Morgunblaðið - 24.10.1992, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1992 13
----—---—------;----------------;------------------------------------------------------rrr-
List frá Alandseyjum
Aðalheiður Valgeirsdóttir sýnir vatnslitamyndir
í fremri kjallarasal Norræna
hússins stendur nú yfír sýning 9
myndlistarmanna frá Álandseyjum
og lýkur henni á sunnudagskvöld.
Ekki þekkjum við íslendingar
mikið til listsköpunar þeirra eyja-
skeggja en ekki efa ég að þar þró-
ist markvert listlíf og vel að merkja
eru eyjamar þannig staðsettar að
góðar samgöngur eru við Helsing-
fors og Stokkhólm enda eru Finn-
land og Svíþjóð eðlilega helsti sýn-
ingarvettvangur álenzkra mynd-
listarmanna utan eyja. Auk þess
virðast myndir listamannanna rata
merkilega víða um heiminn sem
bendir til blómlegrar félagsstarf-
semi.
Að sjálfsögðu er það fagnaðar-
efni að fá hingað sýningu frá
Álandseyjum ekki síður en öðrum
Norðurlöndum og ávinningur væri
að því í framtíðinni að fá einnig
einkasýningar er kynna viðkom-
andi mun betur en samsýningar
geta gert. Auk þess bætist við að
þessi sýning er of lítil og þannig
er innri salur ekki nýttur og sumir
eiga of fá verk og valið virðist að
auki nokkuð einhæft og sýna ein-
ungis ákveðna hlið listamannanna.
Þrátt fyrir að það sé enginn
sprengikraftur í þessari sýningu
er vel tekið á móti gestum með
grafíkmyndum þeirra Juha Pykal-
áinen (f. 1953) og Nönnu Sjöström
(f. 1949).
Hinar einföldu myndir Pykáláin-
en eru mjög hugþekkar og sláandi
og frá þeim stafar andblær frá
heimahögum. Sjöström vinnur hins
vegar á Ijölþættara sviði en aðrir
og litætingamar hennar eru gædd-
ar sérstæðum yndisþokka.
Annars er Hildur Stenbáck (f.
1912) aldursforseti sýningarinnar
en hún sækir myndefni sitt til
Dólomit-fjallanna sem virðast
henni mjög hugleikin því að hún
virðist hafa gert fjöldan allan af
vatnslitamyndum af þeim, og nefn-
ir þær samheitinu „Dolomitsvítur".
Myndir hennar eru nokkuð form-
rænt harðar og hráar í lit og þann-
ig ekki sérlega aðgengilegar, en
trú mín er að þær venjist vel.
Kjell Ekström (f. 1961) notar
einnig aðallega vatnsliti og myndir
hans eru mjög fínlegar og ná-
kvæmar í vinnslu. Mynd hans
„Árstíð 1“ (7), er með mest sláandi
myndum á sýningunni fyrir fágun
í útfærslu og mjúks stígandi í lit.
John Bergström, sem í tvígang
hefur hlotið titilinn grafíklistamað-
ur ársins á eyjunum (1990 og
1992) á einungis tvö verk á sýning-
unni og af þeim verður ekki mikið
ráðið um umfang listar hans. Þetta
eru dökkar ætimyndir af kletta-
formum, en virka þó öðru fremur
sem leikur með ætitæknina.
Charles Hemmingsson (f. 1932),
sem á 6 vatnslitamyndir kemst
hins vegar vel frá sínum hlut en
framlag hans er mjög fjölþætt
þótt yfír myndunum sé sami per-
sónulegi litablærinn, einstaka
mynd getur jafnvel minnt á sjálfan
Jean Fautrier í mögnuðum einfald-
leika sínum.
Anita Heilström (1944), er fædd
í Svíþjóð en flutti til Álandseyja
fyrir áratug. Yfír myndum hennar,
sem unnar eru í tempera/akryl lit-
um er dijúgur svipur af hröðum
og óformlegum (informel) vinnu-
brögðum sem hún þó reynir að
binda með fínlegum og skreyti-
kenndum tilbrigðum.
