Morgunblaðið - 13.10.1992, Qupperneq 40
40
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1992
„Vildum vinna eða
falla með sæmd“
KUMHO Norðurlandamótið
ÍSLANDSMEISTAEARNIR Ásgeir Sigurðsson og Bragi Guðmunds-
son á Metro 6R4 tryggðu sér meistaratitilinn í ár með ðruggum sigri
í Kumho-ralli Hjólbarðahallarinnar um helgina, sem var bæði liður
í íslandsmótinu og Norðurlandameistaramótinu í rallakstri fyrir
óbreytta bUa. Finnarnir Harri Raamanen og Maria Manninen á
Mitsubishi tryggðu landi sínu Norðurlandatitilinn ásamt Peter Geit-
el og Kaj Hakkinen á Mazda, en fljótustu íslensku áhafnirnar voru
Hafsteinn Aðalsteinsson og Witek Bogdanski á Nissan og Óskar
Ólafsson og Jóhannes Jóhannesson á Suzuki, en aðeins þrjár sekúnd-
ur skildu tvær síðastnefndu áhafnirnar að eftir 1.065 km akstur í
keppninni.
„Þetta var aldrei öruggt þó við
næðum strax forystu, en við ókum
á nánast fullu skriði þangað til sein-
asta daginn. Þá voru feðgamir
dottnir úr leik, höfðu reyndar lent
í vandræðum daginn áður, sem
leyfði okkur aðeins að slaka á. En
maður getur alltaf tapað ralli, jafn-
vel á síðustu metrunum, þannig að
sigur er aldrei bókaður fyrr en í
endamark er komið,“ sögðu sigur-
vegar Kumho-rallsins, Asgeir og
Bragi, í samtali við Morgunblaðið.
„Við undirbjuggum okkur í sex vik-
ur fyrir þessa keppni, tókum bílinn
og okkur sjálfa í gegn og vorum
tilbúnir að takast á við hveija sem
var af fullri hörku. Ég held að hraði
íslensku ökumannanna hafi komið
Finnum í opna skjöldu, en þeir hafa
til þessa lagt okkur að velli á heima-
velli. Við vorum ákveðnir að aka
til sigurs eða falla með sæmd,“
sögðu þeir félagar sem unnu sína
tíundu keppni á bílnum af tólf sem
þeir hafa hafið, en bíllinn er sér-
smíðaður til rallaksturs, með vélina
í miðjunni og fjórhjóladrif.
Ásgeir og Bragi náðu forystu
strax á fyrsta degi en feðgamir
Rúnar Jónsson og Jón Ragnarsson
á nýkeyptum Mazda 323-rallbíl frá
Finnanum Mikael Sunström fylgdu
fast á eftir, á meðan Steingrímur
Ingason og Guðmundur Bjöm
Steinþórsson á Nissan féllu úr leik
fljótlega eftir útafakstur, en þessar
áhafnir hafa barist hvað grimmast
á keppnistímabilinu. „Við reyndum
hvað við gátum að halda í við Ás-
geir og nýr bíllinn kom okkur á
óvart, en síðan kom babb í bátinn
þegar framhjólabúnaðurinn bilaði,
hrökk úr sambandi á sérleið við
Geitháls og bíllinn valt heilan hring.
Þar með var okkar þátttöku í rall-
inu lokið eftir mikla baráttu," sagði
Jón. Óhapp þeirra feðga flutti Birgi
Vagnsson og Halldór Gíslason upp
í annað sætið á Nissan 240RS, sem
smám saman náðu betri tökum á
keppnisbíl sínum eftir því sem leið
á keppnina.
„Eg átti ekki von á þessum
árangri fyrir keppni. Við keyrðum
eins hratt og Kumho-kagginn
komst og við þorðum. Við sluppum
óhappalaust í gegn og það gerði
gæfumuninn í langri keppninni, en
flestir áttu von á meiri keppni frá
Finnunum. Að öllum líkindum mun-
um við Halldór keppa í íslandsmót-
inu að ári á þessum bíl,“ sagði Birg-
ir.
