Morgunblaðið - 11.11.1992, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.11.1992, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1992 13 SBBBSgWaS Gönguhópur FÍ við Grettishelli í Kjalhrauni. Ferðafélag Islands 65 ára Ferðastar fsemin eftir Tómas Einarsson Fyrr á árum var fátítt að menn ferðuðust um landið sér til skemmt- unar. Lífsbaráttan var hörð og því gafst lítið tóm til slíkra ferða en væru þær famar þóttu þær frásagn- arverðar. Með aukinni verkaskipt- ingu fór sá hópur stækkandi, sem átti tíma aflögu til margskonar tóm- stundaiðju. Þekking almennings á landinu var af skomum skammti og menn vildu kynnast betur þjóðinni, landinu og náttúru þess af eigin raun. Að vísu höfðu verið gefnar út góðar og fræðandi bækur um þetta efni og má í því sambandi nefna m.a. ferðabækur þeirra Eggert Ólafsson- ar og Bjarna Pálssonar, Sveins Páls- sonar og síðast en ekki síst Þorvalds Thoroddsens. En meira þurfti til. Því var Ferðafélag íslands stofnað 17. nóvember 1927. í lögum félagsins sem voru samþykkt á stofnfundinum segir m.a.: „Tilgangur fjelagsins er að stuðla að ferðalögum á íslandi og greiða fyrir þeim“ og „Að vekja áhuga landsmanna á ferðalögum um landið, sjerstaklega þá landshluta, sem lítt eru kunnir almenningi en eru fagrir og sjerkefínilegir". Þótt lögum félagsins hafi oft verið breytt á liðnum árum standa þessar greinar þar enn óbreyttar. Og hvemig hefur gengið á ná þessum markmiðum fram? Á fyrstu árum félagsins var samgöngukerfi landsins afar bágborið. Vegir lágu að vísu um láglendi frá þéttbýlisstöð- unum, en akfærir fjallvegir vom ekki til. Því varð að miða öll ferðalög við ríkjandi aðstæður. Nota bíla þar sem þeim var við komið, en annars sigla á skipum, ferðast á hestbaki eða fótgangandi. Fyrsta skemmtiferð fé- lagsins var farin suður á Reykjanes sunnudaginn 21. apríl 1929 og vora þátttakendur alls 31. Má segja, að þá hafi verið brotið blað í sögu ferða- mála á íslandi, því frá þeim tíma hefur félagið haldið uppi skipulögð- um ferðum allt til dagsins í dag. Mjór er mikils vísir segir máltækið. Þessi þáttur félagsstarfsins efldist smátt og smátt. Fyrstu fjögur árin vora famar 2-5 ferðir árlega, en árið 1935 era þær orðnar 22 og þátttakendur alls 1.074. Það kemur líka ljóslega fram í leiðavali félagsins að akvegimir lengdust óðum á þess- um áram. Fyrsta ferðin á Skjald- breið var farin 1931, á Snæfellsjökul 1932 (siglt á skipi frá Reykjavík að Á slóóum Ferdafélags íslands Arnarstapa), á Heklu 1933, að Hvít- 'árvatni 1934, hringferð 1936 (siglt til Austfjarða og þaðan með bílum um Akureyri til Reykjavíkur), í Arn- arfellsver 1942 (fyrst ekið í Þjórsárd- al en síðan farið á hestbaki á leiðar- enda). Svona mætti halda áfram. Er tímar liðu fjölgaði ferðunum jafnt og þétt_ og þátttakan jókst að sama skapi. Á síðustu áram he.fur árlegur fjöldi ferða verið um og nokkuð yfir 200 og þátttaka 6-7.000 manns. Á 50. afmælisári félagsins, 1977, tóku rúmlega 8.000 manns þátt í ferðum þess. Þar af gengu um 1.700 manns á Esju í 27 ferðum. Þau met standa enn. Mér telst svo til að frá fyrstu tíð hafi félagið skipulagt um 7.200 ferð- ir og rösklega 181 þúsund manns ferðast með því á þessum tíma. Þess- ar tölur tala sínu máli og er þó ekki minnst á þátt félagsdeildanna, -en hann er dijúgur, svo ekki sé meira sagt. Ferðafélag íslands gefur árlega út ferðaáætlun, sem er dreift ókeyp- is um land allt. Það heldur nú uppi skipulegum ferðum árið um kring. Á vetuma, í mesta skammdeginu, era farnar stuttar gönguferðir um kunn- ar skóðir, ýmist á skíðum eða með „gamla laginu". En þegar líður að sumri eykst fjölbreytnin. Þá taka við ökuferðir vítt og breitt um landið, gönguferðir með tjald og bakpoka, fjallgöngur og jöklaferðir svo nokkuð sé nefnt. Þessar ferðir era fyrir alla áhugamenn og skiptir éngu, hvort þeir era skráðir félagsmenn eða ekki. Félagið hefur þannig sýnt, að með starfsemi sinni hefur það gegnt þýð- ingarmiklu hlutverki í þjóðlífinu á liðnum áratugum og stuðlað að auk- inni þekkingu fólks á landinu. Starf- ið hefur sjaldan verið þróttmeira en nú, enda er þar í fararbroddi fjöl- menn, harðsnúin sveit félagsmanna. í gegnum tíðina hafa slíkir menn innt af höndum ómælda vinnu endur- gjaldslaust, í þágu þess málefnis sem félagið er reist á. Fátt er fólki hollara nú, á tímum streitu og taumlausrar keppni eftir fánýti og gerviþörfum, að dvelja um stund fj'arri daglegu amstri, anda að sér tæra, heilnæmu lofti, teyga kalt, svalandi vatnið og leita kyrrðar og næðis í hinni ósnortnu íslensku nátt- úru, sem á fáa sína líka í veröldinni. Síðastliðin 65 ár hefur Ferðafélag íslands hvatt og stutt alla þá, sem eftir slíku hafa leitað, gerir enn og mun gera um ókomna framtíð. Höfundur er kennari. Ráðstefna um lagnir LAGNAFÉLAG íslands efnir til ráðstefnu á Hótel Loftleiðum á morgun, fimmtudag, klukkan 9.30 í samvinnu við borgarverkfræð- ingsembættið í Reykjavík, Húseigendafélagið, Iðntæknistofnun, lagnadeild Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins, Neytendasam- tökin, Gæðaráð byggingariðnaðarins, Húsameistara ríkisins, Inn- kaupastofnun ríkisins, Landssamband iðnaðarmanna og Samband islenskra tryggingafélaga. Ráðstefnan fjallar um lagnir, hönnun þeirra, bætt efnisval og vandaðri vinnubrögð. Ráðstefnuna sitja deildarstjórar frá þremur ráðuneytum, Baldur Pétursson frá iðnaðarráðuneytinu, Þórhildur Líndal frá félagsmála- ráðuneytinu og Hrafn Hallgrímsson frá umhverfisráðuneytinu. Fram- sögumenn verða 14 og koma þeir frá atvinnulífinu, rannsóknastofn- unum, skólum og erlendis frá og má þar nefna Johann Krámer efna- verkfræðing frá Tour & Anderson í Svíþjóð. MIÐVIKUDAGSTILBOÐ Dragtir og stakir jakkar með 25% afslætti í dag tískuverslun, Kringlunni, sími 33300. „fHver annarri 6etri!“ er samdóma álit síldarspekúlantanna. Nú er komið að þér að prófa: - maríneraða með lauk - í sinnepssósu - í tómatsósu - í karrýsósu - í sælkerasósu - í hvítlaukssósu. NIÐURSUÐUVERKSMIÐJAN ORA HF.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.