Britta Gustavsson (f. 1939) er
skóluð á námskeiðum í Gerlesborg-
arskólanum í Svíþjóð. Framlag
hennar er einungis þijár klippi-
myndir sem allar nefnast „Lapp-
landia“. Þær eru allar mjög keim-
líkar hvor annarri og í mildum
forma- og litastígandi.
Bror Elif Ellsberg (f. 1949) sýn-
ir fjórar ætimyndir sem allar eru
hreint unnar og vel gerðar og
minna mig um sumt á tilraunir
íslenzkra grafíklistamanna hér áð-
ur fyrr.
Á þessari sýningu eru ekki barð-
ar neinar bumbur og ekkert kemur
manni á óvart í listrænu tilliti.
Hógværðin er aðal sýningarinnar
en gallinn við hana er að hún er
of lítil, sýnendur eru með of fá og
keimlík verk og þannig séð hefði
hún helst átt að hanga uppi í minna
og hlýlegra sýningarhúsnæði.
MENNING/
LISTIR
f NÆSTU VIKU
MYNDLIST
Listasafn íslands
Finnsk aldamótamyndlist. Sýning 20 finnskra
listamanna stendur yfir.
Skúlptúrar Jóhanns Eyfells. Sýningin stendur til
22. nóvember.
Listasafn íslands er opið alla daga nema mánu-
daga kl. 12 - 19.
Kjarvalsstaðir
FiGÚRA - FÍGÚRA í Vestursal. Sýningin stend-
ur til 25. okt. og er opin daglega frá 10 - 18.
Alfreð Flóki: 60 teikningar. Ásmundur Svejns-
son: abstrakt höggmyndir.
Norræna húsið
Sýning á verkum 11 álenskra listamanna.
Frímerkjasýning í bókasafni og bækur eftir
álenska rithöfunda. Opið daglega kl 14 - 19.
Sýningamar standa til 25 okt.
Menningarmiðstöðin Gerðubergi
Sýning Þorvaldar Þorsteinssonar stendur til 3.
nóvember. Gerðuberg er opið fimmtud. 10-22,
föstud. 10-19 og laugard. 13-16. Lokað á sunnud.
Hafnarborg
Ásrún Tryggvadóttir sýnir á málverk.
STRAUMAR, Lárus Karl Ingason sýnir portrett-
myndir af hafnfírskum listamönnum.
Opið frá 12-18 alla daga nema þriðjudaga.
Listasafn A.S.Í.
Erla B. Axelsdóttir sýnir verk sín. Sýningin stend-
ur til 1. nóvember.
FÍM-salur, Garðastræti
Bjöm Bimir sýnir akrýlmyndir og tússteikning-
ar. Opið frá kl. 14 - 18
Geysishúsið
Fjörutíu grafíkmyndir frá Mexikó og Suður-
Ameríku sýnd til 15. nóvember.
Nýlistasafnið, Vatnsstig
Kristján Kristjánsson og Sigurlaug Jóhannesdótt-
ir sýna verk sín til 1. nóvember.
Menningarstofnun Bandaríkjanna
Farandsýning á úrvali bandarískra einþrykks-
mynda stendur til 1. nóvember.
Ásmundarsafn
Þjóðsagna og ævintýramyndir Ásmundar Stef-
ánssonar. Sýningin stendur til 29. nóvember.
Hulduhólar, Mosfellssveit
Keramikverkstæði Steinunnar Marteinsdóttur er
opið er frá 14 til 19 alla daga nema fimmtudaga
og föstudaga, þá er opið frá 17 til 22.
Vinnustofur Álafossi
Vinnustofur listamanna í verksmiðjuhúsinu Ála-
fossi eru opnar almenningi á laugardögum og
aðra daga eftir samkomulagi.
Listasalurinn Nýhöfn, Hafnarstræti
Edda Jónsdóttir sýnir verk sín. Sýningunni lýkur
28. október.
Listmunahúsið, Hafnarhúsinu Tryggvagötu
Steinunn Þórarinsdóttir opnar sýningu á verkum
sínum kl.16.00. Sýningunni lýkur 8. nóv.
