Morgunblaðið - 11.11.1992, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.11.1992, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1992 27 Meðgjöf til flóabáta 400- 500 milljónir á næsta ári Gert ráð fyrir 330 milljónum í fjárlagafrumvarpi MÁLEFNI fcrja og flóabáta voru nokkuð rædd í umræðum á AI- þingi um breytingar á vegaáætl- un. Halldór Blöndal samgöngu- ráðherra hefur verulegar áhyggj- ur af kostnaði vegna þessara skipa. „Það er svo komið nú þeg- ar búið er að fara yfir reikning- ana á nýjan leik að það er búist við að meðgjöfin með þessum flóabátum verði nær hálfur millj- arður króna á næsta ári.“ í frum- varpi til fjárlaga fyrir næsta ár er gert ráð fyrir 330 milljónum króna. milljóna króna og fari svo á sjötta hundraðið eftir tvö ár.“ Samgöngu- ráðherra sagði ástæður þessarar fjárþurftar vera vondan viðskilnað fyrri ríkisstjórnar. Síðar í umræðum ítrekaði samgönguráðherra að nú lægi fyrir að vegna ráðstafana síð- ustu ríkisstjómar í sambandi við flóabáta væri svo komið að styrkir til flóabáta myndu á næstu árum fara upp í á sjötta hundrað milljónir króna. Það hefði verið gert ráð fyrir því í fjárlagafrumvarpinu að 330 milljónir myndu nægja. „Það er svo komið nú þegar búið er að fara yfir reikningana á nýjan leik að það er búist við að meðgjöfin með þessum flóabátum verði nær hálfur milljarð- ur króna á næsta ári.“ Samgöngu- ráðherra treysti sér ekki á þessari stundu til að tilgreina upphæðina nákvæmlega en hún lægi einhvers- staðar milli 400-500 milljóna króna. Halldór Blöndal samgönguráðherra sagði ennfremur: „Auðvitað verða þessir peningar að dragast frá öðrum útgjöldum ríkissjóðs. Framhjá því er ekki hægt að komast." Hin nýja Breiðafjarðarferja Baldur. í umræðum í gær gagnrýndiJó- hann Ársælsson (Ab-Vl) í nokkru máli hvemig ríkisstjómin hefði stað- ið að þeirri ákvörðun að veija 1.800 milljónum til vegaframkvæmda til að örva atvinnu. Jóhann taldi ekki allt í því lagi sem ríkisstjómin vildi vera láta. Meðal þess sem hann taldi fram var að nú væri Vegagerðinni falið að annast fjármögnun feija. Einar K. Guðfinnsson (S-Vf) sagði að það rétt vera að ríkisstjórnin gerði ráð fyrir því að rekstur feija og flóabáta kæmi inn á vegafé. Þeg- ar og ef sú ákvörðun yrði tekin yrðu menn að gæta þess afskaplega vel að standa að þeirri ákvörðun með þeim hætti að Vegagerðinni yrði séð fyrir sómasamlegu rekstrarfé til að annast rekstur þessara skipa. Það hefði verið ráð fyrir því gert að sér- stök aukning á tekjum Vegasjóðs færi til þessa rekstur og einnig mætti búast við að tekjur Vegasjóðs myndu aukast af öðrum ástæðum. Einar lagði áherslu á að þegar þetta mál yrði tekið sérstaklega fyr- ir, yrði áð fara nákvæmlega ofan í það hver kostnaður feija myndi verða. Það gengi ekki að skrifa upp á óútfyllta ávísun. Einar óttaðist að enn væru ekki öll kurl komin til grafar. Einar benti á að heildar- kostnaður vegna Heijólfs væri nú samtals 1.621,3 milljón króna. Væri þá allt framtalið, smíðakostnaður, hönnunarkostnaður, heimsiglingar- kostnaður, kostnaður vegna hafnar- gerðar í Þorlákshöfn og Vestmanna- eyjum. Slíkur kostnaður yrði auðvit- að ekki lagður á Vegasjóð án þess að sjá honum