Morgunblaðið - 02.10.1992, Síða 46

Morgunblaðið - 02.10.1992, Síða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1992 ÍSLAND GRIKKLAND LANDSLEIKUR í FLÓÐLJÓSUM MIÐVIKUDAGINN 7. OKTÓBER KL.20 Á LAUGARDALSVELLI Æsispennandi landsleikur milli fslands og Grikklands verður haldinn í nýjum flóðljósum Laugardalsvallar og er leikurinn liður í heims- meistarakeppninni. Nú eiga íslensku strákarnir möguleika! Liggjum ekki á liði okkar heldur hvetjum þá til sigurs. Mætið tímanlega á völlinn því nýju flóðljósin verða vígð með glæsilegri opnunarhátíð kl. 19.00, en völlurinn opnar kl. 18.00. Meðal atriða á opnunarhátíðinni verða hinir stórskemmtilegu Gysbræður. Aðeins verður selt í stúku og sæti. Takmarkaður miðafjöldi. Tryggið ykkur miða í tíma í stúku eða góð sæti því þau eru númeruð. Forsala aðgöngumiða verður í Kringfúnni í dag kl. 16-19, á morgun laugardag frá kl. 10-16 og á sunnudag frá kl. 13-17. Verð aðgöngumiða: í stúku 1500 kr. , MÆTUM í sæti 1000 kr. Börn 500 kr. A VOLLINN! # SAMSTARFSAÐILAR KSI M Landsbanki n__, Blk gjands ^ Prentsmiðjan iljjDI hf FLUGLEIDIR • VISA ISLAND EIMSKIP kandia sland moyc GÓ': 4 4 ÚRV*TSÍs?5 KNATTSPYRNA Júgóslavar útilokaðir fráHM 1994 STJÓRN Alþjóða knattspyrnu- sambandsins, FIFA, ákvað á fundi sínum í gær, að Júgóslöv- um yrði meinuð þátttaka í heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu 1994 þar sem samskiptabanni Sameinuðu þjóðanna gagnvart Júgóslavíu hefur ekki verið aflétt. Júgó- slavia átti að vera í sama riðli og ísland í undankeppni HM 1994. Júgóslavía átti að leika gegn ís- lendingum á Laugardalsvelli 2. september sl. en FIFA frestaði leiknum vegna ástandsins í Júgó- slavíu og tilkynnti við sama tæki- færi að endanleg niðurstaða varð- andi þátttöku Júgóslava í HM yrði tekin 7. september. FIFA ákvað síðan samkvæmt beiðni Milans Panic, forsætisráðherra Júgóslavíu, að bíða þar til 30. september um að taka ákvörðun. Og í gær var sú ákvörðun tekin, að útiloka Júgó- slava frá þátttöku í heimsmeistara- keppninni 1994 þar sem ástandið í landinu hafí ekkert lagast. FIFA ákvað einnig að Júgóslavar fengju ekki að taka þátt í loka- keppni HM í knattspyrnu innanhúss sem fram fer í Hong Kong í næsta mánuði. Ákveðið er að Belgar taki sæti þeirra í keppninni. Eins og kunnugt er var Júgóslavíu meinuð þátttaka í úrslitakeppni Evrópu- mótsins í Svíþjóð sl. sumar á síð- ustu stundu vegna viðskiptabanns Sameinuðu þjóðanna. Danir tóku þá sæti Júgóslava og stóðu upp sig- urvegarar. Fordæmir ákvörðun FIFA Branko Bulatovic, framkvæmda- stjóri júgóslavneska knattspyrnu- sambandsins, fordæmir ákvörðun FIFA, en sagði þó að hún hefði ekki komið á óvart. „Okkur finnst þetta ómannúðlegt og samræmist ekki íþróttahugsjóninni. Þetta bitn- ar fyrst og fremst á íþróttafólkinu sjálfu," sagði Bulatovic. „Þessi ákvörðun veldur okkur að sjálf- sögðu vonbrigðum. En við erum ekki illir út í stjórn FIFA vegna þess að hún reyndi þó allt til að hafa okkur með og beið í fjóra mánuði með að taka þessa ákvörð- un.“ Útlendingamir verða heima fram yfir Rússaleikinn Atvennumennirnir fjórir sem koma heim I landsleikinn gegn Grikklandi í HM á miðvikudaginn kemur, Guðni Bergsson, Þorvaldur Örlygsson, Eyjólf Sverrisson og Sigurður Grétarsson, fara ekki til liða sinna í Englandi, Þýskalandi og Sviss, fyrr en eftir landsleikinn gegn Rússum í Moskvu 14. október. Guðni, Þor- valdur og Sigurður koma til landsins á sunnudaginn, en Eyjólfur á mánudag. „Það er mjög gott að geta haft landsliðshópinn óskipt- an á milli landsleikjanna gegn Grikkjum og Rússum," sagði Ás- geir Elíasson, landsliðsþjálfari íslands. KORFUKNATTLEIKUR Valsmönnum og Keflvík- ingum spáð bestu gengi Islandsmótið í körfuknattleik hefst á sunnudaginn og er Val og ÍBK spáð bestu gengi ef marka má spá forsvarsmanna og leikmanna félag- anna í gær þegar Islandsmótið var kynnt. Það voru einmitt Valur og ís- landsmeistarar ÍBK sem léku til úrslita um íslandsmeistaratitlinn fyrra. Forsvarsmenn og leikmenn spáðu Val fyrsta sæti og ÍBK í öðru sæti. Þetta snérist við í spá blaðamanna, sem höðfu ÍBK í efsta sæti. Skoðum fyrst spá leikmanna: 1. Valur 205, 2. ÍBK 181, 8. KR 134, 4.. Njarðvík 130, 4. Grindavík 130, 6. Haukar 119, 7. Tindastóll 76, 8. Snæfell 66, 9. Skallagrímur 42, 10. Breiðablik fékk ekk- ert stig. Spá blaðamanna: 1. ÍBK 38, 2. Valur 30, 2. Njarðvík 30, 4. Haukar 28, 5. KR 24, 6. Grindavík 21, 6. Tindastóll 21, 8. Snæfell 10, 9. Breiðablik 9, 9. Skallagrímur 9. Keppnin hefst á sunnudaginn og verður mótið formlega sett í Grinda- vík þar sem heimamenn mæta Borgnesingum kl. 16.00. Síðan mætast ÍBK og Njarðvík í Keflavík, Valur og KR að Hlíðarenda og á Sauðárkróki mætast Tindastóll og Haukar. Þrír síðarnefndu leikirnir hefjast kl. 20.00. HANDKNATTLEIKUR / EM FH mætir Kyndli Islandsmeistarar FH mæta Kyndli frá Færeyjum í síðari leik lið- anna í Evrópukeppni meistaraliða í handknattleik í Kaplakrika í kvöld kl. 20.30. FH vann fyrri leikinn sem fram fór í Færeyjum með sjö marka mun, 27:20. Geir Hallsteinsson, fram- kvæmdastjóri FH, sagði að þó svo að FH hefði sjö mörk í plús væri ekki allt gefið í þessu. „Við megum ekki vera of sigurvissir og nú verð- ur Andreas Hansen, sem lék með Fram í fyrra, í fullu fjöri. Hann var meiddur í fyrri leiknum og kenndu Færeyingar því um að ekki gekk betur hjá þeim.“ Leikmenn Kyndils komu til landsins í gær. Dómarar leiksins koma frá Danmörku.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.