Morgunblaðið - 13.10.1992, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.10.1992, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1992 17 Nóbelsverðlaunahafinn í bókmenntum „Rauðskinna svertingi sem elskar hafið“ Derek Walcott Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson DEREK Walcott, skáld frá Trin- idad í Vestur-Indíum, fékk bók- menntaverðlaun Nóbels að þessu sinni. Walcott er fæddur 1930 á St. Lucia, hefur búið á Jamaica og kennir hluta ársins bókmennt- ir í Boston í Bandaríkjunum. Varla fer á milli mála að Derek Walcott er fyrst og fremst ljóð- skáld, en hann hefur einnig samið leikrit, meðal þeirra er Síðasta kjöt- kveðjuhátíðin sem nú er verið að sýna á Dramaten í Stokkhólmi. Hann stýrði Theater Workshop í Trinidad í fimmtán ár, en þeim leik- flokki hafa menn lýst sem hinum forvitnilegasta þar um slóðir. Uppruna sínum, hinni sérstöku blöndu ættanna, lýsir Derek Walc- ott á þessa leið með því að leggja orðin í munn Ijóðpersónunnar Shab- ine: Ég er bara rauðskinna svertingi sem elska hafið, ég fékk viðeigandi menntun á nýlenduvísu, ég er með hollenskt, negra- og enskt blóð, og annað hvort er ég ekki neitt eða heil þjóð. Hafið er alls staðar nálægt í ljóð- um Walcotts. Hann yrkir stundum afar fáguð ljóð með ákveðinni hrynjandi svo að þau nálgast að vera háttbundin. Algengara er þó að ljóð hans séu mælsk og hljóm- mikil, með löngum ljóðlínum eins hann lesi textann sem hann fer allt- of hratt með og raddbeitingin er öll fremur mött. Jórunn Sigurðardóttir leikur Kristínu. Textameðferð hjá henni er skárri en hjá hinum tveimur, en hún er ekkert afgerandi. Það gerist ekkert hjá henni, þegar hún áttar sig á því að „kærastinn" hennar, hann Jean, hefur sofíð hjá Fröken Julie. Kristín er alveg jafn dofín og Julie er yfírdrifín. Auk þessa eru leikaramir allir mjög þvingaðir á sviðinu, með kreppta hnefa og í vandræðum með hendumar á sér, hreyfíngar stirðar og flausturslegar, eins og engin hugsun sé á bak við það sem verið er að gera. Það er allt á sömu bókina lært í þessari sýningu; engar tilfinningar í þessu tilfinningadrama, stéttamis- munur þurrkaður út og kynjamis- munurinn kemst ekki til skila. Svo er hópur af vinnufólki, sem dansar á Jónsmessunótt, leikinn af Bryn- hildi Bjömsdóttur, Huldu Hákonar- dóttur, Gísla Sigurðssyni, Ólöfu Sverrisdóttur, Guðrúnu Hólmgeirs- dóttur og Þorgeiri Tryggvasyni, með Wilmu Young sem fiðluleikara. Hópurinn minnir fremur á „hare— krishna" blómaböm en sænskt al- þýðufólk og fiðluleikurinn var líf- laus; allir með frosið bros og upp- gerðar gleði í augunum. Leikmyndin er óáhugaverð, rétt eins og henni hafí verið klastrað saman til að hafa eitthvað á svið- inu. Grænn litur veggjanna, tákn vors og sakleysis verður klisjulegur í vondri meðferð leikstjórans á verk- inu. Búningar Jeans og Kristínar em trúverðugir, en kjólar Julie fremur óklæðilegir og undirstrika engan stéttamismun. Lýsingin er vandræðalaus, en svo sem ekki neitt neitt, þar til í restina að rauf- amar milli grænna flekanna í veggnum litast rauðar — til að tákna blóð. En þetta táknræna stökk í lokinn á táknlítilli sýningu, er bara hallærislegt. Það má kannski segja að græni veggurinn og rauði liturinn hafí átt að vinna gegn allsleysi sýningarinnar — en það virkar ekki, bara stingur í aug- un. Þetta er vont leikhús og Alþýðu- leikhúsinu varla til framdráttar í baráttu þess fyrir lífí sínu. og flóðgáttir opnist og skáldið vilji segja sögu kynstofna sinna og þá einkum heimahaganna í St. Lucia. í nýjustu ljóðabókinni, Omeros (1990), sem er eins konar söguljóð, er það „rödd St. Lucia“ sem skáld- ið lætur heyrast. The Arkansas Testament (1987) er líka til marks um þetta. Bókin lýsir heimkomu skáldsins til borgar- innar Castries á St. Lucia. Hann finnur til samkenndar með fólkinu í Castries, en skynjar einnig fram- andleik sinn. Ljós heimsins, ein- kennandi ljóð fyrir The Arkansas Testament, er litríkt, dregur upp myndir úr daglegu lífí og er jafn- framt sjálfsævisögulegt. Það er í hinum opna, útleitna stíl, þeim ein- kennilega hristingi hversdags- máls/hversdagsleika og upphafn- ingar/hátíðleika sem Walcott iðkar flestum skáldum betur. The Another Life (1973) er sjálfsævisögulegt ljóð upp á 150 blaðsíður. Hvergi eru mál- lýskur Karíbahafsins meira áberandi en í þessu ljóði. Form- ið er síður en svo eitt heldur margs konar og stundum bund- ið. Þegar Walcott var beðinn um að skýra frá því hvaða breskri Ijóðhefð hann tilheyrði, með hvaða skáldum hann ætti helst samleið, svaraði hann: „Ég er fyrst og síðast algjör- lega karíbskur rithöfundur." Vitað er að Walcott dáir ljóð írans Seamus Heaneys og Philip Larkin er honum hugþekkur. Menn hafa viljað líta svo á að þeir Heaney og Walcott og líka Jósef Brodskí, sem nota allir rím, boðuðu afturhvarf til ríms og hefð- bundins kveðskapar. Það er hæpið að álykta svo. Walcott segir að ekki skipti máli hvort ljóð sé rímað eða ekki, ljóð þarfnist ekki ríms. Það er mjög ævintýraleg ferð um mál og myndir sem hægt er að fara með Derek Walcott. Lokar þú augunum fyrir skemmtilegu fríi í útlöndum? Ef svo er getur þú opnað þau fyrfr ódýru fargjöldunum hjá SAS, þau eru ótrúleg en sönn og spennandi áfangastaðir bíða þln um alla Evrópu. 0 j90°'‘ Kaupmannahöfn Gautaborg Malmö Osló Stavanger Bergen Kristiansand .90°’' Stokkhólmur Norrköping Jönköping Kalmar Vesterás Váxjö Kynnið ykkur SAS hótelbæklinginn sem liggur frammi á öllum feröaskrifstofum. Boöið er upp á hótelgistingu á mjög góöu veröi í fjölmörgum löndum. Lágmarksdvöl einn sunnudagur, hámarksdvöl 5 dagar. Barnaafsláttur er 50%. Flugvallarskattur er ekki innifalinn í uppgefnu verði: 1250 kr. á íslandi, auk 630 kr. á fargjald til Kaupmannahafnar. Brottfarardagar: Mánudagar, miðvikudagar og laugardagar. Komudagar: Þriöjudags-, föstudags- og sunnudagskvöld. Hafðu samband við SAS eða ferðaskrifstofuna þína. SAS á íslandi - valfrelsi i flugi! Laugavegi 172 - Slmi 62 22 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.