Morgunblaðið - 02.10.1992, Page 36
36
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1992
fclk f
fréttum
SKOLAMAL
Ráðherraheimsókn
Laugarvatni.
^ SJONVARP
I konunglegum hlutverkum
Raunveruleikinn getur verið
býsna óraunverulegur á
stundum; líkastur ævintýri, nú eða
bíómynd kynni einhver að segja.
Svo er að minnsta kosti farið um
bresku drottningarfjölskylduna,
sem hefur fengið háðulega útreið
í þarlendum fjölmiðlum. Samt
þótti þeim er framleiða sjónvarps-
þætti ástæða til að bæta um betur
og varð mikið kapphlaup um það
hver yrði fyrstur til að sýna sjón-
varpsáhorfendum sannar sögur úr
höllinni. Myndin sem sigraði í
kapphiaupinu var sýnd í Banda-
ríkjunum 28. september en vegna
þess hversu snör handtök voru við
gerð myndarinnar voru slegnar
nokkrar feilnótur.
Fjármálaráðgjafans Johns Bry-
ans, sem sérhæfir sig í tákossum,
er ekki getið og rýrir það óneitan-
lega gildi myndarinnar. Þá þykja
lokaorð hertogaynjunnar af York
óheppileg í ljósi þess sem fylgdi í
kjölfar skilnaðarins en handrits-
höfundar myndarinnar láta hana
klykkja út með því að ekki beri
að trúa öllu sem í blöðunum stend-
ur.
Meðal þeirra sem lögðu gjörva
hönd á plóg við gerð myndarinnar
var Andrew Morton, höfundur
bókarinnar umdeildu, Díana -
sönn saga, sem út kom í sumar.
Þykir hann taka á viðfangsefni
sínu með silkihönskum. Leikararn-
ir eru flestir breskir og lítt þekkt-
ir utan heimalands síns. Og töku-
staðir eru einnig á Bretlandi en
ekki gekk þrautalaust fyrir sig að
útvega þá. Breski aðallinn er vand-
ur að virðingu sinni og stendur
vörð um meðlimi sína, hvort sem
þeim hefur orðið á í messunni
eður ei. Um síðir hafði leikstjórinn
þó upp á fyrrverandi kærasta Söru
Ferguson, sem hafði fulla þörf
fyrir aurana sem honum voru
boðnir og var myndin að hluta
tekin á heimili hans. Það er nú til
sölu fyrir 700 milljónir króna.
F.v.: Ólafur G. Einarsson, menntamálaráðherra, Árni Guðmundsson skólastjóri ÍKÍ, Hafsteinn Þorvalds-
son skólanefndarmaður ÍKÍ, Réynir G. Karlsson íþróttafulltrúi ríkisins og Hermundur Sigmundsson
framkv.stj. íþróttamiðstöðvar íslands.
Pippa Henley og Sam Miller
í hlutverkum sínum sem her-
togahjónin af York á brúð-
kaupsdaginn. Fróðlegt er að
bera myndina saman við fyr-
irmyndina, sem mörgum er í
fersku minni.
Adam Bareham þykir heldur gamall og fullvel hærður miðað við
fyrirmyndina, Karl krónprins, en Edita Brychta tekur sig bara
út sem Díana.
enntamálaráðherra, Ólafur G.
Einarsson, heimsótti Laugar-
Hnmmijm. Heilsaði staðurinn
ráðherra og hans förUneyti með
sínu fegursta veðri, blankalogni og
sól. Sagði Ólafur markmiðið vera
að gera sér grein fyrir staðháttum
og aðstöðu skólanna. „Gerð hefur
verið úttekt á eignum ríkisins á
Laugarvatni og skipulag yfír nýt-
ingu þeirra í framtíðinni," sagði
hann ennfremur.
Ráðherra gekk um staðinn og
skoðaði húsnæði skólanna og að-
stöðu. Skoðaði hann einnig aðstöðu
fyrir væntanlegt Landsmót UMFÍ
sem fram fer á Laugarvatni í júlí
1994. Lofaði hann mjög umhirðu
eignanna sem hann sagði í góðu
lagi. Sagðist hann ætla að sjá til
þess að uppbyggingu skólanna yrði
haldið áfram og vallaraðstaðan fyr-
ir Landsmótið yrði tilbúin á tilsett-
um tíma.
Kári.
COSPER
- Þetta er barnapían þín, hún spyr hvar þú geymir hassið?