Morgunblaðið - 11.11.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.11.1992, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1992 í ARSALIR hf. Fasteignasala Borgartúni 33 - 105 Reykjavik C 62 43 33 2 Björgvin Björgvinsson, fasteignasali, < Sigurður Ingi Halldórsson, hdl., a Björn Jónsson, hdl. SÝNISHORN ÚR SÖLUSKRÁ < -------------------- Gata Stærð Verð Lækjarhjalli 2ja herb. 5,7 Rauðarárstígur 2ja herb. 7,9 Reykás 2ja herb. 6,9 Flókagata 2ja herb. 4,4 Foldahverfi 2ja herb. 5,9 Álfhólsvegur 3ja herb. 6,6 Hamraborg 3ja herb. 6,2 Hjallavegur 3ja herb. 5,9 Lundarbrekka 3ja herb. 6,9 Rauðarárstígur 3ja herb. 6,7 Hamrahlíö 3ja herb. 6,7 Leifsgata 4ra herb. 8,8 Melabraut 4ra herb. 7,9 Nónhæð-nýjar íb. 4ra herb. 7,9 Traðarberg-nýjar íb. 8 Seilugrandi 4ra herb. 9,7 Hrísrimi 4ra herb. 9,7 Bæjargil 5 herb. 13,9 Digranesvegur 5herb. 9 Gerðhamrar 5 herb. 11,8 Grasarimi-ný íb. 5 herb. 8,5 Laxakvísl 5 herb. 10,1 Keilugrandi 5 herb. 10,5 Laugarásvegur 5 herb. 10,8 Akrasel 6 herb. 18,1 Birkigrund 6 herb. 12,4 Foldarsm.-ný raðh. 8,2 Fornistekkur 6 herb. 15 Urriðakvísl 6 herb. 18,2 Æsufell 6 herb. 9,8 Ásbraut 6 herb. 13,5 Holtasel 6 herb. 15,8 Granaskjol 8 herb. 15,8 Seltj.-nýtt einb. 22,2 Seltj.-ný raðh. 17,5 Óskum eftir öllum stærðum fasteigna á skrá. Skoðum og verð- metum samdægurs. 624333 Sinfóníuhljómsveit Islands Fyrstu tónleikar í grænni áskriftarröð FYRSTU tónleikar í grænni áskriftarröð Sinfóníuhljómsveit- ar íslands verða fimmtudaginn 12. nóvember. Sljómandi tón- leikanna verður Guðmundur Oli Gunnarsson, en einleikari Zheng- Rong Wang fiðluleikari frá Kína. A efnisskrá verða eftirtalin verk: Gioacchino Rossini: Forleikurinn að Vilhjálmi Tell; Max Bruch: Fiðlu- konsert í g-moll; Ludvig van Beet- hoven: Sinfónía nr. 5, Örlagasinfón- ían. í fréttatilkynningu segir að þess- um tónleikum verði þjófstartað mið- vikudaginn 11. nóvember, þegar haldnir verða Háskólatónleikar. Samvinna hefur verið með Sinfóníu- hljómsveit íslands og Háskólanum um að halda að minnsta kosti tvenna tónleika árlega fyrir Há- skólastúdenta, sem geta þá keypt miða á niðursettu verði. Hljómsveitarstjórinn, Guðmund- ur Óli Gunnarsson, stundaði nám í hljómsveitarstjóm í Hollandi og eft- ir það framhaldsnám meðal annars undir handleiðslu hins þekkta kenn- ara Jorma Panula. Guðmundur hef- ur fengist mikið við hljómsveitar- stjórn og kórstjórn síðan hann lauk námi. Hann stjórnaði meðal annars uppfærslu Operusmiðjunnar á „La Boheme" eftir Puccini í Borgarleik- húsinu í fyrravor. Guðmundur ?r félagi í CAPUT-hópnum og hefur stjórnað þeim víða. Haustið 1992 var hann ráðinn skólastjóri við Tón- listarskóla Akureyrar. Hann er Dalbrekka - Kóp. Ca 123 fm iðanðarhúsnæði ásamt 70 fm millilofti. Loft- hæð 4,9 m. Góðar innkeyrsludyr. Malbikuð bílastæði. Verð 5,2 millj. Hagstæð kjör. ÞIXGIIOLT Suðurlandsbraut 4A, ífj sími 680666 21150-21370 LARUS Þ. VALDIMARSS0N FRAMKVÆMDASTJÓRI KRISTINNSIGURJ0NSS0N. HRL.loggilturfasteígnasali Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: