Morgunblaðið - 11.11.1992, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 11.11.1992, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1992 9 Nestamenn - hestamenn Reiðfatamarkaður barna og unglinga! Haldinn verður markaður á reiðfatnaði barna og unglinga í Félagsheimili Fáks laugardaginn 14. nóv. kl. 14.00. Tekið verður á móti vel með förnum fatnaði föstudaginn 13. nóv. kl. 19.00-21.00 og laugardaginn 14. nóv. ki. 11.00-13.00. Tilvalið tækifæri til að losa sig við reiðfatnað, sem orðin er of lítill á börnin. Kvennadeild Fáks. Nú er rétti tíminn til að hefja reglulegan sparnaö meb áskrift að spariskírteinum Clinton skapvargur? Skapgerð Bills Clintons nýkjörins forseta Bandaríkjanna var mikið til umræðu í kosningabaráttunni. Breska tímaritið Economist gerir þetta að umræðuefni í nýjasta hefti sínu og kemst að þeirri nið- urstöðu að Bandaríkjamenn hafi tekið vissa áhættu með því að kjósa Clinton í forsetaembættið. Tíð reiðiköst í greininni í Economist segir: „Á lokakvöldi ár- legs fundar miðstjórnar Demókrataflokksins, sem haldinn var í Cleve- land 1991, stóðu nokkrir blaðamenn saman glaðir í skapi og skeggræddu í móttöku. Bill Clinton, sem þá var einungis rik- isstjóri í Arkansas, kom yfir til þeirra. Hann hafði stjórnað fundinum þar sem sex mögulegir for- setaframbjóðendur höfðu tekið til máls. Að mati nánast allra hafði Clinton borið af í saman- burði við hina og höfðu blaðamennirnir því góða ástæðu til að ætía að hann yrði í jafn góðu skapi og þeir. Hann var það hins veg- ar ekki. I staðinn réðst hann að einum blaða- mannanna . . . og sak- aði hann um að hafa far- ið rangt með skoðanir sínar á þvi, hvort æski- legt væri að halda þing Demókrataflokksins i hinni „fijálslyndu" New York. Þetta atvik var mjög uppiýsandi. Sijórn- málamenn, sama hverrar þjóðar þeir eru, steyta mjög sjaldan skapi sinu á blaðamönnum nema þeir séu drukknir og Clinton (sem drekkur mjög sjaldan) var það ekki. Hann var hins veg- ar reiður. Og hann verð- ur oft reiður (og þegar hann er reiður missir hann stjórn á skapi sínu). Þeir blaðamenn sem hafa fylgt honum eftir á þessu ári hafa tekið saman lista yfir reiðiköst hans gagn- vart þeim og - opinber- lega - starfsfólki hans. Einn af nánustu ráðgjöf- um Clintons telur að hann missi stjóm á skapi sínu með starfsfólki sínu fimm til tíu sinnum á dag og hefði reiðiköstunum fjölgað á þeim dögum, í síðustu viku kosninga- baráttunnar, er forysta hans virtist vera að hverfa án nokkurrar sjá- anlegrar skýringar. Þá var haim önugur við- stöðulaust. Þetta sannar þó ekki að Clinton sé óhemja. Aftur á móti virðist vera (jóst að hinn „raunveru- legi“ Clinton er töluvert flóknari en hinn alþýð- legi, yfirvegaði maður sem Bandarikjamenn telja sig hafa kjörið sem næsta forseta. Því jafnvel á tímum þar sem Qöl- miðlar em taldir grand- skoða stjórnmálamenn mjög nákvæmlega er Clinton á margan hátt óþekkt stærð. Banda- ríkjamenn vita að hann hefur unun af að borða (linetusmjör, banana, mangóís - raunar nánast hvað sem er). Þeir vita að hann hefur gaman af skáldsögum Gabriel Garcia Marquez. Þeir vita að hann og eigin- kona hans hafa gengið í gegnum erfitt timabil en vita ósköp litið um fjöl- skyldulif hans . . . En' ef frá er skilinn pólitisk- ur metnaður hans, sem er svo mikill að nánast er hægt að snerta hann, vita jafnvel þeir, sem hafa skrifað um hann í rúmt ár, nánast ekkert um hvatir hans.