Morgunblaðið - 11.11.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.11.1992, Blaðsíða 21
MÖRGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1992 21 Rússneskt herlið til Ingushetíu Rússneskar hersveitir héldu í gær inn í héraðið Ingushetíu í suðurhluta Rússlands, að sögn fréttastofunnar Itar- Tass. Stjórnvöld í Moskvu lýstu fyrr í mánuðinum yfir neyðarástandi í héraðinu vegna harðra átaka sem geys- að höfðu vegna deilna um landamæri Ingushetíu og Norður-Ossetíu, en bæði hé- röðin eru innan Rússlands. Áður var búið að senda her- sveitir til Ossetíu. Átökin standa um landsvæði sem til- heyrði löngum Ingushetíu en var afhent Ossetíu í síðari heimsstytjöldinni af Jósef Stalín, sem sakaði Ingushía um samstarf við Þjóðveija og sendi íbúa svæðisins til Síberíu og Kazakhstan. Reynt að stöðva átök í Angóla Háttsettur embættismaður á vegum Sameinuðu þjóðanna, Marrack Goulding, reyndi í gær að ná fundi af Jonas Sav- imbi, leiðtoga UNITA-hreyf- ingarinnar í Angóla. Sögðu stjórnarerindrekar hjá SÞ að þetta væri úrslitatilraun til að reyna að ræða við Savimbi í því skyni að koma í veg fyrir allsheijar borgarastyijöld í landinu. Goulding hefur þegar rætt við Eduardo dos Santos, forseta Angóla. Hann mun lík- lega yfirgefa Angóla í dag beri tilraunir hans til að ná sambandi við Savimbi, sem hófust á sunnudag, ekki árangur. Breytt nef bjargaði hjónabandi ísraelskum rabbínum hefur tekist að sannfæra þarlenda konu um að láta lýtalækna breyta á sér nefinu þannig að eiginmaður hennar muni girn- ast hana á ný og hætta við skilnað. Eiginmaðurinn vildi í fyrstu ekki skýra dómurum við rabbínadómstólinn í Tel Aviv frá því af hveiju hann vildi skilja við konuna sína. Þau höfðu verið gift í tvö ár og konan neitaði að sam- þykkja skilnaðinn. Hann við- urkenndi þó loks að honum þætti nef konunnar svo óheyrilega ljótt að hann þyldi ekki lengur við í hjónaband- inu. Eftir langar samningavið- ræður tókst rabbínunum að fá konuna til að breyta nefinu og manninum til að una við hlutskipti sitt. Danmörk Seðlabankinn að- stoðar Varde-bank Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. í FYRSTA skipti í átta ár þurfti danski seðlabankinn að hlaupa undir bagga með dönskum banka nú um helgina. Fyrir helgi höfðu áhyggjufullir sparifjáreigendur tekið sem svarar þremur milljörðum ISK út úr Varde-bankanum. Til að koma í veg fyrir áframhaldandi fjármagnsflæði frá bankanum ákvað seðlabankinn og sjö stjórir bankar að leggja fram tryggingu til að auka traust hans. Varde-bankinn hefur höfuð- stöðvar í Esbjerg, en rekur útibú úti um allt land. Bankinn hefur tapað miklu fé á fasteignalánum, í kjölfar samdráttar og nauðungar- uppboða á fasteignamarkaðnum. Bankinn varð illilega fyrir barðinu á óróa á evrópskum gjaldeyrismörk- uðum fyrir skömmu. Eftir að slæm staða bankans varð ljós á aðalfundi hluthafa bankans í síðustu viku streymdi féð út úr bankanum fram að helgi. Um helgina ákvað svo danski seðlabankinn og sjö aðrir bankar að leggja fram tryggingu sem sam- svarar um 7,5 milljörðum ÍSK. Einnig lagði danski seðlabankinn fram lausafjártryggingu, þannig að bankinn verði ekki uppiskroppa með reiðufé ef mikið