Morgunblaðið - 24.10.1992, Blaðsíða 2
geer^HMaoTHo .*■£ huoaohaoua.i GiqAjgMuemoM
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1992
• • * #
011 vinna við seinna Malawí-skipið á Islandi
Slippstöðvarmenn
ánægðir og samið verð-
ur um viðbótarkostnað
Smíðakostnaður eykst um 6-8 milljónir
FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra segír að öll vinna við
seinna skipið, sem senda á til Malawí í Afríku, fari fram hérlend-
is. Fallið hefur verið frá að kaupa fimmtung hennar af Pólveijum
og því fá starfsmenn Slippstöðvarinnar á Akureyri aukin verk-
efni. Þórhallur S. Bjarnason markaðsstjóri stöðvarinnar segir
menn ánægða með lyktirnar, en kostnaður við smiði skipsins
eykst um 6-8 miljjónir króna.
Friðrik segir að ákvörðun um
alla smíðina á íslandi hafi verið
tekin í ráðuneytum fjármála og
iðnaðar í gær í samráði við Slipp-
stöðina á Akureyri og Þróunar-
samvinnustofnun. Astæðumar
segir ráðherrann einkum þijár:
Hugsanlegt hafi verið talið að
smíði stálfleka í Póllandi fæli í sér
ólögmæta samkeppnishætti vegna
niðurgreiðslna þar. Þá hafi
Malawí-skipin tvö eingöngu verið
boðin út hérlendis á sínum tíma í
norrænu samstarfi og til þess ætl-
ast að verkið yrði unnið hér. Enn-
fremur spili inn í sjónarmið um
að auka atvinnu í landinu og þar
hafi málmiðnaðarmenn barist að
undanfömu. Friðrik segir að sam-
ið verði um kostnað sem bætist
við vegna ákvörðunarinnar, en
bæði vinnulaun og stálverð eru
hærri hér en í Póllandi.
Þórhallur S. Bjarnason segir að
vinna við skipið í Slippstöðinni
aukist um 15-20% við það að smíði
fleka í skrokk þess bætist við og
menn séu auðvitað ánægðir. Fyrra
Malawí-skipið var sent þangað um
mánaðamótin og upp úr því hófst
vinna við hið seinna. Þórhallur
segir gert ráð fyrir að klára það
í vor og senda héðan í pörtum.
Hann segir að þessi smíði sé ná-
lægt tíunda hluta af • starfsemi
Heimsmeistara-
mótið
Signr hjá
Hannesi
HANNES Hlífar Stefánsson
sigraði Da Silva frá Chile í átt-
undu umferð á Heimsmeistara-
móti skákmanna 20 ára og yngri
í Buenos Aries. Skákin stóð að-
eins í 18 leiki eftir mistök
Chilebúans.
Með sigri í áttundu umferð er
Hannes enn í hópi efstu manna á
mótinu með 6 vinninga. Staða
efstu manna er óljós vegna fjölda
biðskáka.
Slippstöðvarinnar og í hana fari
ársverk þriggja manna. Samning-
ur stjómvalda við stöðina um
bæði skipin losaði um 50 milljónir
og segist Þórhallur reikna með 6-8
milljóna kostnaðarauka.
Morgunblaðið/Gunnar Hallsson
Einar Jónatansson, framkvæmdastjóri EG, kynnir bæjarstjómarmönnum greiðslustöðvunina. F.v.: Valdi-
mar Guðmundsson, Helga Jónsdóttir, Sigmundur Hannesson hrl. sem ráðinn hefur verið til aðstoðar
við fjárhagslega endurskipulagningu, Einar Jónatansson, Anna Edvardsdóttir, forseti bæjarstjómar,
_________________ Þóra Hallsdóttir og Jón Guðbjartsson.
Einarí Guðfinnssyni hf. í Bolungarvík veitt greiðslustöðvun til þriggja vikna
Treystum á að samningar
náist um lækkun skulda
- segir Einar Jónatansson framkvæmdastjóri
EINAR Jónatansson, framkvæmdastjóri Einars Guðfinnssonar hf. í
Boiungarvik, segir að forráðamenn fyrirtækisins hafí engar trygg-
ingar fyrir samningum við lánardrottna um lækkun skulda en þeir
treysti á að samningar takist. Einar Guðfinnsson hf. og dótturfyrir-
tæki þess, Hólar hf., fengu heimild til greiðslustöðvunar í Héraðs-
dómi Vestfjarða í gær. Greiðslustöðvunin er í upphafi veitt til þriggja
vikna og eftir það er hægt að veita framlengingu i þrjá mánuði og
síðan aðra þrjá.
