Morgunblaðið - 24.10.1992, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.10.1992, Blaðsíða 23
2& 80% hjúkrunarfræðinga á Landspífala tilbúnir að segja upp til að knýja á um kjarabætur Óánægjan á sér dýpri rætur en til síðustu kjarasamninga — segir Elínborg Stefánsdóttir hjúkrunarfræðingur EIN sú stétta sem lítt hefur blandað sér í kjaramálaumræðu undanf- arinna ára eru hjúkrunarfræðingar og hafa launakjör þeirra dreg- ist töluvert aftur úr sambærilegum stéttum að sögn þriggja hjúkrun- arfræðinga á Landspítalanum sem Morgunblaðið ræddi við í vik- unni. Þeir nefna sem dæmi að grunnlaun hjúkrunarfræðings eftir fjögurra ára háskólanám séu einungis 68.700 kr. og hæstu laun eft- ir 20 ára starfsreynslu og sérnám séu 86.000 kr. á mánuði. Hjúkrun- arfræðingamir benda á að líkast til myndu fæstir forstjórar á hinum almenna vinnumarkaði láta bjóða sér jafn lág laun og hjúkrunarfor- stjórar eða rétt rúmlega 100.000 kr. á mánuði. Innan verksviðs þeirra er um starfsmannahald 7-800 manna, yfir 500 sjúkrarúm og um milljarðs fjármálaumsýsla á hverju ári. Hjúkrunarfræðingarnir leggja áherslu á að almenn óánægja sé með launamál innan stéttarinnar. Aðspurð staðfestir þó Þóra Árna- dóttír, hjúkrunardeildarstjóri, að á Landspítalanum séu launin lægst. „Ástæðan er fyrst og fremst sú að víðast hvar úti á landsbyggðinni eru hjúkrunarfræðingum greiddar stað- aruppbætur og á hinum Reykjavík- urspítulunum hefur röðun í launa- flokka oft á tíðum verið breytt til að bæta launakjörin. Þannig verður t.d. hinn almenni hjúkrunarfræð- ingur aðstoðardeildarstjóri og hækkar í launum," segir hún en minna má á að í niðurstöðum könn- unar á Landspítalanum sýna að 80% hjúkrunarfræðinga séu tilbúnir til að segja upp til að knýja á um kjara- bætur. Svipaðar kannanir verða gerðar á Landakoti og Borgarspít- ala á næstunni. Samningar lausir í rúmt ár Elínborg Stefánsdóttir, almennur hjúkrunarfræðingur, minnir á að samningar hjúkrunarfræðinga hafi verið lausir í rúmt ár og engar við- ræður hafi átt sér stað síðan í febr- úar. Hún leggur um leið áherslu á að óánægjan eigi sér.dýpri rætur en til síðustu samninga. Sífellt hafi því verið borið við að vegna stöð- unnar í þjóðfélaginu væri ekki tíma- bært að hækka laun. Svanhildur Jónsdóttir, skurð- hjúkrunarfræðingur, segir að viður- kennt hafi verið að kaup og kjör væru ekki í samræmi við menntun og ábyrgð en aftur og aftur hafi verið vísað til þess að tekið yrði á Þóra Árnadóttir Elínborg Stefánsdótt- Svanhildur Jónsdótt- hjúkrunardeildar- ir almennur hjúkrun- ir skurðhjúkrunar- sijóri. arfræðingur. fræðingur. vandanum í næstu samningum. „Ýmis ráð hafa verið notuð til þess að halda hjúkrunarfræðingum niðri. Eitt af því er að vísa í lág bama- heimilisgjöld en um síðustu áramót voru þau hækkuð um 67% á einu bretti. Annað vopn, sem notað hef- ur verið, er að vísa í það öryggi sem felist í því að vinna hjá ríkinu. Nú er það liðið því þar er starfsfólki sagt upp eins og annars staðar," segir hún. Auknar kröfur til stéttarinnar Hjúkrunarfræðingamar minna á að á sama tíma og hjúkranarfræð- ingar hafi dregist aftur úr í launum hafi kröfur um þekkingu á tækni- og fjármálasviði aukist. Sjúkling- arnir komi líka veikari og með flóknari vandamál inn á spítalana. I því sambandi leggja þær áherslu á hversu lokanir deilda komi sér illa vegna þess að oft á tíðum verði þær til þess að teymi þar sem mik- illi