Morgunblaðið - 24.10.1992, Síða 21

Morgunblaðið - 24.10.1992, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1992 21 Meðferð áfengissjúklinga hætt á Vífilsstöðum Kemur á óvart er vímu- efna- og* áfengisvandi vex - segir Jóhannes Bergsveinsson yfirlæknir MEÐFERÐ áfengissjúklinga á Vífilsstöðum verður hætt á næsta ári og rekstri meðferðarheimilisins í Gunnarsholti breytt og hann færður öðrum aðilum samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Með þessum aðgerðum fækkar legurúmum deildarinnar um 52. Jóhannes Bergsveinsson yfirlæknir segir, að þeir sem Ieiti meðferðar á meðferð- arstofnun ríkisspítala séu oft langt leiddir, húsnæðislausir og eigi við geðræn vandamál að stríða. „Þetta kom okkur því á óvart og þá sér- staklega, þar sem fram hefur komið í fjölmiðlum og annars staðar að áfengis- og vímuefnavandamálið hefur farið vaxandi að undanförnu." I fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1993 er gert ráð fyrir 85 milljóna króna sparnaði í rekstri ríkisspítala. Lagt er til að breyta rekstri Krist- nesspítala í Eyjafirði, hætta áfengis- meðferð á Vífilsstöðum og breyta rekstrinum í Gunnarsholti og færa hann öðrum. Jóhannes segir, að meðferðarstofnun ríkisspítala fyrir áfengissjúklinga samanstandi af göngudeild og móttökudeiid með 15 rúmum auk deildarinnar á Vífils- stöðum þar sem eru 16 til 22 rúm. „Á þessu ári hefur deildin á Vífils- stöðum að mestu verið með 22 rúm í notkun vegna stöðugrar ásóknar og biðlista," sagði hann. í Gunnars- holti eru 30 rúm en undanfarið ár hefur það verið rekið með 26 rúmum vegna viðgerða sem staðið hafa yfir á húsnæðinu. Verði af þessum niður- skurði mun rúmum deildarinnar fækka um 52 en efjir standa 15 rúm á móttökudeild án nokkurra mögu- leika á framhaldsmeðferð fyrir þá sem þess þurfa. Lilja Mósesdóttir hagfræðingur Atvinnuleysi hér- lendis 60 prósent meira en skráð er ATVINNULEYSI á íslandi er 60% meira en opinber skráning segir til um samkvæmt útreikningum Lilju Mósesdóttur hagfræðings. Nið- urstöður vinnumarkaðskannana Hagstofunnar sýna einnig að at- vinnuleysi sé i raun mun meira en skráning Vinnumálaskrifstofu félagsmálaráðuneytis segir til um. Skráð atvinnuleysi segir til um fjölda þeirra sem fá bætur en Lilja nálgaðist dæmið með því að skoða einnig hveijir hefðu ekki slíkan rétt. Athuganir hennar benda til að 3,8% vinnufærra íslendinga séu atvinnu- lausir en skráð hlutfall er 2,4%. Þetta þýðir að 5.600 manns búi við atvinnuleysi, ekki 3.500 eins og segir í plöggum hins opinbera. Lilja segir að ellefu hópar fólks fái ekki atvinnuleysisbætur. Þetta eru verktakar, fólk í árstíðabund- inni vinnu sem hefur unnið minna en 425 klukkustundir síðustu tólf mánuði fyrir atvinnuleysi, þeir sem Jósef Rfychart. JósefRajc- hartlátínn JÓSEF Rajchart andaðist þann 21. október sl. í Prag, 69 ára að aldri. Jósef Rajchart var verslunarfull- trúi Tékkoslóvakíu á íslandi árin 1970-1975 og síðan aftur frá 1979-1986. Jósef Rajchart var mikill íslandsvinur og eignaðist marga trausta vini hér á landi. Kona hans er Bozena Rajchartova og áttu þau 3 börn. Útför Rajc- harts fer fram í Prag mánudaginn 26. þessa mánaðar. Heimilisfang ekkju hans er Nucicka 1761/21, 100 00 Parha 10, Czechoslovakia. koma út á vinnumarkað í fyrsta sinn, atvinnurekendur sem haft hafa hærri laun en hámarksbætur, fatlaðir, heimavinnandi fólk í leit að atvinnu, fólk sem verið hefur lengi atvinnulaust og misst bóta- rétt, tekjuhátt fólk, þeir sem tekið hafa hlutastarf meðan þeir leita að fullri vinnu og fólk sem fengið hef- ur aðstoð Félagsmálastofnunar að- eins vegna atvinnuleysis. Loks fá þeir sem sjálfir hafa sagt upp ekki bætur fyrsta mánuðinn. „Stjórnmálamenn segja gjarna að atvinnuleysið sé ekki svo alvar- legt vandamál hér og benda á að hlutfall þeirra sem skráðir eru án vinnu sé lægra en í grannlöndunum. En þar er hópur bótaþega líka miklu breiðari og samanburðurinn því óréttmætur," segir Lilja. „Þannig er mikilvægt að allir atvinnulausir láti skrá sig vikulega, láti sig hafa það, fyrirkomulagið sjálft og hugs- anlegar betrumbætur þess er svo næsta vers.“ „Þetta er mjög bagalegt og má segja að það geri okkur ókleift að starfa eins og undanfarið," sagði Jóhannes. Göngudeildin er opin alla virka daga með bráðamóttöku og bráðaþjónusta tekur við á kvöldin og um helgar. „Þangað hafa meðal annars leitað þeir sem eiga við lang- tíma vanda að stríða og sem lögregl- an hefur þurft að hafa afskipti af vegna þess að þeir eru ölvaðir og húsnæðislausir,“ sagði Jóhannes. „Margir þessara einstaklinga verða fyrst að koma inn á móttökudeildina og fara þaðan austur í Gunnarsholt. Aðrir koma beint inn á bráðaþjón- ustu og fara þaðan annaðhvort á Vífilsstaði eða á móttökudeildina og þaðan í framhaldsmeðferð. Það skiptir móttökudeildina miklu máli að geta komið frá sér þeim sjúkling- um sem eru í þannig ástandi að þeir geti farið í framhaldsmeðferð. Þessi ráðstöfun er því óskiljanleg." Jóhannes sagði, að meðferðar- dejldin starfaði samhliða deildum SÁÁ en að til deildarinnar leitaði ívið þyngri hópur. Sjúklingar sem eru með geðræn vandamál auk áfengis- og vímuefnaneyslu, að ógleymdum sjúklingum sem eru illa skemmdir af neyslunni og hafa þeg- ar farið í gegnum aðra meðferð. Aðrir koma beint. „Við höfum fleiri geðlækna og geðlæknisfræðilega menntað starfsfólk og er gert ráð fyrir að við getum tekist á við vanda- mál þar sem þessa gætir meira," sagði hann. „Þetta kom okkur því á óvart og þá sérstaklega, þar sem fram hefur komið í ijölmiðlum og annars staðar að áfengis- og vímu- efnavandamálið hefur farið vaxandi að undanförnu og hefur verið að taka á sig miklu alvarlegri mynd. Í nágrannalöndum okkar er verið að auka varnir og meðferð vímuefna- neytenda." Vertu með draumurinn gæti orðið að veruleika ! MERKISMENNHF

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.