Morgunblaðið - 24.10.1992, Blaðsíða 4
?n/)r 1c' 5TTTD/-rT7T * PTT.- T Gjnk.lPVTlt)07 *
MORGUNBLAÐIÐ LÁUGÁRDAGUR 24. OKTÓBER 1992
Nemendur og listamenn
Þingmönnum send
fimmtán þúsund bréf
vegna bókaskatts
SAMTÖK framhalds- og háskólanemenda hafa, í samvinnu við
listamenn, rithöfunda, bókagerðarmenn og útgefendur, tekið sig
saman um að skipuleggja bréfaskriftir nemenda til þingmanna
stjórnarflokkanna. í bréfunum er áformum um að hætta endur-
greiðslu innskatts af bókaútgáfu og -prentun andmælt. Alls á að
senda þingmönnunum um 15.000 bréf og voru þau fyrstu borin
út til viðtakenda í gær.
Að sögn Almars Eiríkssonar,
formanns Bandalags íslenskra
sérskólanema, áttu Bandalag ís-
lenskra listamanna og Rithöf-
undasamband íslands frumkvæði
að bréfaskriftunum. Að málinu
standa auk þeirra sérskólanemar,
BÍSN, Stúdentaráð Háskóla ís-
lands, Félag framhaldsskóla-
nema, Iðnnemasamband íslands,
Félag bókagerðarmanna og Félag
bókaútgefenda.
Almar segir að prentuð hafí
verið 20.000 stöðluð bréf sem
nemendur í framhaldsskólum hafí
verið beðnir að undirrita og senda
þingmönnum. Hann sagðist búast
við að um 15.000 bréf myndu
skila sér. „Það, sem að okkur
námsmönnum snýr, er hækkun
kostnaðar við bókakaup og einnig
að hætt verður að endurgreiða
innskatt af skólabiöðum, þannig
að þetta kemur illa við menningar-
starfsemi í skólunum," sagði Alm-
ar.
í texta bréfsins, sem þingmenn
fá sent heim til sín í fjölda ein-
Morgunblaðiö/bvemr
Framhaldsskólanemar setja mótmælabréf í bréfalúgu Ólafs G.
Einarssonar menntamálaráðherra i gærkvöldi.
taka, segir meðai annars: „Fyrir-
hugaður bókaskattur mun hækka
árlegan bókakostnað hvers fram-
haldsskólanemanda um kr. 6.000
þegar miðað er við að keyptar séu
bækur að meðaltali fyrir kr.
40.000 á ári eins og raunin er.
Þetta er skattur sem við verðum
neydd til að borga því að við erum
eina fóikið í landinu sem kemst
ekki hjá að kaupa bækur. Þetta
verðum við að taka af því tak-
markaða sumarkaupi sem nú er
hægt að vinna sér inn. Margir
fengu enga vinnu síðasta sumar
og ekki horfir vel með næsta sum-
ar.“
Miss Intemational
Þórunní
úrslitin
ÞÓRUNN Lárusdóttir, sem fyrir
skömmu var valin Ungfrú Norð-
urlönd, komst í úrslit í Miss Inter-
national fegurðarsamkeppninni
sem haldin var í borginni Naga-
saki í Japan í vikunni.
49 þátttakendur voru í keppninni
frá jafnmörgum þjóðlöndum. Þór-
unn for utan 4. október og sagði
hún að mikið annríki hefði sett
mark sitt á keppnina. Þátttakendur
komu fram víða í Japan til að kynna
styrktaraðila keppninnar. Stærsti
styrktaraðilinn var Fuji-fílmufram-
leiðandinn. Þá voru myndatökur tíð-
ar.
Þórunn var valin í úrslit ásamt
íjórtán öðrum. Úrslitakvöldið komu
stúlkumar fram í þjóðbúningum,
sundfötum og kvöldklæðnaði.
Stúlka frá Ástralíu var valin Miss
Intemational, í öðra sæti varð
stúlka frá Grikklandi og í þriðja
sæti stúlka frá Kóreu.
