Morgunblaðið - 11.11.1992, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1992
41
Eignm við að hafa laug-
ardag sem hvíldardag?
Frá sr. Jan Habets:
Vér vitum að Bandaríkin eru ekki
aðeins land vélanna, heldur einnig
land sem flytur út mörg trúarleg
samfélög, t.d. votta Jehóva, morm-
óna, nýaldarhreyfingu, Scientology
og aðventista sjöunda dags, svo
nokkur séu nefnd. Þröstur B. Stein-
þórsson, sóknarprestur Sd. aðvent-
ista, skrifaði 18. október í Morgun-
blaðið grein um hvíldardag á laugar-
degi. Hann segir: „Það deilir enginn
um að Biblían boðar sjöunda daginn
(laugardag) sem hvíldardag. Þeir
sem til þekkja vita þetta.“ Svarið
er einfalt: Sammála viðvíkjandi
Gamla testamentið, en Nýja testa-
mentið segir annað. Kristin kirkja
byrjaði snemma að halda sína eigin
þjónustu, jafnvel forðast samkundu-
húsin og þá líka að koma saman á
Drottins degi, (Dominica/Kuriake),
þ.e. á degi upprisu Krists. Hvers
vegna? Þegar Páll prédikaði í sam-
kunduhúsum að Jesús, sem gyðingar
höfðu hengt á krossinn, væri Guð,
þá var hann oft rekinn út og átti
að fara til heiðingjanna: Post.
13,46/18,6. „Ekki er mér það um
að kenna. Upp frá þessu fer ég til
-heiðingja." I kirkjum sem Páll
„postuli heiðingjanna" (Gal. 2,9)
stofnaði var ekki mögulegt að halda
þjónustu með gyðingum í samkundu-
húsum þeirra á laugardegi. Gyðingar
byrjuðu þá að hata Pál. Við lesum
t.d.: „Gyðingar bundust samtökum
og sóru þess eið að eta hvorki né
drekka, fyrr en þeir höfðu ráðið Pál
af dögum. Þeir voru fleiri en fjöru-
tíu sem þetta samsæri gjörðu" (P.
23,12). Hvers vegna vildu þeir þá
ráða Pál af dögum? Svarið er mikil-
vægt fyrir okkur. Fyrir gyðinga kom
sáluhjálp fyrir lögmál Móse. Nei,
segir Páll, hún kemur aðeins fyrir
náð, ekki fyrir lögmál Móse, sem er
búið með dauða Krists á krossinum.
Fyrir gyðinga var lögmálið Móse
allt, fyrir Pál ekki meiri en „Tyftari
vor, þangað Kristur kom ... nú,
eftir að trúin er komin, erum vér
ekki lengur undir tyftara“ (lögmáli).
Páll er ákafur postuli kristins frelsis
frá lögmáli Móse. Rómverja-, 1.
Kórintu-, Galata- og Hebrea-bréfin
eru full af textum til að fella lögmál
Móse sem meðal til sáluhjálpar, sem
kristnir menn með Páli tileinka náð
Krists, sem hann vann fyrir okkur
á krossinum. Páll segir: „Til frelsis
frelsaði oss Kristur. Standið því stöð-
ugir og látið ekki aftur leggja á
yður ánauðarok" (Gal. 5,1). Það seg-
ir Pétur líka: P. 15,10. „Enginn,"
segir Páll, „skyldi því dæma yður
fyrir mat eða drykk eða það sem
snertir hátíðir, tunglkomur eða
hvíldardaga. Þetta er aðeins skuggi
þess, sem koma átti.“ (Kol. 2,16).
„Kristur er endalok lögmálsins"
(Róm, 10,4). Hvers vegna? Gamla
testamentið var búið þegar Jesús
stofnaði Nýja testamentið við síð-
ustu máltíð í blóði sínu: „Þessi bikar
er hinn Nýi Sáttmáli í mínu blóði,
sem fyrir yður verður úthellt" (Lk.
22,20/1. Kor. 11,25). „Guð hefur
gjört oss hæfa til að vera þjóna nýs
sáttmála, ekki bókstafs, heldur
anda, því að bókstafurinn deyðir en
andinn lífgar" (2. Kor. 3,6). Hebrea-
bréfið talar líka um „betri sáttmála"
(7,22) og „þar sem hann nú kallar
þetta nýjan sáttrpála, þá hefur hann
lýst hinni fyrri úreltan" (Heb. 8,13).