Einar Guðfinnsson hf. gerir út
togarana Dagrúnu og Heiðrúnu og
rekur frystihús, rækjuverksmiðju
og loðnuverksmiðju. Loðnubræðsl-
an er í eigu Hóla-hf. ásamt skrif-
stofu- og verslunarhúsnæði. Fyrir-
tækin eru lang stærsti vinnuveit-
andinn í Bolungarvík og starfa að
meðaltali 120 manns hjá þeim. Þau
hafa átt við fjárhagserfiðleika að
etja og var nauðungaruppboð á
eignum þeirra ákveðið í næstu viku.
Greiðslustöðvunin frestar uppboð-
inu.
í fréttatilkynningu stjómenda
fyrirtækisins um greiðslustöðvun-
ina kemur fram að hagræðing sem
unnið hefur verið að f kjölfar upp-
stokkunar á efnahag og rekstri fyr-
irtækisins hafi skilað sér í bættum
rekstri. Þannig var hagnaður fyrir
afskriftir og fjármagnsliði fyrstu
sex mánuði þessa árs meiri en allt
síðasta ár. Hins vegar hafi mikill
samdráttur aflaheimilda undanfarin
ár reynst fyrirtækinu afar erfiður.
Þá hafi erfiðleikar í rækjuiðnaði og
loðnuvinnslu komið illa við það.
„Stórfelld minnkun aflaheimilda á
yfirstandandi fiskveiðiári, aflasam-
dráttur, verðlækkun afurða og
óhagstæð gengisþróun eykur enn
vandann. Stjómendum fýrirtækis-
ins er því ljóst að rekstur þess get-
ur ekki staðið undir skuldabyrði
þess við núverandi aðstæður," segir
í fréttatilkynningunni.
Heildarskuldir EG hf. em 1.500-
1.600 milljónir kr. og nettóskuldir
1.100 milljónir, að sögn Einars.
Atvinnutryggingasjóður, Fiskveiða-
sjóður og Landsbankinn eru stærstu
kröfuhafamir. Segir Einar að farið
verði fram á samninga við lánar-
drottna um lækkun skulda. Það
teldu stjómendur fyrirtækisins best
fyrir alla aðila. Einar vill ekki nefna
tölur um nauðsynlega skuldalækk-
un, segir það raunar afstætt hvað
rekstur sjávarútvegsfyrirtækis geti
staðið undir miklum skuldum þegar
litið væri til mikils taprekstrar
greinarinnar.
Einar segir að það sé ásetningur
stjómar fyrirtækisins að gera allt
sem í hennar valdi stendur til að
tryggja áframhaldandi rekstur,
þannig að aflaheimildimar haldist
í bænum og hægt verði að tryggja
vinnu starfsmannanna.
Aðgerðimir vom í gær kynntar
starfsmönnum, bæjarstjóm Bol-
ungarvíkur og fleiri aðilum. Bæjar-
stjóm tekur málið fyrir á fundi í
næstu viku. Ólafur Kristjánsson
bæjarstjóri segist vona að með
þessu ljúki óvissunni um framtíð
fyrirtækisins. Mikilvægast sé að
tryggja atvinnuöryggi bæjarbúa og
muni bæjarstjóm beina öllum kröft-
um að því að fyrirtækið fái starfað
áfram.
Daði Guðmundsson, formaður
Verkalýðs- og sjómannafélags Bol-
ungarvíkur, segir að fólk sé slegið
en voni það besta. Enginn viti hvað
þessar aðgerðir þýði. Hann segir
að hvað sem öðm líði megi bæjarfé-
lagið ekki við því að missa neinn
kvóta, frekar þurfi að auka hann.
Samkvæmt núgildandi réglum er
greiðslustöðvun í upphafí veitt til
þriggja vikna. í lok tímans er ákveð-
ið í héraðsdómi hvort veitt er
greiðslustöðvun til allt að þriggja
mánaða. Þá er einnig hægt að veita
þriggja mánaða framlengingu við
sérstakar aðstæður þannig að
greiðslustöðvun fyrirtækis getur
staðið.yfir í allt að sex mánuði og
þijár vikur. Einar Guðfinnsson hf.
hefur ráðið Sigmund Hannesson
hrl. til aðstoðar við fjárhagslega
endurskipulagningu fyrirtækjanna.
