Morgunblaðið - 11.11.1992, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1992
Emar Guðfinnsson hf.
sækir um framleng-
ingu á greiðslustöðvun
Bolungarvík.
FUNDUR með lánardrottnum
fyrirtækis Einars Guðfinnsson-
ar hf. og dótturfyrirtækis þess,
Hóla hf., var haldinn í kaffisal
íshúsfélags Bolungárvíkur á
mánudag. Fyrirtækjunum var
veitt greiðslustöðvun 23. októ-
ber í 3 vikur. Það er aðstoðar-
maður fyrirtækjanna í greiðslu-
stöðvun, Sigmundur Hannesson
hrl., sem lögum samkvæmt boð-
aði til þessa fundar með öllum
þekktum lánardrottnum fyrir-
tækisins.
Milli 30 og 40 manns sóttu fund-
inn, en þar var þeim kynnt þau
áform fyrirtækisins að óska eftir
framlengingu á greiðslustöðvun
þeirri sem rennur úr gildi nk. föstu-
dag, en samkvæmt nýsettum lög-
um um greiðslustöðvanir fyrir-
tækja er hún veitt í þijár vikur og
er viðkomandi fyrirtæki ætlað að
sýna fram á árangur nauðarsamn-
inga innan þess tíma.
Að sögn Einars Jónatanssonar,
framkvæmastjóra fyrirtækisins,
miðast öll vinna stjórnenda fyrir-
tækisins við það að greiðslustöðv-
unin fáist framlengd, sem lögum
samkvæmt gæti þá orðið hámark
þrír mánuðir.
Sá tími yrði þá notaður til að
ræða við lánardrottna um niður-
færslu krafna.
Nettóskuldir fyrirtækisins Ein-
ars Guðfinnssonar hf. og Hóla hf.
eru rúmar ellefu hundruð milljónir
króna.
— Gunnar
Góð loðnu-
veiði út af
Vopnafirði
ÁGÆTIS loðnuveiði var út af
Vopnafirði aðfaranótt þriðjudags
en annars hefur verið treg veiði
hjá um 20 skipum, sem verið hafa
á loðnu og síld, að sögn Sigurðar
Sigurðssonar, skipstjóra á Erni
KE. íslensk skip höfðu í gær veitt
um 150 þúsund tonn af loðnu,
samkvæmt upplýsingum Félags
íslenskra fiskmjölsframleiðenda.
Sigurður Sigurðs'son segir að
loðnan og síldin sé yfirleitt dreifð
og standi djúpt. Hins vegar sé
loðnublettur út af Vopnafirði og þar
hafi skipin verið að veiðum undan-
farið. Örn KE er búinn að veiða
um 10 þúsund tonn af loðnu á þess-
ari vertíð. Fyrir loðnutonnið fást
4.000-4.200 krónur, þannig að afla-
verðmæti Arnar KE er orðið um
40 milljónir á vertíðinni.
Félag islenskra stórkaupmanna
Um 400 störf tapast
vegna innkaupaferða
FÉLAG íslenskra stórkaupmanna áætlar að 400 störf tapist í ís-
lenskri verslun vegna innkaupaferða til útlanda. Félagið gefur sér sem
forsendur í þessum efnum að a.m.k. 25 þúsund íslendingar fari utan
í þessum erindagjörðum í haust og að hver þeirra versli fyrir um
1000 pund, eða tæplega 100 þúsund krónur.
Morgunblaðið/Björn Sveinsson
Vél Flugmálastjórnar lent. Halldór Blöndal ásamt forsvarsmönnum Flugmálastjórnar heilsa for-
svarsmönnum Egilsstaðabæjar.
Egilsstaðaflugvöllur
Lent á nýrri flugbraut
Egilsstöðum.
FLUGVÉL Flugmálastjómar
með samgönguráðherra, Hall-
dóri Blöndal, innanborðs var
fyrsta vélin til að lenda á nýrri
flugbraut á Egilsstaðaflugvelli
á laugardagsmorgun. Skömmu
síðar lenti Sigdís, Fokker-50 vél
Flugleiða, á brautinni full af
farþegum. Jarðvegs- og malbik-
unarframkvæmdum er lokið við
flugbrautina en eftir er að setja
upp brautarljós og aðflugsbún-
að. Gert er ráð fyrir að uppsetn-
ingpj alls búnaðar verði lokið í
maí/júní á næsta ári og þar með
verði framkvæmduríi lokið við
2.000 metra flugbraut. Ekki er
ijóst hvenær ráðist verður í
lengingu brautarinnar í 2.700
metra.