sérfræðiþekkingu á ákveðnu sviði sé safnað saman splundrist og þekkingin nýtist ekki eins vel þegar starfsmönnunum er dreift út um allan spítalann. Þær segja að hjúkrunarfræðing- ar ætli að hugsa sinn gang eftir að niðurstöður úr könnunum á vilja hjúkranarfræðinga til þess að segja upp til að knýja á um kjarabætur verði ljósar. Varlega verði farið í aðgerðir en ef annað dugi ekki séu uppsagnir möguleiki sem komi tíl greina. Deilan um háseta á Bakkafossi Reynum að leysa málið án slagsmála - segir framkvæmdastjóri Sjómannafélags Reykjavíkur „ÞAÐ er verið að vinna í þessu máli fyrir okkur og við ætlum að sjá til hvort hægt er leysa þetta einhvernveginn áns slagsmála," segir Jónas Garðarsson, framkvæmdastjóri Sjómannafélags Reykjavíkur um mál filippseysku hásetanna á Bakkafossi. Jónas sagði staðfest að þeir væru á helmingi lægri launum en lágmarksalaun Alþjóða flutningaverkamannasambandsins (ITF) eru, og sagði hann skip- stjóra Bakkafoss hafa staðfest það. „Það er í raun og vera ekkert um þetta mál að segja á þessu stigi, en við eram að tala við stéttarfélög í Þýskalandi og alþjóðasamtök um þetta,“ sagði Jónas. Bakkafoss hélt frá íslandi í fyrrakvöld og sagðist Jónas efast um að til kyrrsetningar skipsins kæmi í þessari ferð vegna þessa máls, en af því gæti hins vegar hugsanlega orðið þegar það kæmi á ný hingað til lands. Hann sagði að í leigusamningi Eimskipa og hins þýska eiganda skipsins væri kveðið á um að áhöfnin ætti að fá greitt samkvæmt ITF taxta og því ætti að vera hægt að knýja á um að Filippseyingamir fengju greitt samkvæmt honum. Þórður Sverrisson framkvæmda- stjóri flutningasviðs Eimskipa sagði að beðið væri upplýsinga frá hinum þýska eiganda skipsins varðandi mál Filippseyinganna, og fylgst yrði með því hver framvinda þess yrði, en hann sagði eigandann verða að sjá til þess að Eimskip lentu ekki í vandræðum vegna hugsan- legrar kyrrsetningar þess. „Þessi útgerðaraðili á eitthvað á annað hundrað skip í rekstri, og þetta skip er í sjálfu sér rekið með mjög svipuðum hætti eins og önnur skip hans. Allur launakostnaður er á hans vegum en við sjáum hins vegar um að greiða laun út til ís- lendinganna í áhöfninni fyrir hans hönd,“ sagði Þórður. Eimskip tóku Bakkafoss á svo- kallaða þurrleigu árið 1987 og sá þá um allan rekstur á því, en að sögn Þórðar varð að skila því aftur fyrir rúmlega ári aftur vegna breyttra reglna í Þýskalandi, og héldu Eimskip þá áfram með það á tímaleigu. „Við ákváðum þá að breyta ekki nafninu aftur yfir í þýska.nafnið, þar sem það hélt áfram í íslands- siglingum og það eina sem breyttist var formið á rekstrinum. Eigandi skipsins rekur það með þeirri áhöfn sem hann semur um að sé um borð, en þegar við urðum að skila því úr þurrleigu óskuðum við hins vegar eftir því að hann yrði með sex Is- lendinga í áhöfninni," sagði hann. Við eigum nokkra Ford Econoline bíla, bæði sendibíla og Club Wagon á frábæru verði, frá 1.929.000 krónum m/vsk. Ford Econoline er sannarlega bíll möguleikanna. Hann hefur frábæra aksturseiginleika, er mjög rúmgóðui; þægileguc hljóðlátur og þú færð tæpast betri bíl til ferðalaga. Tryggðu þér Ford Econoline strax i dag. Bíll möguleikanna á frábæru verði Ryðvörn og skráning er innifalin í verðinu. Hefurþú ekiö Ford.....nýlega? -heimur gœða! Lágmúla 5, sími 91- 68 15 55 ÞEIR HAGSÝNU ERU KOMNIR Á STJÁ JAPISS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.