Morgunblaðið - 11.11.1992, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 11.11.1992, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1992 NORFOLK Heilsað upp á Leif Bára Sigurjónsdóttir, skrásetjarinn íngólfur Margeirsson og eigin- kona hans, Jóhanna Jónasdóttir læknir. * Islendingar í Bandaríkjunum halda mjög á loft afrekum Leifs Eiríkssonar, sem fyrstur hvítra manna fann meginland Norður- Ameríku. Tvö félög íslendinga vestra bera nafn hans og árlega er Leifs minnst nálægt 9. október, sem bandarísk stjómvöld hafa helgað bæði Leifi Eiríkssyni og Kólum- busi. í miklu safni í bænum Newport News skammt frá Norfolk er afsteypa af styttu Leifs sem bandaríska þjóðin gaf hinni íslenzku á 1.000 ára afmæli Alþingis og sem síðan hefur staðið á Skólavörðuholti — síðustu árin framan við Hallgríms- kirkju. Afsteypan stóð lengi utan við safnahúsið í Newp- ort News en var í fyrra færð í hús og stendur nú framan við dyrnar á þeim sal safnsins sem ber nafnið „Age of Exploration" og fer enginn í þann sal án þess að „heilsa upp á Leif“. Islendingafélagið í Nor- folk hefur frá stofnun hald- ið upp á Leifsdag með því að leggja blómsveig í ís- lenzku fánalitunum að styttunni, hvort sem hún hefur staðið utan dyra eða innan. A degi Leifs 9. októ- ber 1992 söfnuðust um 25-30 félagar ásamt starfsmönn- um í s'afninu saman til þessarar athafnar. íslendingamir í Norfolk tóku þetta verkefni eiginlega af Norð- mönnum, sem höfðu lagt blóm að Ljósmynd/Ransy Morr Sesselja __ Siggeirsdóttir Seifert, for- maður Islensk-ameríska félagsins í Norfolk til margra ára, leggur hér blómsveig að styttu Leifs Eiríkssonar í Newport News. Sella mætir á íslensk- um búningi við allar samkomur og athafnir á vegum félagsins. MISSTll EKKIAF LESTINNI Langar þig að eyða spennandi ári sem skiptinemi í ókunnu landi? Við viljum minna á að umsóknarfrestur fyrir dvöl í eftirtöldum löndum skölaárið 1993-94 rennur út 16. nóvember: Bandríkin, frönsku- og enskumælandi Kanada, Þýskaland, Hol- land, England, Japan og Norðurlöndin. Þú getur sótt um ef þú ert fædd/ur á árunum 1975-1977. Umsóknareyðublöð og allar nánari upplýs- ingar fást á skrifstofu ASSE alla virka daga kl. 13-17. Sími 621455. INTEHNATIONAL STUOENT EXCHANGE PHOGRAMS styttunni áður. Fer auðvitað miklu betur á því að þetta verkefni sé í höndum íslendinga en Norð- manna. Stjórn safnsins ér íslend- ingum þakklát fyrir þá athygli sem þeir vekja á Leifi og safninu með þessu. íslendingarnir hafa einnig gert betur. Þeir hafa kynnt sjálfboðalið- um sem fara með hópa gesta um safnið frásagnir íslendingasagna um vesturferðir íslenzkra víkinga, þ. á m. söguna um ferð Þorfínns karlsefnis og Guðríðar Þorbjarnar- dóttur konu hans og fjölda fylgi- sveina. Þetta varð lengsta dvöl íslenzkra víkinga í Norður-Amer- íku og stóð í rúm þijú ár. A þeim tíma fæddist Guðríði og Þorfínni sonur, sem hlaut nafnið Snorri. Varla leikur vafí á því að þetta var fyrsta hvíta barnið sem fædd- ist í Norður-Ameríku. Þessi saga nær alltaf athygli Bandaríkjamanna og því felst í því góð landkynning, að leiðsögumenn safnsins útbreiði hana meðal fjöl- margra gesta sem koma í „The Mariners Museum“ í Newport News. SKEMMTANIR Hátíð hjá Báru Itilefni útkomu bókarinnar Hjá Báru var haldið heljarmikið út- gáfuteiti á skemmtistaðnum Ömmu < Lú í síðustu viku. Á milli 250 og 300 manns voru samankomin til að samfagna Báru Siguijónsdóttur kaupkonu en Ingólfur Margeirsson hefur skráð sögu hennar. Bára er vel þekkt fyrir verslun sína við Hverfísgötuna, þar sem m.a. eru seldir glæsilegir samkvæmis- og brúðarkjólar en bókin ber sama heiti og verslunin. Því var vel við hæfí að sýna hluta af kjólaúrvalinu í verslun Báru, auk þess sem sýnd- ir voru kjólar og búningar í hennar eigu. Það var sýningarfólk úr Mód- el 79 sem sýndi fatnaðinn en ljós- myndari Morgunblaðsins festi hluta samkvæmisins á fílmu. Einn af þeim samkvæmiskjólum sem Bára selur í verslun sinni. KNATTSPYRNA * Iskugga keisarans að er ekki auðvelt að vera sonur knattspyrnukeis- arans Franz Beckenbauers eins og Stefan Beck- enbauer hefur fengið að reyna. Hann spilar nú knatt- spyrnu með þýska úrvalsliðinu Saarbrucken, vermir reyndar varamannabekkinn enn sem komið er, og er stöðugt borinn saman við föðurinn, sem lengi var dýrlingur í þýska knattspyrnuheiminum: Frá því að Stefan hóf að spila knattspyrnu í bæversku þorpun- um hefur hann verið undir smásjá áhorfenda sem krefjast þess að hann sýni sömu getu og faðirinn. Ef illa tekst til hjá yngsta syni keisarans er gjaman hrópað inn á völlinn: Blessaður náðu í pabba þinn! Pressan í Miinchen lagði hann í einelti um tíma, fylgdi honum á diskótekin og ljósmynduði hvert ein- asta bjórglas sem sást í höndum hans. Segist Stef- an, sem nú er 23 ára gamall, oft hafa óskað sér að heita Schultz eða einhveiju áþekku nafni. Stefan Beckenbauer, sem er 1,88 metrar á hæð og 83 kíló, þykir lifandi eftirmynd föður síns. Andlit- ið og hárið þykir mjög svipað, svo ekki sé talað um hið óræða bros og yfírvegaðar hreyfíngar. Yngsti sonur Franz Beckenbauers, Stefan, hefur fetað í fótspor föðurins, en er orðinn þreyttur á að vera sífellt borinn saman við gamla goðið í þýsku knattspyrnunni, „keisarann“ Beckenbau- er. Þegar Saarbrucken spilaði heimaleik gegn Schalke í haust kom gamla goðið með þyrlu sem lenti á leik- vangnum, til að fylgjast með syninum. í tilefni þess fékk Stefan að spila seinni hálfleikinn en var nokkuð óheppinn, því seinni hálfleikur var mun lélegri hjá liði hans en sá fyrri. Þjálfari Stefans segir föðumafn- ið há honum, en annars sé pilturinn efnilegur. Hann búi yfír góðri tækni, sé yfírvegaður og hafi þann hæfileika að geta gagnrýnt sjálfan sig á jákvæðan hátt. SKIPHOLT119 SÍMI 29800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.