Morgunblaðið - 13.10.1992, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.10.1992, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1992 Nýtt Evrópu- bandalag í uppsiglingu? BRESKA dagblaðið The Times skýrði frá því í gær að gerð hefði verið leynileg skýrsla á vegum framkvæmdastjómar Evrópubandalagsins þar sem reifuð væri sú hugmynd að ríki, sem vilja aukin samruna, fengju að draga sig úr banda- laginu og stofna nýtt. Fréttin var birt á sama tíma og hátt- settir stjórnarerindrekar aðild- arríkjanna stóðu í ströngu við að undirbúa leiðtogafund Evr- ópubandalagsins í Birming- ham á föstudag. í hugmynd- inni um nýtt bandalag felst að þau ríki, sem eru andvíg aukn- um samruna Evrópubanda- lagsríkjanna, svo sem Dan- mörk og Bretland, verði ein- faldlega skilin eftir. Talsmaður framkvæmdastjómarinnar í Brussel vísaði þessari frétt al- gjörlega á bug og sagði hana „hugarburð". Skip grænfrið- unga stöðvað RÚSSNESKA landhelgisgæsl- an stöðvaði skip græn- friðunga, Solo, í gær og fór um borð. Áður hafði verið skotið þremur viðvömnar- skotum fyrir framan stefni skipsins. Rússar segja að Solo hafí farið inn í rússneska landhelgi við eyjuna Novaja Zemlja en grænfriðungar segja að skipið hafí verið í alþjóðlegri siglingaleið, 25 míl- um frá landi. Tilgangur siglingar Solo er að kanna geislamengun í sjónum við Novaja Zemlja. Grænfriðungar segjast hafa sótt um leyfi til rannsóknarferðarinnar en ekkert svar hafi borist. Aðalflugvöllur í Gardermoen NORSKA stórþingið samþykkti í atkvæðagreiðslu í síðustu viku að gera nýjan aðalflugvöll fyrir Oslóborg og lauk þar með 36 ára þrefi um staðarval fyrir flugvöllinn. Þingið samþykkti að stækka flugvöllinn í Gardermoen, um 40 kílómetra fyrir norðan borgina, þar sem nú er einkum sinnt leiguflugi, og gera hann að aðalflugvelli árið 1998. Kostnaður er áætlaður um 18 milljarðar norskra króna (167 milljarðar ísl. kr.) og er þar meðtalinn kostnaður við lagningu nýrrar jámbrautar milli miðborgar Óslóar og flug- vallarins. Genúa Rólegt á degi Kólumbusar Genúa. Reuter. LITIÐ var um að vera í Genúa á Italíu, heimaborg Kristófers Kól- umbusar, I gær, þegar þess var minnst, að 500 ár voru liðin frá komu hans til Ameríku. Eini form- legi atburðurinn í borginni, þar sem neyðarástandi var lýst yfir vegna flóða i siðasta mánuði, var afhjúpun minningarskjaldar á heimili landkönnuðarins. Öllu tilstandi var aflýst, meðal annars tónleikum stórsöngvarans Placido Domingo, í virðingarskyni við þá sem áttu um sárt að binda vegna flóðanna. Á sunnudag gengu 20.000 friðar- sinnar um miðborg Genúa til að mótmæla hátíðahöldum vegna ferðar Kólumbusar um allan heim. Þátttak- endur voru víða að, þar á meðal indj- ánar frá Suður-Ameríku. Bandarískir aðdáendur Leifs heppna Eiríkssonar gerðu sér glaðan dag í sólinni á sunnudag og létu ekki á sig fá, þó að þess væri minnst um helgina, að 500 ár eru liðin, frá því að Kólumbus kom til Ameríku. Aðeins degi fyrir 500 ára afmælið gengu um 150 manns í skrúðgöngu um götur bæjarins Durham í Nýja Englandi til þess að minna á þá stað- hæfíngu, að víkingar hafí orðið fyrst- ir Evrópumanna til að fínna Norður- Ameríku. Fórnarlambanna í Amsterdam minnst Reuter Minningarathöfn fór fram í Amsterdam á sunnudag um þá sem fórust er ísraelsk flutningaþota brotlenti á fjölbýlishúsum í borginni fyrir viku. Um 9.000 manns voru viðstaddir athöfnina, sem var í stærsta sýn- ingarhúsi borgarinnar, en þúsundir til viðbótar fylgdust með henni fyrir utan á stórum sjónvarpsskjá. Um 10.000 manns gengu síðan að slysstaðnum þar sem Ed van Thijn, borgarstjóri Amsterdam, lagði blómsveig til minningar um fómarlömbin. Áætlað er að 75 hafí farist í slysinu. 