fyrir tekjum til að standa straum af þessu. Halldór Blöndal samgönguráð- herra tók undir það með Einari K. Guðfinnssyni að ástæða væri til þess að hafa áhyggjur af því hversu mikl- ir fjármunir yrðu að fara til flóabáta á næstu árum. í fjárlagafrumvarp- inu væri gert ráð fyrir 330 milljónum króna í þessu skyni. En það mætti búast við að sú fjárhæð myndi hækka. „Jafnvel á næsta ári mjög verulega, eitthvað á fímmta hundrað Breyting á vegaáætlun Ákvarðanataka átalin harðlega Þingmenn fagna auknum framlögum til vegamála HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra hafði á Alþingi í gær fram- sögu fyrir þingsályktunartillögu um breytingu á vegaáætlun; að færa til 50 milljónir milli viðfangsefna í áætluninni. Það er tillaga samgöngu- ráðherra að nota fé sem sparaðist í vetrarþjónustu síðasta vetur til þess að standa straum af kostnaði vegna útboða í tengslum við þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að auka framlög til vegamála um 1800 milljónir króna. Þingmcnn stjórnarandstöðu gagnrýndu aðferð ríkis- stjórnarinnar við þessa ákvarðanatöku en ekki ákvörðunina sjálfa. Halldór Blöndal samgönguráð- herra gerði grein fyrir tillögu til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun um vegaáætlun fyrir árið 1992. Samgönguráðherra rifjaði upp að ríkisstjórnin hefði ákveðið að beita sér fyrir auknum. fram- kvæmdum í vegagerð til atvinnu- aukningar. í fjárlagafrumvarpi fyrir 1993 væru ætlaðar 1800 milljónir króna í þessu skyni. Ráðherra sagði að vegna hag- stæðrar tíðar síðastliðinn vetur væri fyrirsjáanlegt að nokkur greiðsluaf- gangur yrði á vetrarþjónustu á þessu ári. Því væri gerð tillaga um að veija af þessari upphæð til nýrra þjóðvega til að staiida undir þeim kostnaði sem til felli á þessu ári vegna útboða. Samgönguráðherra lét þess getið að verkefni til fyrstu útboða hefðu verið valin af Vegagerðinni. Valið hefði ráðist af því hvaða verkefni væru það langt komin í undirbúningi að bjóða mætti þau út með skömm- um fyrirvara. Einnig hefði verið höfð hliðsjón af því hvaða fram- kvæmdir hentuðu til vetrarvinnu. Skipting á upphæðinni á verkefni væri í samræmi við mat á þörf. Sú skipting væri ekki í samræmi við hefðbundna skiptingu fjár í vega- áætlun á milli kjördæma. Endur- skoðun vegaáætlunarinnar færi hins vegar fram og væri ráð fyrir því gert að skiptingin yrði leiðrétt þá. FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 7 = 17411118>/2 = □ GLITNIR 5992111119 II 5 I.O.O.F. 9= 17411118’/2 = Sp. □ HELGAFELL 5992111119 VI 2 SAMBAND ÍSLENZKRA KRISTNIBOÐSFÉLAGA Almenn samkoma í Kristniboðs- salnum, Háaleitisbraut 58-60 í kvöld kl. 20.00. Raeöumaöur: Ástráöur Sigursteindórsson. Þú ert velkomin(n) á samkomuna! IOGT St. Einingin nr. 14 Fundur í Templarahöllinni í kvöld kl. 20.30. Dagskré: Ljóð og list í tali og tónum. Félagar fjölmenniö. Æ.T. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaöarerindisins. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.00. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Bibliulestur í kvöld kl. 20.30. Námskeiðið „Kristiö lif og vitnis- buröur". Kennarar: Mike Fitzger- ald og Hafliði Kristinsson. wmmyM Byrjendanámskeiö hefst fljót- lega. Kenndar verða teygjur, öndun, hugleiðsla og slökun. Upplýsingar i síma 679181 (kl. 17-19). JÓgastöðin Heimsljós. Samgönguráðherra lagði til að þessu máli yrði að lokinni umræðu vísað til samgöngunefndar og hann fór þess eindregið á leit að nefndin hrað- aði umfjöllun um þetta mál eftir því sem kostur væri. Málsmeðferð gagnrýnd Þingmenn sem tóku til máls bentu á að ástæða fyrir tilfærslu þessara 50 milljóna króna væri ákvörðun rík- isstjómarinnar um að taka 1800 milljóna króna lán og veija því til aukinna framkvæmda við vegagerð. Enginn þingmaður gagnrýndi þá ákvörðun að auka fé til vegamála en hins vegar fundu þingmenn stjórnarandstöðu mjög að því hvern- ig ríkisstjórnin héfði staðið að þess- ari ákvörðun. Þeir drógu mjög í efa að þessi málsmeðferð stæðist vega- lög og þá hefð sem ríkt hefði um ráðstöfun fjármuna til vegamála. Ríkisstjórnin hefði gengið framhjá þingmönnum og samgöngunefnd. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (SK-Vf) kvaðst að sjálfsögðu fagna samgöngubótum en hún lét þó í ljós vissar efasemdir um að þessi ráðstöf- un fjármuna væri sú mest atvinnu- skapandi sem völ væri á. Þessar framkvæmdir myndu tímabundið veita 480-500 manns vinnu en hér væri ekki varanleg atvinna. Þingmenn í stjómarliði, Einar K. Guðfinnsson (S-Vf), Sturla Böð- varsson (S-Vl), Árni Johnsen (S-Sl), Egil Jónsson (S-Al) hvöttu stjórnarandstæðinga til að láta af „ólund“, væri þeim nær að fagna auknum framlögum til vegamála, og með þessari tillögu væri komið til móts við gagnrýni vegna forms- atriða. Hve mikið? Stjómarandstæðingar samþykktu að fé til vegamála væri vel varið en þeir töldu að stjórnarliðið væri að reyna að „slá sig til riddara" með því að veifa 1800 milljónum króna. Jóhanni Ársælssyni reiknaðist svo til að ef tekið væri tilit til fyrri skerð- ingar á fjármagni til vegaáætlunar um 344 milljónir, því að Vegasjóði væri ætlað að standa undir rekstri feija og flóabáta 330 milljónir, og að hætt hefði verið við 250 milljón króna lántöku vegna Vestfjarða- ganga; þá stæðu eftir 876 milljónir króna í aukið framkvæmdafé. Hins vegar tæki Vegasjóður á sig 1800 milljón króna skuld sem honum væri ætlað að greiða af fram- kvæmdafé næstu ára. Það kom glöggt og skýrlega fram að þingmennimir Krístinn H. Gunnarsson (Ab-Vf) og Ólafur Þ. Þórðarson (F-Vf) höfðu einna mest- ar áhyggjur af því að brúargerð yf?r* Gilsfjörð myndi frestast um ófyrir- sjáanlega framtíð. Halldór Blöndal samgönguráð- herra vildi benda á að undirbúningur vegna Gilsfjarðarbrúar væri það skammt á veg kominn að ekki væri hægt að bjóða þessa brúarsmíð út. Samgönguráðherra vildi einnig benda á að þrátt fyrir þrengingar í efnahagsmálum hefði ekki verið var- ið minna fé til vegamála á þessu ári en á undanförnum ámm. Þingmenn ræddu hvort framföjf til vegamála hefðu verið skert, um horfur á því að Gilsfjörður yrði brú- aður í framtíðinni og um gömul fyrir- heit um framlög til brúa og vega. Einnig bar rekstur feija og flóabáta nokkuð á góma. Pálmi Jónsson (S-Nv) greindi frá þeirri skoðun sinni að þessi umræða hefði „farið um víðan völl". AlMflGI Tálbeita fær að finna til