Önnur hæð, Laugavegi
Bandaríska listakonan Louise Bourgeois sýnir
teikningar og eitt skúlptúrverk.
Gallerf Sævars Karls
Sæmundur Valdimarsson sýnir rekaviðsskúlptúr.
Sýningin er opin til 6. nóvember.
Samkomuhúsið Staður, Eyrarbakka
Sýning á æskuverkum Siguijóns Ólafssonar.
Sýningunni lýkur 25. október.
Stöðlakot, Bókhlöðustig 6
Katrín Didriksen, gullsmiður sýnir verk sín. Sýn-
ingin stendur til 1. nóvember.
Galleri Úmbra
til 21. okt.
Galleri 11, Skólavörðustig
Ilannes Lárusson opnar sýningu sína „Aftur-
aftur“ sem stendur til 5. nóv.
Snegla - Listhús, Grettisgötu 7
Sýning á myndverkum og listmunum 15 lista-
manna. Opið virka daga 12-18, og laugardaga
10-14.
Slunkaríki, ísafirði
Sýning á verkum Karin Tiberg og Thorleif Alp-
berg frá Svíþjóð. Lýkur 8. nóvember.
Samkomuhúsið, Sandgerði
Samsýning á verkum listamanna á laugardag
24. og sunnudag 25. kl. 14-19. Tónlistaratriði
báða dagana kl. 15.
Byggðastofnun, Egilsstöðum
Sýning á verkum Louise Heite. Sýningin stendur
til áramóta.
TONLIST
Laugardagur 24. okt.
Borgarleikhús kl.l4.00:Ga!akonsert Óperu-
smiðjunnar. Óperudagskrá, óperettu- og leikhús-
tónlist í flutningi einsöngvara, íslenska dans-
flokksins og kórs Óperusmiðjunnar.
Sunnudagur 25. okt.
íslenska óperan kl. 20.00:Lucia di Lammermoor
Hafnarborg kl. 20.00:Tríó Reykjavíkur. Gestur
Brady Millican, píanóleikari.
Þriðjudagur 27. okt,
Hótel Borgarnes kl. 20.30Uónas Ingimundar-
son, píanóleikari með tónleika.
Miðvikudagur 28. okt.
Logaland kl. 21.00dónas Ingimundarson, píanó-
leikari með tónleika.
Fimmtudagur 29. okt,
M-hátið í Keflavík:Sinfóníuhljómsveit íslands.
Stjómandi: Ed Velch. Létt tónlist eftir íslenska
höfunda.
Föstudagur 30. okt.
Útvarpshúsið, Efstaleiti l:Ráðstefna um íslensk
tónlistarmál á vegum Samstarfsnefndar um ís-
lenskan tónlistardag.
Laugardagur 31. okt.-íslenskur tónlistardag-
ur
Útvarpshúsið, Efstaleiti l:Árdegis: Ráðstefna
um íslensk tonlistarmál á vegum Samstarfsnefnd-
ar um íslenskan tónlistardag. Tónleikar í Útvarps-
húsinu í beinni útsendingu kl. 13-17.
Háskólabíó kl. 17.00.Sinfóníuhljómsveit íslands.
Stjómandi Ed Welch. Létt tónlist eftir íslenska
höfunda.
LEIKLIST
Þjóðleikhús
Hafið eftir ólaf Hauk Sfmonarson. Sýningar á
Stóra sviði, 31. okt. 1. nóv. kl. 20.
Kæra Jelena. Sýnt á Stóra Sviði 29. okt. kl. 20.
Emil í Kattholti. Sýnt á Stóra sviði 25. okt. kl. 14
Rita gengur menntaveginn. Á Litla sviðinu
24.. 28., 30., 31.okt. kl. 20.30
Stræti eftir Jim Cartwright. Sýnt á Smíðaverk-
stæði 24.,25.,28.,30.,31. okt.
Uppreisn. Islenski dansflokkurinn. frumsýning
25.. 0,t. 31. okt. kl. 20. 1. nóv. kl. 14.