51 lík hefur fundist í rústunum en talið er að 24 hafí brunnið til ösku í eldhafinu. í fyrstu var óttast að 250 manns hefðu farist en margir þeirra, sem saknað var, komu síðar fram. Myndin er af Júlíönu prinsessu, fyrrverandi drottningu Hollands, dóttur- syni hennar Willem Alexander (fyrir miðju) og Ronald Venetiaan, forseta Súrinams (t.h.) við minningarat- höfnina. Mörg fómarlambanna voru innflytjendur frá Súrinam. Forsetakappræðumar í Bandaríkiunum Perot vinmir fyrstu lotuna — Clinton skrefí nær Hvíta húsinu Boston. Frá Karli Blðndal, fréttaritara Morgunblaðsins. ÞAÐ er mál manna að auðkýfingurinn Ross Perot frá Texas hafi haft betur þegar forsetaframbjóðendurnir þrír leiddu saman hesta sína í beinni sjónvarpsútsendingu í St. Louis á sunnudag. Bill Clinton, ríkis- syóri Arkansas, þokaðist hins vegar skrefi nær í átt að því að inn- sigla sigur sinn í forsetakosningunum, að þvi er talið er, á meðan George Bush forseta tókst ekki að nýta þetta fyrsta tækifæri sitt af þremur til þess að snúa kjósendum á sitt band. Þetta var í fyrsta skipti frá því Bandaríkjamenn sendu fyrst út kappræður forsetaframbjóðenda í sjónvarpi árið 1960 sem þrír fram- bjóðendur hafa att kappi. Ein afleið- ing þess var sú að Bush þurfti að svara tveimur andstæðingum í stað- inn fyrir einum. Einnig hafa menn velt vöngum yfír því hvort Perot myndi taka fylgi frá Bush eða Clint- on. Samkvæmt skoðanakönnun, sem sjónvarpsstöðin ABC lét gera þegar eftir kappræðumar, tapar Bush. Þar stóð Clinton nánast í stað með 46 prósenta fylgi og hafði aðeins glatað einu prósenti. 14 prósent kváðust styðja Perot, helmingi fleiri en áður. 31 prósent studdi Bush, fjórum pró- sentum færri en fyrir sjónvarpsum- ræðurnar. í raun mæddi mest á Bush í kapp- ræðunum. Hann þurfti að hrista upp í kjósendum og skáka andstæðingum sínum með beittum tilsvörum á með- an Clinton þurfti aðeins að forðast mismæli og halda sínu og Perot hafði engu að tapa. Bush hamraði á reynslu sinni, en Clinton og Perot sögðu að breytinga væri þörf. Bush kvaðst á undanföm- um fjórum ámm hafa eflt lýðræði í heiminum og nú væri komið að því að taka til hendinni heima fyrir, sagði hvað eftir annað að það væri sama hvað demókratar segðu, það eina, sem vekti fyrir þeim væri skattpíning og óráðsía og notaði líka tækifærið til að vega að dómgreind Clintons með því að gagnrýna þátt hans í mótmælum gegn Víetnamstríðinu erlendis. Þar fékk Clinton í hendurnar sitt besta tækifæri til að koma lagi á Bush. Hann sagði að Bush hefði jafn rangt fyrir sér og kommúnistaveiðar- inn Joe McCarty og rifjaði um leið upp að faðir forsetans, Prescott Bush, hefði þegar hann var öldunga- rr var algengasta svar viðskiptavina okkar, þegar við spurðum um ástæðu þess að þeir keyptu vörur úr 3 SUISSES vörulistanum. Vetrarlistinn frá 3 SUISSES hefur glæsilegar vörur fyrir