Morgunblaðið - 11.11.1992, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 11.11.1992, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1992 // þetta er byýendCLntóde/ifrCfdcar " Þó svo ekki sé neinn verðmiði á kjólnum sést ætíð í hvaða verðflokki hann er ... Ást er... ... að fylgja henni eftir. TM Reg. U.S Pat Ott. — all ríghts reserved ® 1992 Los Angeles Times Syndicate HÖGNI HREKKVÍSI M------------------------------------ ♦ *• í ? % %■■ 9 ■ -4 BRÉF HL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reylgavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Um samræmd próf Frá Magnúsi Aðalbjörnssyni: Á aðalfundi Félags skólastjóra og yfirkennara, FSY, Félags skólastjóra og yfirkennara í Reykjavík, haldinn 23.-24. okt. 1992, var samþykkt eftirgrein ályktun með 36 atkvæðum gegn 4. Margir sátu hjá. (Grunn- skólastjórar/yfirkennarar á íslandi eru um það bil 300.) „Fundurinn beinir því til mennta- málaráðherra að fjölga samræmdum könnunarprófum. Fundurinn telur að samræmd könnunarpróf séu mun gagnlegri fyrir nemendur en sam- ræmd lokapróf í nokkrum bóklegum greinum.“ Ég fínn mig knúinn til þess að fara nokkrum orðum um þessa álykt- un. í fyrsta lagi er mér ekki kunn- ugt um það að nokkur könnun hafi farið fram á því hvort sé gagnlegra, samræmd könnunarpróf eða sam- ræmd lokapróf upp úr grunnskóla. Það er einfaldlega ekki hægt að bera þetta saman, því þetta eru svo ólíkir hlutir. Það væri jafn gáfulegt að álykta sem svo að fólksbílar væru gagnlegri en vörubílar. Eg get fallist á að samræmd könn- unarpróf séu gagnleg, en þau koma á engan hátt í staðinn fyrir samræmd lokapróf. Ekki kann ég sögu sam- ræmdra prófa, en með fræðslulögun- um frá 1946 var farið að leggja fyr- ir samræmd lokapróf í 6. bekk bama- skóla (bamapróf) 2. bekk miðskólans (unglingapróf) og 3. bekk miðskóla eða landspróf. Einkunnin 6 á lands- prófí gaf rétt til þess að setjast í menntaskóla eða kennaraskólann. Það geta vafalaust allir fallist á að markmið'gamla landsprófsins var aðallega flokkun, þ.e. að veita rétt til inngöngu í framhaldsskóla. Undirmarkmiðin em miklu fleiri, t.d. fyrir skólann að veita nemendum og kennurum aðhald og fyrir ríkis- valdið að veita skólunum aðhald. Auk þess hef ég fundið það að nemendur fyllast keppnisanda og metnaði þeg- ar verið er að „keppa“ á landsvísu. Ef til vill er keppni og metnaður eitt- hvað sem ekki má nefna, en ég geri það nú samt. Það er ákaflega mikils virði fyrir nemandann að taka upp úr grunn- skólanum lokapróf sem mark er tek- ið á í framhaldsskóla. Ella er hætta á að framhaldsskólinn muni taka upp inntökupróf ef samræmd lokapróf falla niður. Það hefur ekki farið fram hjá nein- um skólamanni að ýmsir hafa haft hom í síðu samræmdra prófa og vilja þau burt. Nærtækast er að vitna í skólastefnu KÍ, en þar segir um sam- ræmd próf: „Þar sem nemendur búa við ólíkar félagslegar og menningarlegar að- stæður er óeðlilegt að taka námsefni alls staðar sömu tökum og jafn óeðli- legt að meta starf og árangur allra nemenda með sömu mælistiku. Það mat sem hver skóli leggur á starf nemenda sinna gefur miklu traust- ari og raunsærri mynd af stöðu hans í námi. Núverandi