Morgunblaðið - 13.10.1992, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.10.1992, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1992 Ys og þys á flugvellinum í Split. Á leið heim eftir sex mánaða dvöl í Júgóslavíu. Atlanta hf. flýgnr með friðargæsluliða til Júgóslavíu Heimameim kunnu lítt að meta aðstoð Sameinuðu þjóðanna - segir Ásgeir Guðmundsson um heimamenn á þremur áfangastöðum FLUGFÉLAGIÐ Atlanta hf. annaðist flutninga á frönskum friðar- gæsluliðum til Júgóslavíu í síðustu viku. Ásgeir Guðmundsson verk- efnisstjóri segir að það hafi verið annað verkefnið fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Áður var flogið til Júgóslavíu í byrjun október og þriðja flugið verður í þessari viku. Hann segir að heimamenn kunni lítt að meta aðstoð Sameinuðu þjóðanna og séu svartsýnir á friðarhorf- Þrír áfangastaðir Áfangastaðir Atlanta hf. í Júgó- slavíu voru þrír en lagt var upp frá borginni Beauvais um 70 km norð- an við París á miðvikudag. Sóttir voru um 300 friðargæsluliðar til frönsku borgarinnar Metz og flogið með þá til Split í Júgóslavíu. Síðan var flogið með friðargæsluliða til baka til Nantes í Frakklandi en að því loknu var snúið til Metz að nýju til þess að sækja þangað her- menn til Zagreb. Frá Zagreb var flogið á herflugvöllinn í Everaux og aftur til Metz þar sem 200 frið- argæsluliðar biðu eftir að komast til Belgrad. Ekki gekk þó áfallalaust að kom- ast þangað, því á miðri leið var flugvélinni synjað um leyfi til að fara inn í serbneska fluglögsögu. Við tók 50 mínútna biðflug en á endanum var ákveðið að snúa til Zagreb. Dvalist var í borginni um nóttina og haldið til Belgrad þegar fengist hafði tilskilið leyfí daginn eftir. Ferðinni lauk á föstudag þeg- ar komið var til Frakklands. Keðjureyktu Ásgeir sagði að friðargæslulið- amir hefðu litið út fyrir að vera táningar en sennilega hefðu þeir verið á aldrinum 18-25 ára. Hann sagði að þeir hefðu verið afar spenntir á leiðinni til Júgóslavíu og keðjureykt þannig að á endan- um hefði þurft að banna reykingar í vélinni. Aðspurður sagði hann að mikill léttir hefði verið meðal þeirra hermanna sem voru á leiðinni heim. Ekki sagði Ásgeir að áhöfnin hefði orðið vör við nein átök í Júgó- slavíu en tók fram að hljóðið hefði verið þungt í fólki. Fulltrúar Sam- einuðu þjóðanna hefðu greinilega ekki verið velkomnir og fólk ekki kunnað að meta aðstoð þeirra. Ásgeir hafði eftir norskum full- trúa í friðargæslusveitunum að sama dag og sveitimar hefðu gefið Bosníumönnum eldsneyti og mat hefðu þeir skotið á veitendur sína. Hann sagði að heimamenn væru sannfærðir um að langt væri í land að friður næðist enda hefðu Serbar verið mörg ár að búa sig undir átökin. Mikið var fjallað um flutningana í frönskum blöðum í síðustu viku en að sögn Ásgeirs er ekki ólíklegt að framhald verði á flugi Atlanta fyrir Sameinuðu þjóðimar. Breið- þota af gerðinni L-10-ll er notuð til flutninganna og eru í henni sæti fyrir 345 manns. í áhöfn flug- vélarinnar em tveir flugstjórar, 7-8 flugfreyjur, einn flugvélstjóri og einn flugvirki. Áhöfnin, talið frá ofan ojg niður: John