VEÐUR
v
íDAG kl. 12.00
HeímHd: Veðurerola klancte
(Byggt á veðurspá kl. 16.15 í geer)
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að ($1. tfma
httl veSur
Akureyri 4 ákýjafi
Raykjavflr 2 létttkýjaft
Bergen 4 afekýjað
Heleinki +4 léttskýjaó
Kaupmannahöfn 6 alskýjað
Narssarssuaq +2 fettskýjað
Nuuk +3 léttskýjaö
Óeió 0 anjókoma
Stokkhólmur +1 téúakýjaö
Þórshöfn 4 hálfakýjað
Algarve 19 léttskýjað
Amsterdam 7 þrumuveöur
Barceione 14 léttakýjað
Beriín S rigning
Chicago 23 alskýjaö
Feneyjar 13 skýjaö
Frankfurt 7 rígning
Giasgow 3 skúrir
Hamborg 7 súld
London 8 skýjað
LosAngeies 27 hálfskýjaö
Lúxemborg 5 skýjað
Madrid 16 skýjað
Maiaga 19 léttskýjaö
Mallorca 18 Mttskýjaö
Montreal 10 afekýjað
NewYork 16 heiðskirt
Oriando 21 þokumóöa
Parfe 8 skúr
Madeira 13 skýjaö
Róm 16 hálfskýjaö
Vín 8 skýjað
Washington 16 heiðskírt
Winnlpeg 11 léttskýjað
Morgunblaðið/Þorkell
*
Utför Hauks Morthens
Útför Hauks Morthens, hins ástsæla söngvara, var gerð frá Bústaða-
kirkju í gær að viðstöddu miklu fjölmenni. Sr. Pálmi Matthíasson jarð-
söng. Myndin var tekin er kista hins látna var borin úr kirkju.
Þokkaleg sfldveiði
ÞOKKALEG veiði var á sildarmiðunum suðaustur af landinu í
fyrrinótt. Loðnuveiði var aftur á móti engin. Samkvæmt upplýs-
ingum tilkynningaskyldunnar eru 11 skip á loðnu og 28 skip stunda
sfldveiðar.
Hábergið GK var með fullan bát
eða um 620 tonn á leið til Grinda-
víkur þegar talað var við Gunnar
Sigurðsson stýrimann seinnipart-
inn í gær. Hann sagði að þokkaleg
veiði hefði verið í fyrrinótt og einn
og einn bátur að fá mjög góð köst.
Aðspurður sagði hann að veiðin
hefði fengist í 4 köstum. „Aðallega
þó tveimur. Við fengum 360-370
tonn í fyrsta kastinu. Svo var lítið
í næstu tveimur en töluvert í fjórða
kastinu. Við gáfum Sunnuberginu
um 200 tonn, það hafa verið ein
400 tonn í því kasti," sagði Gunn-
ar en á eftir Háberginu var Sunnu-
bergið GK á leið í land með hátt
í fullfermi eða rúm 700 tonn.
Gunnar sagði að töluvert væri að
sjá af sfld og til marks um gæði
aflans sagði hann að 90% síldar-
innar væru yfír 30 sm á lengd.
Hann kvaðst búast við að komið
yrði til Grindavíkur í morgun og
haldið -út eftir löndun. Góðu veðri
er spáð á miðunum.
Hermann Ragnarsson, stýri-
maður á Helgu II., sagði að lítið
sem ekkert hefði veiðst af loðnu
síðan fyrir 4-5 dögum þegar
veiðst hefði eitthvað smávegis og
því væri skipið nú á leið á sfldar-
miðin. Aðalástæðu fyrir veiðileysi
sagði hann vera hversu loðnan
væri dreifð.
Þrírgripnir
glóðvolgir
LÖGREGLAN greip þijá
menn glóðvolga, þegar þeir
reyndu að brjótast inn í
Blúsbarinn við Laugaveg í
fyrrinótt.
Lögreglunni barst tilkynn-
ing um kl. 4 um nóttina um
að verið væri að bijótast inn
á veitingastaðinn. Þegar hún
kom á vettvang vora innbrots-
þjófamir enn að bardúsa við
að komast inn á barinn. Þeir
fengu gistingu á lögreglustöð-
inni í staðinn.