Morgunblaðið - 24.10.1992, Síða 24
British
Airways
kaupir
Dan-Air
BRITISH Airways bjargaði í
gær breska flugfélaginu Dan-
Air frá gjaldþroti með því að
kaupa eignir þess á eitt pund,
um 92 ÍSK, en tekur að auki
við skuldum þess, sem eru
áætlaður um 55 milijónir
punda, rúmir 5 milljarðar ÍSK.
Talsmaður British Airways
sagði að kaupin væru liður í
áformum flugfélagsins um að
stofna nýtt félag, sem tæki við
stuttum flugleiðum frá
Gatwick-flugvelli í Lundúnum.
Samgönguráðuneytið hyggst
rannsaka hvort kaupin bijóti
gegn samkeppnislögum.
Rússar aflétta
ferðahömlum
YFIRVÖLD í Rússlandi til-
kynntu í gær að ferðahömlum
á útlendinga yrði afiétt. Útlend-
ingar hafa hingað til ekki feng-
ið að fara til stórs hluta af
Rússlandi en nú geta þeir farið
hvert sem þeir vilja, nema hem-
aðarmannvirkja. Ennfremur
verður afnumin sú regla að
útlendingar þurfi að tilkynna
yfirvöldum að minnsta kosti
með sólarhrings fyrirvara ef
þeir ætla lengra en 30 km frá
Moskvu.
Sjúkrahúsum
lokað í
Lundúnum?
BRESKA heilbrigðisráðuneytið
kynnti í gær áform um að loka
fímm stórum sjúkrahúsum í
Lundúnum og búist er við hörð-
um viðbrögðum stéttarfélaga.
Áformin gætu kostað 20.000
manns atvinnuna. Á meðal
sjúkrahúsanna er St. Bart-
holomew’s, sem er 800 ára
gamalt.
Aquino fær
uppreisn æru
TVEIR atkvæðamiklir blaða-
menn á Filippseyjum voru í gær
dæmdir til tveggja ára fangels-
isvistar fyrir að hafa haldið því
fram í blaðagrein að Corazon
Aquino, fyrrverandi forseti
landsins, hefði falið sig undir
rúmi sínu í misheppnaðri valda-
ránstilraun árið 1987. Þeim var
einnig gert að greiða Aquino
tvær milljónir pesos (4,3 millj-
ónir ÍSK) í miskabætur.
Kohl boðar
skattahækkun
Helmut Kohl, kanslari Þýska-
lands, sagði í gær að þörf væri
á frekari skattahækkunum árið
1995 svo hægt yrði að greiða
afborganir og vexti af gífurleg-
um skuldum sem kommúnista-
stjórnin í Austur-Þýskalandi
skildi eftir sig. Kohl varð fyrir
miklum álitshnekki í fyrra þeg-
ar hann hækkaði skatta þvert
á gefin loforð í síðustu kosning-
um.
Kosið í Litháen
EFNT verður til fyrstu þing-
kosninganna í Litháen eftir að
landið hlaut sjálfstæði frá Sov-
étríkjunum á sunnudag. Frétta-
skýrendur telja að kjörsókn
verði lítil vegna vaxandi
óánægju almennings með
stjómmálamennina. Þeir segja
erfítt að spá um úrslitin en telja
líkiegt að annaðhvort Sajudis-
hreyfingin, sem barðist fyrir
sjálfstæði, eða flokkur fyrrver-
andi kommúnista, Lýðræðislegi
Verkamannaflokkurinn, myndi
næstu stjóm.
IvíÖR(ilÚt4ÖLÁt)IÐ. LÍaÍÚÁRb'AG úít'ii:: ÖKftóófcíí ‘'l’&S
Jean-Pierre Allain, fyrrum yfirmaður blóðrannsókna við blóðbank-
ann, kemur út úr dómshúsinu i gær eftir að hafa verið dæmdur i
fjögurra ára fangelsi.
Alnæmishneykslið í Frakklandi
Deilur Breta og Kínverja um Hong Kong
Lýðræðislegar umbæt-
ur verða afturkallaðar
Peking. Reuter.