“ Skapgerð skiptirmáli Síðar segir í greininni: „Arásir á meinta skap- gerðargalla Clintons vbm, þegar öllu er á botninn hvolft, uppistað- an i kosningabaráttu George Bush. Arásimar vom þó svo haUærislega ofsafengnar og Utu svo gjörsamlega fram þjá göllum Bush sjálfs á sama sviði (sem sannað hefur verið að sé lygari) að þær misstu marks. Það var þó eitthvað tíl í þessu hjá Bush. Það hef- ur verið ritað svo mikið af háfleygum textum í gegnum árin um skap- gerð stjómmálaleiðtoga að það væri auðveldlega hægt að komast að þeirri niðurstöðu að of mikið hefði verið gert úr mikil- vægi þessa þáttar. En hvort sem mönnum líkar það betur eða verr þá skiptir skapgerð næsta Bandarikjaforseta máli. ÓUkt leiðtogum flestra annarra ríkja hafa þær kreppur, sem hann þarf að takast á við, áhrif á örlög allrar heimsbyggð- arinnar en ekki bara hans eigin rik- is . . . Spumingin um skapgerð er sérlega mik- Uvæg núna þar sem reyna mun á Clinton sem forseta á sviðum þar sem hann hefur Utla reynslu og á annan hátt en hann er vanur. Rétt fyrir kosn- ingamar, þegar ljóst var að einungis kraftaverk hefði getað bjargað Bush, tautaði Robert ZoeUick, einn bestu ráð- gjafa hans, að þó flestir sem fylgdust með kosn- ingunum teldu að þær snemst um innanríkis- mál gætu atvikin þróast í aðra átt. Borís Jeltsín hangir á bláþræði i Rúss- landi; Saddam Hussein er enn við völd í írak og mun mjög líklega láta reyna á kjark nýs for- seta; Austur-Evrópa er bæði óstöðug og fátæk; Kúba er eins og rotinn ávöxtur sem gæti falUð tíl jarðar á hverri stundu; Mið-Asía einkennist af óstöðugleika og litíum blóðugum styijöldum. Hvort sem mönnum líkar það betur eða verr mun næsti forseti Bandaríkj- anna, í heimi þar sem eitt risaveldi er eftir, þurfa að takast á við kreppur sem upp koma á alþjóðavettvangi og munu að öllum likindum krefjast að því sé að minnsta kosti hótað, að bandarískum hersveitum verði beitt, og hugsan- lega að hótuninni verði framfylgt. Þegar Iitið er á máUð á þann hátt hafa Banda- ríkjamenn tekið ansi mikla áhættu; þeir hafa lagt ekki bara eigin framtíð að veði heldur einnig framtíð inilljóna annarra, vegna manns sem þeir vita iqjög Utið um. Nokkrum dögum fyrir kosningarnar sagði einn af nánustu vinum CUntons að eftir því sem sigurinn yrði líklegri þá virtist Clinton í auknum mæU sýna því skilning að hann yrði að vaxa inn í þá ábyrgð sem starfið krefðist. Við skulum vona það. Á kosninga- nóttinni, þar sem hann stóð í óvenjulega nístandi kulda í Littíe Rock, með mannfjölda, sem var ein- læglega stoltur yfir því að litía brandararíkið þeirra hefði sent einn sona sinna til Hvita húss- ins, var ómögulegt að komast lyá því verða snortinn af því sem Clint- on kallaði „hið mikla leyndarmál bandarísks lýðræðis". En það var lika ómögulegt að verða ekki svoUtið hræddur.“ ríkissjóðs. \ RABBFUNDUR í VÍB-STOFUNNI Notaðu símann núna, hringdu í 62 60 40, 69 96 00 eða 99 66 99 sem er grænt númer. RÍKISVERÐBRÉFA Kalkofnsvegi 1, Hverfisgötu 6, sími 91- 626040 sími 91- 699600 Kringlunni, sími 91- 689797 Hver er reynslan af UPPBOÐUM RÍKISVERÐBRÉFA? A morgun, fimmtudaginn 12. nóvember, veröur Magnús Pétursson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðu- neytinu, í VIB-stofunni og ræðir við gesti um reynsl- una af uppboðum ríkisins á ríkisvíxlum, ríkisbréfum og spariskírteinum. Hver hefur árangurinn verið? Hafa kjörin verið viðunandi? Er uppboðsfyrirkomu- lagið komið til að vera? Hveiju breytir það að ríkissjóður hættir að draga yfir í Seðlabanka? Fundurinn hefst kl. 17:15 og er öllum opinn. Ármúla 13a, 1. hæð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.