En það er rétt að spyija: Tilheyra
tíu boðorðin einnig lögmáli Móse?
Svarið er: Já. Ern þau þá líka úr
gildi? Hér eigum við að gera aðgrein-
ingu. Boðorðin sem skuldbinda alla
menn, einnig heiðingja, sem.eru „rit-
uð í hjörtum þeirra" (Róm. 2,15)
falla ekki niður, t.d. stela, fremja
morð. En boðorðin sem Guð skrifaði
ekki í hjörtu allra manna, en Móse
gaf aðeins gyðingum: Hvíla á laug-
ardegi og gjöra engar líkneskjur, þau
falla úr gildi, með öðrum boðorðum
Móse. Það var útskýring og strax
iðkun í söfnuðum sem Páll stofnaði
á meðal heiðingjanna. Við lesum að
þeir koma saman á fyrsta degi (degi
upprisunnar) „til að bijóta brauðið":
Altarissakramentið. (Post. 20,7).
„Hvern fyrsta dag vikunnar skal
hver yðar leggja í sjóð heima ...
eins og ég hef fyrirskipað söfnuðum
í Galatíu" (1. Kor. 16,1-2). Þennan
dag prédikaði Páll líka og „braut
brauðið og neytti" (Post. 20,11). 1
Opb. 1,10 lesum við nafn „kuriake"
(hemera), dominica (dies), Drottins
dagur, nafn sem frumkirkjan notaði
fyrir sunnudag. Ágreiningur frá sab-
bat (7. degi) gyðinganna var svo
alger að fyrsti dagurinn (sunnudag-
ur) var fyrir frumkirkju aðeins dag-
ur fyrir guðsþjónustu en ekki hvíld-
ardagur. Árið 321 gerði Konstantín
hann að hvfldardegi. (Cf. Lexicon
zur Bibel).
Hvemig hélt Jesús hvíldardaginn?
Það var nær ómögulegt, farísear
höfðu þröngvað fram 39 fyrirmælum
um hvernig halda skyldi hvíldardag-
inn. Hins vegar uppgötvuðu þeir
meðöl til að komast undan lögskipan
dagsins. Jesús, sem kallaði sig
„herra hvfldardagsins braut boðin
svo oft (gríska: epoiei/eluen) að gyð-
ingar vildu drepa hann og sögðu:
„Þessi maður er ekki frá Guði, fyrst
hann heldur ekki hvíldardaginn" (Jh.
9,16). Theologisches Wörterbuch
zum Neuen Testament (8 Bd) þorir
að kalla Jesúm „destructor": eyð-
anda hvfldardagsins. Framkoma
Jesú varðandi hvíldardaginn gat
a.m.k. ekki verið hindrun fyrir
kristna að snúa frá 7. degi til 1.
dagsins (upprisunnar) sem hæfari
dags til að minnast altarissakra-
mentisins, eins og Jesús hafði beðið
um (Lk. 22,20 og 1. Kor. 11,25).
Biblían og frumkirkjan sanna skýrt
og ríkulega að það var rétt að sleppa
með Páli postula lögmáli Móse og
hvíldardegi gyðinganna skv. Kol.
2,16 því að við eigum að lifa með
Jesú í Nýja testamentinu en ekki
með gyðingum skv. lögmáli Gamla
testamentisins. „Þótt jafnvel ...
engill frá himni færi að boða yður
annað fagnaðarerindi en það, sem
vér höfum boðað yður, þá sé hann
bölvaður" (Gal. 1,8).
SR. JAN HABETS
Austurgötu 7, Stykkishólmi
Pennavinir
Fjórtán ára austurrísk stúlka
með áhuga á hestum og útreiðum:
Astrid Oberherber,
Hummelhofstrasse 8,
A-4020 Linz,
Austria.
Fimmtán ára ísraeli sem hefur
mikinn áhuga á popptónlist og spil-
ar á gítar:
Aia Oz,
27 Shazar St.,
34861 Haifa,
Israel.
Átján ára franskur strákur með
áhuga á bréfaskriftum og safnar
póstkortum:
Frederic Werner,
213 Blvd de la Madeleine,
06000 Nice,
France.
LEIÐRÉTTING
Of lágar tölur
Af gefnu tilefni er rétt að taka
það fram að upplýsingar um barna-
bætur og bamabótaauka sem birt-
ust með grein í sunnudagsblaði,
„Spilað á kerfið", vora 0,38% lægri
en nú er. Tölumar sem stuðst var
við voru frá fyrri hluta ársins.