Hollis flugvirki, Keith Gray aðstoðarflugmaður, Asgeir Guðmundsson flugumsjónarmað- ur, Patríkur Harn flugvélsljóri, Gnúpur Halldórsson flugþjónn, Björn Skaftason flugþjónn, Margrét Hilmisdóttir flugfreyja, Þór- dís Jónsdóttir flugfreyja, Hildur Guðmundsdóttir flugfreyja, Hilke Jakob yfirflugfrevja, Lára Sif Christiansen, sem er dóttir flug- stjórans, Jóhann Olafsson flugþjónn og Ásgeir Christiansen flug- stjóri. Alþýðubandalagið vill ræða við aðra flokka um tillögur sínar í efnahagsmálum Hátekju- og fjármagnsskattur fjármagui auknar framkvæmdir ÓLAFUR Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins, hefur sent formönnum hinna stjórnmálaflokkanna bréf, þar sem hann óskar eftir viðræðum um nýsamþykktar tillögur þingflokks Alþýðubandalagsins í efnahagsmálum. Ólafur hefur ejnnig óskað eftir viðræðum við forystu- menn samtaka atvinnulífsins. í samþykkt þingflokksins segir meðal annars: „íslendingar þurfa nú þjóðarsátt um nýja leið: Leið samhæfing- Haustfundur VMSI Fáar en skýr- ar kröfur í næstu kjara- samningum í ÁLYKTUN um kjaramál sem samþykkt var á haustfundi sam- bandsstjórnar Verkamannasam- bands Islands um helgina kemur fram að gera eigi fáar en skýrar kröfur í næstu kjarasamningum. Þær eigi að miða að því að gerð- ar verði úrbætur í atvinnumálum sem tryggi að allir hafi vinnu við sitt hæfí. í annarri ályktun sem samþykkt var um atvinnumál kemur m.a. fram að á ákveðnum svæðum eins og Suðurnesjum sé atvinnuleysi komið yfír hættu- mörk og standi eðlilegri þróun samfélagsins fyrir þrifum. Þær kröfur sem verkalýðshreyf- ingin á að leggja áherslu á í næstu samningum eru að mati VMSÍ m.a. þær að lagfæra eigi laun þeirra lakast settu, miða að því að samn- ingar og lög um réttindi verkafólks verði ekki skert, sniðgengin eða rangtúlkuð af atvinnurekendum og þær eigi að miða að breytingum á skattkerfí sem tryggi að fjármagns- eigendum verði ekki gert hærra undir höfði en launamönnum. í ályktun um atvinnumál kemur m.a. fram að haustfundur VMSÍ vill leggja áherslu á aukna verð- mætasköpun í sjávarútvegi, aukna áherslu á öflun nýrra markaða fyr- ir sjávarafurðir og endurskoða ákvarðanir um smíði frystitogara. Síðan segir í ályktuninni: „Bæta þarf samkeppnisstöðu innlends iðn- aðar gagnvart innfluttri iðnaðar- vöru. Lækka þarf orkuverð með lengingu afskriftartíma orkuvera til að bæta rekstrarskilyrði innlendra atvinnuvega. Við núverandi að- stæður þarf að lengja lánstíma fjár- festingarlána í sjávarútvegi og iðn- aði og jafna verður rekstrarlegan aðstöðumun landvinnslu og sjó- vinnslu." Sjálfstæðisflokkurinn Opinn fund- ur um jöfn- un atkvæða RÉTTARFARS- og stjórn- skipunamefnd Sjálfstæðis- flokksins heldur opinn fund næstkomandi fímmtudags- kvöld hinn 15. október kl. 20.30 í Valhöll við Háaleitis- braut. Efni fundarins er jöfn- un atkvæða, fækkun þing- manna og einföldun reglna kosningalaga við úthlutun þingsæta. í stjómmálaályktun Lands- fundar Sjálfstæðisflokksins 1991 segir m.a: „Þingmönnum verði fækkað og kosningalögg- jöf tryggi jafnræði kjósenda." Fundurinn næstkomandi fímmtudagskvöld verður um leiðir að þessu