Morgunblaðið - 13.10.1992, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 13.10.1992, Blaðsíða 35
seei HaaöTiio .sí HUOAam,Gia<t aia/aaviuoHOM MORfiUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTOBER 1992 Hálka á vegnm Fjóm' fluttir á slysadeild eftir árekst- ur í hálku FJÓRIR voru fluttir á slysadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akur- eyri eftir árekstur á Ólafsfjarð- arvegi í gær og var einn mikið slasaður. Hálka er talin hafa valdið árekstrinum, en seinni hluta dags fór að snjóa. Lög- regla telur ráðlegt fyrir fólk sem aka þarf um þjóðvegi norðanlands að setja snjódekk undir bíla sína. Áreksturinn á Ólafsfjarðarvegi varð laus fyrir kl. 16 í gærdag skammt frá Baldursheimi ofan Hjalteyrar. Annar bíllinn skrikaði til vegna hálku sem á veginum var með þeim afleiðingum að hann lenti framan á bifreið sem ekið var í gagnstæða átt. Tvennt var í hvorum bíl og voru allir fluttir á sjúkahús, farþegi í öðrum bílnum slasaðist allmikið við ákeyrsluna en aðrir sluppu minna meiddir. Ámi Magnússon, varðstjóri lög- reglunnar á Akureyri, sagði að hálka hefði myndast á veginum síðari hluta dagsins, eftir að byrj- aði að snjóa. Spáð er leiðindaveðri í dag, þriðjudag, og sagði Ámi ástæðu til að hvetja þá sem aka þurfa um þjóðvegi norðanlands að setja snjódekk undir bílana. „Það er vissara fyrir menn að huga að snjódekkjum, það má búast við nokkurri hálku á vegum og betra að vera við öllu búnir,“ sagði Ámi. ♦ ♦ ♦---- Tillögum um Ljósmynd Halldór Gunnarsson Klesstir kvótabátar Bátamir tveir sem Sigurbjörg ÓF keyrði á í Ólafsfjarðarhöfn á föstudagskvöld eru taldir ónýtir. Báðir voru tíu tonna trébátar, sem ekki höfðu verið gerðir út um nokkurt skeið, eni svokallaðið kvótabátar, en fjórir slíkir lágu á sama stað í höfninni. Halldór Gunnarsson, lögreglumaður I Ólafsfírði, sagði að bilun hefði orðið í tækjabúnaði í brú Sigurbjargar, en verið var að færa skipið örlítið til í höfninni er atvikið átti sér stað þannig að í stað þess að fara áfram bakkaði skipið. Lenti það fyrst á Hafey Óf og sökkti henni en síðan lenti Sigurbjörg á hinum bátnum, Kára. Bátunum hefur verið komið upp á land, en frystitogarinn fór til veiða um hádegi á laugardag. Mýyatnssveit Lítið sést af rjúpu Björk, Mývatnssveit. YMSIR óttast nú að rjúpnastofnin sé í verulegri hættu, en ástæðuna telja menn vera hvað lítið sést af rjúpu um þessar mundir og meiri sókn undanfarin ár, samfara full- komnari veiðitækni, miðað við það sem áður var. Nú beita veiðimenn hriðskotabyssum og ferðast á fjór- þjólum, vélsleðum og fjallabílum. Hér í nágrenni Mývatns verður lítið vart við ijúpu. Fyrr á árum var hér allt kvikt og stórir hópar hvert sem litið var. Sömu sögu segja gangnamenn úr Búrfellshrauni, sem talið er eitt besta ijúpnaland hér um slóðir, en í dag er þar allt autt og snautt. Þetta eru vissulega váleg tíð- indi. Á síðasta ári var stofnað hér á Norðurlandi eystra áhugamannafé- lag til að vemda íslensku ijúpuna. Vonandi nær þessi félagsskapur já- kvæðum árangri þó að við ramman reip sé að draga. Ef ekki má treysta manninum til að umgangast náttúr- una á þessu sviði án þess að valda óbætanlegu tjóni verða náttúm- vemdarsamtök um allt land að skar- ast I leikinn svo og stjómvöld og alfriða ijúpuna áður en það verður um seinan. _ Rristján Kaupfélag Eyfirðinga Hagiiaður af rekstrinum 83 millj. fyrstu 8 mánuði ársins Sumarið jafnan besti tíminn í rekstrinum, segir kaupfélagsstj ór i MIKIL umskipti hafa orðið í rekstri Kaupfélags Eyfirðinga, hagnað- ur af starfsemi félagsins fyrstu 8 mánuði þessa árs nemur 83 miHjón- um króna, en samkvæmt 6 mánaða uppgjöri var hagnaður af starf- seminni 7 milljónir króna. Þetta er í fyrsta sinn sem 8 mánaða upp- gjör er gert þjá félaginu, en fram til þessa hafa uppgjörin miðast fyrir fyrstu 6 og 9 mánuði ársins. Uppgjör fyrir fyrstu 8 mánuði ársins er m.a. gert ef til þess kæmi að útgáfa á samvinnuhlutabréf- um hæfist, en það er til athugunar innan félagsins. skerta þjón- ustu mótmælt KVENFÉLAGIÐ Iðunn í Eyja- fjarðarsveit hefur mótmælt til- lögum um að skerða þjónustu Kristnesspítala. „Við mótmælum öllum tillögum sem fram hafa komið um að skerða á einhvem hátt þá þýðing- armiklu þjónustu sem Kristnessp- ítali veitir héraðsbúum á sviði end- urhæfingar og hjúkrunar aldr- aðra,“ segir í ályktun Iðunnar. „Verði öldrunardeildin lögð nið- ur