tevatnsins Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Laugarásbíó: Tálbeitan — „Deep Cover“. Leikstjóri Bill Duke. Aðalleikendur Larry Fis- hburne, Jeff Goldblum, Charles Martin Smith, Victoria Dillard, Sidney Lassick, Clarence Will- iams IH. Bandarísk. Miramax 1992. Þessi grimma ádeila og spennu- mynd um lögreglumenn sem ekki eru vandir að meðulum í baráttu við eiturlyfjasala hefst á því er söguhetjan (Fishbume), þá ung að árum, horfir upp á föður sinn falla fyrir kúlum lögreglunnar. Kárl er forfallinn eituræta og er að fjármagna jólagjafa- og lyfja- kaup með vopnuðu ráni er laga- verðir skakka leikinn. Þessi at- burður verður til þess að drengur- inn ákveður að fara að lögum og næst birtist hann á tjaldinu sem starfsmaður fíknó í Cleveland. Yfirmaður hans (Martin Smith) er að fá honum erfítt verkefni, að gerast tálbeita á sorastrætum Los Angeles-borgar. Á Fishbume að komast í raðir eitursala í Holly- wood og smáfeta sig upp metorða- stigann í dreggjum mannlífsins uns nægar sannanir fást til að koma lögum yfír höfuðpaurana. Martin eys fé í eiturlyfjakaup Fishburnes sem í rauninni er orð- inn ótíndur dópsali og sem slíkur smásmýgur hann í innstu raðir stórlaxa kókaíninnflutningsins. Er það ekki síst fyrir orð lögfræð- ingsins og dópmangarans Gold- blums, sem treystir honum full- komlega. En leiðin verður æ hálli og myrkari. Myndin er sýnd í sömu mund og mál af þessu tagi (þó smærri séu í sniðum) koma uppá yfirborð- ið hérlendis. Og þó svo að hún svari svo sem ekki neinum spum- ingum til hlítar, hún er einfaldlega fullhrottaleg og með of fyrirferð- armiklar áherslur á ofbeldi til að hægt sé að taka hana alvarlega, þá segir hún ljóta sögu sem er ekkert einsdæmi úti í hinum stóra heimi sem við nálgumst með hveiju grammi sem smyglað er til landsins. Og það má draga af henni vissar ályktanir. Þessum mannhundum, blinduðum af stór- gróða eiturlyfjasmygls, er ekkert heilagt. Þeir fara ekki að neinum lögum utan þeirra eigin. Því á ekki að sýna þeim neina linkind. Okkar helgidómur er bömin okk- ar, æska þessa lands. Því á að beita öllum tiltækum meðulum til að hafa hendur í hári djöflamergj- anna, fólk vill aðeins sjá eitt í viðskiptum lögreglu og dóphunda; árangur. Hvert gramm sem tekst að uppræta áður en það lendir á götunni er öllu dýrmætara en ein- hver formsatriði í að koma sölu- mönnum dauðans bak við lás og slá. Og skiptir þá litlu hvort svið- ið er Hlemmur eða Hollywood. Tálbeitan er að mörgu leyti athyglisverð mynd þótt hægar hefði mátt fara í ofbeldið og myndin endi í fullmjúkum en ekki óalgengum iðnaðarstíl. Fishburne er fæddur í hlutverk löggunnar sem fyrir óræðar leiðir örlaganna lenti réttum megin laga og reglu. Goldblum á sftia kafla sem lög- maðurinn sem blindast af dópsölu- gróðanum og Charles Martin Smith bregst ekki bogalistin í hlutverki undirföruls yfirmanns Fishburne. Og skálkarnir saman- safn manngerða sem maður hefur lítinn áhuga á að mæta í myrkri. Duke kann vel til verka í spennuatriðunum sem eru mörg og margvísleg en dettur á rassinn með handritshöfundi í allnokkur skipti er þeim verður á sú skyssa að taka sig einum um of alvarlega. *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.