Morgunblaðið - 02.10.1992, Síða 47

Morgunblaðið - 02.10.1992, Síða 47
% t y nHt iiUi MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUff 2. OKTÓBER 1992 47 KNATTSPYRNA Gríkkir topuðu fýrir Kýpur- búum SJÖ leikmenn sem voru í byrjunarliði Grikklands í fyrri HM leiknum gegn ís- landi eru í átján manna hópi Alketas Panajulias þjálfara fyrir leik þjóðanna á Laugar- dalsvelli á miðvikudaginn. Panajulias er nýtekinn við stjóra gríska landsiiðsins á ný. Hann þjálfaði liðið frá 1974 til 1981, en þá komust Grikkir í fyrsta skipti og eina skipti í úrslitakeppni Evrópumóts landsliða — 1980 á ítaliu — og eru miklar vonir bundnar við störf hans nú. Fyrsti leikur Grikkja undir stjórn Panajulias- ar nú var gegn Kýpurbúum í september, og þeir byijuðu reyndar ekki vel; töpuðu 2:3. URSLIT Knattspyrna Evrópukeppni bikarhafa Búdapest, Ungverjalandi: Ujpesti Dosza - Partna, Ítalíu...1:1 Csaba Hetesi (62.) - Georges Grun (52.). 8.000 •Parma vann samanlagt 2:1. Torres Novas, Portúgal: Boavista - Valur.................3:0 Marlon Brandao 2 (14., 82.), Rický Owubokiri (26.). 5.000. BBoavista vann samanlagt 3:0. UEFA-keppnin: Lúxemborg: Spora - Sheff. Wed...............1:2 Joao Cruz (20.) - Gordon Watson (18.), Paul Warhurst (36.). 2.500 BSheff. Wed. vann samanlagt 10:2. Zaragoza, Spánn: Real Zaragoza - Caen, Frakklandi.2:0 Andreas Brehme (23.), Gustavo Poyet (64.). 11.000 BZaragoza vann samanlagt 4:3. Tórínó, Ítalíu: Tórínó - Norrköping..............3:0 BTórínó vann samanlagt 3:1. Saloniki, Gríkklandi: PAOK Saloniki - París St. Germain.0:2 BlJómari leiksins flautaði hann af í leik- hléi vegna óláta áhorfenda. Parísarliðið vann fyrri leikinn 2:0. Handknattleikur 2. DEILD KARLA: Ögri - Ármann................15:35 UMFA - Fjölnir...............25:16 Skvass Úrslit fyrsta keppnisdags á Evrópuleikum smáþjóða í skvassi: Karlar: Lúxemborg - ísland.............5:0 Liechtenstein - Kýpur..........4:1 Liechtenstein - Mónákó.........4:1 Konur: Mónakó - ísland................3:0 Kýpur-ísland...................2:1 I kvöld Blak íslandsmótið í blaki hefst í kvöld með tveimur leikjum í meistarafl. karla. Digranes: HK - Þróttur N...kl. 20 KA-húsið, Ak.: KA - Þróttur R.kl. 20 Handknattleikur............ 2. deild karla: Keflavík: HKN-ÍH...........kl. 20 Skvass Smáþjóðaleikarnir f liðakeppni halda áfram í Veggsporti í dag. „Slök /jarfi/síðasta..." Tvö orð vantaði í blaðinu í gær ummæli Gunnars Einarssonar jjálfara Stjömunnar, eftir leik liðs- ;ns við Þór á Akureyri í 1. deildinni i handbolta í fyrrakvöld. Hann sagði: „...því vömin var slök þar til síðasta stundarfjórðunginn." Feitletruðu orðin vantaði. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Evrópudraumur okkar getur endað með martröð - segir Eyjólfur Sverrisson. Stuttgartvísað úr Evrópukeppninni? SVO getur farið að lið VfB Stuttgart, sem Eyjólfur Sverris- son leikur með, verði vikið úr Evrópukeppni meistaraliða vegna mistaka sem urðu i leik þess gegn Leeds á Elland Road í fyrrakvöld. Stuttgart notaði þá fjóra erlenda leikmenn, en í reglum Knattspyrnusam- bands Evrópu (UEFA) segir að aðeins þrír útlendingar geti leikið með féiagsliðum inni á vellinum í einu. Tveir möguleik- ar virðast til lausnar, annars vegar sá að þýska liðinu verði vísað úr keppni, hins vegar sá að hreinn úrslitaleikur um áframhaldandi veru f keppninni fari fram á Elland Road, heima- velli Leeds. Við gerðum okkur grein fyrir mistökunum strax eftir leik- inn, en í hita