Þá láðist að geta forsenda við
útreikning barnabóta og barnabóta-
auka, en neðri tekjumörk vora
1.098.000 kr. árstekjur hjóna, eða
91.500 kr. á mánuði en 732.000
kr. árstekjur einstæðs foreldris, eða
61.000 kr. á mánuði.
VELVAKANDI
MANNRÉTT-
INDABROT
Vilhjálmur Alfreðsson, Efsta-
sundi 76, Reykjavik:
Eg hvet alla íslendinga til
þess að lesa frábæra grein eft-
ir Sigurð Emil Pálsson, sem ber
fyrirsögnina „Um meint mann-
réttindabrot i Eistlandi“ og
birtist í Morgunblaðinu 3. nóv-
ember. Það er ekki nóg að
styðja sjálfstæðisbaráttu smá-
þjóða — það verður að fylgja
þeim stuðningi eftir og gott
betur.
ÁKEYRSLA
Ekið var á bíl á Kringluplani
6. nóvember milli 13.45 og
15.30, Lödu Samara ’91, gráa
að lit með númerinu MJ-936.
Afturhurð er mikið skemmd
eftir áreksturinn og rispa á
afturbretti. Bifreiðin sem olli
þessu er sennilega rauð að lit.
Þeir sem urðu vitni að ákeyrsl-
unni era vinsamlegast beðnir
að hafa samband við lögregluna
í Reykjavík.
HJÓL
Bleikt fjallahjól var skilið
eftir við hús í Safamýri aðfara-
nótt laugardags. Upplýsingar í
síma 675065:
EYRNA-
LOKKUR
Eyrnalokkur ofínn úr kopar-
þræði eftir Katrínu Didriksen
gullsmið tapaðist á leið frá
Kringlunni í Þingholt á sunnu-
dagsmorgun. Finnandi er vin-
samlegast beðinn að hringja í
síma 26297 eða 75595.
TASKA
Rauð taska með vegabréfí,
sjóferðabók o.fl. tapaðist fyrir
nokkra. Finandi er vinsamleg-
ast beðinn að hringja í síma
11006.
ÚLPA ^
Græn og svört karlmanns-
úlpa var tekin í misgripum á
Hressó á laugardagskvöld. Við-
komandi er vinsamlegast beð-
inn að skila henni í afgreiðsluna
þar eða hringja í síma 74035.
GLERAUGU
Gleraugu með brúnyijótta
umgjörð töpuðust í maí í A.
Haúsen eða á Hótel íslandi.
Finnandi er vinsamlegast beð-
inn að hringja í síma 42023.
ÚR
Karlmannsúr fannst í
Kringlukránni á laugardag.
Upplýsingar í síma 45882.
BELTI
Svart leðurbelti með spor-
öskjulaga silfurlitaðri sylgju
tapaðist á laugardagskvöld við
Perluna eða Ömmu Lú.
Finnandi vinsamlegast hringi í
síma 651409. Fundarlaun.
LYKLAKIPPA
Lyklakippa fannst við Glæsi-
bæjarhúsið. Eigandi getur vitj-
að hennar i íslandsbanka í
Glæsibæ.
HÁLSMEN
Hálsmen með áletran fannst
við Suðurgötu. Upplýsingar í
síma 24257.
Innilegt þakklœti fœri ég yÖur öllum, sem heiðr-
uðu mig á einn eÖa annan hátt á 85 ára
afmœli mínu 29. október sl.
Gísli Sigurbjörnsson.
Tannlæknastofa Grafarvogi
Hef opnað tannlæknastofu í verslunarmið-
stöðinni Hverafold 1-3. Tekið er á móti
tímapöntunum frá kl. 10.00-12.00 og
13.00-16.00 í síma 683830.
Auður G. Eyjólfsdóttir,
tannlæknir.
1922 Grund 1992
Öllum þeim, sem heiðruðu Grund á afmælisdegi
heimilisins 29. október sl., færum við innilegar þakkir.
Elli- og hjúkrunarheimilið Grund.
Stjórn og forstjóri.
<______________________________________________________^
CARDIA
UV)NAA/q
^ NÁTTÚRUAFURÐ
SEM ENGINN MÁ LÁTA FRAMHJÁ SÉR FARA
Gott á brauðið, í baksturinn, í sósuna,
í súpuna, í teið eða í flóuðu mjólkina.
CARDIA-hunang stendur alltaf fyrir sínu.
HREIN NÁTTÚRUAFURÐ