Morgunblaðið - 13.10.1992, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 13.10.1992, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1992 55 I I ! I I Fischer heldur sig- urgöngunni áfram Skák______________ Karl Þorsteins BOBBY Fischer er á góðri leið með að gera út um einvígið gegn Borís Spasskí. Kraftur- inn í taflmennsku hans er slík- ur að spurningin núna beinist fremur að því hversu margar skákir hann þarf til viðbótar til þess að útkjjá einvígið, en um möguleika Spasskís. Þau orð Kasparovs að taflmennska Fischers sé „úrelt“ og hann sjálfur varla meðal flmmtiu bestu skákmanna heims eru lyóm eitt, skákimar i einvíg- inu bera snilldargáfunni ótví- rætt vitni. Taflmennska Fischers í sautj- ándu einvígisskákinni var afar lærdómsrík. Hann tefldi sjaldséð afbrigði gegn silkileyjarvöm Spasskís og eftir byijunina virt- ist frumkvæði hvíts agnarsmátt. Vafalaust hafa margir átt von á jafntefli, en Fischer tefldi mið- taflið mjög markvisst og saum- aði hægt og bítandi að stöðu andstæðingsins. Hann náði hag- stæðum uppskiptum og hagnýtti sér kosti biskupaparsins til fulln- ustu. Spasskí var nauðbeygður til að fara í mjög erfítt endatafl með veik peð og skrefastuttan riddara og þrátt fyrir hatramma vöm varð Spasskí að játa sig sigraðan eftir 57 leiki. Um margt minnti taflmennska Fischers í þessar skák á handbragð Karpovs. Erfítt er að benda á ein einstök mistök sem urðu Spasskí að falli í þessari skák, í mesta lagi má kenna um nokkr- um ónákvæmum leikjum, sem Fischer hagnýtti sér á snilldar- legan hátt. Hvítt: Bobby Fischer. Svart: Borís Spasskí. Sikileyjarvöm. I. e4 — c5, 2. Rc3 Fischer beitir sálfræðinni og teflir hið svokallað lokað afbrigði af sikileyjarvöm. Þar fer hann í smiðju Spasskís, sem hefur haft dálæti á afbrigðinu og teflt oft með hvítu mönnunum. 2. Rc6, 3. Rge2 — e6, 4. g3 — d5, 5. exd5 — exd5, 6. Bg2 — d4, 7. Rd5 - Rf6, 8. Ref4 - Rxd5, 9. Rxd5 - Bd6, 10. 0-0 - 0-0, II. d3 - Be6, 12. Rf4 - Bf5, 13. h3! Hvíta staðan er aðeins sjónarmun betri. Engir peðaveik- leikar era í svörtu stöðunni og Fischer leitar eftir því í áfram- haldinu að ná uppskiptum á öðr- um biskupi svarts, enda er bisku- paparið mjög sterkt í svona stöð- um. Með síðasta leik þrengir hann athafnafrelsi hvítreita bisk- ups svarts. 13. Hb8, 14. Bd2 - He8, 15. Hel - Hxel, 16. Dxel - Dd7? Það er ástæðulaust að láta bisku- paparið af hendi. 16. Dc7 var því eðlilegri leikur. 17. g4 — He8, 18. Ddl - Bxf4, 19. Bxf4 - Be6, 20. Df3! Hindrar 20. Bd5. Nú fer Spasskí á flakk með riddarann sem reynist vanhugs- að. 20. Hd8 var betri möguleiki í þeim tilgangi að leika 21. Bd5. Hvíta staðan er þá aðeins sjónar- mun betri. 20. — Rb4?, 21. Dxb7 - Rxc2, 22. Hcl - Dxb7, 23. Bxb7 — Rb4, 24. Be4 — Bxa2 25. Bd2! Mjög sterkur leikur sem Spasskí hefur líklega ekki reikn- að með þegar hann lék riddaran- um til b4. Hann getur ekki vald- að peðið á c5, því 25. Hc8 væri auðvitað svarað með 26. Bxb4. Eftir 25. Hxc5 — Bbl! hefði svartur hins vegar ekkert að ótt- jjgf 25. - Bd5, 26. Bxd5 - Rxd5, 27. Hxc5 - Rb6, 28. Kfl - f6, 29. Ha5 - He7, 30. Bb4 - Hd7, 31. Bc5 - Kf7, 32. Ke2 - g5, 33. Kf3 - Kg6 Hlutskipti Spasskís er ekki auðvelt í þessari stöðu. Biskup- inn er oíjarl riddara í svona stöð- um og peðin á d4 og a7 era dæmd til glötunar. Spasskí velur besta kostinn í stöðunni og teflir vömina mjög virkt. Hann leitar mótfæra með peðaframrás á kóngsvæng, en skeytir engu um peðin á d4 og a7. 