En fyrir utan toppslaginn beind-
ust augu manna að Norðurlanda-
mótinu í flokki óbreyttra bíla, þar
sem Finnar og íslendingar börðust
um sigur. Það hrikti á tímabili í
landsliði Finna. Fyrst féllu sigur-
vegarar síðasta árs, Saku Viierima
og David McNiven úr leik á Ford
Sierra þegar kveikjuhamar brotn-
aði. „Þetta var svekkjandi bilun.
Ég er vanur að aka Lancia-keppnis-
bíl þar sem ég þarf ekki á kveikju-
hamri að halda sem varastykki. Því
hugsaði ég ekkert um slíkt fyrir
þessa keppni á nýjum bíl, var með
ýmsa aðra varahluti en ekki þetta
100 krónu stykki sem setti okkur
úr leik,“ sagði Viierima. Landar
hans Jukka Khononen og Nicholas
Geitel urðu einnig að sætta sig við
að falla úr leik, en þeir óku Mazda:
„Við fengum olíu inn í kúplingshús-
ið og rétt náðum að skríða sumar
brekkumar, því kúplingin snuðaði
svo mikið. Við dældum og dældum
gírolíu á gírkassann, því allt lak í
gegn og 50 lítrum af kóki líka, en
það stoðaði ekki! Við töldum þétt-
ingu leka og löguðum það í viðgerð-
arhléi, en daginn eftir reyndist kúpl-
ingin eins. Þá ákváðum við að
hætta, enda kókið líka búið ...“
sagði Nicolas í gamansömum dúr.
En slagurinn í óbreytta flokknum
t
Kumho-kagginn í höndum Birgis Vagnssonar og Halldórs Gíslasonar
náði öðru sæti með öruggum akstri en stöku stökki.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson
Sigurvegaramir, Ásgeir Sigurðsson og Bragi Guðmundsson, tryggðu
sér Islandsmeistaratitilinn í rallakstri og unnu Kumho-rallið örugg-
lega.
hélt áfram, Harri og Maria héldu
forystunni og Geitel og Hakkinen
fylgdu þeim eftir af öryggi en á
tímabili vom íslensku ökumennimir
Tómas Jóhannesson og Þorvaldur
Steindórsson á Mazda í fremstu
röð, en fóm út af í Kaldadal eftir
viðureign við poll á mikilli ferð. Að
sama skapi urðu Baldur Jónsson
og Guðmundur Jónsson á Mazda
að hætta keppni. En Óskar Ólafsson
og Jóhannes Jóhannesson á Suzuki
héldu uppi heiðri landans, óku
geysilega hratt á litlum bílnum.
„Það var aldrei neinn ofsaakstur á
okkur, en krókóttar leiðimar hent-
uðu bflnum vel og styrkur hans
skilaði sínu gegnum gijótið. Við
áttum í harðri keppni við Hafstein
um fímmta sætið og urðum að játa
okkur sigraða á síðustu leið. Það
munaði þremur sekúndum," sagði
Óskar.
„Það stóð til að slást við Finnana
en það tók sinn tíma að læra inn á
bílinn, sem var mjög skemmtilegur
og hentar vel hérlendis. Ég fór
kannski fullhægt fyrsta daginn, en
lenti síðan í vandrseðum annan dag-
inn vegna boginnar spymu. Síðasta
daginn var ég kominn með traust
á sjálfan mig og bílinn og okkur
tókst að hala Óskar inn á síðustu
metrunum,“ sagði Hafsteinn sem
ók sérinnfluttum Nissan ijórhjóla-
drifsbíl, sem notaður er af verk-
smiðjuliði Nissan í Evrópu.