leiksins og á spenn- andi lokamínútum sofnaði þjálfar- inn á verðinum og setti tvo erlenda leikmenn inná þrátt fyrir að ég og Júgóslavinn Slobodan Dubajic vær- um fyrir inná,“ sagði Eyjólfur Sverrisson, landsliðamður í viðtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. „Þetta voru rosaleg mistök og hreint ótrúlegt að svona geti komið fyrir hjá eins stóru félagi og Stuttg- art. Evrópudraumur okkar getur endað með martröð, sem gæti kost- að okkur Evrópusæti og þá myndi Stuttgart tapa hundruðum milljóna króna. Andrúmsloftið var þrúgandi á Neckar-leikvanginum í dag [gær] Eyjólfur Sverrisson í fyrri leik Stuttgart og Leeds á Neckar-leikvanginum, Ingi Bjöm hættir með Val liigf Bjöm Albertsson sagðist i gærkvöldi telja nær engar líkur á að ■ hann yri)i_ áfmnx-þjálfarj knattspyrnuliðs Vals. Hann hefur nú stýrt liðinu þrjú feþþnistínabil'; og hafa Valsmenn orðið bikarmeistarar öll árin. Ingi Bjöm staðfestjjið hann hefði fengið tilboð um þjálfun frá öðrum félögum, og mynai hann skoða þau eftir að hann kæmi heim frá Portúgal. Valsmenn úr leik VALSMENN töpuðu fyrir port- úgalska líðinu Boavista, 0:3, í Evrópukeppni bikarhafa í Port- úgal í gærkvöldi. Þetta var seinni leikur liðanna, sá fyrri í Laugardal var markalaus, þannig að Valsmenn eru úr leik. Ingi Bjöm Albertsson, þjálfari Valsmanna, sagði úrslitin lík- lega ekki óeðlileg en Valsmenn hefðu þó fengið góð tækifæri til að skora en ekki nýtt þau, og leikir vinnist vitaskuld ekki þegar svo er. „Þetta er eðlilegur munur á toppliði í Portúgal og toppliði á íslandi. Kannski ekki þegar þessir tveir leik- ir eru skoðaðir, heldur þegar málið er skoðað í heild." Hann sagði leik- inn hafa verið erfíðan, „en þó var hann ekki eins erfiður og ég hafði reiknað með.“ Miðjuþóf og gífurleg barátta var fyrsta stundarfjórðunginn. Hvorugt lið náði að skapa sér tækifæri, „en svo gerðum við tvenn mistök og var refsað í bæði skiptin,“ sagði Ingi. Portúgalska liðið skoraði á 14. og er við mættum á æfingu. Við getum ekki annað en beðið og vonað að málið leysist á farsælan hátt,“ sagði Eyjólfur. Forráðamenn Stuttgart höfðu sjálfír samband við UEFA í gær- morgun og sögðu frá mistökum sín- um. „Við gátum ekki annað en haft samband við UEFA eftir að ljóst var að við höfðum gert mis- tök,“ sagði Dirk Lips, talsmaður Stuttgart. Stuttgart setti júgóslavneska vamarmanninn Jovica Simanic inná sjö mín. fyrir leikslok. Þremur mín. áður hafði. Svisslendingurinn Adr- ian Knup verið séttur inn á, en fyr- ir voru Eyjólfur og Júgóslávinn Dubajic. Upphaflega átti að taka málið fyrir hjá UEFÁ ,í dag, eða fyrir dráttinn í Evrópukeppninni, en í gærkvöldi var tilkynnt að málið verði ekki tekið fyrir fyrr en á morgun, þar sem það væri flókið og margt þyrfti að kanna áður en úrskurðað verður. Svona mál hefur ekki komið upp eftir að nýju regl- umar voru teknar í notkun fyrir nokkrum vikum. Lips sagðist í gær vonast eftir að þriðji leikur liðanna verði látinn fara fram, „Ég hef heyrt mann hjá UEFA segja að þar sem við höfum teflt fram ólöglegu liði yrði leikur- HANDKNATTLEIKUR 26. mín. og hafði tveggja marka forystu í leikhléinu. Þriðja markið kom svo undir lok- in, á 82. mín. „Þetta spilaðist að sumu leyti líkt og leikurinn heima. Við fengum góð færi til að skora, en þau nýttust ekki. Ég gæti trúað að Valur hefði aldrei fengið jafn góð tækifæri í Evrópukeppni og í þessum tveimur leikjum við Port- úgalina, en þau verður að nýta til að möguleiki sé á sigri.