Morgunblaðið - 24.10.1992, Page 33
seei flaaóTao .t»s HUDAQaAOUAJ gigA,iavnjpflOM
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1992
Minning
Hjörleifur Vilhjálms-
son bóndi, Tungufelli
Þegar ég frétti að Hjörleifur Vil-
hjálmsson væri látinn kom það mjög
á óvart. Þótt hann væri kominn á
níræðisaldur var heilsa hans svo
góð og lífsáhugi slíkur að engum
gat dottið annað í hug en hann
ætti enn eftir mörg ár ólifuð. En
enginn má sköpum renna og flest-
um mun þykja það álqósanleg leið
úr þessum heimi að fara svo skjótt
og átakalítið sem hann gerði og
halda öllu sínu fr£un undir síðasta
dag.
Hjörleifur fæddist 22. janúar
1909 á Tungufelli í Lundarreykja-
dal. Foreldrar hans voru Vilhjálmur
Hannesson bóndi á Tungufelli og
kona hans Guðrún Guðnadóttir. Þau
voru bæði ættuð úr Reykholtsdal.
Hjörleifur var yngstur 6 systkina,
sem voru Hjörtur, Guðni, Hannes,
Þorsteinn og Kristín. Sambýliskona
hans var Olga Þorbjörg Júlíusdóttir
frá Karlsstöðum í Auðkúluhreppi
og áttu þau þijú böm, Júlíus, Kol-
brúnu og Vilhjálm. Hjörleifur naut
skammrar skólagöngu eins og títt
var um þeirrar tíðar alþýðumenn.
Hann var háifan vetur í Héraðsskól-
anum á Reykholti og hefði vel get-
að hugsað sér þar lengri dvöl en
iífíð kallaði hann annað.
Hjörleifur bjó alla tíð á Tungu-
felli. Sinnti hann þar búskap, fyrst
í samstarfi við föður sinn, en síðar
á eigin vegum. Hann starfaði einn-
ig um árabil við vegavinnu og var
þar verkstjöri. Hjörleifur var orðinn
aldraður maður þegar ég kynntist
honum, en atvikin höguðu því svo
tii að þau kynni urðu býsna náin
og mun ég jafnan minnast hans
með hlýju. Hann var mjög myndar-
legur maður, grannvaxinn og bein-
vaxinn, dökkur á brún og brá, aug-
un snör og dökk. Atgervismaður í
íþróttum var hann á yngri árum
og keppti í hlaupum heima í héraði
og í Reykjavík. Það var yfír honum
suðrænt yfirbragð og giiti það einn-
ig um lundarfarið. Hann gat verið
snöggur upp á lagið, en fljótur til
sátta ef eitthvað bar á milli, glað-
sinna og naut þess að spjalla og
hlæja í góðum hópi. Hann var laus
við hnýsni og illkvittni í garð náung-
ans, raungóður og kom manni oft
á óvart með kurteisi sinni og nær-
gætni. í andanum var hann sjálf-
stæður eins og margir þeir, sem
ala aldur sinn við víðáttu íslenskra
heiða og í félagsskap við sauðkind-
ina umdeildu. Hann var sannur
bóndi af gamla skólanum. Reglu-
gerðir, vísitölur og nefndarstörf
höfðu ákafiega lítið aðdráttarafl
fyrir Hjörleif Vilhjálmsson og lái
honum hver sem vill. Má vera að
hann af þeim sökum hafí fallið ekki
alls kostar vel að hinum sovésku
búskaparháttum nútímans. Hins
vegar hafði hann gaman af skepn-
um.
Ef frá er talin ást hans á bömum
sínum og vandamönnum áttu hestar
hug hans allan, og lét hann sér
annt um ræktun hrossa sinna aila
ævi. Hann gat rakið ættir Tungu-
fellshrossa til síðustu aldamóta og
var minni hans með ólíkindum í
þessu efni. Margir hafa eignast
góðan gæðing frá Tungufelli og enn
eru víða um land góð hross þaðan
komin. Hross Hjörleifs voru sérstök
fyrir það hve mörg þeirra voru rauð-
skjótt og gaf það hjörðinni svolítið
ævintýralegan blæ, sem átti ekki
illa við eigandann. Neitaði hann því
þó jafnan að honum væri skjótt
hross þóknanlegri en önnur, en það
sagði nú séra Guðmundur einnig
um Séraguðmundarkynið. Þa*y-'
hross sem Hjörleifur mat öðrum
meira var meri ein vestan úr Dölum
er Drusla nefndist og Hjörleifur
sýndi sem ungur maður á Þingvalla-
móti. Taldi hann að flest það besta
í sínum hrossum mætti rekja til
merar þessarar. Margt skemmtilegt
spjall áttum við Hjörleifur um þessi
efhi og varð sú efnisskrá seint
tæmd. Ef til er annað líf á ég þá
ósk besta að Hjörleifur megi eyða
því í félagsskap slrjóttra gæðinga
og glaðværra hestamanna. Öllum
aðstandendum Hjörleifs votta ég. ,
mína dýpstu samúð.