KÍNVERSK stjórnvöld munu afturkalla allar lýðræðislegar umbætur
í Hong Kong þegar þau fá yfirráðin yfir krúnunýlendunni i sinar hend-
ur árið 1997. Kom þetta fram hjá háttsettum, kinverskum embættis-
manni í gær og er svar við tillögum Chris Pattens, landstjóra Breta,
um ýmsar breytingar $ lýðræðisátt. Er óttast, að yfirlýsingin geti dreg-
ið mjög úr trausti manna á framtíð Hong Kong undir kínverskum yfir-
ráðum.
Lu Ping, yfirmaður stjórnardeild-
ar, sem fer með málefni Hong Kong
og Macau, lýsti þessu yfir á blaða-
mannafundi í Peking í gær og sagði •
ennfremur, að yrði hafíst handa við
gerð nýs flugvallar í Hong Kong án
samþykkis kínversku stjómarinnar
myndi hún hætta stuðningi við fram-
kvæmdina. Yrði þá flugvélum, sem
notuðu flugvöllinn, bannað að fljúga
inn í kínverska lofthelgi og engin
ábyrgð tekin á lánum og öðrum
skuldbindingum vegna hans.
Patten, landstjóri í Hong Kong,
gerði í gær lítið úr hótunum Kín-
veija og kvaðst ákveðinn í að þrýsta
á um lýðræðislegar umbætur og flug-
vallargerðina. Hann sagði þó, að það
yrði erfitt verk að ljúka við flugvöll-
inn án aðstoðar þeirra.
Ekki er búist við, að Kínastjóm
kæri sig um að kynda frekar undir
þessari deilu enda á hún mikið undir
því, að afhending krúnunýlendunnar
fari friðsamlega fram. Hún óttast
hins vegar, að lýðræðislegir stjómar-
hættir þar geti smitað út frá sér og
hún virðist haldin grunsemdum um,
að Bretar ætli sér að tæma allar fjár-
hirslur nýlendunnar áður en þeir fara
þaðan og setja féð í flugvöllinn.
Embættismenn dæmdir í’yrir
svik og refsiverða vanrækslu
París. Reuter.
ÞRÍR fyrrverandi embættismenn í frönsku heilbrigðisþjónustunni
voru í gær dæmdir í fangelsi vegna þess að 1200 dreyrasjúklingum
var gefíð alnæmissmitað blóð. Fjórði embættismaðurinn var sýknað-
ur. Fómarlömb blóðgjafanna og fjölskyldur þeirra bmgðust ókvæða
við dómunum og töldu þá allt of væga.
Michel Garetta, fyrrum forstöðu-
maður franska blóðbankans, var
dæmdur í Ijögurra ára fangelsi, eða
hámarksrefsivist, fyrir sviksemi og
refsiverða vanrækslu vegna blóð-
gjafanna, en þær áttu sér stað fyr-
ir sjö árum.
Jean-Pierre Allain, fyrrum yfir-
maður blóðrannsókna við sömp
stofnun, var dæmdur í fjögurra ára
fangelsi — þar af tvö ár skilorðs-
bundið — fyrir sömu sakir og Gar-
etta.
Þeir voru báðir sakaðir um að
leyfa, að blóð, sem þeir'vissu að
var alnæmissmitað, væri notað til
blóðgjafa.
Jacques Roux, fyrrum yfirmaður
í heilbrigðiskerfinu, var dæmdur í
fjögurra ára skilorðsbundið fangelsi
fyrir refsiverða vanrækslu. Fjórði
embættismaðurinn, Robert Netter,
fyrrum forstöðumaður á rann-
sóknastofu heilbrigðisráðuneytis-
ins, var sýknaður.
Fómarlömb blóðgjafanna og fjöl-
skyldur þeirra gátu ekki tára bund-
ist, þegar komið var út úr réttar-
salnum og mikil reiði ríkti á meðal
þeirra. „Þetta er skammarlegt,
hreint hneyksli," sagði Joelle Bouc-
her, sem átti 17 ára gamlan son í
hópi hinna smituðu, „dómarnir eru
móðgun."
Yfir 250 dreyrasjúklingar hafa
látist í kjölfar blóðgjafanna og
læknar áætla að um 5000 til viðbót-
ar hafi smitast. Þetta er mesta
hneykslismál, sem komið hefur upp
S franska heilbrigðiskerfínu á seinni
árum og varð mikill álitshnekkir
fyrir ríkisstjóm sósíalista.
