukahlutirn- ir eins og blúndur, fallegar tölur og fleira sem gerðu peysuna „ömmulega". En því miður gafst henni engin tími til að nota hana. Nú líður henni ömmu minni loks- ins vel eftir þennan kvalarmikla tíma sem þessi hræðilegi sjúkdómur olli henni en sterk var hún og mik- ið þurfti til að yfirbuga hana. Á stund sem þessari hugsa ég: Af hveiju er Guð svona ósanngjam, hún sem trúði á Hann en samt tek- ur Hann hana frá okkur. Ætli þetta sé eigingirni að vilja hafa hana hjá okkur aðeins lengur, hún sem var svo ung og full af hugmyndum. Ég vil þakka henni elsku ömmu minni fyrir þær yndislegu stundir sem við höfum átt saman og eigum eftir að eiga saman og styrkurinn sem hún hafði í fómm sínum mun ávallt lifa í minningu minni. En eitt veit ég að ég mun hitta hana aftur. Guðbjörg Norðfjörð. Hinn 27. september lést í St. Jósepsspítala í Hafnarfírði systir mín og vinkona, Bubba eins og hún var alltaf kölluð. . Bubba fæddist á Selvogsgötu 8 5. desember 1928 og fluttist að Halldórskoti á Hvaleyri við Hafnar- fjörð komung að árum og ólst þar upp í besta yfirlæti. I kringum 1945 kynntist hún Ólafí Norðfjörð Magnússyni eða Olla, eins og hann var alltaf kallað- ur. Þetta var á síldarárunum þegar Bubba réð sig til Ingólfsfjarðar og kynntist Olla þar. Arið 1946 fóm þau til Hafnarfjarðar og stofnuðu heimili á Garðavegi 7 við hliðina á okkur sem vorum á Garðavegi 9. Ég eignaðist 8 börn, en hún 5 börn, allt stúlkur. Það var gaman að fylgj- ast með uppvexti á svona stómm bamahóp, ærslin og lætin, það gekk á ýmsu í þá daga. Ég sakna hennar sárt og mun alltaf minnast hennar sem góðrar og yndislegrar systur og vinkonu, því það var hún. Hún stóð alltaf við hliðiná á okkur á hveiju sem gekk og þau hjónin, en Olli lést 21. apríl 1987 mjög snögglega og var það mikill missir fyrir hana en hún stóðst þessa raun með dyggum stuðningi dætra, tengdasona og barnabarna sinna. Við vomm mjög samrýndar í gegnum árin og vorum á Garðaveg- inum í um 30 ár. Við gengum sam- an í gegnum súrt og sætt og ólum upp börnin okkar saman og það var mikið spjallað yfir kaffibolla á hveijum degi í öll þessi ár. Eitt var það sem við áttum sameiginlegt, það var að við höfðum báðar áhuga á saumaskap og það var oft hangið yfír saumaskapnum og talað um hitt og þetta, þó aðallega um börn- in okkar og hvernig gengi hjá hveij- um fyrir sig. Árið 1974 varð ég fyrir mikilli sorg, þá missti ég eitt barnið mitt og þá studdu hjónin okkur með ráð og dáð og er ég ævinlega þakklát þeim fyrir það. Þetta sama ár fluttist ég til Grindavíkur en Bubba og Olli flutt- ust að Sléttahrauni 24 í Hafnar- firði, en héldum þó áfram að hitt- ast og oft kom Bubba með allan saumaskapinn og þá þurfti mikið að spjalla því við hittumst sjaldnar en áður, en það var ævinlega spjall- að um það sama, börnin okkar og hvernig gengi. Ég vil með þessum fátæklegum orðum kveðja ástkæra systur og ekki síst vinkonu mína og biðja guð að styrkja fjölskyldu hennar í þess- ari miklu sorg. Helga systir. Mig langar til að minnast frænku minnar í örfáum orðum. Ég ætla ekki að rekja ævi hennar, það hafa aðrir gert. Mig langar bara til að kveðja hana. Bubba var róleg og góð manneskja sem mátti ekkert aumt sjá, þá get ég tekið mig sem dæmi, ég hef gengið með sjúkdóm frá því ég var barn, sem enginn vissi að væri sjúkdómur fyrr en í dag en allir héldu að væri bara kækir, en Bubba var alltaf með augu og eyru opin fyrir hverri hugs- anlegri lausn sem gæti hjálpað mér og þótti mér alltaf vænt um það. Þess vegna gladdist hún þegar ég sagði að það væru komin lyf við þessu sem geta haldið þessu niðri. Þegar mér verður hugsað til æskuáranna þá er margs að minn- ast, það gerðist margt hjá okkur krökkunum sem hægt er að tíunda hér, en ég geri kannski seinna í öðrum hóp, en Bubba var alltaf þarna og fylgdist með og gladdist við hverri hreyfíngu krakkana. Einu man ég sérstaklega eftir, það var þegar ég var að alast