Morgunblaðið - 24.10.1992, Page 35

Morgunblaðið - 24.10.1992, Page 35
sambandi að hross á íslandi fái mjög misjafnt uppeldi. En voru danir sammála um að hætta að nota BLUP-ið og verður Asser nú fyrir svörum. „Sumir voru auðvitað mjög áhugasamir um BLUP-ið en við vitum að það eru margir sem rækta við skrifborðið. Þá á ég við að menn taka ákvarðanir nær eingöngu út frá ættartölum, einkunnum eða kynbótamati og taldi þetta fólk að við gerðum best í því að nota BLUP- ið á einhvem hátt. Þetta var rætt mikið og niðurstaðan varð sú að við ákváðum að nota það ekki um sinn en ég veit að við verðum að halla okkur að því þegar fram líða stundir og sér í lagi ef íslendingar halda áfram að nota það.“ Umræðan opnari á íslandi Rolf telur íslendinga miklu opn- ari í umræðunni um kosti og galla einstakra kynbótahrossa. „Danir em viðkvæmari fyrir gagnrýni á hestana sína. Þorkell Bjamason er ekkert að skafa utan af því þegar hann jafnvel segir um hesta sem fengið hafa 1. verðlaun að þeir séu ekki æskilegir í ræktun. Ef einhver ætlar að kveða upp slíka dóma hér í Danmörku á sá sami á hættu að móðga eiganda eða aðdáendur hestsins sem um ræðir og þetta geta verið góðir vinir hans en verða það tæplega á eftir,“ segir Rolf og Asser nefnir að reiðmenn á íslandi séu einnig miklu opinskárri um hrossin sem þeir era að þjálfa og sýna. „Við gagnrýnum aldrei ann- arra hross opinberlega, en að sjálf- sögðu höfum við skoðanir á einstök- um gripum og ræðum það í þröng- um hóp,“ segir Asser. Sami fótabúnaður á kyn- bóta- og keppnishross Þessu næst berst talið að háu tölunum í Þýskalandi og era þeir feðgar sammála um að Þjóðverjar gefi hærri einkunnir en Danir. Ass- er telur þó að Þjóðveijar geri góðan greinarmun á góðu og lélegu hross- unum og Rolf bendir á að reglur um fótabúnað kynbótahrossa í Þýskalandi séu eftir því sem hann viti best mjög fijálslegar og það eitt geti skekkt rétta mynd af hross- inu. Of háar tölur á HM Þá vora þeir feðgar spurðir hvort þeir væru ánægðir með kynbóta- dómana á síðasta heimsmeistara- móti og er Asser fljótur til svars: „Nei og aftur nei,“ segir hann, „eitt stórt nei, einkunnimar voru aíltof háar og nú er ég kominn í vand- ræði,“ segir Asser, því hæst dæmdi hesturinn á mótinu var frá Dan- mörku. „Þessi hestur fékk þrisvar dóm hér í Danmörku og var alltaf undir 8 fyrir hæfíleika en þama fékk hann 8,43. Þama á mótinu kom líka vel í ljós að Svíar og tjóð- veijar eiga samleið með háu tölum- ar. Enginn dómari frá íslandi var 5 dómnefndinni en ég tel að það hefði verið mjög til bóta því góður íslenskur dómari hefði komið þeim á jörðina. Við viljum halda okkur á sömu nótunum og íslendingar í ein- kunnagjöf, sem sagt að halda okkur við jörðina," segir Asser. Töltið „blífur“ Þegar Asser og Rolf vora spurð- ir hvort þeir væra að rækta fýrir markaðinn sögðu þeir ekki svo vera. Það væri mjög erfitt að rækta sér- staklega fyrir markaðinn sem að stærstum hluta vildi fá miðlungs- hesta, hesta sem væru öruggir á tölti, með gott geðslag og miðlungs- vilja. Töldu þeir að ef ræktað væri fyrst og fremst fyrir markaðinn væri alltaf hætta á að menn sætu uppi með hross undir meðallagi og því þurfí alltaf að vera með hross yfir meðallagi í ræktuninni og stefna hátt bæði hvað varðar vilja og getu. Þá voru þeir sammála um að leggja beri mesta áherslu á rækt- un töltsins og nefndu í því sam- bandi skynsemi íslendinga í að auka vægi töltsins um helming og vonuð- ust þeir til að það yrði einnig gert í Danmörku, því töltið væri það dýrmætasta í íslenska hestinum. