Morgunblaðið - 24.10.1992, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 24.10.1992, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ LAUGAIIDAGUR 24. QKTQBER 1992 "-l-W—M-ií-O-r.io ■,]' i:) t T.V\ GlUAT'-j'/'inMO!/ ) 1986 Universal Press Syndicate „ E-g 'faxféir ck.ki tím<Xs tíL cÁ rux i bU>m handcu þé.r." Jæja var helgin ekki ánægjuleg í faðmi fjölskyld- unnar? Ast er... •t-30 ... frekar í því sem við gerum en því sem við segjum TM Reg U.S Pat Off.—all riohts reserved • 1992 Los Angeles Times Syndicate Þið hefðu geta beðið eftir hálfleiknum ...? HÖGNI HREKKVÍSI BRÉF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Dreymir mig fránu Fjallkonuna Frá Grigol Matsjavariani: HÆSTVIRTI ritstjóri. Ég er ríkisborgari Georgíu og á heima í Tbílísí (eða Tvílýsi eins og H.K. Laxness kallar það svo skáld- lega). Ég er iögfræðingur að at- vinnu og heiti Grigol Matsjavar- iani. Ég er 29 ára gamall. Mörgum hef ég skrifað svipað bréf til ís- lands en „Moggi“ er síðasta höfn mín. Frá bemskunni er ég furðulega gagntekinn af íslandi (má vera lítur orðið „frá bemskunni" út ekki mjög trúanlega en ég ýki alls ekki og Guð veit að það er satt). Elska og virðing til íslands létu mig taka mér íslenskunám fyrir hendur. Kennaraleysi hindraði mig ekki; ég tók mig til og fór að læra orð eða máltæki af íslensk-rússnesku orða- bókinni eins og páfugl og var ég þá bara skólapiltur; en íslenskar bækur hafði ekki lesið. Georgísk- íslensk orðabók var ekki til en rússnesku kunni ég illa. Þá lærði ég rússnesku til þess að læra ís- lensku. Um þær mundir var Georg- ía undir yfírráðum kommúnista og landið einangrað frá heiminum. Þess vegna gat ég haft ekkert sam- band við „útlenska auðmenn" þ.e.a.s. Islendinga. Þannig full- nægði ég mér bara með orðabók- inni og hlítti tálvonum nokkram og draumum um ísland. Fyrir 4 áram þegar í fyrrverandi Sovétlýðveldun- um hófst frelsisbarátta og kommar slökuðu á hlekkjunum, kom í Tbflísí íslenskur prófessor, Friðrik Þórðar- son, (hann býr í Osló). Það var eins og Gjafari sendi mér þessa fyrir- taksmann. Nú er hann eldri vinur og mikill ráðgjafí minn í íslensku og sendir mér ýmsar bækur eða íslenskar sögur. Fyrir hans atbeina kynntist ég Isafoldu miklu betur. Þjóðir okkar eiga ríkar menning- ar en því miður þeklq'ast þær ekki. Aðalmarkmið mitt er sem sé kjmn- ing þeirra. Ég hef þýtt „Gunnlaugs sögu Ormstungu" á georgísku og er að þýða „Eiríks sögu Rauða“ (ég ætla að gefa þær út í einni bók „Tvær íslenskar sögur“). Síðan verð ég að þýða aðrar sögur. Ég þýði líka smásögur eftir Halldór Stefáns- son og er farinn að semja Georgísk- íslenska orðabók. í sínum tíma tók ég að semja bók um íslandssögu en hver bók útgefin i Ráðstjómar- rikjunum öllum hermir söguna með sínu móti, ýmislega og óljóst í bland. Heimildimar vora ekki traustar og þannveg hætti ég að gaurast. En stundum birti ég í hérlenskum blöð- um ýmsar greinar um ísland og menningu þess. Auk þess hef ég safnað í Tbflísí Norðurlandaáhuga- mönnum til þess að grandvalla „Menningartengsl Georgíu við Norðurlönd“ og vona ég að í náinni framtíð sé stofnunin lögskráð í dómsmálaráðuneytinu. Nú hef ég samband við „Stofnun Sigurðar Nordals“ í Reylq'avík ... Svo að það er auðsjáanlegt að allir áhugar mín- ar og athygli mitt séu í nánum tengsium við ísland og allt rammís- lenskt. Því miður hef ég aldrei verið á íslandi. Reyndar á ég kunningja þarlendis en þeir hafa ekki tök á að bjóða mér þangað eða koma bréf þeirra í Georgíu ekki og glat- ast á leið vegna óreglusemi pósts fyrrverandi S-ríkjanna. En ég þarf að koma út til þess að kynnast land- inu, þjóðinni, lifandi tungunni og lenskunum. Það væri allra best ef ég fæ tímabundna vinnu á íslandi; þannig gæti ég dvalið þar lengi. Ferð til íslands er orðin mér voðalegt vandamál og Morgunblað- ið eins og sannur sterkastur og traustur boðberi íslands er síðasta von mín. Gæti blaðið yðar hjálpað mér og birta auglýsingu frá Georg- íumanni ofstækislega ástfangnum í ísafoldu sem vil fá tímabundna vinnu þarlendis? Ef kunningjar mín- ir geta ekki hjálpað mér, þá munu ókunningjar (fírma, stofnanir, framkvæmdir o.s.frv.) kannski styðja mig og veita aðstoð. Ég fyr- ir mitt leyti verð sjálfsagt að gjalda blaðinu fyrir auglýsinguna. Mér er sama hvar vinnan væri (í höfuð- borginni eða útlqálkum landsins). Ég get: 1) verið verkamaður, bréf- beri