Skammt frá Rússneska sendiráðinu ein af þessum vinsælu sérhæðum í gamla, góða vesturbænum nánar tiltekið 5 herb. efri hæð 125 fm nettó í þríbhúsi. Hiti og inng. sér. Gott geymsluris fylgir. Bílsk. Á betra verði við Egilsgötu endurn. neðri hæð 4ra herb. tæpir 100 fm í þríbhúsi. Góð endurbætt sameign. Langtlán kr. 2,1 millj. Tilboð óskast. Fyrir smið eða laghentan 2ja herb. einstaklíb. á 1. hæð v. Gautland um 50 fm. 2ja herb. samþ. kjíb. v. Holtsgötu um 65 fm. íb. eru lausar strax, skuldlausar, innr. af eldri gerð. Mjög gott verð. Nýleg sérhæð í tvíbhúsi neðri hæð 4ra herb. 104,3 fm nettó í „litla Skerjafirði“. Gott skipul. Allt sér. Frág. lóð. Góður bílsk. Laus fijótl. Glæsileg sérhæð - öll eins og ný Neðri hæð 6 herb. um 140 fm skammt frá Menntask. v. Hamrahlíð. Allt sér. Forstherb. m. sérsnyrtingu. Góður bílsk. Teikn. á skrifst. Á söiuskrá óskast m.a. góðar 3ja, 4ra og 5 herb. íb. Einbhús á einni hæð í borginni og nágr. íb. í gamla bænum sem mega þarfn. standsetn. Sérstakl. óskast 2ja-3ja herb. íb. í Kóp., Gbæ og Hafnarf. • • • Viðskiptum hjá okkur fylgir ráðgjöf og traustar uppl. Almenna fasteignasalan sf. var stof nuð 12. júlí 1944. AIMENNA FASTEI6HASA1AH LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 jafnframt stjómandi Kammer- hljómsveitar Akureyrar. Einleikari á tónleikunum átti að vera Auður Hafsteinsdóttir, en hún varð fyrir því óhappi að togna illa á hendi. í hennar stað var fengin, með aðeins viku fyrirvara, ung kín- versk stúlka, Zheng-Rong Wang. Zheng-Rong Wang var á sjötta ári þegar henni var veitt innganga í Tónlistarskólann í Peking. Ung að árum flutti hún til Bandaríkj- anna og stundaði nám þar hjá Rom- an Totenberg við Tónlistarskólann í Boston. þar sem hún lauk prófi með láði. Zheng-Rong Wang hefur frá 14 ára aldri unnið hveija fiðlukeppina á fætur annarri, meðal annars vann hún til fyrstu verðlauna í LEXUS- keppninni á Nýja Sjálandi, þar sem Sigrún Eðvaldsdóttir vann einnig til verðlauna. Hún hefur komið fram sem einleikari með helstu hljóm- sveitum í Bandaríkjunum, á Eng- Zheng-Rong Wang fiðluleikari verður einleikari á tónleikunum. landi og Nýja Sjálandi. Sinfóníuhljómsveitin mun leika sömu efnisskrá á tónleikum í Grindavík 14. þessa mánaðar. Vegna beinna útsendinga Ríkis- útvarpsins frá tónleikum hljóm- sveitarinnar í vetur eru tónleika- gestir vinsamlegast beðnir um að Guðmundur Óli Gunnarsson hljómsveitarsljóri. athuga, að tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 20.00. Af þeirri ástæðu verður dyrum tónleikasalar lokað um leið og tónleikarnir hefj- ast. Tónleikagestir sem koma of seint, geta því ekki komist í sæti sín fyrr en að loknum flutningi fyrsta verks tónleikanna. Rauðhærði riddarinn Leiklist Hávar Sigurjónsson Verslunarskólinn: Leikfélagið Allt milli himins og jarðar Hvenær kemurðu aftur, rauð- hærði riddari? Höfundur: Mark Medoff Þýðandi: Stefán Baldursson Leikstjóri: Þorsteinn Bachman