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR .24. OKTÓBER 1992 35 Jíltóáur r a morgun ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Prófastur vísiterar. Sr. Jón Dalbú Hróbjarts- son prófastur prédikar. Kirkjubíllinn ekur. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Jón Páls- son cand. theol. prédikar. Organ- isti: Guðni Þ. Guðmundsson. Messukaffi Rangæinga. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Prestvígsla kl. 10.30. Biskup íslands herra Ólafur Skúlason vígir Þóri Jökul Þorsteins- son, kandidat í guðfræði, sem sett- ur verður til þjónustu í Grenjastaða- prestakalli í Suður-Þingeyjarpróf- astsdæmi. Vígsluvottar sr. Örn Friðriksson sem lýsir vígslu, sr. Kristján Valur Ingólfsson rektor, sr. Sigurður Jónsson sóknarprestur og sr. Hjalti Guðmundsson Dómkirkju- prestur, sem annast altarisþjón- ustu. Dómkórinn syngur. Organleik- ari: Marteinn H. Friðriksson. Barna- starf í safnaðarheimilinu á sama tíma. Kirkjubíllinn fer um Vesturbæ- inn. Síðdegisguðsþjónusta kl. 17. Forsöngvari Svala Nielsen. Organ- leikari: Marteinn H. Friðriksson. Jakob Á. Hjálmarsson. ELLIHEIMILiÐ GRUND: Guðsþjón- usta kl. 10. Ólafur Jóhannsson. GRENSÁSKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11. Yngri börnin niðri og eldri börnin uppi. Mikill söngur, fræðsla og leikræn tjáning. Messa kl. 14. Prestur sr. Halldór S. Gröndal. Org- anisti: Árni Arinbjarnarson. HALLGRÍMSKIRKJA: Fræðslusam- vera kl. 10. Bigurður Pálsson. Fjöl- skyldumessa kl. 11. Altarisganga. Barnasamkoma. Ragnar Fjalar Lár- usson. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Karl Sigurbjörnsson. HÁTEIGSKIRKJA: Morgunmessa kl. 10. Arngrímur Jónsson. Barna- guðsþjónusta kl. 11. Kirkjubíllinn fer um Hlíðar og Suðurhlíðar á undan og eftir messu. Messa kl. 14. Tóm- as Sveinsson. Gídeonfélagar koma í heimsókn. Bjarni Gunnarsson prédikar. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Ólöf Ólafsdóttir. Kór Langholtskirkju (hópur V) syngur. Organisti: Þóra V. Guðmundsdóttir. Barnastarf á sama tíma. Kaffisopi eftir guðsþjónustu. LAUGARNESKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Sigrún Óskarsdóttir. Börn úr 10—12 ára starfi aðstoða. Barnastarf á sama tíma undir stjórn Þórarins Björnssonar. Heitt á könn- unni eftir guðsþjónustu. NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11. Munið kirkjubílinn. Guðmundur Óskar Ólafsson. Guðsþjónusta kl. 14. Frank M. Halldórsson. Basar og kaffisala kvenfélags Neskirkju eftir guðsþjónustu. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Ingólfur Guð- mundsson. Organisti: Hákon Leifs- son. Barnastarf á sama tíma í um- sjá Eirnýjar, Báru og Evu. ARBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Sigrún Steingríms- dóttir. Sunnudagaskóli Árbæjar- safnaðarkl. 11 íÁrtúnsskóla, Selás- skóla og safnaðarheimili Árbæjar- kirkju. Fyrirbænastund miðvikudag kl. 16.30. Guðmundur Þorsteins- son. