Morgunblaðið - 24.10.1992, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.10.1992, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1992 17 á því herrans ári 1992, væru enn í notkun sjúkrarúm frá stofnun spítal- ans árið 1927? Því er reyndar þann- ig farið að allnokkur slík rúm eru í notkun enn á báðum deildum spítal- ans. Er hægt að bjóða hreyfihömluðu fólki að liggja í óstillanlegum rúmum sem sum hver eru ekki nema 180 sm á lengd? Dæmi hver fyrir sig. 3) Til að undirbúa komu endurhæf- ingarsjúklinga var um árabil unnið markvisst að fækkun sjúklinga á verðandi endurhæfingardeild. Margir þeirra hö'fðu dvalið langdvölum á spítalanum án þess að vera hjúkrun- arsjúklingar, flestir af félagslegum ástæðum. Að sjálfsögðu fól þessi breyting í sér lélegri heildamýtingu tímabundið. Þetta var gert með vilja og vitund stjómamefndar. Verið var að færa spítalann úr fortíðinni fram í nútímann. Þessi tímabundna minnk- un nýtingar og þar með hækkun kostnaðar á hvem legudag, er nú notuð sem vopn gegn starfsemi spítal- ans af heilbrigðisráðuneyti! 4) Til að veita þjónustu þarf starfs- fólk bæði á legudeild og meðferðar- deildir. Til að mega ráða starfsfólk þarf stöðuheimildir. Þar stendur hníf- urinn í kúnni. Engar stöðuheimildir hafa verið veittar frá 1988 er endur- hæfing hófst utan ein staða sjúkra- þjálfara og ein staða iðjuþjálfa. Stofnun endurhæfíngardeildar gaf ekki tilefni til breytinga og ríkir því enn sama mannekla. 5) Síðastliðið ár hefur orðið vart síaukins kulda einstakra stjómar- nefndarmanna í garð spítalans. Hafa menn þar hugsað upphátt fyrir ijöl- miðla. í fréttum þeirra hafa komið fram hugrenningar um lokun spítal- ans. Þetta hefur valdið starfsfólki miklu hugarangri og dregið kjark úr öðmm sem hingað hugðust ráða sig til starfa. Slíkt framferði hlýtur að flokkast undir skemmdarverka- starfsemi. 6) Á sama tíma og stjórnamefnd leggur til við ráðherra að leggja skuli endurhæfíngu á Kristnesspítala á hilluna, koma í ljós hugmyndir þeirra um endurhæfíngardeild á Kópavogs- hæli. Þetta jafngildir flutningi endur- hæfíngar suður yfír heiðar og ýtir undir þá þróun að ísland verði borg- ríki við Faxaflóa. Landsbyggðin mun ekki þola slíkan yfírgang. 7) Á þessu ári var samþykkt á fundi stjómarnefndar að taka skyldi eitt af starfsmannahúsum spítalans undir orlofsíbúðir fyrir starfsmenn ríkisspítala! Þeir skulu vita að spít- alinn hefur meiri þörf fyrir húsnæði en svo að hægt sé að sjá af því til þreyttra stjómamefndarmanna. Starfsmenn ríkisspítala em ávallt velkomnir norður til að kynna sér starfsemina, en við frábiðjum okkur hvíldarheimilishugsjónir stjómar- nefndar. fýsir að vita. Ritskoðun, hvort sem hún yrði sjálfskipuð eða kæmi að ofan, yrði okkur sjálfum til minnkun- ar en ekki Serbum. Friðrik talar um að sannir frétta- menn skilji að ekki eigi að flytja frétt- ir af einvíginu. Ég vil þá upplýsa hann um það að ásamt mér við upp- haf þess vom mættir fjölmargir fréttamenn sem einnig höfðu verið í Bosníu og skýrt frá hörmungum þar. Þeir fluttu fréttir af einvíginu og fjölmiðlar þeirra hafa haldið því áfram eins og Morgunblaðið. Sem dæmi má nefna Roger Cohen hjá New York Times, sem varð fyrstur til að fletta ofan af Vasiljevic í vest- rænum fjölmiðlum, og Meriel Beattie frá Reuíer-fréttastofunni, sem stuttu fyrir einvígið hafði verið með allra fyrstu fréttamönnunum sem upp- götvuðu fangabúðir Serba í Bosníu. Þessir virtu fjölmiðlar gerðu sér fulla grein fyrir því að skákeinvígið væri heimsviðburður sem flytja yrði frétt- ir af. Öll hallelúja-umQöllun um einvígið og það afrek mótshaldarans að fá Fischer aftur til