er tekið út af reikn- ingum hans. Jafnframt settu bank- arnir á fót nefnd sem fýlgist með starfsemi bankans. Engar áætlanir eru uppi um að bankinn sameinist öðrum banka, en undanfarin ár hafa ýmsir dansk- ir bankar sameinast. Þeir sem fylgj- ast með dönskum bankamálum segja að fjárhagsstaða danskra banka hafi vart verið verri en nú er síðan á 3. og 4. áratugnum. Nýlega hafa mikil skrif verið um hallarekstur Unibank, sem er einn af stærstu bönkunum hér. Þó að vandi danskra banka sé enn ekki sambærilegur við vandann í Noregi og Svíþjóð sér ekki fyrir endann á honum. Sænskar bílaverksmiðjur í vanda Uppsagnir hjá Volvo og Saab Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins. SÆNSKU Volvo-verksmiðjurnar ákváðu fyrir skömmu að leggja niður verksmiðjur sínar í Udde- valla og Kalmar og þar með missa um 4.500 manns vinnuna. Saab- verksmiðjurnar fylgdu í kjölfarið í gær, talsmenn þeirra segja að alls verði 2.000 manns, þar af um 1.650 í Trollháttan en einnig í Gautaborg og Södertalje, sagt upp störfum. Trollhattan er aðeins nokkra kílómetra frá Uddevalia og fjöldi undirverktaka á svæðinu verður fyrir áfalli vegna sam- dráttarins í bílaframleiðslunni. Sænsk bílaframleiðsla er í kreppu og almennur samdráttur í efnahags- málum á alþjóðavettvangi bætir ekki ástandið. Saab var þegar búið að loka nýreistri verksmiðju í Málmey og verksmiðja Volvo í Uddevalla, sem tekin var í notkun 1989, var yfirleitt álitiii ein hin nýtískulegasta í álf- unni. Saab hyggst minnka árlega framleiðslu í 80.000 bíla; fyrir ári var spáð að framleiðslan á þessu ári yrði um 110.000 bílar. Atvinnuleysið í Svíþjóð er nú um sex af hundraði. Þar sem bílafram- leiðsla er mikilvæg atvinnugrein er talan oft 10-12% og sveitarfélögin æskja nú stuðnings frá ríkisvaldinu. Stjómin er sem stendur ekki með sérstakar ráðstafanir vegna bílaiðn- aðarins á döfinni. Reúter Múslimar í kosningaham „íslamska bandalagið" í Egyptalandi, kosningabandalag Múslimska bræðralagsins og Sósíalíska verkamannaflokksins, sem hafa verið bannaðir, tók í fyrsta sinn þátt í sveitarstjómakosningum í gær og fyrir viku. Bandalagið vann sigur í kosningum til 56 sveitarstjóma, en stjórnarflokkurinn, Demókrataflokkurinn, sem hefur verið við völd í landinu í 40 ár, til 2.405. Myndin er af ungum stuðningsmönnum bandalagsins, íklæddum borðum með áletruninni: „íslam er lausnin". ERLENT Haustfundur Félagsfundur Hafnarfjarðardeildar Rauða kross íslands verður haldinn í húsakynn- um deildarinnar, Bæjarhrauni 2, í dag, miðvikudaginn 11. nóvember nk. kl. 20.00. Dagskrá: 1. Kynning á starfseminni. 2. Málefni barna og unglinga. Stjórn Hafnarfjarðardeildar RKÍ Bíll möguleikanna á frábæru verði Við eigum nokkra Ford Econoline Club Wagon á frábæru verði, frá 2.400.000 krónum m/vsk. Ford Econoline er sannarlega bíll möguleikanna. Hann hefur frábæra aksturseiginleika, er mjög rúmgóður þægilegur; hjjóðlátur og þú færð tæpast betri bíl til ferðalaga. Tiyggðu þér Ford Econoline strax í dag. Ryðvörn og skráning er innifalin í verðinu. Hefur þú ekiö Ford.....ný!ega? 'lobus? -heimur gœda! Lágmúla 5, sími 91- 68 15 55

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.