Leikendur: Arnar Arnarsson, Regína Böðvarsdóttir, Jakob Ingimundarson, Jóna Valborg Árnadóttir, Valgerður Guðrún Guðnadóttir, Jón Svanur Jó- hannsson, Róbert Aron Magnús- son, Þórunn Guðmundsdóttir. Það er að ýmsu leyti vel til fund- ið hjá leikklúbbi Verslunarskólans að velja Rauðhærða riddarann sem viðfangsefni. Þetta er efnismikið og spennandi leikrit, þrungið of- beldi og orðfærið er ekki alltaf par fallegt. Þannig séð hefur það ýmis- legt til að bera sem „trekkir" og greinilegt að margt krassandi féll í góðan jarðveg hjá áhorfendum á þeirri sýningu sem undirritaður fylgdist með á sunnudagskvöldið. Sviðið er í stuttu máli þetta; í gömlum niðurníddum veitinga- vagni við hraðbraut í Nýju Mexíkó 51500 Maríubakki - Rvík Til sölu góð 3ja herb. íb. á 1. hæð. Herb. fylgir í kj. Hafnarfjörður Ölduslóð Til sölu tvær hæðir samtals ca 215 fm auk bílsk. á þessum vin- sæla stað. Fráb. útsýni. Allar nánari uppl. á skrifst. Laufvangur Góð 4-5 herb. ca. 115 fm íb. á 2. hæð í sex íbúða stigahúsi. Áhv. ca. 2 millj. Hjallabraut Góð 4-5 herb. íb. á 1. hæð. Trönuhraun Til sölu gott rúml. 300 fm skrifst- húsn. Hentar vel fyrir félagasam- tök eða sem kennsluaðstaða. Allar nánari uppl. á skrifst. Vantar \ Vantar gott einb. í Hafnarfirði fyrir fjársterkan aðila, helst í skiptum f. glæsilega hæð og ris í Hafnarf. Milligjöf staðgreidd. Allar nánari uppl. á skrifst. Árni Grétar Finnsson hrl., Stefán Bj. Gunnlaugss. hdl., Linnetsstíg 3,2. hæð, Hfj., símar 51500 og 51601 vinna Stephen og Angel. Þau eru á tvítugsaldri, hann þráir að kom- ast burt en hefur ekki burði í sér til þess, hún er nægjusamari og virðist tilbúin að sætta sig við flest. Fastagestur þeirra er Lyle gamli sem rekur gistihús og bensínsölu handan götunnar. Þá er það Betty sem rekur veitingavagninn með harðri hendi og birtist í upphafi og enda verks. Inn í veitingavagn- inn slæðast svo tvenn pör á ferða- lagi; Richard og Clarisse, hún vel þekktur fiðluleikari, hann eins kon- ar meðreiðarsveinn og umbi. Hitt parið, Teddy og Cheryl, eru af öðru sauðahúsi og það líða ekki margar mínútur þar til Teddy tek- ur stjórnina og byrjar að ógna fólk- inu í veitingavagninum. Ég sagði að leikritsvalið væri vel til fundið, en það er sagt með þeim fyrirvara að leikstjóri og leik- endur geri sér góða grein fyrir því, að það sem gerir þetta leikrit einhvers virði er ekki grátt gaman- ið, ofbeldið og klámfengið orð- bragðið í sjálfu sér, heldur sá jarð- vegur sem það er sprottið úr og í hvaða samhengi það er skrifað. Rauðhærði riddarínn er á vissan hátt afskaplega amerískt verk, það flallar um örlög kynslóðarinnar FASTEIGNASALA Suöurlandsbraut 10 Ábyrgð - Reynsla - Öryggi Hilmar Valdimarsson. SÍMAR: 687828 OG 687808 UÓSHEIMAR Vorum aö fá í sölu mjög góöa 3ja herb. 83 fm íb. á jaröh. Suðursvalir. Góö lán áhv. ÁLFTAMÝRI Til sölu góö 3ja herb. endaíb. á 4. hæö. Suöursvalir. Áhv. 2,3 millj. húsnstjlán. HRAUNBÆR Mjög góö 4ra herb. ib. á 2. hæö. Sérþvhús í kj. REYKÁS