Borgarleikhús
Dunganon eftir Bjöm Th. Björnsson. Sýnt á Stóra
sviði 25. og 29. okt. kl. 20
Heima þjá ömmu. Sýningar á Stóra sviði 24.,28.,
30., 31. okt kl. 20
Sögur úr sveitinni. Platanov Frumsýning á Litla
sviði lau. 24. okt. 25.'okt. kl. 17. 29. okt. kl. 20
Vanja frændi. Fmmsýning á Litla sviði lau. 24.
okt. 25. okt.kl. 20.30. 28. okt. kl.20.30
Nemendaleikhúsið
Clara S. 25. og 29. okt. kl. 20.30
Alþýðuleikhúsið Fröken Julie. 25. og 30. okt.
kl. 21
Til umsjónarmanna listastofnana og sýningar-
sala
Upplýsingar um listviðburði sem óskað er
eftir að birtar verði í þessum dálki verða að
hafa borist bréflega fyrir kl. 16 á miðvikudög-
um. Merkt: Morgunblaðið, menning/listir, Hverf-
isgötu 4, 101 Rvk. Myndsendir 91-691294.
MUNIÐ
Manor House Hotel
HÓTELREKSTUR ERLENDIS
Stofnun hlutafélags um hótelrekstur erlendis.
Þátttökueyðublöð og upplýsingar hjá
Gulli og Silfri hf., Laugavegi 35,
símar 22013 og 20620 og
Manor House hótel
í síma 90 44 803 605164.
DVELJIÐ Á EIGIN HÓTELUM ERLENDIS.
Skilafrestur er til 1. nóvember 1992.
Þióðleikhúsið
Tæplega
10 þúsund
áhorfendur
á10 dögum
MIKIL aðsókn hefur verið að
Þjóðleikhúsinu í haust. Uppselt
er á allar sýningar í október á
leikritunum Hafíð og Kæra Jel-
ena sem sýnd eru á Stóra sviðinu.
Uppselt er á næstu tíu sýningar
á gamanleikritinu Ríta gengur
menntaveginn. Vegna mikillar að-
sóknar var bætt inn þrem aukasýn-
ingum sem allar seldust upp sam-
stundis. Leikritið Stræti sem sýnt
er á Smíðaverkstæðinu hefur einnig
fengið afbragðsgóðar viðtökur og
hefur verið nær fulit hús á allar
sýningar til þessa, segir í frétt frá
Þjóðleikhúsinu.
Dansarar frá Bolshoj og Kirov
ballettinum sóttu Þjóðleikhúsið
heim og fluttu ballettinn Svana-
vatnið við tónlist eftir Tsjajkovski.
Heimsóknin stóð í viku og var að-
sóknin slík að bæta þurfti inn auka-
sýningum daglega og var samt ekki
iinnt að anna eftirspurn.
í vetur hefur verið mikið um að
fólk á vinnustöðum, í félagasamtök-
um og nemendur í skólum taki sig
saman og komi í hópum í leikhúsið.
Enda er 30 eða fleiri í hóp veittur
verulegur afsláttur af miðaverði.
Einnig á Leikhúsveislan sífellt meiri
vinsældum að fagna.
iVERÐlÆKKUN
Einkenni Civic eru fegurð og glæsileiki.
Þetta er bíll sem þú mátt ekki láta framhjá
þér fara. Nú býðst Civic á einstaklega
hagkvæmum kjörum. Verð eftir lækkun:
Cwic 3d.yra á verði frá: 899.000,-
Civic 4dyra á verði frá: 1.178.000,-
Líttu við í Vatnagörðum 24 og kynntu þér
góða bíla og greiðslukjör við allrá hæfi.
Tökum góða notaða bíla sem greiðslu upp (
nýjan.
HOMDA
ÁRÉTTRI LÍNU
—
Gerðu raunhæfan samanburð á verði og
gæðum. Accord er sérlega vandaður og vel
heppnaður bíll jafnt að utan sem innan.
Verð eftir lækkun:
| Accord EX með sjálfskiþtingu: 1.518.000,-
{ Accord EXi með sjálfskiptingu: l .615.000,-