leiks fer jafnmikið í taugarnar á mér og Friðriki Ás- mundssyni Brekkan. Morgunblaðið hefur einmitt fjallað um þennan ein- stæða viðburð á afar gagnrýninn hátt og ekki fallið í neina gildru. Ég held líka að íslenskir blaðalesendur séu ekki svo einfaldir að láta skák- fréttir af Fischer og Spasskí villa sér sýn um ófremdarástandið í þessum hluta Evrópu. Höfundur er stórmeistari og skrifar um skák í Morgunblaðið. Utflutningnr 55 tonn af sláturaf- urðum til Færeyja GOÐI HF. hefur flutt út til Færeyja 47 tonn af lambakjöti það sem af er þessum mánuði, ásamt 8 tonnum af sviðum, lifur og hjörtum, sam- tals um 55 tonn. Goði hefur á undanförnum árum annast útflutning á allt að 700-800 tonnum af kjöti og sláturafurðum á ári og samsvarar það um 16 kg á hvert mannsbam í Færeyjum. Hvað er til ráða? — Norðlendingar hafa þegar upplif- að kosti þess að hafa endurhæfingar- og öldrunarþjónustu í norðlenskri byggð. Þeir sætta sig ekki við aftur- hvarf til fortíðar i þeim efnum en ætlast til sömu aðstöðu og meirihluti landsmanna býr við. Til að svo megi verða verður að hindra þann gífurlega niðurskurð, sem áætlað er að fram- kvæma á starfsemi Kristnesspítala skv. fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1993. — Til að tryggja megi áframhald- andi rekstur Kristnesspitala verður í fyrsta lagi að viðurkenna þarfír starf- seminnar fyrir fleira fagfólk. Það leið- ir til fullrar nýtingar og er sú hagræð- ing sem fyrst þarf að sinna. — Við ákvörðun íjiilda stöðugilda verður að meta eðli starfseminnar með tilliti til þjónustustigs. Taka verð- ur mið af sambærilegri þjónustu og gera raunhæfa kostnaðaráætlun út frá þvi. Hvað varðar endurhæfíngar- deildina þá er eðlilegt að miðað sé við Grensásdeild Borgarspítalans og Reykjalund. — Tryggja þarf nauðsynlegar endurbætur á húsnæði spítalans svo hann færist í nútímahorf, ekki bara hvað varðar starfsemi heldur einnig hvað varðar aðstöðu. — Hætta verður þeirri neikvæðu umræðu sem farið hefur fram í fyöl- miðlum og skapað óþolandi óöryggi starfsmanna og sjúklinga. Við ótt- umst ekki faglega umræðu, en krefj- umst sanngimi. — Flytja þarf stjóm spítalans heim í hérað, í samræmi við nefndarálit frá nóv. 1991. Valið stendur á milli sjálf- stæðrar stjómar eða samruna við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Valin verði sú leið sem tryggi best áframhaldandi uppbyggingu þeirrar endurhæfingar- og öldmnarþjónustu sem spítalinji á að veita. Höfundur er yfirlæknir endurhæfingardeildar Kristnesspítnln. Jóhann Steinsson, forstöðumaður erlendra viðskipta hjá Goða hf., seg- ir að Færeyingar vilji íslenskt kinda- kjöt umfram annað innflutt kjöt. Þeir kunni að meta gæði kjötsins og þá þjónustu sem Goði hefur veitt. Goði hf. og Sláturfélag Suðurlands gerðu í haust með sér samkomulag um sölu lambakjöts umfram greiðslu- mark á Færeyjamarkað. „Það er mikils virði að sinna þess- um markaði okkar íslendinga fyrir kjötvömr og halda áfram að stuðla að góðum viðskiptum við þessa frændur okkar. Um næstu áramót tekur væntanlega gildi samningur milli Færeyinga og íslendinga um lækkuð innflutningsgjöld á íslensk- um kjötvömm. Þessi breyting mun að sjálfsögðu bæta aðstöðu okkar,“ segir í fréttatilkynningu frá Goða. Gtobusi -heimur gœða! Laugardaginn 24. október ffrá kl. 13.oo - 17.oo i sýningarsal Globus, Lágmula 5 Sýnum VÖKVA-SERVO og POWER skiptingar í nýju JCB traktorsgröfunum. Komið og kynnist af eigin raun fullkomnum og öflugum traktorsgröfum. Sýnum einnig fjölbreytt úrval fylgihluta fyrir JCB vélar. JCB mest seldu traktorsgröfurnar á Islandi í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.