“ Ingi Björn sagði að eftir markalaust jafntefli á heimavelli hefði varla verið raun- hæft að reikna með sigri ytra, „en menn gátu vissulega nagað sig í handarbökin eftir fyrri leikinn — að hafa ekki náð að skora úr öllum þeim færum sem við fengum þar. Það hefði verið allt annað og betra veganesti að fara út eftir að hafa náð að skora." Byijunarlið Vals var eins og i fyrri leikn- um: Bjami Sigurðsson — Jón Grétar Jóns- son, Einar Páll Tóniasson, Jón S. Helgason, Izudin Dervic - Gunnlaugur Einarsson, Ágúst Gylfason, Steinar Adolfsson, Salih Porca, Baldur Bragason — Antony Karl Gregory. Um iniðjan siðari hálfleik kom svo Arnljótur Davíðsson inná fyrir Gunnlaug og GunnarGunnarsson skipti við Porca. Heimsliðið í handknattleik. sem leikur gegn þýska landsliðinu í tilefni opnunar Joachim-Deckarm íþróttahallarinnar í Saarbrúcken 16. desember er skipað 16 leik- mönnum. Hassan Moustapha frá Egyptalandi, sem á sæti í tækni- nefnd IHF, valdi liðið. Þjálfarar liðs- ins verða Bengt Johansson, þjálfari Svía og Heinz Suter, þjálfari Sviss- lendinga. Við sögðum frá því í blað- inu í gær að tveir íslendingar væru í liðinu, Geir Sveinsson og Valdimar Grímsson, og er það í fyrsta sinn sem íslendingar eiga tvo fulltrúa í heimsliði. Liðið er annars skipað eftirtöld- um leikmönnum: Markverðir: Mats Olsson, Svíþjóð inn dæmdur okkur tapaður 0:3. Þá yrði staðan jöfn samanlagt, 3:3, þar sem Stuttgart vann fyrri leikinn 3:0. Því yrðu liðin að leika að nýju | til að fá úr því skorið hvort kæmist áfram," sagði Lips. i „Mistökin geta kostað Stuttgart mikla peninga. Þetta vora mistök hjá þjálfaranum Ghristoph Daum og framkvæmdastjóranum Dieter Höness,“ sagði Mayer-Vorfelder, forseti Stuttgart. „Ef svona mistök hefðu gerst í stjóm stórfyrirtækis, yrðu stjórnarmennimir sem gerðu þau umsvifalaust reknir. Við höfum þó engin slík áform uppi vegna mistaka Daurn og Höness.“ Biíl Fotherby, talsmaður Leeds, sagði að Leéds ætti að halda áfram keppni. „íteglur eru reglur og það - á að fara eftir þeim.“ . í gærkvöldi upplýsti Léslie Sil- ver, stjórnarformaður Leeds, að hann hefði fengið þær upplýsingar frá UEFA að aðeins tveir möguleik- ar væm í stöðunni. „Annar er að Stuttgart verði vísað.úr keppninni, hinn að félögunum vérði gert að mætast aftur á Elland Road [heima- velli Leeds].“ Þá yrði um hreinan úrslitaleik um áframhaldandi vem að ræða — byrjað í stöðunni 0:0, þrátt fyrir að Stuttgart hefði unnið heimaleik sinn 3:0. Valdimar og Geir í sterku heimsliði Andrej Levrov, Rússlandi Lorenzo Rico Diaz, Spáni Hornamenn: Jochen Fraatz, Þýskalandi Valerie Gopine, Rússlandi Valdimar Grímsson, íslandi Pierre Thorsson, Svíþjóð Skyttur: Frédéric Volle, Frakklandi Mikail Iakimovitsj, Rússlandi Jae-Won Kang, Suður-Kóreu Robert Ioan Licu, Rúmeníu Línumenn: Per Carlen, Svíþjóð Geir Sveinsson, Islandi Leikstjórnendur: Talant Douitsjbaev, Rússlandi Magnus Wislander, Svíþjóð ■ Dómarar verða Jean Lelong og Gérard Tancrez frá Frakklandi. ■ SLAND - GRIKKLAND Starfandi dómarar og aðrir með gild aðgangskort fá afhenta aðgöngumiða á leikinn á Laugardalsvelli, mánudaginn 5. okt. og þriðjudaginn 6. okt. kl. 11 ;00 - 18:00. Ath! miðar verða ekki afhentir fyrir utan þennan tíma. Aðilar utan af landi, með gild aðgangskort, geta hringt á skrifstofu KSÍ sunnudaginn 4. okt. kl. 12:00 -15:00 og látið taka frá fyrir sig miða sem síðan verða afhentir samkvæmt nánara samkomulagi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.