Morgunblaðið - 11.11.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.11.1992, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1992 Konum og börnum leyft að fara burt frá Sarajevo Reuter Carter heimsækir Moskvu Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandarílqanna, er nú í fjögurra daga heimsókn í fyrrverandi lýðveldum Sovétríkjanna. í gær hitti hann nokkra rússneska þingmenn að rnáli í Moskvu, þeirra á meðal harðlínumanninn Arkadíj Volskíj, leiðtoga rússneskra iðnrekenda (t.h.), sem veifar hér til fjölmiðlafólks ásamt forsetanum fyrrverandi. Gífurlega harðir bardagar en vopnahlé boðað á miðnætti Sarajevo. Reuter. HUNDRUÐ manna, aðallega múslímskar og króatískar konur og böm, fóru frá Sarajevo í Bosníu í gær áleiðis til Króatíu með bif- reiðum Rauða krossins og átti önnur bílalest að fara síðar um daginn með serbneskar fjölskyldur til Belgrad í Serbíu. Vopnfær- um körlum var skipað að vera eftir til að taka þátt í vöm borgar- innar en talsmenn eftirlitssveita Sameinuðu þjóðanna neituðu að veita bílalestunum vemd og sögðu, að flutningarnir væm liður í þeim „þjóðaaðskilnaði", sem ætti sér stað í Bosníu. Fulltrúar Serba, Króata og múslima sömdu í gær um vopnahlé í öllu landinu og á það taka gildi á miðnætti í nótt. Flytja átti burt um 1.500 Kró- ata og múslima frá Sarajevo í gær en bosníski Rauða krossinn vonast til að geta flutt þaðan um 6.000 manns á nokkrum dögum. í gær náðist þó aðeins í 14 langferðabíla Hússein vill Saddam frá Amman. Reuter. HUSSEIN Jórdaniukonungur virðist hafa snúið baki við Saddam Hussein íraksforseta því í samtali við New York Times í fyrradag gaf hann til kynna að kominn væri tími til fyrir írösku þjóðina að binda sjálfa enda á völd forseta síns. Hússein geldur þess enn að hafa stutt Saddam eftir innrás íraka í Kúveit. Embættismenn sögðu í gær að fyrir nokkru hefði konungi snúist hugur hvað Saddam varðar. Teldi hann það brýnustu hagsmuni íraka að losna við forsetann og það væri einnig kappsmál fyrir Jórdani að hann færi frá. „Margt af því sem verið hefur að gerast í Irak hefur fyllt konunginn viðbjóði," sagði háttsettur embættis- maður og vitnaði m.a. til fjöldaaftöku á tugum kaupmanna í Bagdad sl. sumar. Hússein konungur hefur reynt að söðla um í afstöðunni til Saddams, hefur til dæmis átt fundi með írösk- um stjórnarandstæðingum að undan- förnu og leyft þeim að fara um Jórd- aníu á leið til útlanda. í sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar í síðustu viku ræddi Jórdaníukonung- ur um veikindi sín og gaf til kynna að menn yrðu að búa sig undir það að hann væri ekki ódauðlegur. af 26, sem þörf var á, og því lá við uppþoti þegar fólkið barðist um sætin í bílunum. Var skilnaðar- stundin erfið fyrir margar fjöl- skyldur þar sem eiginmennirnir fengu yfirleitt ekki að fara með og sumum var öllum lokið. „Fyrir mér er allt búið,“ sagði Nermin Zupcevic, fjölskyldumaður á þrít- ugsaldri, þegar hann kvaddi konu sína og sex mánaða gamlan son. „Ég hef ekkert til að lifa fyrir.“ Fulltrúar eftirlitssveita Samein- uðu þjóðanna vildu ekki hafa nein afskipti af brottflutningnum frá Sarajevo og héldu því fram, að með honum hefði Bosníustjóm lát- ið undan kröfum Serba, sem vildu koma serbnesku fólki burt úr borg- inni til að geta hert árásir á hana. Stjórnin þykir hins vegar ekki hafa átt margra kosta völ því að hún hefur verið sökuð um að halda fólki í eins konar gíslingu í borg- inni til að styrkja stöðu sína í Ungur maður kveður dóttur síha áður en hún er send frá Sarajevo. tilkynningu um vopnahléið, sem á að hefjast á miðnætti, sagði, að með því væri stefnt að því að hætta alveg stríðinu í landinu en fáir trúa, að það gangi eftir. Síð- ustu daga hafa bardagamir verið þeir hörðustu frá upphafi