Morgunblaðið - 24.10.1992, Síða 25

Morgunblaðið - 24.10.1992, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1992 25 Morgunblaðið/Anna Bjarnadóttir Við strætísvagn svissneska baráttuhópsins „Konur með EES“. Vreni Spörri, sú stutthærða til vinstri, þingmaður Frjálslynda flokksins (FDP), hefur aldrei upplifað eins fjölmenna kosninga- fundi og þessa dagana. „Og flestír virðast vera á mótí.“ Sviss Konur boða ágæti EES í tveggja hæða strætisvagni ZUrich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. SKRIÐUR er kominn á kosningabaráttuna fyrir þjóðaratkvæða- greiðsluna í Sviss 6. desember um aðild ríkisins að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Meirihluti þjóðarinnar er enn á móti aðild samkvæmt skoðanakönnunum en stuðnings- menn samningsins reyna nú í auknum mæli að koma boðskap sínum á framfæri og sannfæra þjóðina um ágæti hans. „Konur með EES“ er meðal baráttuhópa sem berjast fyrir aðild. Yfir 300 konur úr stjórn- mála- og viðskiptalífinu standa að honum og takmark þeirra er að upplýsa konur gagngert um kosti EES. „Umræðunni um EES hefur ekki verið beint til kvenna fram að þessu og flestar þeirra sem hafa látið frá sér heyra eru á móti aðild,“ sagði Gabriela Winkler, framkvæmdastjóri hópsins. „Við viljum breyta því.“ Hópurinn hefur tekið gulan og grænan tveggja hæða strætis- vagn á leigu í því skyni og fer á milli staða til að boða erindið. Vagninn og Winkler vöktu reynd- ar litla athygli þegar hún dreifði áróðurspésum tii kvenna fyrir utan verslunarmiðstöð í bænum Búlach í kantónunni Zúrich í vik- unni en hún kenndi gráu og köldu haustveðrinu um. Hún sagði að konur á öðrum stöðum hefðu sýnt málefninu meiri áhuga og Vreni Spörri, þingmaður Fijáls- lynda flokksins (FDP), sagðist aldrei hafa upplifað eins vel sótta kosningafundi og þessa dagana. „Það mæta mörg hundruð manns, það er troðfullt út úr dyrum,“ sagði hún. ,,Og flestir virðast vera á móti. Eg er spurð í þaula en andstæðingar mínir þurfa ekki að svara fyrir sig.“ Hún var svartsýn á úrslitin. „Þessi barátta er langt frá því að vera unnin. Ég vona bara að úrslitin verði afgerandi. Það get- ur dregið dilk á eftir sér ef þjóð- in samþykkir aðild með 51% at- kvæða gegn 49% en meirihluti kantónanna samþykkir hana ekki. Tillagan væri þá fallin og nokkrar sálir í Uri og Appenzell hefðu gert útslagið um afstöðu Sviss til EES.“ Kantónumar era 26. Meiri- hluti kjósenda í meirihluta þeirra verður að samþykkja tillögur í þjóðaratkvæðagreiðslum svo að þær verði að lögum. 19 kantón- anna era þýskumælandi og 72% þjóðarinnar búa í þýska hlutan- um. Meirihluti íbúa kantónanna 6 í frönskumælandi Sviss og ít- ölsku kantónunnar er hlynntur aðild að EES. En meirihluti íbúa þýskumælandi Sviss er á móti og íbúar nokkurra fjallakantóna þar era heimsþekktir íhalds- menn. Andúð á Þjóðverjum og „karlahugsunarhætti" Skoðanamunur er ekki aðeins skýr á milli tungumálahópa held- ur einnig aldurshópa. Eldra fólk er mun neikvæðara í garð EES og Evrópubandalagsins (EB) yf- irleitt en yngra fólk. Winkler sagði að eldri konur minntu oft á að þeirra kynslóð hefði staðið vörð um Sviss í stríðinu og hún hefði ekki gert það til að gefa upp frelsi þjóðarinnar nú. „Andúð á Þýskalandi ræður afstöðu margra. Kohl kanslari og Þjóð- veijar eru taldir ráða öllu í EB og fólk vill ekki auka áhrif þeirra hér.