mun skapast neyðarástand í málefnum aldraðra í héraðinu. Ekki má koma til þess voðaverks að flytja þurfí gamalt lasburða fólk nauðungarflutningum burtu úr héraði frá sínum nánustu", seg- ir í ályktuninni. Magnús Gauti Gautason kaupfélagsstjóri sagði að sumarið væri félaginu yfírleitt gott og bati í rekstri tengdist því, verslun væri mikil yfír sumarmánuðina, mjólkurframleiðsla í hámarki og eins væri sjávarafli þá að jafnaði hvað mestur. Sagði Magnús Gauti að fiskafli í júlí síðastliðnum hefði til að mynda verið mikill og aukist verulega miðað við fyrra ár. Af- koman í fiskvinnslu væri þó slak- ari en verið hefði á síðasta ári, en það væri ekki bundið við útgerð kaupfélagsins heldur væri svo al- mennt um land allt. Þá benti kaup- félagsstjóri einnig á að fjármagns- kostnaður hefði lækkað til muna í minnkandi verðbólgu og væri það annað meginatriðið fyrir bata í rekstri fyrirtækisins. Heildartekjur Kaupfélags Ey- firðinga á fyrstu 8 mánuðum árs- ins voru 5.539 milljónir króna. Rekstrargjöld voru á sama tíma- bili um 5.347 milljónir króna, en þar af voru laun og launatengd gjöld um 842 milljónir króna. Tekj- ur af rekstri félagins allt árið í fyrra námu rúmum 8,8 milljörðum króna og rekstrargjöldin rúmum 8,5 milljörðum króna. Fjármunatekjur að frádregnum fjármagnsgjöldum voru samtals til gjalda að upphæð 154 milljónir króna á fyrstu 8 mánuðum ársins, en á öllu síðasta ári greiddi félag- ið 280 milljónir króna í fjármuna- tekjur. Hagnaður af reglu- legri starfsemi félagsins frá árs- byijun til ágústloka nam 39 millj- ónum króna. Að viðbættum óreglulegum tekjum, svo sem greiðslu úr Verðjöfnunarsjóði sjáv- arútvegsins að upphæð 56 milljón- ir króna verður niðurstaðan sú að hagnaður af rekstri félagins nam 83 milljónum króna á umræddu tímabili. Hagnaður af rekstrinum á öllu síðasta ári var 54 milljónir króna. Félagið hefur greitt um 13 milljónir króna í skatta á tímabil- inu. Eignir Kaupfélags Eyfírðinga Frá afhendingu blóðgjafarbekksins, frá vinstri er Guðjón H. Sig- urðsson, formaður Hængs, Vigfús Þorsteinsson, yfirlæknir rann- sóknadeildar, Vilborg Gautadóttir meinatæknir, Þorbjörg Völund- ardóttir deildarmeinatæknir, Ingers Jensen meinatæknir og Krist- ján Kristjánsson, fráfarandi formaður Hængs. Lionsklúbburinn Hæng- ur gefur blóðgjafarbekk LIONSKLÚBBURINN Hængur hefur gefið rannsóknadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri blóðgjafarbekk með fylgi- hlutum og er þetta annar bekkurinn sem klúbburinn gefur deildinni. Klúbburinn aflaði fjár til kaup- anna með útgáfu auglýsinga- blaðsins Leós sem hann gefur jafnan út í desember ár hvert. Stærstu verkefni klúbbsins eru auk útgáfu á blaðinu fram- kvæmd Hængsmótsins, sem er opið íþróttamót fyrir fatlaða. Undirbúningur fyrir næsta mót sem haldið verður í íþróttahöll- inni í maí á næsta ári er þegar hafinn. Auk gjafarinnar til rann- sóknadeildar FSA hefur verið veitt úr verkefnasjóði klúbbsins til íþróttasambands fatlaðra vegna þátttöku á Ólympíuleikun- um, Félags hjartasjúklinga á Akureyri og nágrenni, Vímu- lausrar æsku og til bocciadeildar Völsungs. nema 7.632 milljónum króna, en félagið skuldar 4.684 milljónir króna. Eigið fé fyrirtækisins nem- ur 2.947 milljónum og er um 39% af heildareignum. » » ♦----- Bílar skemmd- ust í þremur árekstrum ÞRÍR árekstrar urðu á Akur- eyri í kringum hádegið í gær. Ekki urðu slys á fólki en þó nokkrar skemmdir urðu á bif- reiðum. Tveir fólksbflar rákust saman á gatnamótum Gránufélagsgötu og Hríseyjargötu nokkru fyrir hádegi í gær og laust fyrir kl. 12 skullu tveir bílar saman í Munkaþverár- stræti. Þá varð nokkuð harður árekstur við gatnamót Skarðshlíð- ar og Smárahlíðar skömmu eftir hádegi. Enginn meiddist í þessum ákeyrslum, en að sögn varðstjóra lögreglunnar urðu þó nokkuð mikl- ar skemmdir á bílunum og eigna- tjón umtalsvert. Nokkur ölvun var í bænum að- faranótt laugardags, sjö menn gistu fangageymslur lögreglunn- ar, sex voru teknir fyrir að aka of hratt og tveir fyrir meinta ölvun við akstur. Þá var í gærmorgun tilkynnt um að brotist hefði verið inn í geymslu bakatil við Hótel Hörpu og stolið þaðan nokkrum flöskum af léttu víni. Þeir sem þar voru að verki brutu sér leið inn í geymsl- una með því að rífa niður spóna- plötu á geymslunni. Ekki var búið að upplýsa málið undir kvöldið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.