Morgunblaðið - 24.10.1992, Qupperneq 51
08
51^
KNATTSPYRNA
Arnarog Bjarki Gunnlaugssynirtil Feyenoord straxef ÍAog hollenskafélagið semja:
SGGJ Í138ÖTS0 HUOAQÍIAOUA.J nV\ 1 yífQl QIQAiIfJVÍUOítOM
---- ~ ~ ---------------------------------------- ---
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR IAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1992
Hekl að hollenska knatl
spyman henti okkur vel
• segir Amar. Fulltrúi Feyenoord hér á landi fundar í dag með stjórn Knattspymufélgs ÍA-
Arnar 09 BJarkl Gunnlaugssynir. Þeir hafa náð samkomulagi um kaup og kjör við Feyenoord í Hollandi og nú er beðið eftir því hvort hollenska félagið nær
að semja við íþróttabandalag Akraness, félag tvíburanna.
Færu að minnsta kosti
beint inn í hópinn
- segir Wim Jansen framkvæmdastjóri hollenska félagsins
Wim Jansen hjá Feyenoord
var varkár í tali þegar
Morgunblaðið ræddi við hann í
gær, sagðist þó bjartsýnn á að
tvíburamir kæmu til félagsins en
aldrei væri neitt öruggt fyrr en
búið væri að skrifa undir samning.
Reiknið þið með að strákamir
fari strax að leika með liðinu ef
samningur næst við félag þeirra
á íslandi og atvinnuleyfi fæst?
„Ég vil lítið um það segja.
Mest um vert er að ná samningi
og skrifa undir," sagði Jansen,
en bætti svo við: „Þeir yrðu að
minnsta kosti í hópnum strax.“
Feyenoord, sem komst í undan-
úrslit UEFA-keppninnar á síðasta
keppnistímabili er í þriðja sæti
hollensku úrvalsdeildarinnar eins
og er, þegar átta umferðum er
lokið. Hefur 12 stig, Twente er í
öðru sæti með einu meira og PSV
Eindhoven er efst með 14.
ARSÞING ISI
Ellefu í framboði í kosn-
ingu um sex stjómarsæti
ÁRSÞING íþróttasambands íslands, hið 61. í röðinni, verður
haldið um helgina og fer að þessu sinni fram í Ráðhúsi Reykja-
víkur. Þrír eru íframboði til varaforseta og ekki er annað vitað
en ellef u verði í f ramboði þegar kosið verður um sex sæti í fram-
kvæmdastjórn.
TVÍBURARNIR af Akranesi, Am-
ar og Bjarki Gunnlaugssynir,
hafa gert munnlegt samkomu-
lag við forráðamenn hollenska
úrvalsdeildarfélagsins Feyeno-
ord um að taka tilboði félagsins
um tveggja ára atvinnusamn-
ing. Þeir eru nrtján ára, fæddir
6. mars 1973. Fulltrúar hol- '
lenska félagsins hafa ekki rætt
enn við forráðamann Knatt-
spyrnufélags ÍA, að sögn Akur-
nesinganna og kom mikil
óánægja fram á stjórnarfundi
IA í gærkvöldi með vinnubrögð
Hollendinganna. Forráðamenn
Feyenoord hafa falið Bergi
Guðnasyni lögfræðingi að reyna
að Ijúka samningum við ÍA og
fundar hann með Akurnesing-
um í dag.
Amar Gunnlaugsson sagði við
Morgunblaðið í gær að ýmis-
legt hefði orðið til þess að þeir bræð-
ur ákváðu að taka tilboði hollenska
félagsins frekar en skoða eitthvað
annað fiekar, til dæmis að þiggja
boð VfB Stuttgart í Þýskalandi um
að koma og skoða aðstæður þar, en
til stóð að þeir fæm til Þýskalands
S þeim erindagjörðum á morgun. „í
fyrsta lagi er Feyenoord sterkt félag
og hollenski „boltinn" hefur alltaf
heillað — ég held hann henti okkur
mjög" vel, að minnsta kosti til að
byija með. Svo eigum við þokkalega
möguleika á að fá að spila,“ sagði
Arnar og vísaði til reglna um fjölda
útlendinga. Þrír útlendingar mega
leika með liðum í hollensku úrvals-
deildinni hveiju sinni. Hjá Feyenoord
em tveir, en annar þeirra, ungverski
framheijinn Joszef Kiprich telst orð-
ið heimamaður á knattspymuvellin-
um þar sem hann hefur verið hjá
félaginu í tvö ár. Hinn erlendi leik-
niaðurinn hefur ekki verið í byijun-
arliðinu að undanfömu.
Mælt með Hollandi
„Það má segja að þetta hafi ráðið
þessu. Svo höfum við haft samband
við fjölmarga menn sem ættu að
hafa vit á þessu og allir hafa mælt
með Hollandi frekar en Þýskalandi,
fyrst 0g fremst fótboltalega séð. Það
getur vel verið að það séu meiri tekj-
ur í Þýskalandi en menn mega ekki
alltaf einblína á það, heldur fyrst
og fremst á að ná langt. Við teljum
að Holland sé mjög góður stökkpall-
ur til þess,“ sagði Amar, en játti
því þó að samningurinn sem þeim
bræðrum hefði verið boðinn væri
mjög hagstæður 0g þeir væm
ánægðir.