Halldór Blöndal sagði erindi sitt
austur á Egilsstaði fyrst og fremst
vera að skoða aðstæður við nýju
flugbrautina og í flugstöðvarhús-
inu en þar verður ráðist í viðamikl-
ar breytingar innan dyra. Nýja
flugbrautin er vestan flugstöðvar-
innar en sú gamla austan við. Þess
Bergþór Erlingsson, umdæmisstjóri Flugleiða á Egilsstöðum, af-
hendir áhöfn Sigdísar blómvönd í tilefni af fyrstu lendingu Fok-
ker-50 vélar á nýrri flugbraut á Egilsstöðum.
vegna er nauðsynlegt að ráðast í
umfangsmiklar breytingar innan-
húss. Jafnframt verður efri hæð
flugstöðvarinnar sem byggð var
fyrir nokkrum árum tekin í notkun.
Skömmu eftir að vél Flugmála-
stjórnar lenti á nýju flugbrautinni
kom Sigdís, Fokkervél Flugleiða,
í áætlunarflug til Egilsstaða og
lenti hún einnig á nýju brautinni.
Sigdís gengur undir nafninu Egils-
staðafokkerinn, en hún lenti í
fyrsta sinn á Egilsstöðum þegar
hún kom ný til landsins í fyrravet-
ur. Eftir þessa skemmtilegu tilvilj-
un munu Austfirðingar eflaust
taka ennþá meira ástfóstri við Sig-
dísi. — Björn.
Forræðismálið í Tyrklandi
í fréttatilkynningu sem stórkaup-
menn hafa sent frá sér kemur m.a.
fram að verslunin sem flyst úr landi
af þessum sökum nemi 2,5 milljörð-
Dómari tekur ekki afstöðu
til frávísunarkröfu Sophiu
Istanbúl í Tyrklandi, frá Önnu Gunnhildi Ólafsdóttur blaðamanni Morgunblaðsins.
DÓMARI í forræðismáli Sophiu Hansen í Istanbul felst ekki á að
taka afstöðu til þeirrar kröfu lögfræðinga Sophiu að málinu verði
vísað frá þar sem Halim Al, fyrrum eiginmaður hennar, sé íslenskur
ríkisborgari, að sögn sögn Gunnars Gunnarssonar lögmanns Sophiu.
Öll stærstu dagblöðin í Istanbul greindu í gær frá blaðamannafund-
um Halims og Sophiu.
sitt sem sendiherra íslands í Tyrk-
landi með aðsetur í Kaupmanna-
höfn. Athöfnin fer fram í Ankara,
höfuðborg landsins.
um króna og gagnstætt öðrum inn-
flutningi myndi þessi fjárhæð hvorki
skattstofn né skattskyldan hagnað.
„Ef þessi verslun ætti sér stað
innanlands myndi stærsti hluti þess-
arar verslunar fara í gegnum tvö
sölustig. Má ætla að launahlutfall
þessarar veltu sé um 20%. Þetta
þýðir að fjöldi starfa reiknað á árs-
grundvelli sem flytjast úr landi
vegna þessarar verslunar er ekki
undir 400,“ segja stórkaupmenn.
Hjá stórkaupmönnum kemur
einnig fram að fyrir utan töpuð störf
megi áætla að tapaðar skatttekjur
ríkissjóðs í formi virðisaukaskatts
af þessari upphæð nemi um 600
milljónum króna auk þess að ferða-
mennirnir komast hjá að greiða um
125 milljónir í aðflutningsgjöld og
reikna megi með að sveitarfélög tapi
um 25 milljónum króna í aðstöðu-
gjöldum.