o.s.frv. 2) kennt rússnesku 3) leikið á bassagítar (ég er fyrrver- andi bassaleikari) 4) gert við píanó 5) hjálpað íslenskum bisnissmönn- um (eða ferðamannaskrifstofum) að gera samband við georgíska al- varlega bissnissmenn (eða ferða- mannaskrifstofur). Nánari upplýs- ingar: Grigol Rostomsson Matsjav- ariani, Georgíumaður, fæddur 1962, 26. desember í Tbflísí. Ég bið yður að svara mér enda þótt svarið væri neikvætt. Það væri kannski best að senda mér svarið með fax: 4316029695 Extention - 106 - G. Matsjavariani (þetta er aðalpóstur í Tbílísí) Ég treysti ekki hérlenska venjulega póstinum, en fax meira eða minna vinnur bæri- lega. Ég trúi fastlega að aðstoð yðar mun eitt af kornum í næstkomandi menningarsambandi á milli íslands og Georgíu. Og þegar ég kem til íslands, verð ég að þakka yður með handabandi. Fyrirgefíð þér mér traflið, leiðin- lega langa bréfíð og takk fyrir stuðninginn fyrirfram. Dreymir mig fránu Pjallkonuna, Hana lofa ég, hrósa, virði, Og vildi ekki deyja svo að Sæi ég ekki íslenska firði. (G.M.) Heimilisfang mitt er: Republic of Georgia 380071 Tbflísí, Kostava Street 72, flat no. 1. (sími 363851) GRIGOL MATSJAVARIANI Víkveiji skrifar Víkveija hefur borist athuga- semd frá Ómari Smára Ar- mannssyni, aðstoðaryfírlögreglu- þjóni vegna skrifa Víkveija í gær um spilavíti. Athugasemd hans er svohljóðandi: „Víkveiji ritaði um aðgerðir lög- reglu gagnvart spilavítum I dálki sínum þann 23. október síðastlið- inn. Þar gefur hann ranga mynd af gangi mála og skal það rakið hér á eftir. Hann segir að „nú hafí komið í ljós, að íslensk stjómvöld hafí ver- ið að skoða hvort lögleiða eigi spilavíti á einhvem hátt svo ríkið geti haft af þeim tekjur og stundað virkt eftirlit. En í þessu millibils- ástandi telur lögreglan samt ástæðu til að gera innrásir í spila- klúbbana.“ Hið rétta er að framangreind viðbrögð stjómvalda koma eftir að lögreglan hefur gert ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir og rannsaka hugsanleg brot á reglum um fjárhættuspil og brot á áfengis- löggjöfínni. Lögreglan hafði áður leitað eftir því við stjómvöld hvort slík endurskoðun stæði til en svar- ið var neikvætt. Hins vegar var vitað að stjómvöld voru að endur- skoða reglumar í tengslum við fyrirspumir og umkvartanir aðila vegna bingóa og sambærilegs reksturs. Lögreglan hafði fengið fyrirspumir frá dómsmálaráðu- neytinu um þau mál, sérstaklega um þá hlið er lítur að greiðslufyrir- komulagi til vinningshafa. Þeirri rannsókn lauk 4. júní 1991 og á grundvelli hennar létu stjómvöld fara fram endurskoðun á reglun- um. Spilavítin vora þar ekki sér- staklega inni í myndinni, heldur koma inn í umræðuna í framhaldi af aðgerðum lögreglu og er um- ræðan og viðbrögð stjómvalda í raun afleiðing þeirra. Gagnrýni Víkveija verður því að vísa á bug.“. xxx Nýlega birti Morgunblaðið frétt um að kveikt hefði verið í útigangsmanni og var hann fluttur slasaður á slysadeild. Upplýsingar um þennan atburð vora fengnar frá lögregluyfirvöldum. Þessi frétt varð svo til þess að í Velvakanda birtist bréf þar sem lesandi blaðs- ins fjallaði um þennan atburð og var þar talað um að mikill og nei- kvæður stórborgarbragur væri kominn *á Reykjavík. I vikunni hringdi aðili í Víkveija sem var kunnugur þessum atburði og kvað rangt frá skýrt í fréttinni. Úti- gangsmaðurinn hafí verið að reykja sígarettu og sofnað út frá henni með þeim afleiðingum að kviknaði í fatnaði hans. Það kveikti því enginn í manninum nema hann sjálfur og er nóg samt um stór- borgarbraginn neikvæða. xxx Barnaskólinn á Eyrarbakka er 140 ára um þessar mundir og er að því tilefni sýning á verkum Siguijóns Ólafssonar myndhöggv- ara þar eystra en Siguijón var eins og kunnugt er Eyrbekkingur. í frásögn af afmælinu var sagt í Morgunblaðinu í vikunni að Sigur- jón hafi verið fæddur og alinn upp í húsinu Stað á Eyrarbakka. Gamall Eyrbekkingur kom að máli við Víkveija og kvað þetta rangt, Siguijón hafí ekki verið fæddur og uppalinn í húsinu Stað heldur í húsinu Einarshöfn en það er eitt þriggja húsa sem ber það nafn á Eyrarbakka. Hins vegar kvað þessi Eyrbekkingur húsið Stað hafa staðið við aðalgötuna rétt við verzlunarhúsin og hafí Ólafur faðir Sigurðar Óla alþingis- manns reist það. Húsið Staður var síðar flutt til Selfoss og mun standa þar enn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.