Finnur Torfí Stefánsson,
Tungufelli.
GOODpYEAR
VETRARHJÓLBARÐAR
FLAGGSKIPIÐ
okkar fæst t helstu bóka- og tölvuverslunum. En ef
þú vilt fá virkilega góð kjör er lausnin
TAI\/IIBC>KA
IVLVUKLUBBURINN
Við bjóðum 20% afslátt frá búðarverði og förum ekki í taugarnar á þér, því þú
þarft aldrei að afpanta. Engar kvaðir. Aðeins gott verð og gæði. Sem dæmi má
nefna að bók mánaðarins, hin 200 bls. bók um Word 2.0Jcostar 2.490 í verslun
en 1.992 í klúbbnum, sem er 808 kr. lægra en sú dýrasta á markaðinum.
Væntanlegar eru bækur um WordPerfect fyrir Windows og Excel.
Hringdu núna (já, þótt það sé laugardagur). Þú heíúr engu að tapa:
Bókaúlgáfan Q ^
u~3aldamot 3 I
65 08 44
1h~
G O ODýYEAR
60 ÁR Á ÍSLANDI
UMBOÐSMENN UM LAND ALLT
m
HEKLA
F0SSHÁLSI 27
SÍMI 695560 674363
sma
FÉLAGSLÍF
Frá Sálarrannsóknafélagi
íslands
Opið hús verður haldið fyrir fé-
lagsmenn í húsi Sálarrann-
sóknafélags fslands I Garða-
stræti 8, laugardaginn 24. októ-
ber og laugardaginn 31. októ-
ber, kl. 14.00-16.00.
Þriggja kvölda slökunar-, hug-
leiðslu- og fræðslunámskeið
Önnu Herskind hefst þriöjudag-
inn 27. október nk. kl. 19.30.
Bókanir eru hafnar í slmum skrif-
stofunnar, 18130 og 618130.
Stjórnin.
Hvítasunnukirkjan
Fíladelfía
Bænasamkoma í kvöld kl. 20.30.
Allir hjartanlega velkomnir.
Dagskrá vikunnar
framundan:
Sunnudagur:
Almenn samkoma kl. 16.30.
Ræðumaður Hafliði Kristinsson.
Sunnudagaskóli á sama tíma.
Miðvikudagur:
Biblíulestur kl. 20.30.
Föstudagur:
Unglingasamkoma kl. 20.30.
Laugardagur:
Bænasamkoma kl. 20.30.
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
MÖRKINNI 6 • SÍMI 68253?
Sunnudagsferðir
25. október kl. 13
Vetri heilsað í Ferðafélagsferðum.
1. Vffilsfell (655 m.y.s.). Fjall-
ganga á eitt af bestu útsýnisfjöll-
um Suðvestanlands.
2. Eldborgir-Jósepsdalur. Auð-
veld ganga austan Bláfjalla og
um Ólafsskarð I Jósepsdal. Verð
1.200,- kr. Með afmælisafslætti
til félagsmanna, kr. 1.000,-.
(F.í. 65 ára 27. nóv.).
Brottför frá BSl, austanmegin
(stansað við hús Ferðafélagsins
í Mörkinnl 6). Gönguferð er góö
íþrótt.
Gerist félagar ( Ferðafélaginu.
Næsta myndakvöld verður í
Sóknarsalnum miðvikudags-
kvöldið 4. nóvember.
Ferðafélag íslands.
Frá Guöspeki-
félaginu
Ingótfmatrati 22.
Aakrtftaraiml
Qanglara ar
39573.
I dag kl. 15 til 18 e.h. veröur
opið hús með kaffi og kökum
fyrir félagsmenn og velunnara í
tilefni af endurbótum efri hæðar
húss félagsins í Ingólfsstræti 22.
Skyggnilýsingafundur
Þórhallur Guðmundsson, miðill,
heldur skyggnilýsingafund þriðju-
daginn 27. október i Akógessaln-
um, Sigtúni 3, kl. 20.30.
Húsið verður opnað kl. 19.30.
* VEGURINN
v Krístiö samfélag
Smiðjuvegi 5, Kópavogi
Lofgjörðarnámskeið með Tom
Inglis frá Suður-Afríku hefst kl.
10.00. Allir eru hvattir til að
mæta og vera með á þessu ein-
staka námskeiði. Kennt verður
til kl. 18.00 en þó með hlóum.
Samkoma kl. 21.00 þar sem
Tom Inglis þjónar.
Allir velkomnir.
UTIVIST
Hallveigarstig 1 «simi 614330
Dagsferð sunnud. 25. okt.
Kl. 10.30 Fjörugangan 5. áfangi.
Gengið verður af Stapanum,
fjaran I Vogavíkinni skoðuð, síð-
an gengið að Kálfatjörn. Rúta
fylgir hópnum allan timann.
Verð kr. 1.400/1.300.
Heilsið vetri í ferð með
Útivist.