Niðurfelling kaffitíma þriðjungs starfsmanna ÍSAL
Laun hefðu hækkað um 4,6%
- segir í fréttatilkynningu frá ÍSAL
LAUN starfsmanna íslenska álversins í Straumsvík hefðu hækkað að
meðaltali um 4,6% ef samkomuiag hefði tekist um að leggja niður
kaffitíma að morgni, en þriðjungur starfsmanna hefur ennþá formleg-
an kaffitíma að morgni, að þvi er fram kemur í fréttatilkynningu frá
ÍSAL vegna athugasemda forseta ASÍ við viðtal sem birtist við for-
stjóra ÍSAL í sjónvarpi nýlega. Lágmarkshækkun hjá þeim sem ekki
hafa kaffitíma hefði orðið 3,7% en hækkunin hefði orðið allt að 6,8%
þjá þeim sem hafa kaffitíma. Auk þess hefði viðverutími þeirra flestra
styttst um eina klukkustund og þeir hefðu eftir sem áður haft aðgang
að ókeypis hressingu á vinnustað eða í grennd við hann.
Lögmenn Sophiu hafa látið þýða
fréttir af forræðismálinu. Gunnar
sagði að dagblöðin greindu þannig
frá afstöðu Halims að dætur hans
vilji ekki fara til móður sinnar því
hún hafi hafnað Islam. Ef hún taki
þá trú geti þau öll lifað sátt saman
í Tyrklandi. Gunnar bætti því við
að í blaði heittrúaðra væri haft
eftir Dagbjörtu, eldri systurinni,
að þær hafí ekki fengið að vera
frjálsar á íslandi og að móðir þeirra
hafi farið með þær í kirkju. Halim
segi að hann geti ekki umgengist
stúlkumar á íslandi ef Sophia fái
forræðið.
Haft er eftir Sophiu í-blöðunum
að Halim sé að innræta stúlkunum
afstöðu hans. Hún hafi farið ellefu
sinnum árangurslaust til Tyrklands
að hitta þær og í þau fímm skipti
sem hún hafí séð þær hafí það
verið takmarkað vegna sífellds
ónæðis frá Halim. Jafnframt hafi
hann beitt blöðum heittrúaðra fyrir
sig þannig að hún hafi orðið fyrir
aðkasti.
Réttað er í_ forræðismálinu í dag,
fímmtudag. Áður en dómarinn tek-
ur fyrir kröfu Sophiu um forræði
dætra hennar þarf hann að taka
afstöðu til þeirrar kröfu Sophiu að
hann víki úr sæti í málinu.
Gunnar segir að 300 manns hafi
verið fyrir framan dómshúsið þegar
málið var tekið fyrir 24. september
síðastliðinn en nú gætu orðið þar
400-500 manns. Lögregla verður
við dómshúsið á fimmtudag en
ekki hefur enn fengist sérstök ör-
yggisgæsla fyrir íslenska hópinn.
Von er á Ingva Ingvasyni sendi-
herra til Istanbúí á morgun. Erindi
hans er að afhenda trúnaðarbréf
Varðandi athugasemd við upp-
sagnir 10 fastráðinna starfsmanna
segir að 17 starfsmenn hafi verið
fastráðnir það sem af sé árinu. Þar
af hafí 16 J)eirra starfað lengur en
eitt ár hjá ISAL og allt upp í sjö ár,
en einn hafí unnið í 11 mánuði. Síð-
an segir m.a.: „Þegar þessir menn
voru fastráðnir voru vonir bundnar
við batnandi ástand en þessar vonir
hafa brugðist nú á síðasta ársfjórð-
ungi þegar ástand og horfur í áliðn-
aði eru til muna verri en það sem
áður hafði verið spáð. Heildarfækkun
starfsmanna á árinu verður a. m.
k. 20 manns. ÍSAL hefur reynt eftir
föngum að taka tillit til sjónarmiða
fulltrúa starfsmanna og má nefna
að ÍSAL ætlaði að minnka mannafla
um sem næst 3,5%, en nú hefur að-
eins verið sagt upp helmingi af þeim
fjölda. Til þess að auðvelda þeim sem
sagt hefur verið upp að leita að nýju
starfí, hefur þeim verið boðið að láta
af störfum hjá ÍSAL strax án skerð-
ingar á launum út uppsagnartímann
3-5 mánuði. Ef þeir hafa þá enn
ekki fengið annað starf verður þeim
greitt sem svarar hálfum launum í
jafnlangan tíma til viðbótar."