skipan sam- ræmdra prófa við lok grunnskóla setur skólastarfí elstu árganganna þröngar skorður og hefur neikvæð áhrif á starfíð. Öðru máli gegnir um samræmd könnunarpróf sem hjálp- artæki í starfí skólanna. Slík könn- unarpróf koma að gagni við að meta stöðuna í skólastarfínu í heilum landshlutum, einstökum skólagerð- um og skólum og í einstökum náms- greinum." Svo mörg eru þau orð. Einhvem veginn fínnst mér að þessi hluti skólastefnu KÍ feli í sér vissa upp- gjöf eða endurspegli þá áráttu að vera sífellt í einhveiju uppgötvun- arnámi og hafa þá skoðun að gömul aðferð hljóti að vera slæm. Það hlýt- ur að vera grundvallaratriði að ein- hver utanaðkomandi meti starf skól- anna ásamt heimamönnum. Ég geri mér alveg grein fyrir að samræmd próf eins og sér geta ekki metið skólann. Það verður miklu fleira að koma til. Það getur verið ósann- gjamt og ranglátt að dæma skóla eftir útkomu á samræmdum loka- prófum. Og því miður hafa óvandað- ir menn reynt að gera skóla tor- tryggilega, en það er önnur saga. Sú fullyrðing í skólastefnunni, að - ekki sé unnt að taka námsefni, t.d. stærðfræðinnar, sömu tökum á Eg- ilsstöðum, Akureyri og Reykjavík, fær ekki staðist, eða námsefni íslens- kunnar, sem hefur nánast engar mállýskur. Einnig er sú fullyrðing skólastefnunnar mjög vafasöm að núverandi skipan samræmdra prófa hafí neikvæð áhrif á starfið. Það er ljóst að prófín hafa áhrif, en þau geta verið bæði jákvæð og neikvæð. Það er til dæmis neikvætt ef skólar gerast þrælar prófanna og prófgerð- anna og sinna minna þeim greinum sem ekki eru samræmd próf í. Hefur KÍ látið gera könnun á þessu atriði? Einnig finnst mér sú skoðun hæpin að hver skóli sé lokuð eining og einungis kennarar viðkom- andi skóla geti metið stöðu nemand- ans. Sérhver skóli á íslandi er hluti af heildinni en ekki einangrað fyrir- bæri.' Með auknum og stórbættum samgöngum er ekki hægt að tala um gjörólíkar menningaraðstæður. Þegar nemandinn er útskrifaður úr grunnskóla og kominn í framhalds- skóla er hann kominn í kerfí þar sem engin miskunn ríkir og nemandinn þarf að standa sig. Þá er eins gott að enginn námsþáttur hafí orðið útundan. Lokaorð: Mér fínnst það vera vafa- samt fyrir skólastefnu KÍ og aðal- fund FSY að koma með svona órök- studdar fullyrðingar um samræmd lokapróf. Nær væri að kennarar, skólastjórar, sálfræðingar, námsráð- gjafar og annað starfsfólk skólanna ræddi um kosti og galla samræmdra lokaprófa og reynt verði að fá fær- ustu menn til að fjalla um þennan stóra þátt grunnskólahalds og efnt verði til ráðstefnu um málið. Einnig væri mjög eðlilegt að framhaldsskól- inn hefði eitthvað um þetta að segja. Það hlýtur að vera hægt að komast að einhverri vitrænni niðurstöðu þar sem málin verði rædd og kostir og gallar samræmdra lokaprófa vegnir. Niðurstaða með því móti gæti leitt til meiri festu og sáttar um hvernig lokum grunnskólans fyrir nemand- ann verði háttað. MAGNÚS AÐALBJÖRNSSON Ásabyggð 18, Akureyri, aðstoð- arskólastjóri Gagnfræðaskóla Akureyrar. Víkveqi skrifar Við íslendingar getum líklega dregið lærdóm bæði af því sem miður fer og vel er gert hjá stórþjóð- inni í vestri, Bandaríkjamönnum. Þannig er