“ Yngri konur gagnrýna EES helst fyrir að vilja stuðla að aukn- um viðskiptum og hagvexti. Þær era á móti slíkum „karla“hugsun- arhætti og telja Sviss vel geta komist af án aukins hagvaxtar. Konurnar í strætisvagninum benda konum á að EES er líka ágætur samningur fyrir þær sem konur. Hann stuðli að auknu jafnrétti, geri þeim kleift að starfa í öðram EES-ríkjum, hafí væntanlega lægra verð og betri vöramerkingar í för með sér og ryðji veginn fýrir auknum tengsl- um komandi kynslóða í Evrópu. Þær segja að EES muni ekki hafa útlendingastraum, aukið atvinnuleysi eða lægri laun í för með sér, eins og andstæðingar EES fullyrða, heldur muni efna- hagslífið dafna og hlutfall útlend- inga sem falla illa inn í Sviss- neskt munstur, eins og Tyrkir og Júgóslavar, muni minnka. Spörri vonar að barátta kvenna með EES og annarra sem beijast fyrir aðild Sviss að samn- ingnum beri tilætlaðan árangur. „Tilfinningar ráða enn fyrst og fremst afstöðu fólks,“ sagði hún. „Við verðum að upplýsa það um ágæti samningsins. Það verður að átta sig á að Sviss mun ein- angrast og dragast aftur úr öðr- um Evrópuþjóðum ef við verðum ekki aðilar að EES.“ Snörp sókn Perots veldur usla Boston. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morgunblaðsins. AUÐKÝFINGURINN Ross Perot getur ekki unnið forsetakosning- arnar, en hann virðist ætla að velgja andstæðingum sínum und- ir uggum. Fylgi hans er nú 17-19 prósent samkvæmt skoðana- könnunum, sem birtar voru í fyrradag. Enn sem komið er virð- ist Perot aðallega sækja fylgi sitt tíl kjósenda, sem áður voru óákveðnir, en viðbrögð í kosn- ingaherbúðum George Bush Bandaríkjaforseta og Bills Clint- ons ríkisstjóra bera því vitni að menn óttíst að það gætí breyst. Tvær þessara skoðanakannana - gerðar af sjónvarpsstöðvunum ABC og CNN - sýna að Bush hafí held- ur dregið á Bill Clinton, ríkisstjóra Arkansas, og nú muni aðeins 11 til 12 prósentum á þeim. í báðum þessum könnunum var fylgi Perots 17 prósent. Þriðja skoðanakönnunin var gerð fyrir sjónvarpsstöðina NBC og dagblaðið The Wall Street Journal. Þar styðja 47 prósent Clinton, 28 prósent Bush og 19 prósent Perot. Þar munar 19 pró- sentum á Clinton og Bush, en að- eins 9 prósentum á Bush og Perot. Bush hefur látið sem hann tæki óháð framboð Perots ekki alvarlega en í fyrradag sneri hann við blað- inu. „Hann getur ómögulega unnið og ég held að hann viti það,“ sagði Bush í New Jersey. „Atkvæði til hans er kastað á glæ.“ Perot, sem háð hefur kosninga- baráttu sína í sjónvarpi, en lítið sem ekkert sést meðal almennings, svar- aði fyrir sig í sjónvarpsauglýsingu í gærkvöldi: „Þið sóið atkvæði ykk- ar, nema þið látið sannfæringu ykk- ar ráða.“ ú#- tojeítinni 'WV- 1 M >- TVÆR FRUMSÝNIN GAR Á LITLA SVIÐINU LEIKFÉLAG REYKJAVIKUR BORGARLEIKHÚSIÐ SÍMI 680680 Leikstjóri: Kjartan Ragnarsson Leikmynd: Axel Hallkell Jóhannesson Búningar: Stefanía Adolfsdóttir Lýsing: Ögmundur Jóhannesson Tónlist: Egill Ólafsson Leikarar: Ari Matthíasson, Egill Ólafsson, Erla Ruth Harðardóttir, Guðmundur Ólafsson, Guðrún S. Gísladóttir, Helga Braga Jónsdóttir, Pétur Einarsson, Sigrún Edda Björnsdóttir, Theodór Júlíusson, Þröstur Leó Gunnarsson. Platanov: Frumsýning lau. 24. okt. kl. 17.00. Uppselt Vanja frændi: Frumsýning lau. 24. okt. kl. 20.30. Uppselt Þýðing á Platanov: Árni Bergmann Leikgerð af Platanov: Pétur Einarsson Pýðing á Vanja frænda: Ingibjörg Haraldsdóttir Þér bjóðast varla betri bílar á betra verði Við eigum örfáa Ford Escort og Ford Orion l .6 CLX eftir og bjóðum þá á hreint ótrúlegu verði, aðeins 998.000 krónur. Pessir þýsku gæðagripir eru í sérflokki hvað varðar endursölu, gæði, endingu, snerpu, kraft og sparneytni. Tryggðu þér Ford Escort eða Ford Orion á þessu frábæra verði. Að auki bjóðum við sérlega hagstæða greiðsluskilmála. Ryðvöm og skráning er innifalin í verðinu. Hefur þú ekið Ford.....nýlega? G/obusp -heiinur gœdu! Lágmúla 5, sími 91- 68 15 55

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.