Til sölu 5 herb. 153 fm íb. hæö og ris í þriggja hæða húsi. Parket og marm- araflísar á gólfum. Laus nú þegar. Skipti á minni eign mögul. VESTURBERG Vorum að fá í sölu raðh. á tveimur hæöum ásamt bílsk. samt. 170 fm. Frábært útsýni. Góö lantl. áhv. Skipti á 4ra herb. íb. mögul. DÍSARÁS Raðh. 170 fm auk 42 fm tvöf. bílsk. Góöar innr. Arinn i stofu. Mögul. á 6 svefnh. Góð langtl. Eignask. mögul. LÆKJARTÚN - MOS. Vorum að fá i sölu einbhús 136 fm. 52 fm tvöf. bilsk. 1000 fm verðlauna- lóð. Mikið endurn. og falleg eign. Hilmar Valdimarsson, SigmundurBöðvarssonhdl., Brynjar Fransson. sem barðist fyrir Bandaríkin í Víet- nam og sýnir á harðneskjulegan hátt að mjúkar hugmyndir um ’68 kynslóðina svokölluðu stóðust ekki nema að litlu leyti, ef horft var annað í Bandaríkjunum en til Wo- odstock og blómabarnanna. Rit- unartími verksins er einnig mikil- vægur; það er frumsýnt 1973 - rétt um það bil er Bandaríkjamenn hættu þátttöku í Víetnamstríðinu - og er því eitt af fyrstu verkunum sem fjallaði um þetta efni og náði verulegri athygli. Verkið hlaut margvíslegar viðurkenningar og var sýnt víða um Bandaríkin árin þarna á eftir. Allt skiptir þetta máli ef setja á atburðarás og persónur þessa sárs- aukafulla verks í eitthvert vitrænt samhengi. Það er kannski ekki hægt að ætlast til þess, að ungling- ar sem ekki þekkja þessa sögu nema af afspurn og úr kvikmynd- um síðari ára, hafi fullan skilning á því sem þau eru þarna með í höndunum. En það er hægt að ætlast til þess að leikstjórinn sem ráðinn er til að leiða hópinn í gegn- um svona erfitt verk, sé vandanum vaxinn og fari með hópinn í rann- sóknarleiðangur um innviði og bakgrunn verksins, þannig að út- koman verði annað og meira en grunnfærin - og á köflum ábyrgð- arlaus - útfærsla á söguþræði. Það fylgir því nefnilega töluverð ábyrgð að leikstýra opinskáum og „sterkum" leikritum, ekki síst þeg- ar um er að ræða hóp af ungu fólki, sem hefur litla reynslu af slíkri vinnu. Hins vegar er greinilegt að hóp- urinn hefur lagt mikla vinnu í alla umgjörð sýningarinnar og gaman að sjá hversu mikil alúð hefur ver- ið lögð við ýmis smáatriði í leik- myndinni. Samt má kannski benda á til umhugsunar að góð innrétting verður ekki alltaf góð leikmynd í öllum tilfellum, þó raunsæið eigi að ráða ferðinni. Eins og ráða má af ofansögðu er talsvert langt frá því að leikend- ur komi öllu til skila sem felst í þessu leikriti, en sumt er ágætlega gert og nefni ég sérstaklega leik þeirra Valgerðar Guðrúnar og Jóns Svans í hlutverkum Clarisse og Richards. Róbert Aron í hlutverki Teddys átti ágæta spretti, en missti þess á milli þráðinn svo raunveru- leg sköpun þessarar flóknu per- sónu var nokkuð langt undan. Leikstjórinn hefði einnig mátt leggja meiri alúð við textameðferð Arnars og Róberts; það hefði hjálp- að þeim ef þeir hefðu verið brems- aðir betur niður í hraðmælskunni sem er oft einkenni á talanda hjá unglingum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.