34. Ke4 - h5, 35. Bxd4 - He7, 36. Kf3 - h4, 37. Bc5 - Hel! 38. Hxa7 - Rd5, 39. Bf8 - He8, 40. Bd6! 40. Hg7+ lítur ógnandi út en eftir 40. Kh6 á hvítur ekkert betra en 41. Hd7+ — Hxf8, 42. Hxd5 — Hb8 og svartur á góða jafnteflismöguleika. 40. - He6, 41. Hd7 - Rb6, 42. Hd8 - Rd5, 43. b4 - Hel, 44. b5 - Hbl, 45. Hb8 - Hb3, 46. Ke4 - Rc3+? Um tvo möguleika var að ræða, og líklega er valkostur Spasskís sá lakari. Eftir 46. — Hxb5, 47. Hxb5 - Rc3+, 48. Kd4 - Rxb5+, 49. Kc5 - Rc3 þarf hvítur að gæta vel að peðum sínum á kóngsvæng. T.d. leiðir 50. Kc6 til lítils árangurs eftir 50. - Re2, 51. Bh2 - Rd4+ og næst 52. Rf3 með hótuninni að drepa biskupinn og þegar hann hörfar þá 53. Rgl. Oneitanlega er hvíta staðan sigurvænleg eftir uppskipti á hrókum. Núna er vinningurinn þvingaður þótt ekki muni miklu að svartur nái að veijast. 47. Kd4 - Rxb5+, 48. Kc4 — Hc3+, 49. Kxb5 — Hxd3, 50. Kc6 - Hxh3, 51. Kd5 - Hf3, 52. Ke6 - HF2, 53. Hg8 - Kh7 54. Kf7! Svartur er flæktur í mátnet. Hvítur hótar 55. Hg7+ — Kh8, 56. Hg6 - Kh7, 57. Bf8! og óveijandi mát blasir við á h6., 54. — f5 myndi engu bjarga eft- ir 55. Hg7+ - Kh6, 56. Hg6+ - Kh7, 57. Hf6! - f4, 58. Bf8! - Ha2, 55. Hg7+ - Kh6, 56. Bf8 - Ha7+, 57. Kxf6 - Ha6+; 58. Kf7 Spasskí gafst upp. Aframhaldið gæti orðið 58. - Ha7+, 59. Kg8 - Hxg7, 60. Bxg7+ - Kg6, 61. Be5 - h3, 62. Kf8 - Kh6, 63. Kf7 - Kh7, 64. Kf6 - Kh6, 65. Bh2 og svörtu peðin falla. 18. einvígisskákin í Belgrad var viðburðasnauð og lauk með jafntefli eftir 36 leiki. Spasskí stýrði hvítu mönnunum og var auðsjáanlega fullsáttur við skipt- an hlut eftir erfiðar viðureignir að undanfömu. Fischer tefldi móttekið drottningarbragð í fjórða skipti í einvíginu og líkt og í fyrri skiptin nýtti Spasskí tækifærið og valdi mjög friðsamt afbrigði þar sem drottningarapp- skipti verða strax í áttunda leik. í áframhaldinu urðu mikil upp- skipti og þegar keppendur sætt- ust á jafntefli eftir 36 leiki vora mislitir biskupar á borðinu og jafnmörg peð hjá báðum kepp- endum. Fischer leiðir nú í einvíginu, hann hefur hlotið sjö vinninga en Spasskí þijá. Næsta skák verður tefld á miðvikudaginn. 18. Einvígisskákin. Hvítt: Borís Spasskí. Svart: Bobby Fischer. Drottingingarbragð. 1. d4 - d5, 2. c4 - dxc4, 3. Rf3 — a6, 4. e3 — Rf6, 5. Bxc4 — e6, 6. 0-0 — c5, 7. dxc5 Spasskí er enn við sama hey- garðshomið og velur fyrsta tæki- færi til þess að skipta upp á drottningum líkt og í fyrri viður- eignum. Peðsdrápið hefur alla tíð þótt bera vitni um lítinn baráttu- vilja og flestum skákum í af- brigðinu hefur lokið með jafn- tefli í um og yfír 20 leikjum. 7. - Dxdl, 8. Hxdl - Bxc5, 9. Rbd2 í Qórðu og sjöttu skákinni lék Spasskí 9. b3 og áframhaldið varð 9. Rbd7, 10. Bb2 - b6 í Qórðu skákinni en 10. b5 í þeirri sjöttu. 9. 