Morgunblaðið - 11.11.1992, Blaðsíða 35
35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1992
í lok sýningarinnar kom sýningarfólk fram í gömlum búningum í eigu Báru; persneskri kápu, bún-
ingi nautabana og kínverskri mandarínkápu. Þá getur einnig að líta uppáklædd „brúðhjón".
Bára hyllt af sýn-
ingarfólkinu úr
Módel 79, henni til
sitt hvorrar hand-
ar eru sonardótt-
irin og alnafnan
Bára Sigurjóns-
dóttir og vinkona
hennar, Lana
Guðmundsdóttir,
en þær eru fimm
ára.
TISKA
Hollenskur hárgreiðslu-
meistari hélt námskeið
Fyrir skömmu var staddur hér á
landi hollenski hárgreiðslu-
meistarinn Myra Seuren, en hún
er félagi í „The Sebastian Intemat-
ional Artistic Team.“ Hélt hún nám-
skeið bæði norðan heiða og sunnan
við góðar viðtökur fagfólks en alls
munu 20(f innlendir fagmenn hafa
sótt námskeiðin sem fóru annars
vegar fram í Gerðubergi í Breið-
holti og hinas vegar í Hamri, sem
er félagsheimili Þórs á Akureyri.
Kynnir með Myru var Nanna Guð-
mundsdóttir. Förðunarmeistari
norðan heiða var Huld Ringsted en
í Reykjavík Margrét Benediktsdótt-
ir. Auk þess að sýna ýmsar greiðsl-
ur á íjölmörgum módelum var nýj-
asta línan í„Trúcco“-farðanum
kynnt, haust- og vetrarlína sem
hefur hlotið heitið „Private".
STYKKISHÓLMUR
Með bros á vör
Systir Ludviga á kaþólska sjúkra-
húsinu í Stykkishólmi hefir nóg
að gera. Þar er vinnutíminn oft lang-
ur og ekkert verið að líta á klukk-
una. En systir Ludviga gleymir ekki
að kirkjan er alltaf opin til bæna og
það eru stundirnar sem gefa svo
mikið, sérstaklega í baráttunni við
sjúkdóma. Reynsla hennar af hjúkr-
un er mikil og þá ekki síður gleðin
í starfinu. í gegnum árin hefir frétta-
ritari ævinlega mætt henni með bros
á vör.
Systir Ludviga vitjar og gengur á
stofumar eins og aðrar systur og
þegar fréttaritari kom í heimsókn á
dögunum var hún að aðstoða einn
sjúklinginn, Ingu frá Ytra-Felli á
Fellsströnd,' sem margir kannast við,
enda hefir hún veitt fjölda manna
Morgunblaðið/Ámi Helgason
Systir Ludviga að störfum við
rúm Ingu á Ytra-Felli.
beina á ferð þeirra um sýsluna. Hlýj-
an fyllti þegar herbergið og þær
brostu við hvor annarri, hvað er betra
í sjúkdómslegu en að fá fallegt og
alúðlegt bros og hlýtt handtak? Það
er meðal sem verkar fljótt.
- Ámi
► NÁMSKEIÐ í SJÁLFSRÆKT 4
I
►
I
►
I
►
I
►
I
Helgina 14. og 15. nóvember 1992.
Virkara líf - Betri árangur - Meiri gieði
Leiðbeinandi er
Guðrún G. Bergmann,
framkvæmdastjóri Betra Lífs.
Námskeiðið byggist á fyrirlestrum
og hópvinnu og miðar að því að:
□ Efla sjálfstraustið
□ Byggja upp jákvætt viðhorf gagnvart eigin útliti
□ Þjálfa tjáningu
□ Vinna með staðfestingar
□ Draga fram jákvæða persónuþætti
□ Kanna upprunafjölskylduna og stöðu sína innan hennar
□ Læra að greina innrætingu úr umhverfinu
□ Setja sér markmið og læra leiðir til að ná þeim
□ Læra hugleiðslu og aðrar þroskandi æfingar
Ummæli eins þátttakenda á námskeiði sl. vetur: „Þetta námskeið
ýtti hressilega við mér og fékk mig til þess að horfast í augu við
sjálfa mig á heiðarlegan hátt. Ég myndi vilja framhald!"
I
◄
I
◄
I
◄
I
◄
I
Skráning og nánari upplýsingar hjá
^ Nýaldarsamtökunum, Laugavegi 66 ísíma 627712. ^