borgara- styijaldarinnar og virðast múslim- ar og Króatar sækja að Serbum á flestum vígstöðvum. José Zalaquett formaður starfssviðsnefndar Amnesty International Ný verkefni blasa við að kalda stríðinu loknu JOSÉ Zalaquett, formaður starfssviðsnefndar Amnesty Internation- al, dvelur hér á landi til 12. nóvember og flytur fyrirlestra um mannréttindamál. Zalaquett, sem er lögfræðingur frá Chile, hefur m.a. verið formaður framkvæmdanefndar Amnesty, verið varafram- kvæmdastjóri aðalskrifstofunnar í Lundúnum auk þess sem hann hefur tekið virkan þátt í mannréttindabaráttunni í heimalandi sínu. Var hann fangelsaður vegna þeirra starfa 1975 og sendur í útlegð. Hann segir stöðu mannréttindamála i heiminum hafa batnað veru- lega eftir að kalda stríðinu lauk en ástandið sé þó enn slæmt í mörgum ríkjum og alvarleg hættumerki megi sjá í öðrum. Zalaquett segir starfsemi mann- réttindasamtaka á borð við Am- nesty International, sem hófst á sjöunda áratugnum, hafa byijað að breytast á þeim níunda. Fram til þess tíma hafi aðaláherslan ver- ið lögð á mannréttindabrot einræð- isstjórna, aðallega herstjórna og kommúnistastjóma. Mannrétt- indasamtök hafí fyrst og fremst einbeitt sér að mannréttindabrot- um af hálfu ríkisstjórna enda hafí þau verið lang stærsta vandamálið. Þetta hafi hins vegar byijað að breytast árið 1979 en það ár átti innrás Sovétmanna í Afganistan sér stað og margar einræðisstjóm- ir, s.s. í Uganda, Nicaragua féllu. Síðan hafi margar einræðisstjórnir Rómönsku Ameríku fallið sem og á Filippseyjum og með perestrojku Míkhaíls Gorbatsjovs fyrrum Sov- étleiðtoga hafi breytingarnar farið að teygja anga sína til alls 'heims- ins. „Á síðasta áratug urðum við að byija að takast á við vandamál sem komu upp eftir að einræðisstjórnir fóru frá. Það þurfti að takast á við spurningar eins og hvemig ætti að glíma við fortíðina. Vanda- mál í mörgum ríkjum höfðu verið „fryst" á einræðistímanum, s.s. þjóðemisdeilúmar í Júgóslavíu," sagði Zalaquett. Fortíðarvandi hefði komið upp í ýmsum ríkjum Austur-Evrópu, í Chile og Argent- ínu og hefðu í alls nítján ríkjum verið settar á laggirnar sérstakar nefndir til að takast á við hann. Zalaquett átti einmitt sæti í slíkri nefnd í Chile, Þjóðarnefndinni um sannleika og sættir. Hann sagði stöðuna í þessum löndum um margt vera líka þeirri sem hefði verið í lok síðari heims- styijaldarinnar. Einn reginmunur væri þó á; nefnilega sá að í lok síðari heimsstyijaldarinnar hefðu sökudólgamir beðið hernaðarlegan ósigur. I Rómönsku Ameríku væri herinn enn til staðar þó að herfor- ingjamir hefðu beðið pólitískan ósigur og í Austur-Evrópu væri kommúnistana fyrrverandi alls staðar að fínna í kerfínu. „Þó svo að hin siðferðilegu grundvallarat- riði, mikilvægi þess að ná fram réttlæti og sannleika, standi enn óhögguð er hinn pólitíski raunveru- leiki annar. Aðaláherslan hefur því verið lögð á að finna sannleikann, að láta eins konar félagslega hreinsun eiga sér stað. Fólk á að vita hvað raunverulega gerðist svo að hægt verði að koma í veg fyrir að það endurtaki sig. Þar sem hægt er að koma því við á svo að draga menn til ábyrgðar." Hann sagði ríkisstjórnir í Aust- ur-Evrópu hafa sýnt mikinn áhuga á þeirri reynslu sem hefði fengist Morgunblaðið/Kristinn José Zalaquett í Rómönsku Ameríku í þessum efnum. Nefndin í Chile hefði til að mynda getað staðfest 2.200 til- vik þar sem einræðisstjórnin hefði látið drepa einstaklinga og fengju aðstandendur fórnarlambanna bótagreiðslur til æviloka. í sumum ríkjum Austur-Evrópu hefði hins vegar verið farin sú leið að kafa ofan í skjöl öryggislögreglunnar og gera opinber nöfn þeirra sem þar væru skráðir sem samstarfsað- ilar. Þetta gæti þó reynst varhuga- vert þar sem oft hefðu starfsmenn öryggislögreglunnar