markmiði. í upp- hafi fundarins munu Bjöm Bjamason, alþingismaður, Sturla Böðvarson, alþingismað- ur, og Jónas Friðrik Jónsson, lögfræðingur, halda framsögu- erindi og að þeim loknum ræða Einar K. Guðfinnsson, alþingis- maður, og Geir H. Haarde, al- þingismaður, um skoðanir framsögumanna og eigin hug- myndir. Jón Steinar Gunnlaugs- son, hæstaréttarlögmaður, verður stjómandi fundarins og umræðusljóri. bVr.arfars- og stjómskipun- ..rnt’f’id er ein af málefnanefnd- u;:: Sjálfstæðisflokksins og er fundur þessi þáttur í undirbún- ingi nefndarinnar að stefnu- mörkun um ofangreind málefni. ar og samvmnu. Forystumenn Alþýðubandalags- ins, þeir Ólafur Ragnar Grímsson, Steingrímur Sigfússon varaformaður og Ragnar Amalds, formaður þing- flokksins, kynntu samþykkt þing- flokksins á blaðamannafundi í gær. Þar var einnig lagður fram 45 blað- síðna „umræðugrundvöllur“, sem Ólafur Ragnar hefur tekið saman vegna tillagnanna. I samþykkt þingflokksins, sem er í yfír 50 liðum, er meðal annars gert ráð fyrir að ríki og sveitarfélög fari út í framkvæmdir og fjárfestingar, sem fjármagnaðar verði með há- tekjuþrepi í tekjuskatti, skattlagn- ingu fjármagnstekna og sérstöku sameiginlegu átaki sveitarfélaga. Þá vill flokkurinn að aðstöðugjald verði afnumið, en í staðinn fái sveitarfélög rýrriri heimildir til að ákveða útsvar samkvæmt eigin mati, Ieggja á um- hverfisgjöld og nýta m.a. bifreiða- eign og umferð sem skattstofn. „Þær hugmyndir, sem við bendum á til breytingar á skattkerfí sveitarfélag- anna, þýða tilflutning á skattbyrðinni frá atvinnulífinu til hluta fólksins í landinu. Ekki til þeirra, sem lægst hafa kjörin, heldur til ákveðins hluta," sagði Ólafur Ragnar á blaða- mannafundinum. Alþýðubandalagsmenn viður- kenna, að sögn ðlafs Ragnars, að ekki sé svigrúm til almennra launa- hækkana nú. „Til að tryggja árangur af þessum aðgerðum og varðveita jafnframt þann stöðugleika sem náðst hefur er mikilvægt í ljósi þeirra erfíðu ytri skilyrða sem framundan eru að ná samkomulagi um lítt breytt almennt launastig í landinu,“ segir í tillögunum. Alþýðubandalagið legg- ur til að farið verði út í jöfnunarað- gerðir fyrir 800-1.500 milljónir króna til að tryggja slíka launastefnu og milda áhrifín af hærri sköttum sveit- arfélaga í kjölfar afnáms aðstöðu- gjaldsins. Alþýðubandalagsmenn vilja koma á fót gjaldeyrismarkaði, þar sem breytingar á framboði og eftirspum hefðu áhrif á gengi krónunnar og því yrði þannig leyft að sveiflast inn- an ákveðinna marka. Jafnframt vilja þeir tryggja stöðugleika með því að halli hins opinbera verði ekki aukinn vegna nýrra framkvæmda, heldur tekna aflað með nýjum sköttum, sem skili sér á 16-24 mánuðum. Tillögu- gerðin miðast við að erlendar skuldir þjóðarbúsins hafi ekki aukizt þegar aðgerðimar eru komnar til fram- kvæmda. Markmið aðgerða Alþýðubanda- lagsins er að skapa ný störf. Athug- un flokksins leiðir í ljós, að því er segir í samþykkt þingflokksins, að 1.200 til 1.800 ný störf gætu skap- azt á næstu átta til tólf mánuðum, verði farið að þessum tillögum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.