Álversdeilan
Starfsmenn óska
eftir lögfræðialiti
JltarjpiiiMtoMfr
í dag
Með hnif i maganum___________
Stór hnífur fannst í maga þorsks
við flökun í Ólafsvík. 5
Fiskiþing____________________
Mikill meirihluti var fyrir aflamarki
við afgreiðslu Fískiþings á físk-
veiðistjómunarkerfí. 22
Rússland_____________________
Hvaða leiðir eru Rússum færar út
úr því efnahagslega og stjómmála-
lega öngþveiti sem núna ríkir í
landinu? 26-27
Leiðari______________________
Skiptar skoðanir um EES. 26
JtorgmMafrife
uar6
KJUKAER
KONUNGUR
Lesbók
► Messeturm Kaupstefnutum-
inn í Frankfurt - Fullveldi - Sið-
fræði og hagfræði - íbúðarhús
Sumarliða gullsmiðs gert upp í
Vigur.
Menning/listir
► Þýðingar Helga Hálfdanarson-
ar á verkum Shakespeares - Sjón-
menntavettvangur - Æfíng á leik-
ritum eftir Tsékov í Borgarleik-
húsi - Myndlistarsýningar.
Á FUNDI í samstarfsnefnd
starfsmanna og stjórnenda ál-
versins í Straumsvík I gær
ákváðu fulltrúar starfsmanna að
fá Iögfræðilegt álit á gildi upp-
sagna sem tilkynntar hafa verið.
Starfsmenn fengu fulltrúa frá
ASÍ og VSÍ til að sitja fundinn í
gær og komu bæði Ásmundur
Stefánsson forseti ASÍ og Þórar-
inn V. Þórarinsson framkvæmda-
stjóri VSÍ til fundarins. Lög-
fræðiálitið á að Iiggja fyrir á
mánudag þegar haldinn verður
annar fundur aðila að sögn Gylfa
Ingvarssonar aðaltrúnaðar-
manns starfsmanna.
„Við höfum lagt áherslu á að
haft verði samráð og samstarf um
þessi mál við félög starfsmanna og
teljum okkur eiga rétt á því sam-
kvæmt samningi. Við leggjum
áherslu á að fastráðnum starfs-
mönnum verði ekki sagt upp heldur
verði þessu mætt með því að ráða
ekki í stöður starfsmanna sem
hætta og með tilfærslum."
Sagði hann að hjá fyrirtækinu
störfuðu 37 starfsmenn sem væru
ráðnir tímabundinni ráðningu. Væri
mjög óeðlilegt að á sama tíma og
væri tilkynnt um uppsagnir 3,5%
fastráðinna starfsmanna væri verið
að framlengja ráðningarsamninga
þeirra sem væru ráðnir tímabundið.
Samningaviðræður um nýjan
kjarasamning liggja niðri vegna
þessarar deilu og að sögn Gylfa til-
kynntu starfsmenn ríkissáttasemj-
ara að þeir tækju ekki þátt í viðræð-
um fyrr en niðurstöður lægju fyrir
um uppsagnimar.
Verðlagsráð
fjallar um farm-
gjaldahækkanir
VERÐLAGSRÁÐ fjallaði í gær-
dag um fyrirhugaðar farm-
gjaldahækkanir Eimskips og
Samskipa hinn 1. nóvember nk.
en þá eiga gjöldin að hækka um
Georg Ólafsson verðlags-
stjóri segir að ráðið hafi ákveðið
að fjalla um þessar hækkanir
þótt í gildi sé fijáls verðlagning
á þessu sviði.
í máli Georgs kemur fram að
engin afstaða hafi verið tekin til
hækkana þessara á fundi ráðsins í
gærdag en ákveðið að fjalla nánar
um málið á öðrum fundi Verðlags-
ráðs eftir helgina. Á fundinum nú
lágu frammi greinargerðir frá
skipafélögunum um þessa hækkun
1. nóvember en Georg vildi ekki
greina frá efnisinnihaldi þeirra þar
sem þær væru trúnaðarmál.