0-0, 10. a3 - b5, 11. Be2 - Bb7, 12. b4 - Be7, 13. Bb2 - Rbd7, 14. Hacl - Hfc8, 15. Rb3 - Hxcl, 16. Hxcl - Hc8, 17. Hxc8 — Bxc8, 18. Rfd4 — Rb8! Hvíta staðan er aðeins liðlegri og greiður aðgangur að a5 og c5 reitunum fyrir riddara tryggir hvítum framkvæðið. Fischer heldur vel á spöðunum og heldur öragglega jafntefli. 19. Bf3 - Kf8, 20. Ra5 - Bd6, 21. Rdb3 - e5, 22. Rc5 - Ke7, 23. h3 - Rfd7, 24. Rd3 - f6, 25. Be4 — g6, 26. f4 — exf4, 27. exf4 - Rb6, 28. Rb7 - Bc7, 29. Rbc5 - Rc4, 30. Bcl - Rd7, 31. Kfl - Rxc5, 32. Rxc5 - Bb6, 33. Bd3 - Bxc5, 34. bxc5 - Be6, 35. Kf2 - Kd7, 36. Bxc4 — bxc4 Svipmynd frá kafflstofunni „Mýflugan". Á myndinni eru þeir Þorleif- ur Gunnlaugsson, Sigurður Ágústsson og Ásgeir Sighvatsson. Ný félagsmiðstöð SÁÁ opnuð í Ármúlanum Félag járniðn- aðarmanna Gert verði við Heklu á íslaudi . FÉLAG járniðnaðarmanna ■ krefst þess að íslensk stjómvöld sjái til þess að viðgerð á m.s. | Heklu verði hér á landi í stað * þess að flytja verkefnið til Pól- lands eins og nú virðist standa í ályktun félagsins segir að nýsmíði skipa, endurbætur og við- gerðir hafí í vaxandi mæli farið út úr landinu. Ástæðumar era fyrst og fremst þær, að helstu samkeppnislönd beiti ríkisstyrkj- um til að fá þessi verkefni til sín og að þeim viðskiptaháttum hafí ekki verið mætt af fullri einurð af íslenskum stjómvöldum. Er þess krafíst að sett verði á jöfnun- argjöld gagnvart þeim sem styrki beint eða óbeint málmiðnað í sínu landi og ná með þeim hætti verk- efnum frá íslenskum málmiðnað- 1 arfyrirtækjum og skapa atvinnu- leysi hér á landi. L Þá er sú krafa gerð að stjóm- völd hafni samningi sem unnið hefur verið að og feli í sér að I Pólveijum verði heimilt að greiða niður verkefni í sínum skipamíða- stöðvum í að minnsta kosti 5 ár án þess að gripið sé til gagnráð- stafana. SÁÁ hefur opnað nýja félagsmið- stöð í Ármúla 17a. Þar er annars- vegar um að ræða félagsheimilið „Úífaldann" og hinsvegar kaffi- stofuna „Mýflugan". Um 250 manns rúmast í félagsheimilinu en 50-70 manns í kaffistofunni. Þarna verður opið alla sjö daga vikunnar og ýmislegt félagsstarf í boði. Sem dæmi um félagsstarfíð í Úlf- aldanum má nefna að á þriðjudags- kvöldum eru bridskvöld, á föstudög- um diskótek og opið hús á vegum unga fólksins innan SÁÁ, á laugar- dagskvöldum er opið hús fyrir alla, lítil taflmót, félagsvist og dansleikir og á sunnudögum eru haldnar dans- æfingar. Kaffistofan Mýflugan er opin öll kvöld vikunnar og eftir há- degi á laugardögum. I vetur er fjöldi námskeiða áform- aður í þessu nýja húsnæði. Má þar nefna bridsnámskeið, fluguhnýting- amámskeið, pijónanámskeið, saumanámskeið og jólaskreyting- amámskeið. Einnig eru ráðgerðir tónleikar. VANNMN FJÖLSKYLDA? Heildarvinningsupphæðin: 118.881.335 kr. 41. leikvika*10>*11T október 1992 Röðín: X22-121-121-11X1 13 réttir: 25raöirá 12 réttir: 740raöirá 11 réttir: 8.962 raöir á 10 réttir: 67.384 raöirá 1.283.910-kr. 27.310-kr. 2.380 - kr. 670 - kr. Nú er búiö aö opna fyrir sölu á EUROTIPS 3, þar sem fyrsti vinningur er sameiginlegur meö Austurríkismönnum.Dönum, Svíum og okkur. Þar sem enginn haföi 14 rétta síöast í löndunum fjórum er EUROTIPS potturlnn TVÖFALDUR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.