Morgunblaðið - 13.10.1992, Blaðsíða 52
52
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1992
Skipsljóri. - Ég held það Ertu með tvískiptu gleraug-
sé laumufarþegi um borð. un’
HOGNI HREKKVISI
/, VJNNOFUOKycURlNN ER KO/RINN
TIL AP SJA OM KATTAS/SASABE&IÐÞnT"
BRÉF TIL BLAÐSINS
Aðalstræti 6 101 Reyiq'avík - Sími 691100 - Símbréf 691222 (
Töfralausnir
Frá Einari Birni Bjarnasyni:
í gegnum tíðina hafa íslending-
ar hneigst til ýmsra töfralausna á
vandamálum sínum, þ.e. lausna
sem áttu að bjarga málunum í
eitt skipti fyrir öll á sem auðveld-
astan hátt og skila öllum um leið
skjótteknum gróða. Slíkar lausnir
hafa gengið yfir hver á eftir ann-
arri eins og hver önnur tísku-
sveifla. Eitt árið hlaupa allir í eina
áttina og það næsta í einhverja
aðra. Þannig hafa ævintýrin riðið
yfír. Hver man ekki eftir fískeldi-
sævintýrinu sem allir ætluðu að
stórauðgast á, á örskammri
stundu, eða loðdýraeldinu sem átti
að bjarga íslenskum bændum, eða
offjárfestingunni í Reykjavík þeg-
ar núverandi sjávarútvegsráð-
herra var forsætisráðherra og grái
markaðurinn fór hamförum. Þann-
ig má lengi telja. Þessi ævintýri
hafa átt það flest sammerkt að
ætt hefur verið út í þau af lítilli
fýrirhyggju, menn látið blindast
af gróðavoninni og hafa ekki
reiknað hlutina út til enda. Núver-
andi ríkisstjóm er komin í stök-
ustu vandræði með efnahagsmál-
in. Fjármálaráðherra rígheldur í
löngu úreltar kenningar um pen-
ingastjórnun. Virðist trúa þeirra
fírru, að því meira sem skorið sé
niður t ríkisgeiranum því vænlegri
verði möguleikar atvinnulífsins til
arðvænlegs reksturs. En stað-
eyndin er sú að því meira sem rík-
ið sker niður í því kreppuástandi
sem nú ríkir því dýpri verður
kreppan og möguleiki atvinnulífs-
ins til arðvænlegs reksturs minnk-
ar. Það leiðir aftur á móti til þess
að fleiri fyrirtæki draga saman
seglin en áður, verða gjaldþrota,
segja upp starfsfólki. Þetta leiðir
til aukins kostnaðar fyrir ríkið
sbr. t.d. atvinnuleysisbætur og um
leið dregur úr skatttekjum þess.
Þetta getur orðið eins og víta-
hringur, þ.e. dýpkandi kreppa leið-
ir til þess að sett markmið í efna-
hagsmálum nást ekki, sem leiðir
af sér enn frekari niðurskurð og
enn dýpri kreppu, sem leiðir til
þess að efnahagsmarkmiðin nást
ekki heldur í það skiptið svo að
aftur er gripið til niðurskurðar og
svo koll af kolli. Þetta getur orðið
að nokkurskonar skrúfu niðurávið
þar sem ríkisstjómin þrýstir þjóð-
félaginu í heimsku sinni inn í stöð-
ugt dýpri kreppu. Út úr þessum
vítahring verður að bijótast. Ríkis-
stjómin virðist í dæmigerðri
skammsýni sinni aðeins sjá tvær
leiðir til bjargar sem báðar má
flokka undir töfralausnir, þ.e. ál-
ver og EES-aðild. Af yfirlýsingum
ráðamanna að dæma á hvort um
sig að glæða hagvöxt hérlendis,
ijölga atvinnutækifæmm og verða
atvinnulífinu almennt hin mesta
lyftistöng. Hvað álverið varðar þá
er sennilega hægt að ýta því strax
út af borðinu þrátt fyrir nýtil-
komnar vonir iðnaðarráðherra um
álver á vegum Kaiser Aluminium
því álverð hefur sjaldan eða aldrei
verið eins lágt og nú. Þar við
bætist að margt bendir til þess
að bandarísk stjómvöld ætli að
fara að heíja sölu hins gífurlega
varaforða síns af hráefnum, þar á
meðal áli. Sú sala mun taka mörg
ár og halda niðri álverði á meðan,
þ.e. álverð mun að öllum líkindum
haldast lágt til aldamóta, þ.e. ólík-
legt að álver verði byggt hérlendis
fyrir aldamót. Hvað EES varðar
þá em allar fullyrðingar um stór-
kostlegan hag af því fyrir íslenskt
atvinnulíf í náninni eða fjarlægri
framtíð annaðhvort byggðar á
stórkostlegri vanþekkingu eða því
að menn hreinlega tali gegn betri
vitund. EES mun fylgja stóraukið
atvinnuleysi íslensks verkafólks
bæði í fiskiðnaði þegar fískvinnsl-
an flyst úr landi og öðmm iðnaði
þegar öll arðvænleg iðnfyrirtæki
verða keypt upp af útlendingum
og afgangurinn fer á hausinn, og
þar með stóraukið félagslegt mis-
rétti. Launum fyrir ófaglærð störf
verður þrýst niður með innflutn-
ingi t.d. tyrkneskra farandverka-
manna sem munu láta sér lynda
lægstu fáanlegu taxtalaun. Verka-
lýðsfélög munu fljótlega lamast í
kjölfarið. Þegar svo er komið verð-
ur skammt í samskonar félagsleg
átök og útlendingahatur sem á sér
nú stað í þýskum borgum. í þenn-
an voða virðist núverandi ríkis-
stjóm ætla að stefna þjóðinni
hraðbyri, annaðhvort án þess að
gera sér í raun fulla grein fyrir
afleiðingunum eða þá að henni |
stendur í raun á sama um þær.