Joelle Boucher sagðist ætla að
áfrýja dómnum í von um að refsing-
ar sakbominganna yrðu hertar.
Edmond-Luc Henry, eitt af fóm-
ariömbunum sem fengu smitaða
blóðið, sagðist ætla að reyna að
áfrýja málinu, en mikilvægt væri,
að embættismennirnir hefðu verið
fundnir sekir. „En það kemur ekki
nógu skýrt fram í þessum dómi,
að um hafi verið að ræða glæpsam-
legt athæfi hjá sakbomingunum,
en ekki læknisfræðilegt slys eins
og veijendur þeirra héldu fram,“
sagði hann.
Varað við „þögulli gagnbyltingri“
Moskvu. Reuter.
ALEXANDER Jakolev, einn af
aðstoðarmönnum Míkhaíls Gorb-
atsjovs, fyrrum forseta Sovét-
ríkjanna, sagði í gær, að lýðræð-
inu í Rússlandi stafaði hætta af
„þögulli gagnbyltingu aftur-
haldssamra skriffinna“. Kenndi
hann því meðal annars um, að
fijálslynd öfl hefðu ekki samein-
ast í sérstökum stjórnmálaflokk-
um.
„Að undanskildu beinu valdaráni
stafar okkur mest hætta af þögulli
gagnbyltingu skriffinnanna," sagði
Jakolev í viðtali við dagblaðið Kom-
somolskaja Pravda. „Spillingin er
orðin ólýsanleg og því meiri sem
ofar er farið.“
Jakolev kvaðst styðja Jegor Gaid-
ar forsætisráðherra og ríkisstjórn
hans þótt honum fyndist fullgeyst
farið í efnahagsumbótunum og
sagði, að Gorbatsjov ætti ekki leng-
ur heima í rússneskum stjómmál-
um. Hvatti hann fijálslynd öfl til
að sameinast og vakti athygli á,
að ýmsir hópar kommúnista og
þjóðemissinna ætluðu að koma
saman til fundar í Moskvu í dag
og stofna það, sem þeir kölluðu
„Þjóðfrelsisfylkinguna". Þar yrði
andstaðan við Jeltsín efst á baugi
ásamt endurreisn Sovétríkjanna.
Staðhæft um mikil Sovéttengsl Kekkonens
Náði kjöri til for-
seta með tveggja
atkvæða mun
URHO Kekkonen, sem gegndi embætti Finnlandsforseta í 26 ár,
situr nú undir ásökunum um að hafa verið í mjög nánun tengslum
við sovésk stjórnvöld allan þann tíma. Hefur deildarstjóri í rússn-
eska utanríkisráðuneytinu lýst því yfir að rannsókn á skjölum
sovéska kommúnistaflokksins hafí leitt í ljós að Sovétmenn hafi
átt ríkan þátt í því að hann náði kjöri á sínum tima. Meðal ann-
ars hafi finnskir kommúnistar fengið skipun frá Moskvu um að
greiða Kekkonen atkvæði sitt.
Mjög naumt var á mununum í
forsetakosningunum sem fóru
fram þann 15. febrúar 1956 og
var kosningin einhvers sú tvísýn-
asta í sögu Finnlands. Munaði
einungis tveimur atkvæðum á
Kekkonen, sem þá var forsætis-
ráðherra, og Fagerholm, forseta
finnska þingsins. Þurfti þijár at-
kvæðagreiðslur áður en kjörfull-
trúamir þijú hundruð greiddu at-
kvæði á þann veg að einn maður
fékk hreinan meirihluta.
í frétt Morgunblaðsins af kosn-
ingaúrslitunum þann 16. febrúar
1956 segir m.a.: „Dr. Kekkonen
er skapfastur maður og stefnu-
fastur. Engu að síður hefur hann
oft og tíðum neyðst til að breyta
gegn vilja flokksbræðra sinna,
þegar erfitt hefur reynst að
mynda stjóm.
Margir íslendingar eru kunn-
ugir dr. Kekkonen og munu fagna
því að hann hefur nú valist til
forseta Finnlands. Meðal kunn-
ingja hans eru bæði stjómmála-
menn íslenskir og íþróttamenn en
íþróttamálefni hefur hann löngum
látið sig miklu skipta."
