Morgunblaðið - 24.10.1992, Side 31

Morgunblaðið - 24.10.1992, Side 31
<?pof t0 fltJO/aflAW* i O’O' TpMTtoíior^ MORGUNBLAÐIÐ LAUGÁRDAGUR 24. OKTÓBER 1992 3t Kári selur kjötið á sunnudag KÁRI í Garði hefur nú látið slátra og vinna um tvö tonn til viðbótar af frjálsa lambakjötinu sínu og verða þessar nýju birgðir til sölu í Kolaportinu á sunnudaginn. Um síðustu helgi seldist eitt og hálft tonn upp á fjórum klukkutimum og fengu færri en vildu. Um helgina verða um 260 selj- endur í Kolaportinu og vöruúrvalið með besta móti að sögn aðstand- enda markaðstorgsins. Aðsókn gesta sem og sala í Kolaportinu hefur aukist verulega í haust miðað við sama tíma í fyrra og má nefna að í haust þurfti að byija á sunnu- dagsopnun mánuði fyrr en í fyrra til að mæta eftirspurn eftir sölu- plássi og nú eru sölubásar að verða upppantaðir til jóla. ----♦ ♦ ♦-- Blóð, sviti ogtár álslandi HLJÓMSVEITIN Blood, Sweat and Tears mun halda tónleika á Hótel fslandi fimmtudaignn 5. Morgunblaðið/Emilía Birna Björnsdóttir verslunareigandi í Breiðholtsblómum ásamt Svanhildi Erlingsdóttur starfs- stúlku I nýju versluninni. Breiðholtsblóm flytur í nýtt húsnæði Blómaverslunin Breiðholtsblóm flutti nýlega í nýtt húsnæði. Verslunin flutti ekki langt held- ur frá Álfabakka 12 í Álfabakka 14 í talsvert stærra húsnæði. Breiðholtsblóm er tíu ára um þessar mundir og hefur verið í eigu Bimu Bjömsdóttur í rúm átta ár. Verslunin býður upp á alhliða þjónustu í blóma- skreytingum auk þess sem þar em á boðstólum mikið úrval af afskomum blómum, pottaplöntum og gjafavörum. Verslunin er opin til kl. 21 öll kvöld. nóvember. H\jómsveitina skipa niu manns en forsprakki hennar, söngvari og lagahöfundur er David Clayton-Thomas. Fyrsta breiðskífa sveitarinnar seldist í tíu milljónum eintaka. Af henni komu líka þrír gullsmellir, fyrir lögin Spinning Wheel, You’ve Made Me So Very Happy og When I Die. Næst komu fimm gullbreið- skífur. David Clayton-Thomas hefur gefið út sólóplötu og setið við laga- smíðar í nokkur ár. „Jazzinn hefur haft sterk áhrif á okkur og oft sköp- um við tónlist af fingrum fram. Stundum notum við efni frá snill- ingum á borð við Chick Corea, Herbie Hancock og Sonny Rollings, auk þess að spila fmmsamin lög eftir ýmsa meðlimi sveitarinnar sem allir em mjög hæfir tónlitarmenn," segir Clayton-Thomas. Stórsveitin Júpíters kemur fram á undan Blood, Sweat and Tears. Forsala aðgöngumiða er hafin á Hótel íslandi. (Úr fréttatilkynningn) Vetrardagskrá í félags- og tómstundastarfí aldraðra hjá Reylqavíkiirborg Tvær nýjar félagsmið- stöðvar og eitt þjónustusel VETRARDAGSKRÁ í félags- og tómstundastarfi aldraðra hjá Reykjavíkurborg er nú hafin á öllum félagsmiðstöðvum í höfuð- borginni. I vetur bætast við tvær nýjar félagsmiðstöðvar og eitt þjónustusel. í haust tók til starfa ný félagsmiðstöð við Hraunbæ 105 og nú í október önnur fé- lagsmiðstöð við Hæðargarð 31. í sumar var einnig opnað nýtt þjónustusel við Sléttuveg 11-13, sem er útibú frá félags- og þjón- ustumiðstöðinni við Hvassaleiti. Á undanfömum ámm hefur íjöl- breytni í félagsstarfi aukist til Námskeið um húsasótt HANDMENNTASKÓLI íslands hefur hafið nýtt námskeið um húsasótt sem orðið hefur á síðari árum þekkt fyrirbæri. Það hefur verið kallað húsasótt á íslensku, en á ensku kallast það „Sick Buildin Syndrome, SBS“. Þetta felst í þvi að æ fleira fólk finnur fyrir óþægindum og óþoli í húsnæði sem það dvelst langdvölum í, en líður vel í öðru húsnæði. í verstu tilfellum em þessi inn- byggðu áhrif á dvalarstaðnum talin geta valdið illkynjuðum sjúkdómum. Almenningur hefur