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Daníel Jónasson. Kl. 20.30 samkoma á vegum Ungs fólks með hlutverk. Ræðumaður: Ársæll Þórðarson. Gísli Jónasson. DIGRANESPRESTAKALL: Barna- samkoma í safnaðarheimilinu við Bjarnhólastíg kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 14. Þorþergur Kristjánsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11 í umsjón Sig- fúsar B. Ingvasonar og Guðrúnar Magnúsdóttur. Guðsþjónusta á sama tíma. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. GRAFARVOGSPRESTAKALL: Barnaguðsþjónusta kl. 11 í Félags- miðstöðinni Fjörgyn. Guðfræði- nemarnir Elínborg og Guðmunda aðstoða. Útvarpsmessa kl. 11. Ath. breyttan messutíma. Einsöngur: Ingveldur Hjaltested. Einleikur á básúnu: Einar Jónsson. Organisti: Sigurbjörg Helgadóttir. Guðsþjón- ustan verður í Félagsmiðstöðinni Fjörgyn en barnaguðsþjónustan verður á efri hæð félagsmiðstöðv- arinnar. Vigfús Þór Árnason. HJALLAPRESTAKALL: Messusal- ur Hjallasóknar Digranesskóla. Bar- naguðsþjónusta kl. 11. Foreldrar eru hvattir til þátttöku ásamt börn- um sínum. Guðsþjónusta kl. 14. Fermingarbörn aðstoða við guðs- þjónustuna. Kór Hjallasóknar syng- ur. Organisti: Oddný Þorsteinsdótt- ir. Kristján Einar Þorvarðarson. KÁRSNESPRESTAKALL: Fjöl- skylduguðsþjónusta í Kópavogs- kirkju kl. 11. Kór kirkjunnar syngur ásamt litla kór Kársnesskóla undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur kór- stjóra. Organisti: Stefán R. Gísla- son. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SEUAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Altaris- ganga. Organisti: Kjartan Sigur- jónsson. Molasopi eftir guðsþjón- ustuna. Sóknarprestur. FRÍKIRKJAN RVÍK: Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Lárus Halldórsson. Mið- vikudag 28. október morgunandakt kl. 7.30. Organisti Pavel Smid. Cec- il Haraldsson. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Messa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. Messa kl. 14. Ensk messa kl. 20. Laugar- daga messa kl. 14 og ensk messa kl. 20. Aðra rúmhelga daga messur kl. 8 og kl. 18. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Messa kl. 11. Laugardaga messa kl. 14. Fimmtudaga messa kl. 19.30. Aðra rúmhelga daga messa kl. 18.30. Guðspjall dagsins: Matt. 9.: Jesús læknar hlnn lama KAPELLA St. Jósefssystra: Garðabæ: Þýsk messa kl. 10. KAPELLA St. Jósefsspftala: Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga messa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Messa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa kl. 8. KAÞÓLSKA KAPELLAN Keflavík: Messa kl. 16. KFUM/KFUK-SIK. Háaleitisbraut 58—60. Almenn samkoma kl. 20.30. Bjarni Randver Sigurvinsson byrjar samkomuna og Valgerður Gísladóttir hefur frásöguþátt. Ræðumaður: Halldóra Lára Ás- geirsdóttir. „Góðu fréttirnar" leika. HVÍTASUNNUKIRKJAN Filadelffa: Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðu- maður: Hafliði Kristinsson. Barna- gæsla. Sunnudagaskóli á sama tíma. FÆREYSKA sjómannaheimilið: Samkoma á sunnudag kl. 17. Ræðumaður: Heiðar Jakobsson. MOSFELLSPRESTAKALL: Messa í Mosfellskirkju kl. 14. Altarisganga. Barnastarf í safnaðarheimilinu kl. 11. Skólabíllinn fer venjulega leið. Jón Þorsteinsson. GARÐASÓKN: Biblíukynning í dag, í Kirkjuhvoli, kl. 13, í umsjá sr. Sig- urðar Pálssonar. Sunnudagaskóli í Kirkjuhvoli kl. 13. Guðsþjónusta í Garðakirkju kl. 14. Barnakór Tón- listarskólans í Hafnarfirði syngur. Stjórnandi: Guðrún Ásbjörnsdóttir. Fermingarbörn aðstoða. Bragi Frið- riksson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11. Munið skólabílinn. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti: Helgi Bragason. Þórhildur Ólafs- dóttir. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Messa kl. 14. Prestur sr. Einar Eyjólfsson. Kór Víðistaða- sóknar syngur. Organisti: Úlrik Óla- son. FRÍKIRKJAN Hafnarfirði: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Einar Eyjólfs- son. VEGURINN kristið samfélag, Smiðjuvegi 5, Kópavogi: HJÁLPRÆÐISHERINN: Dagur Heimilasambandsins. Kl. 11 Helg- unarsamkoma. Kl. 18 Kaffisamsæti fyrir heimilasambandssystur í Garðastræti 40. Kl. 19.30 Bæn. Kl. 20 Hjálpræðissamkoma. Major Anne Gurine Óskarsson talar. Heimilasambandssysturnar syngja og vitna. KÁLFATJARNARSÓKN: Kirkjuskóli í Stóru-Vogaskóla í dag kl. 11. Sóknarprestur. BESSASTAÐASÓKN: Kirkjudagur. Helgisamkoma kl. 14. Bragi Frið- riksson. INNRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Barnasamkoma kl. 10.30. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Barna- samkoma kl. 11.15. Barnakór undir stjórn Steinars Guðmundssonar syngur. Guðsþjónusta kl. 14. Baidur Rafn Sigurðsson. KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnudaga- skóli kl. 11. Munið skólaþflinn. Messa kl. 14, altarisganga. Kirkju- dagur eldri borgara. Systrafélagið býður til kaffidrykkju í Kirkjulundi eftir messu. Skátar í St. Georgsgild- inu sækja einnig guðsþjónustuna og lesa lexíu og pistil. Rútubíll fer um Suðurgötu og Faxabraut og ekur fólki til kirkju og heim eftir kaffisamsætið. ÞORLÁKSKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 10.30. Messa kl. 14. SvavarStef- ánsson. EYRARBAKKAKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. AKRANESKIRKJA: Barnasamkoma í dag, laugardag, kl. 11 í umsjá Hauks Jpnassonar. Kirkjuskóli yngstu barnanna í dag í safnaðar- heimilinu kl. 13 í umsjá Axels Gú- stafssonar. Messa sunnudag kl. 14. Altarisganga. Messa á dvalarheim- ilinu Höfða kl. 12.45. Björn Jónsson. ÚTBOÐ Óskum að taka á leigu húsnæði og tómstundaaðstöðu fyrir bandaríska starfsmenn varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Staðstening verður að vera: - Innan tveggja og hálfs stundar akstur frá Keflavíkurflugvelli. - í sveitaumhverfi. . - Ca. 15 km. fjarlægð frá silungsveiðisvæði. fbúðarhús verða að hafa: - Átta svefnherbergi. - Eldhús með tveimur eldavélum og boröstofu. - Gufubað. - Geymsluherbergi. - Kæli/frystiskáp. - Þvottaherbergi. - Þrjú snyrtiherbergi (tvö þeirra fullkomin með salerni, baðkari eða sturtu). Byggingin verður að vera í samræmi við allar bygginga- og skipulagsreglur. Staðsetningarkröfur: - Tjaldstæði, nægileg fyrir 15 tjöld. - Bílastæði fyrir tuttugu bíla. - Golfvöllur, eða að minnsta kosti 1/2 hektari til slíkra nota. - Ca. 300m- hlaða eða geymsluhúsnæði. Útboðsfrestur er til 5. nóvember 1^92. Nánari upplýsingar veitir: VARNARLIÐIÐ PWD PLANNING DIY., 235 Keflavíkurflugvelli, P.O. Box 216, c/o Ari Hjörvar. Sími 92-54120, fax 92-57898. Metsölublaó á hverjum degi! CHEVROLET CORSICA amerískan bíl? bíllinn. 1IILT ÞU OSUIKINN íiOT.NISl TUUliQiljý HÖFÐA8AKKA 9, 112 REYKJAVÍK, SÍMAR 634000/634050

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.