alla, einnig þá sem ekki skilja frönskul Honum fylgja nefnilega einfaldar íslenskar leiðbeiningar. Dugi þær ekki, er bara að reyna ágætu símaþjónustuna okkar. Hringdu strax í síma 91-642100 og pantaðu eintak. Listinn fæst einnig í eftirtöldum bókaverslunum: Kilju, Miðbæ v/Háaleitisbraut 58-60, Reykjavík. Bókaskemmunni, Stekkjarholti 8-10, Akranesi. Bókaverslun Grönfeldts, Egilsgötu 6, Borgarnesi. Bókabúð Brynjars, Suöurgötu 1, Sauðárkróki. Bókaversluninni Eddu, Hafnarstræti 100, Akureyri. Bókaverzlun Þórarins Stefánssonar, Garðarsbraut 9, Húsavík. Bókabúð Sigurbjörns Brynjólfssonar, Fellabæ, Egilsstöðum. Versluninni Hvammi, Ránarslóð, Höfn. Bókabúðinni Heiðarvegi 9, Vestmannaeyjum. Bókabúð Keflavíkur, Sólvallagötu 2, Keflavík. □ QQOESS Kríunesi 7. Pósthólf 213,212 Garðabæ Ross Perot deildarþingmaður verið einn fárra, sem höfðu dug til að standa upp í hárinu á McCarty. Perot lagðist á sveif með Clinton í þessu máli. Hægt væri að horfa framhjá gerðum manna á yngri árum, en kalla yrði menn til ábyrgð- ar fyrir ákvarðanir í háum embætt- um. í orðum Perots lá ásökun um að Bush hefði ekki komið heiðarlega fram í íran-kontra-málinu, en forset- inn og liðsmenn hans hafa ítrekað sagt að ekki sé hægt að treysta Clint- on vegna þess að hann hafi ekki sagt sannleikann um hvemig hann komst undan herþjónustu í Víetnam. Bush reyndi einnig að láta líta svo út að Clinton og Perot drægju upp full dökka mynd af efnahagsástand- inu. Stjómmálaskýrendur sögðu að í stað þess að sauma að andstæðing- um sínum hefði hann litið út fyrir að vera í öðrum heimi en almenning- ur. Baker til bjargar Bush hafði eitt nýtt fram að færa. Hann sagði að James Baker, starfs- mannastjóri sinn og kosningastjóri í raun, myndi hafa yfirumsjón með efnahagsmálum næsta kjörtímabil. Ekki er lengra síðan en í síðustu viku að Bush sagði að Baker yrði aftur utanríkisráðherra næði hann endurkjöri. Fyrir utan það að hafa fréttagildi, þjónaði þessi yfirlýsing einnig þeim tilgangi að sýna að Bush hyggst stokka upp í stjórn sinni. I gær bárust frekari vísbendingar um það úr kosningaherbúðum forset- ans. Háttsettur embættismaður sagði í skjóli nafnleyndar að Bush hygðist skipta um alla þá, sem stjórn- að hafa efnhagsmálum. Samkvæmt því yrði Nicholas Brady fjármálaráð- herra Richard Darman fjárlagastjóra og Michael Boskin, formanni efna- hagsráðgjafamefndar forsetans, vik- ið úr starfí. Baker hefur haldið sig fjarri sviðs- ljósinu frá því að hann tók að sér að stjórna kosningabaráttunni, en í viðtali á sunnudag sagði hann að Bush þyrfti eitthvað að gera til að sannfæra kjósendur um að sér væri alvara í að bæta efnahaginn og það væri liður í að sýna það að gera sig að efnahagseinvaldi. ...síðosta HRADLESTRARNAMSKEIÐID! ★ Vilt þú margfalda lestrarhraðann og bæta eftirtektina? ★ Vilt þú lesa meira af fagurbókmenntum? ★ Vilt þú verða mikið betri námsmaöur og auðvelda þér allt nám með auknum lestrarhraða og bættri námstækni? ★ Vilt þú ná betri árangri á prófum og með bættri tækni? Svarir þú játandi, skaltu skrá þig strax á sfðasta námskeið ársins sem hefst miövikudaginn 21. október. Skráning í síma 641091. HRAÐLESTRARSKOLINN ...við ábyrgjumst að þú nærð árangri! S 1978-1992 CE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.