Lokastaðan í Kumho-rallinu:
1. Ásgeir Sigurðsson/Bragi Guðmundsson Metro
2. Birgir Vagnsson/Halldór Gíslason Nissan240RS
3. Harri Raamanen/Maria Manninen GalantVR4
4. Peter Geitel/Kaj Hakkinen Mazda323
5. Hafstemn Aðalsteinsson/Witek Bogdanski Nissan GTiR
6. Óskar Ólafsson/Jóhannes Jóhannesson Suzuki GTi
7. Ólafur Siguijónsson/Garðar Gunnarsson Cliol6V
8. Stefán Ásgeirsson/Ágúst Guðmundsson Escort R
9. Þröstur Reynisson/Þorvaldur Sveinsson Escort
10. Ragnar Bjamason/Guðmundur Guðmundsson Toyota
11. Úlfar Eysteinsson/Sighvatur Sigurðsson Peugeot
4:15,10
4:25,51
4:31,30
4:33,21
4:37,46
4:37,50
4:46,05
4:47,10
4:53,32
5:10,04
5:31,45
]
3
<
<
i
i
<
i
i
i
(
i
t
c
I
f
(
e
(.
(
e
1
...alltafþegar
JL
'óv við erum vandlát
Málmur mótmælir áformuð-
um samningum við Pólverja
MÁLMUR - samtök fyrirtækja í
málm- og skipaiðnaði, mótmælir
harðlega áformum samgöngu-
ráðuneytisins um að semja við
pólskt fyrirtæki um viðgerðir á
strandferðaskipinu Heklu.
í frétt frá Málmi segir m.a.:
„Félagið bendir á að lægsta inn-
íenda tilboðið er mjög aðgengilegt
HÁSKÓLIÍSLANDS
ENDURMENNTUNARSTOFNUN
HAGSYSLA RIKISINS
STJÓRNSÝSLUFRÆÐSLAN
EVROPUBANDALAGIÐ OG EVROPSKA EFNAHAGSSVÆÐIÐ:
Evrópuréttur, efnahagssamvinna, stjórnsýsla og stefnumótun,
stjórnmálaleg samskipti.
Námskeið: 20. október-20. janúar á þriðjudög-
um og fimmtudögum kl. 16.30-19.30, nemaí
vikunni sem hefst 26. okt., þá eru tímar á
mánudegi (17.00-19.30) og þriðjudegi.
Aðalleiöbeinendur:
Kristján Jóhannsson, rekstrarhagfræðingur og
sérfræðingur VSI í Evrópumálum,
Stefán Már Stefánsson prófessor, Finnbogi
Rútur Arnarson, Bjarni Vestmann og Árni
Páll Ámason, sérfræðingur í utanríkisráðu-
neytinu.
Þátttökugjald er kr. 25.000,-
Upplýsingar í símum 694923, -24 og -25.
og við bætist hagræði sem því
fylgir að láta vinna verkið inna-
lands. Þá má einnig benda á að
ýmsir skattar og gjöld renna til
innlendra aðila ef verkið verður
unnið hér á landi auk margvís-
legra óbeinna áhrifa á aðra at-
vinnustarfsemi. Þegar allt þetta
er talið hníga gild rök að því að
eðlilegt sé að taka lægsta innlenda
tilboðinu.
Með ákvörðun ráðuneytisins tel-
■^pMwnuO
GÆÐA
VERKFÆRI
G/obusi
-heimur gæba!
LÁGMÚLA 5 - RIVKIAVÍK - SÍMI 91 - 681555
ur félagið að enn einu sinni hafi
samræmd atvinnustefna vikið fyr-
ir þröngum og tímabundnum
hagsmunum. Þetta er þeim mun
alvarlegra þegar í hlut á ríkisvald-
ið sem með réttu ætti að horfa á
málið með hliðsjón af ríkjandi at-
vinnuástandi.
Annað ráðuneyti, utanríkis-
ráðuneytið, virðist einnig hafa
gleymt því síðustu vikur og mán-
uði að hér á landi þrífst málm-
og skipaiðnaður, sem á í vök að
veijast. Með samkomulagsdrögum
sem fyrir liggja milli EFTA og
Póllands, og Island hefur hefur
tekið þátt í að móta, verður ekki
annað séð en veita eigi Pólveijum
undanþágu frá almennu banni við
ríkisstyrkjum a.m.k. næstu fimm
árin. (Úr fréttatilkynningu)
Sterkurog
hagkvæmur
auglýsingamiðill!