Bjarki og Amar dvöldu hjá Fey-
enoord í vikutíma og æfðu daglega
mieð aðalliði þess fyrir skemmstu en
sáu liðið ekki leika. „Þetta lið var í
undanúrslitum Evrópukeppni [bikar-
hafa] á síðasta keppnistímabili en
tapaði í vítaspymukeppni og Ajáx
varð Evrópumeistari [vann UEFA-
keppnina]." Hollenskur meistari er
nú PSV Eindhoven og sagði Amar
öll þessu hollensku félög mjög sterk
og meðal þeirra bestu í Evrópu, en
mikill munur væri reyndar á þeim
og öðmm hollenskum liðum.
Vildu semja sem fyrst
Þrýstu Hollendingamir ef til vill
á ýkkur um að semja sem fyrst þar
sem þeir vissu að þið voru á leiðinni
til Stuttgart?
„Já, þeir vissu að við væmm að
fara til Stuttgart og vildu drífa í að
semja sem fyrst - það verður að
velja og hafna í þessu og við ákváð-
um að velja Feyenoord. Við emm
mjög sáttir, það þýðir ekkert að
vera að væla yfir því núna.“
Ef félögin ná samkomulagi, eins
0g Amar sagðist vonast til að yrði
fljótlega, fara tvíburamir strax utan.
En reiknar Arnar með að þeir byiji
að spila strax og atvinnuleyfí fæst?
„Liðið er auðvitað búið að mótast
í þeim leikjum sem búnir em í vet-
ur, þannig að það er ekki raunhæft
að búast við að fara beint inn í lið-
ið, þó það gæti verið gaman að kynn-
ast því eitthvað. En við stefnum að
minnsta kosti á að verða í liðinu á
næsta keppnistímabili.“
Forráðamenn ÍA óánægöir
Stjórnarfundur var haldinn í
knattspymufélagi ÍA í gærkvöldi og
kom þar fram mikil óánægja.með
vinnubrögð forráðamanna hollenska
félagsins, sem forráðamenn ÍA segja
að hafi ekki enn haft samband við
þá. Bræðumir séu samningsbundnir
IA til áramóta og skv. leikmanna-
samningi KSÍ geti leikmaður ekki,
án leyfis stjórnar félags síns, átt
viðræður um félagaskipti éða gengið
frá samningum við önnur íslensk eða
erlend félög eða umboðsmenn þeirra
á samningstímanum. „Ef leikmaður
hyggst gera samning við erlent félag
skulu samningaviðræður fara fram
í samráði eða með þátttöku stjómar
félagsins," segir í reglunum.
Bergur Guðnason, lögfræðingur
og fulltrúi Feyenoord í þessu máli
sagðist í gærkvöldi lítið vilja um
málið segja annað en að hann von-
aðist til að samningar tækjust. „Það
er rétt að Feyenoord hefur falið mér
að reyna að klára þetta mál gagn-
vart IA og í raun er ekki hægt að
segja að neinn samningur sé til fyrr
en það er búið. Ef ekki tekst að
semja við Akranes verður ekkert af
þessum samningum," sagði Bergur.
Kosningar fara fram á morgun
og er þeirra beðið með nokk-
urri eftirvæntingu. Ellert B. Schram
núverandi forseti ÍSÍ, verður einn
í framboði til forseta, eftir því sem
best er vitað en þrír bjóða sig fram
í kjöri til varaforseta; Magnús
Oddsson, formaður íþróttabanda-
lags Akraness og Lovísa Einars-
dóttir og Katrín Gunnarsdóttir, sem
báðar eiga sæti í framkvæmda-
stjóm ÍSÍ.
Þá verður kosið um sex með:
stjómendur í framkvæmdastjóm. í
dag em í framkvæmdastjóminni
Ellert B. Schram forseti og Friðjón
Friðjónsson gjaldkeri auk með-
stjómendanna Árna Þórs Ámason-
ar, Hannesar Þ. Sigurðssonar, Her-
manns Sigtryggssonar, Jóns Ár-
manns Héðinssonar, Katrínu Gunn-
arsdóttur, Lovísu Einarsdóttur og
Sigurðar Jóakimssonar. Þau em sjö
þar sem Árni Þór kom inn sem
varamaður fyrir Svein Bjömsson
er hann lést og Ellert B. Schram,
sem var varaforseti, tók við forseta-
embættinu en enginn við hans emb-
ætti. Allir meðstjómendumir gefa -
kost á sér áfram, en vitað er um
fjóra að auki sem einnig verða í
kjöri: Ágúst Ásgeirsson, fyrrum
formann Frjálsíþróttasambands ís-
lands, Guðfinn Ólafsson, formann
Sundsambandsins, Guðmund Kr.
Jónsson, fyrram framkvæmda-
stjórnarmann og Hafstein Pálsson,
formann UMSK. *"