Morgunblaðið - 24.10.1992, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1992
41
SKAGASTRÖND
40 ára starf við fiskvinnslu
Skagaströnd.
óhanna jónasdóttir hefur nú
um þessar mundir unnið í 40
ár hjá frystihúsi Hólaness hf.
Þegar Jóhanna varð 75 ára þann
15. október sl. færði Lárus Ægir
Guðmundsson, framkvæmda-
stjóri Hólaness, henni blómavönd
í tilefni af þessu tvöfalda afmæli.
Jóhanna hefur verið einn
tryggasti starfsmaður Hólaness
öll þessi 40 ár og þeir eru telj-
andi á fíngrum sér dagarnir sem
hún hefur ekki verið í vinnu,
hafí á annað borð verið vinna.
í stuttu spjalli við Morgunblað-
ið sagði Jóhann að hún væri
heilsuhraust og það væri engin
ástæða til að vera heima ef mað-
ur gæti mætt í vinnu. „Vinnuað-
staðan hefur auðvitað gjörbreyst
frá því að ég byijaði. En vinnu-
andinn hefur líka breyst mikið.
Sérstaklega hafa bónusinn og
flæðilínan breytt andrúmsloftinu.
Allir hamast við svo bónusinn
minnki nú ekki. í gamla daga
vann fólkið ekkert verr en það
hafði einhvern veginn ekki eins
miklar áhyggjur af aurunum."
Jóhanna ætlar að hætta að
vinna um næstu áramót en hún
hefur áhyggjur af framtíð físk-
vinnslunrtar í landi eins og fleiri.
„Ég get bara ekki komið því inn
í hausinn á mér að ekki verði
'unnið í físki hér á Skagaströnd
á næstu árum. Það er þá illa
komið fyrir þessu þjóðfélagi ef
þessi undirstöðuatvinnuvegur
leggist af. Hvar á allt þetta físk-
vinnslufólk að fá vinnu?“ spurði
þessi aldraða heiðurskona að lok-
um.
- Ó.B.
Lárus Ægir Guð-
mundsson, fram-
kvæmdastjóri, af-
hendir Jóhönnu
Jónasdóttur
blómvönd í tilefni
75 ára afmælis
hennar og 40 ára
starfsafmælis hjá
Hólanesi hf.
Morgunblaðið/Ólafur Bemódusson
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Nýsveinar í trésmíði ásamt meisturum, prófdómurum og forsvarsmönnum Meistarfélags Suðurlands,
Fjölbrautaskóla Suðurlands, og Félags byggingarmanna.
suðurSnd
Nýsveinum afhent sveinsbréf
Selfossi.
jö nýsveinar í trésmíði fengu
afhent sveinsskírteini sitt fyrir
skömmu. Þeir stunduðu allir nám
við Fjölbrautaskóla Suðurlands, á
tréiðnaðarbraut, ásamt því að
starfa hjá trésmíðameistara.
Félag bygggingarmanna á Suð-
urlandi hélt, eins og venja er, svein-
unum hóf í tilefni afhendingarinnar
þar sem voru mættir prófdómarar,
trésmíðameistarar og forsvars-
menn Meistarafélags Suðurlands,
Fjölbrautaskóla Suðurlands og Fé-
lags byggingarmanna. í máli
þeirra sem fluttu ávörp komu fram
hvatningarorð til sveinanna að
ástunda starf sitt af samviskusemi
því verk þeirra ættu eftir að standa
lengi. Þór Vigfússon sagði þann
mun helstan á huglægum störfum
verklegum að í lok starfsdagsins
gæti annar hópurinn bent á það
með áþreifanlegum hætti hvað
unnið hefði verið og ekki þyrfti að
fara í neinar grafgötur með það.
Sig. Jóns.
KYNNINGAR
6 nýju haust- og vetrarlitunum frá BOURJOIS
▼ Kaupstaöurí Mjódd, laugard. 24. okt.
V Mikligaröurv/Holtaveg.flmmtud. 29. okt.
| ▼ Hagkaup, Kringlunni, laugard. 31. okt.
▼ Hagkaup, Skeifunni, fimmtud. 5. nóv.
# Ársól, Grímsbœ, föstud. 6. nóv.
▼ Sigurboginn, Laugav. 80, laugard. 7. nóv.
frá kl. 15-18 virka daga og 13-16 laugardaga.
▼ Gréta Boða, föröunarmeistari eöa
# Þórunn Jónsdóttir, föröunarfrœöingur veita
faglega ráögjöf um föröun og liti.
Veríð velkomin.
ÚRAocitó
KLUKKU
@®SYNING
í PERLUNNI
23., 24. OG 25. OKTÓBER
65 ára afmælissýning Úrsmiðafélags íslands
Allt það nýjasta í úrum og klukkum frá helstu framleiðendum heims
Margir sérstakir og spennandi gripir
Gullúr • Silfurúr • Stálúr • Álúr • Plastúr *Títaníumúr
Á sýningunni verður sett upp nýtt og gamalt úrsmíða-
verkstæði, þar sem hægt er að fá ráðleggingar fagmanns.
Safn gamalla og verðmætra úra
Tískusýning og lifandi tónlist
——
Módelsamtökin sýna úr og klæðnað og
hljómsveitin Sigurverkið leikur létta sveiflu
laugardag og sunnudag milli kl. 15 og 17
I^V cb ISl
RAYMOND WEIL GENEVE ChristianBemani NOBLIA
Cartier ftjris PIERPOÍIT
GUCCI 1 THOPHV 1 ( VVATCH COLLECTION ] SEIKO
OLympiC
ORIENT JAZ 4ÍFJUNGHANS
t Qw n . OMEGA i „
ROLEX jwe?
QiristianDi or ORISfjj
Öll fjölskyldan velkomin! Aðgangur ókeypis
Ath.: Félagar i Úrmiðafélagi islands veita 17% afmælisafslátt út októbermánuð.