Nú duga engin vettlingatök og
skora ég því á alla þjóðina að láta í
hendur standa fram úr ermum og
skrifa allir sem einn undir áskorun
um þjóðaratkvæðagreiðslu um |
EES-samninginn. Til lausnar á
efnahagsvanda íslensku þjóðar-
innar duga engar hefðbundnar
töfralausnir og allra síst það að
við einangmm okkur í Evrópu.
Evrópa er ekki upphaf og/eða
endir alls fyrir okkur íslendinga.
Heimurinn er svo miklu stærri en
það. íslendingar verða að taka
höndum saman og gerst sinnar
eigin gæfu smiðir í framtíðinni og
hætta að treysta á að aðrir bjargi
þeim en þeir sjálfír (þar á meðal
Evrópa), því ef við hjálpum okkur
ekki sjálfír hjálpar okkur enginn.
Við eigum m.a. að notfæra okkur
þau tækifæri sem felast í legu (
landsins miðsvæðis á norðurhveli
jarðar sbr. allar helstu borgir á
norðurhveli innan 10 þúsund km (
radíus frá Reykjavík. Við eigum
að styðja fríverslun í heiminum
og reyna að efla viðskiptasambönd (
okkar sem víðast í honum. Við
eigum í framtíðinni að miða sjálf-
stæðisbaráttu okkar við að verða
ekki um of háðir einu markaðs-
svæði. Ef þetta tekst þá óttast ég
ekki um framtíð hinnar íslensku
þjóðar.
EINAR BJÖRN BJARNASON
nemi í stjómmálafræði
Brekkugerði 30, Reykjavík
Víkveiji skrífar
Barnsrán í miðri Reykjavík að-
faranótt sl. laugardags hefur
vakið óhug og jafnvel verið látið
að því liggja að atburðurinn stað-
festi endanlega áhyggjur margra
um að Reykjavík sé að breytast
úr smáborg í stórborg. Með því
er átt við að alvarlegum glæpum
fari fjölgandi og fólk geti ekki
lengur gengið óhult um götur eða
skilið dyr ólæstar á heimili sínu.
Þetta er vafalaust íhugunarefni,
þótt atburðurinn aðfaranótt
laugardags sé einsdæmi og verði
vonandi um langa hríð. Hitt er
jafnljóst að undantekningalítið
tengjast þó afbrot ölvun eða fíkni-
efnaneyslu, og hæpið að unnt sé
að tala hér beinlínis um skipulagða
glæpastarfsemi, eins og tíðkast í
stórborgum. Það kann hins vegar
einungis að vera spuming um tíma
hvenær að slíku kemur og raunar
er því jafnvel haldið fram að fyrsta
vísinn að skipulagðri glæpastarf-
semi megi orðið fínna innan fíkni-
efnaheimsins hér á höfuðborgar-
svæðinu.
Miklu lofsorði hefur verið lokið
á snör viðbrögð lögreglu í
bamsráninu fyrir helgina. Þau við-
brögð sýna ótvírætt að höfuðborg-
arbúar eiga yfír að ráða vel skipu-
lagðri og þjálfaðri lögreglusveit,
en það er óneitanlega kaldranalegt
að á sama tíma og brýn þörf er á
því að efla löggæsluna í landinu,
er einmitt verið að þrengja vem-
lega að henni í íjárveitingum
vegna sparnaðar í ríkisrekstri.
XXX
Bamsránið sætir að sjálfsögðu
miklum tíðindum og ekki að
undra þótt fjölmiðlar láti málið
talsvert til sín taka. Atburður af
þessu tagi vekur að sjálfsögðu upp
heitar tilfínningar reiði og vand-
lætingar, ekkert síður hjá frétta-
mönnum en öllum almenningi.
Hins vegar er það grundvallarat-
riði íslensks réttarfars að menn
eru saklausir þar til sekt er sönnuð
og fjölmiðlamenn eiga ekki láta
heilaga reiði og vandlætingu
brengla mat við fréttavinnslu.
Þegar önnur sjónvarpsstöðin sýnir
í fréttatíma sínum myndir frá því
þar sem verið er að leiða bams-
ræningjann úr kirkjugarðinum að
lögreglubíl án þess að gera
(
minnstu tilraun til að hylja andlit
hans, má spyija hvort sjónvarps- ^
stöðin sé þar að gerast dómstóll
götunnar. ^
XXX
Ensk áhrif og tunga dynja á
íslenskri æsku við hvert fót-
mál — í sjónvarpi, I kvik-
myndahúsum, á auglýsingaskilt-
um, í dægurtónlistinni. Víkveiji
þessa stundina hefur haft hæfíleg-
ar áhyggjur af þessum áhrifum,
m.a. vegna þess að fyrir litla þjóð
og örsmátt málsamfélag er nauð-
synlegt að vera vel heima í alþjóð-
Iegu tungumáli eins og ensku. Á
hinn bóginn getur Víkveiji ekki
neitað því að hann hrökk í kút
þegar inn um lúguna barst til son-
ar hans fréttabréf næstu æskulýð-
smiðstöðvar og forsíðan var
skreytt með teiknimyndum af
Garfield nokkmm upp á ensku en
ekki af vini okkar Gretti upp á
íslensku, eins og hefði þó átt að
vera í lófa lagið. Það þarf greini-
lega að ráðast í þjóðernislegt inn-
rætingarstarf hjá æskulýðsmið-
stöðvunum.