Í«T»»
ÍNORDVMlJÍXU
:NT»> — A
í Srz vw fc:»
I MO:e;»
Nú er stiindm
kfiRÚU
t-U ••- W»c:
t»M ili tfrMUiMvhutJÍ •'•»:<;
<•>■:«<■> H •.t.y.UnKt IitíW:
y.-.ýy.xf*;
j nKiiit. Þí ¥<: !•: • |
(»>•.»!*» tfr'Wi.i'.'.
tltitly.u■*!•<!! iw «x-r« <cri
lytic >«:».
fatfl IU ?fM *« fnt
iutíirtll:*»r.\< faovrrít
cl*»
»«!«: MmiHI’ MÁI.
SXMiUMMIÁMSIi
rt vmvx. tix
UíMtMlflXííiUBl
Neyðarástand í Evrápu
vegna kuldanna
Hún er
presfvígð
Wár skóvarhöggsmanus*
íns var kjörinn forscti
KKUlffdfW. Ifa —
tnwlMtMn ytwUnÁs.
<♦««: Im««•
Kf X* »•( rír.lxtr «*. frfr tnm Mor Utfriritu
jiícwfan* KMI »*•:<•* * *«
mJ'IP'Vich llKlfKMM fcliV. 15* HVc, .
■pit, 4tM tf -.r «. I ndcilftffalMt UfeMmftwiK
'i lfr ixWíií. (rrít.tu > >*•»
Wm »r*iiifr-.r.
b n/kKWSX « ■ W.M
frX’- i >■>!
}■■#*■ SStiUUJ*->
Öll stsnd að lokasi —
Fólk einonyrast þcs. ve.mw
J,-* íí N VCSOA tiírMuuft- r»*r a( vSUuk* linHiuiiii
L Evrópu tní«V:i. Tlljir »:h*»x !íá lili* ú v>ia.W«|
hvnjnw <-v' 0ol:*r Miafai V'-rr* ««» c::t*»sraíif. rnnUs-
hu*ir ajt tl cfeki U\M »3 ki-»K »:) þxirra ci>t*l>: (>•*»»
>fa>íl •>• r'til *A Ufrrgr* !>&-ir tkkaf. *•>»*♦ r.u
< >>::i. A faPlta l.fjíiSx (cik h«rj* knf.-ir mIiíck* ftWfa. V*
;r CC)ð»r*xU»ud ritj»ndi i Haih*rJ«.i.;:<K*»:.
‘ ItfKMUVh >:: ■>■•!«: «*»*•>•
I iifkre.:r f faf-p
hÁawiinaM. ««:» •>:«• kS
j.<: 4« *.•'» i,i». i:V i.virr* *r ITAUa <X> ÞUVKfWMfa
V.I : ntHffrfrtfr •«<: VkMt c: x!í <*á> frf
»• fccUA : Ví»lv:l-a4i*:i:»«a <* <í:m\MAÍ. Kfrrfr
VfxÍE»x4:i>:. «« >»' Mvi *< <•:>: ofrMUT<« c«
*>:'.*>:•> •<:><«: \í •»:>■» ;!fc> fc*fsJ»rí>h»-'
V::p::»*ó- Sx.-r.xcv> <•>': : lylgj: •,!< <'.>.< rfl lly>>< vietít
• ■' Uoj-.-iCw sefa:.'.
Heperkumn
ail bíEalsf|iiis
18. þing BúnaðarféJags
ísJands sett í gær
Æ,1 v*? : C.cc'iif'i'picfHÍoldt.u Mc I >v'.yki>vA
jfotU6x<ía::f >■»:>»:''•:: :/.** hkuvM.
fjgttífrtu:. k-iii :ý.".<■*. ..£ tyovt. {AwfHÍttrítfa. *<’■• <■( :
(UcVVlfaxa. vk;>.:••>:(.> ::: >>::.'
}:'4K,;>:::(tv*>'.:i'. '•<••» mttt'ý.t. cn <■>-■> w ui4úc.
MIK.IV j (::'•«< cwift o'&v.C:
SU4 nA\ ti>» r*t- kv: ■ W Hxr.n ■<,-•3 o:ol :»>:<
Karni cr
hinn sSerki
____________ . slésll
Soídóoinn aí
Marokkó í Patí* sæ’SjSSí.*
_ »*‘l* *-t( * »«'CfaSt !:i o» 4U