upp á Garða- veginum með bömunum hennar Bubbu, eins og hún var alltaf köll- uð, það gekk á ýmsu í þá daga og ég minnist þess þegar hún var að kalla á krakkana sína í mat með sinni sérstöku rödd og maður lá skellihlæjandi bak við vegg og heyrði hana kalla öll nöfnin dætr- anna sinna syngjandi röddu, Hrönn, Gy-y-ða, Bára, Lolla og E-E-Erna. Þegar mér verður hugsað til æskuáranna finnst mér það vera dásamlegur tími og þegar einhver fellur frá úr þeim hópi þá fer mað- ur að riija upp atburði tengda þeirri persónu. Ég veit að henni þótti mjög vænt um mig og hún sýndi mér það á marga vegu. Hún hafði alltaf svo miklar áhyggjur af mér. Bubba var eins og önnur móðir mín, svo var hún tengd okkur því mamma og hún voru alltaf í samfloti í gegnum árin síðan ég man eftir mér. Mér fannst alltaf gaman að hitta hana þegar hún kom að heimsækja mömmu hingað til Grindavíkur og hún hafði gaman af skemmtilegum sögum sem voru sagðar meðan hún stoppaði, sem var kannski 2-3 dag- ar. Ég tók sérstaklega eftir einu í hennar fari, það var hvað hún var alltaf fín og vel til höfð. Hún saum- aði oft á sig fötin sjálf þvf hún var mikil saumakona og var líka yfir- saumakona á Kópavogshæli og vann þar í 17 ár. Ég kveð hana núna og ég veit að hún hvflir í friði og bið Guð að vera með fjölskyldu hennar á þessari stundu og um alla framtíð því lífið heldur áfram hjá okkur hinum. Megi Guð vaka yfir henni. Ragnar Rúnar Þorgeirsson. t JÓN RAGNAR GUÐJÓNSSON lést á heimili sínu í Malden, Massachusetts, 26. september. Bálför hefur farið fram. Jeanne Guðjónsson, David R. Guðjónsson, Sigrún Guðjónsdóttir. t Elsku drengurinn okkar, GUÐMUNDUR ÓLI HAUKSSON, lést af slysförum miðvikudaginn 30. september. Birna Bjarnadóttir, Haukur Ingibergsson. t Elskulegur sonur minn og bróðir, REYNIR MÁR EINARSSON, Njálsgötu 52A, andaðist í Borgarspítalanum 27. september sl. Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarfólki á A-7. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Einar Guðmundsson, Guðmundur Einarsson, Guðbjörg Theresía Einarsdóttir. t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁRNI GUÐBJARTUR GUÐJÓNSSON frá Austmannsdal, Vík, Skagaströnd, verður jarðsunginn frá Hólaneskirkju, Skagaströnd, laugardaginn 3. október kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið. Sigurjón Guðbjartsson, Hrafnhildur Jóhannsdóttir, Árni Guðbjartsson, Aðalheiður Guðmundsdóttir, Eygló Guðbjartsdóttir, Sævar Bjarnason, Hjörtur Guðbjartsson, Ingibjörg Skúladóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR HALLDÓRSSON frá Húsey, Lagarási 6, Egilsstöðum, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, föstudaginn 2. októ- ber, klukkan 15.00. Jenný Sigurðardóttir, Guðrún Sigurðardóttir, Halldór Hróarr Sigurðsson, Aðalbjörg Sigurðardóttir, Katrín J. Sigurðardóttir, og barnabörn. Gunnbjörn Valdimarsson, Haukur J. Kjerúlf, Guðrún Frederiksen, Eyþór Ólafsson, Skeggi Guðmundsson t PÉTUR PÉTURSSON fyrrverandi starfsmaður Álafossi, síðast til heimilis á Sorrentovegj 17, 2300 Kaupmannahöfn, er látinn. Jarðarförin fer fram laugardaginn 3. október í Kaupmannahöfn. írena Sjöfn Jónsdóttir, vinir og vandamenn. t Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARTA EIRÍKSDÓTTIR, Miðtúni 1, Keflavík, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 3. október kl. 14.00. Þeir, sem vilja minnast hennar, vinsam- lega láti líknarstofnanir njóta þess. Ingiber M. Ólafsson, Eiríkur G. Ólafsson, Stefán Ólafsson, Sverrir Ólafsson, Hulda Ólafsdóttir, Jóhann E. Ólafsson, Albert Ólafsson, Reynir J. Ólafsson, Hjördís Ólafsdóttir, Ólafur M. Ólafsson, barnabörn og Auður Brynjólfsdóttir, Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Herdís Hjörieifsdóttir, Hrönn Albertsdóttir, Sverrir Guðmundsson, Guðrún Einarsdóttir, Eygló Sörensen, Helga Ragnarsdóttir, Sigurður Karlsson, Sædís Guðmundsdóttir, barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.