lítið verið frædd- ur um þessi mál, nema helst í gegn- um blað Heilsuhringsins í Hollefni og heilsurækt. Námskeið Handmenntaskólans er bréfanám. Þar em tekin fyrir 16 atriði sem tengjast húsasótt. Þá er kennd meðferð teina en með þeim er unnt að kanna lauslega jarðseg- ulfrávik innanhúss. Kennarar em Einar Þ. Ásgeirsson, sem hefur kynnt þessi mál hérlendis síðan 1981, og Brynjólfur Snorrason, sem unnið hefur mikið starf á sviði lágt- íðni rafsviða og á athugunum á jarðámm. Fyrirlestur um skipaferðir DR. WLADISLAW Filipowiak, fornleifafræðingur og forstöðu- maður Þjóðmirýasafnsins í Stett- ín i PóUandi, flytur opinberan fyrirlestur á vegum heimspeki- deUdar Háskóla íslands mánu- daginn 26. október 1992 kl. 17.15 í stofu 101 í Odda. Fyrirlesturinn nefnist Schiffbau und Seeschiffahrt in der Odermund- ung im 7.-12. Jahrhundert og fjall- ar um skipasmíðar og skipaferðir við mynni Oder-fljóts á fyrri hluta miðalda. muna og nýjum félagsmiðstöðvum íjölgað. Reykjavíkurborg rekur nú félagsstarf á 13 stöðum í borginni og er öldraðum boðið upp á fjöl- breytt námskeið og margvíslega þjónustu. Nægir að nefna handa- vinnu af ýimsu tagi, smíðar, bók- band, dans, leiklist, myndlist, kór- starfsemi, leirkerasmíði, íþróttir, Myndin Kona með páfagauksýnd í bíósal MÍR Kvimyndasýning verður í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, nk. sunnudag, 25. október, kl. 16. Sýnd verður kvikmyndin Kona með páfagauk sem gerð var í Dovtsjenko-kvik- myndaverinu í Kænugarði, höfuð- borg Úkraínu, fyrir nokkmm ámm. Leikstjóri er Andrej Pratsjenko. Skýringar með myndinni em fluttar á ensku. Aðgangur er öllum heim- ill og ókeypis. spilamennsku, körfugerð og enskukennslu. Þá er einnig unnt að fá þjónustu eins og hárgreiðsiu, andlitssnyrtingu, fótsnyrtingu og böðum á flestum félagsmiðstöðv- unum. Öldmnarþjónustudeild Félags- málastofnunar gefur út fréttabréf um málefni aldraðra, sem sent er öllum Reykvíkingum, 67 ára og eldri, ijómm sinnum á ári. Þriðja tölublað 7. árgangs hefur nú verið sent til aldraðra og segir þar frá öllum félagsmiðstöðvunum í höfuðborginni, rifjaðar em upp minningar frá liðnu sumri í máli og myndum, ljóð birt eftir þátttak- endur í félagsstarfinu og minnir á rannsóknarverkefni norrænu ráð- herranefndarinnar um aldraðar konur á Norðurlöndum, sem Sig- ríður Jónsdóttir, félagsfræðingur kynnti á liðnu sumri. Allir Reykvíkingar, 67 ára og eldri, em velkomnir í félags- og tómstundastarf hjá Reykjavíkur- borg, hvar sem er í borginni. (Fréttatilkynning) Sýningin Jómsvíkingar SÝNINGIN Jómsvíkingar verður opnuð í dag, laugardaginn 24. októ- ber, í Þjóðmipjasafni íslands. Sýning þessi kemur frá Þjóðmiqjasafn- inu i Szczecin í Póllandi. Á henni getur að líta fjölda gripa sem grafnir hafa verið upp á síðustu fjörtíu ára tímabili i bænum Wolín, sem stendur við mynni Oderfþ'óts. Dr. Filipowiak er kominn hingað til lands í tilefni pólsku sýningarinn- ar Jómsvíkingar, sem opnuð verður 24. október í Þjóðminjasafni ís- lands. Fjallar sýningin um fomleifa- rannsóknir í Wolin, sem hafa staðið í §ömtíu ár, en þar hafa komið í ljós leifar þéttrar byggðar frá mið- öldum. Margir fræðimenn em þeirr- ar skoðunar að um sé að ræða leif- ar hinnar fomu Jómsborgar sem getið er í Jómsvíkingasögu. Fyrirlesturihn verður fluttur á þýsku og er öllum opinn. í Wolín em leifar verslunarborg- ar sem staðið hefur frá 7. öld og fram eftir miðöldum. Munirnir em af ýmsu tagi. Mikið er af hversdags- munum og minjum um handiðnir. Þá er þar að finna kvenskart og gripi víðs vegar að eins og vænta má því að til Wolínar hafa