skráð nöfn til að fá umbun frá yílrmönnum sín- um. Svo væri það til að viðkom- andi einstaklingar hefðu ekki átt annarra kosta völ en að veita ör- yggislögreglunni lið. Opinberun þessara skjala hefði oft leitt til eins konar nornaveiða og hefði að mati margra til að mynda ýtt und- ir að Tékkóslóvakíu hefði verið skipt upp í tvö ríki. „Nú þegar kalda stríðinu er lok- ið stöndum við Iíka frammi fyrir því að grimmdarverk og átök hald- ast í hendur s.s. í Júgóslavíu og Perú. Skipulag mannréttindasam- taka-hefur aftur á móti til þessa tekið mið af friðartímum og kúgun stjórnvalda á þegnunum. Genfar- sáttmálinn og samtök á borð við Rauða krossinn hafa einbeitt sér að styijaldartímum. Eitt af stóru verkefnunum framundan er að bregðast við þessari nýju stöðu,“ segir Zalaquett. Hann sagði líka auknar kröfur vera uppi um allan heim um að samtök á borð við Amnesty hefðu afskipti af mann- réttindabrotum stjórnarandstöðu- hópa en ekki bara ríkisstjórna. Mætti þar nefna Írska lýðveldis- herinn, ETA á Spáni eða Skínandi stíg í Perú. Hingað til hefðu sam- tökin ekki viljað gera það þar sem það hefði verið of viðkvæmt póli- tískt á tímum kalda stríðsins en nú væru tímarnir breyttir. Amnesty hefur fram til þessa aðallega einbeitt sér að fjórum málaflokkum: Aðstæðum í fang- elsum, dauðarefsingu, pyntingum og sanngjörnum réttarhöldum. Á þingi samtakanna í Japan á síð- asta ári var hins vegar ákveðið að víkka starfssvið þeirra. Meðal helstu nýjunga í starfí samtakanna er að þau eru farin að hafa af- skipti af mannréttindabrotum vop- naðra stjómarandstöðuhópa með því að skrifa mótmælabréf t.d. til hreyfíngar Tamíla á Sri Lanka og palestínskra hópa. Þá hafa verið gefnar út skýrslur um ástandið í Perú og Bosníu. Þá einbeita sam- tökin sér nú ekki bara að fangels- un af pólitískum ástæðum heldur einnig því er menn eru gerðir út- lægir. Ámnesty hefur þar að auki ákveðið að beita sér gegn stjórn- valdsaðgerðum á borð við það að heimili manna séu eyðilögð líkt og ísraelsk stjórnvöld hafa stundum gert. Loks láta samtökin nú til sín taka fangelsun homma. Séu menn fangelsaðir fyrir það sem þeir eru er það talið jafngilda fangelsun vegna skoðana. Þegar Zalaquett var spurður hvernig hann mæti almennt stöðu mannréttindamála í heiminum að kalda stríðinu loknu sagði _hann hana tvímælalaust hafa batnað. Það þýddi hins vegar ekki að ástand mála gæti ekki versnað á ný. „Fyrir 10-20 árum var listinn yfír afbrotamennina mjög langur. Til dæmis voru menn á borð við Franco, Pinochet, Idi Amin og Bokassa enn við völd og öll Austur- Evrópa undir alræðisstjórn. Þetta er ekki raunin lengur en samt má ekki gleyma því að hræðilegir hlut- ir eiga sér enn stað t.d. í Bosníu og Sómalíu. Besta lýsingin á ástandinu er kannski að eldurinn logar ennþá en við erum bæði með meira vatn og fleiri slökkviliðs- menn. Það verður ávallt til staðar hatur og einræði en það er meiri vilji til að takast á við þann vanda en áður. Neyðartilvikin eru færri og möguleikarnir til að takast á við þau meiri. Það er samt ekki hægt að segja að björninn sé unn- inn.“ Meðal þeirra ríkja þar sem ástandið væri enn mjög slæmt nefndi hann íran, írak og Sýrland I Mið-Austurlöndum. Þá væri stað- an mjög alvarleg á Kúbu og mann- réttindabrot væru áfram framin t.d. á Filippseyjum, Sri Lanka og í Búrma. Éinnig mætti sjá mörg hættumerki í lýðveldum Sovétríkj- anna fyrrverandi, s.s. Azerbajdz- han, Georgíu og jafnvel Rússlandi. Ástandið í ísrael hefði batnað veru- lega eftir að friðarviðræður um Mið-Austurlönd hófust en menn óttuðust hvað kynni að gerast ef þær færu út um þúfur. Þá gætu mál farið á verri veg t.d. i E1 Salvador og Suður-Afríku þó að staðan þar hefði batnað verulega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.