menn komið víðsvegar að í verslunarer- indum. Sumir gripanna bera norræn einkenni, slavnesk og baltnesk enn aðrir keltnesk og sumir em austan úr Asíu. Á sýningunni em átta lík- ön af húsum og virkisveggjum auk korta og ljósmynda. Virkinu Jómsborg er Iýst í Jóms- víkingasögu og víðar getið í fomrit- um. Staðsetning þess er þó ekki tilgreind nákvæmar en að það væri við sunnanvert Eystrasalt. Líkur benda nú til að virkið hafí einmitt staðið við Wolín sem um árið 1000 var mesta verslunarborg á þeim slóðum. Sýning þessi var hönnuð á safii- inu Szczecin og hefur verið sýnd á nokkmm stöðum í Danmörku og í Svíþjóð. Hún ber pólskum safn- mönnum gott vitni þar sem einkar vel er vandað til alls frágangs henn- ar. Hér em einmitt staddir tveir þeirra. Annar þeirra er dr. Wlad- Kirkjudag- ur Bessa- staðasóknar HINN árlegi kirkjudagur f* Bessastaðasókn er á sunnudag- inn kemur, hinn 25. október, og hefst hann með Guðsþjónustu í Bessastaðakirkju kl. 14. Séra Bragi Friðriksson sóknarprestur þjónar fyrir altari. Álftaneskórinn ásamt kammer- sveit flytja Missa Brevls, K.V. 220 eftir Mozart. Stómandi er John Speight og konsertmeistari er Sean Bradley. Flytjendur verða Þómnn Guðmundsdóttir sópran, Hrafnhild- ur Guðmundsdóttir alt, Guðlaugur Viktorsson tenór og Tómas Tómas- • son bassi. Organisti er Þorvaldur Bjömsson. Róbert Amfinnsson leikari les ljóð. Heiðursgestir safnaðarins em fermingarböm í Bessastaðakirkju árið 1942. Kvenfélag Bessastaða- hrepps verður með sína árlegu kaffísölu til styrktar Líknarsjóðnum að lokinni guðsþjónustu. Kaffisalan verður í hátíðarsal fþróttahússins og vill sóknamefnd hvetja alla hreppsbúa til að sýna nú viljann í verki og styrkja Líknarsjóðinn með því að koma í kaffi. -----♦ ♦ » Norræna húsið Dönsk barna- kvikmynd DANSKA myndin „Hojda fra Pjort“ sem gerð er eftir sögu Ole Lund Kirkegaard verður sýnd sunnudaginn 25. október kl. 14 í Norræna húsinu. í þessari mynd kynnumst við Hojda sem býr í framandi landi og ferðast um á fljúgandi tepþi, teppi sem margir fullorðnir reyna að komast yfír. Hann og vinkona hans Smaragd lenda í ýmsum ævintýmm á leiðinni um lofdn blá. Eins og í öllum spennandi ævintýram er hér um baráttu góðs og ills að ræða. Myndin er ætluð eldri bömum og er hún um 76 mín. löng með dönsku tali. Allir em velkomnir og er aðgangur ókeypis. -----»-»-4---- Gönguferð um Hafnarfjörð á sunnudag SKÁTAFÉLAGIÐ Hraunbúar í Hafnarfirði hafa staðið fyrir stuttum gönguferðum fyrir al- menning um Hafnarfjörð síðasta sunnudag í hverjum mánuði. 7. Hafnaríjarðargangan verður nú á sunnudaginn 25. október. Lagt verður af stað kl. 14 frá Hafnar- borg og að þessu sinni verður geng- ið upp með læknum undir forystu formanns bæjarráðs, Ingvars Vikt- orssonar, og Magnúsar Más Júlíus- sonar kennara. Gangan hentar öll- um, ungum sem öldnum, og mun taka um IV2 klst. opnai' í dag’ islaw Filipowiak, fomleifafræðing- ur, sem hefur í fjöratíu ár unnið við rannsóknir í Wolín jafnframt því sem hann er forstöðumaður safnsins í Szczecin. Dr. Filipowiak flytur tvo fyrirlestra hér á landi. Þaann fyrri Á sunnudaginn kemur kl 17 í Þjóðminjasafni íslands og nefnir hann fyrirlesturinn: Wolín - Jómsborg í ljósi fomleifarannsókna og þann síðari flytur hann í boði Heimspekideildar Háskóla íslands mánudaginn 26. október kl. 17.15 í stofu 101 í Odda. Sá fyrirlestur nefnist: Skipasmíði og siglingar við mynni Oder á 7.-12. öld. Sýningin verður opin á þriðjudög- um, fímmtudögum, laugardögum og sunnudögum kl. 12-16. Hún stendur til 13. desember. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.