ekki úr vegi að efni þáttar- ins 60 mínútur („60 Minutes") sem Stöð 2 sýnir síðdegis á sunnudögum geti oft verið okkur leiðarvísir um það hvernig við ættum að taka á okkar málum, eða hvernig við eigum ekki að taka á okkar málum. Fyrir skömmu var til dæmis sýnt í þessum þætti hvernig öfgasamtök í Banda- ríkjunum beijast gegn og berja á þeim sem hafa áhyggjur af umhverf- isvandamálum og vilja beijast gegn mengun, gróðureyðingu, hættuleg- um efnaúrgangi og þess háttar. Beinlínis var boðað að ef rök dygðu ekki á þá sem eru áhyggjufullir vegna umhverfísþáttarins og stæðu þjóðfélaginu fyrir þrifum og fram- förum og vildu ekki leyfa það sem samtökin nefndu „skynsamlega nýt- ingu jarðar", þá þýddi ekkert annað en beita ofbeldi í einni eða annarri mynd, og svo var rætt við fórn- arlömb sem ekki höfðu látið segjast og því orðið fyrir hverskonar áreitni, ofbeldi og öðrum níðingsverkum og á endanum verið flæmd á brott frá þeim stöðum þar sem þau bjuggu og börðust fyrir heilsusamlegra umhverfi fyrir börn sín og sig sjálf. Síðástliðinn sunnudag sýndu fréttaskýrendur fram á, með því sem Víkveiji taldi óyggjandi hætti, að ríkisstofnun í Bandaríkj- unum sem nefnist AID hvetur iðnfyr- irtæki (í textíh og fataiðnaði) til þess að flytja starfsemi sína til Suð- ur-Ameríku og var sýnt fram á að í Hondúras gat iðnrekandi frá Miami, ef hann vildi flytja starfsemi sína þaðan til Hondúras, fengið mun hag- stæðari fjármögnunarlán en honum ella stóðu til boða. Þar gat iðnrekand- inn framleitt sömu vöru og hann gerði í Bandaríkjunum, en bara með mun lægri tilkostnaði, sem fólst í miklum mun lægri vinnulaunum sem hann þurfti að greiða þarlendum, auk þess sem fjármagnskostnaður hefði orðið óverulegur. Talsmaður AID, sem hann ræddi við, lét sig það engu skipta þótt hann með flutningunum gerði svo og svo marga Bandaríkja- menn atvinnulausa. Fréttaskýrend- umir spurðu yfírmann stofnunarinn- ar hvemig á því stæði að bandarísk- ir skattgreiðendur væm látnir fjár- magna rekstur stofnunar sem ljóst og leynt reyndi að grafa undan at- vinnuöryggi innan Bandaríkjanna og fengu vægast sagt loðin og léleg svör. XXX Víkinni, íþróttamiðstöð Knatt- spymufélagsins Víkings í Stjömugróf, var um síðustu helgi haldið glæsilegt handknattleiksmót fyrir yngstu iðkendur handknatt- leiksíþróttarinnar. Keppni hófst eld- Q snemma að morgni og stóð langt fram á kvöld. Geysilegur fjöldi korn- ungra keppenda kom saman í þess- ^ um glæsilegu húsakynnum og þrátt fyrir ungan aldur vantaði ekkert upp á baráttuviljann. Foreldrar keppend- anna fylktu liði og hvöttu sína liðs- menn óspart. Það var alveg ljóst að mikil skipulagsvinna var að baki þessu vel heppnaða móti og höfðu margir leiðbeinendur, þjálfarar, dómarar og aðrir þátttakendur í fé- lagsstarfi íþróttafélaganna, með fómfúsa Víkinga í fararbroddi, greinilega lagt nótt við dag til þess að sem best mætti til takast. Það tókst og eiga aðstandendur þessa framtaks heiður skilinn fyrir. Er ekki að efa að mótshald sem þetta er afreksmönnum framtíðar- innar í þessari þjóðaríþrótt íslend- f inga mikil hvatning til þess að standa sig vel á framabrautinni. Að þessu sinni voru það Víkingar sem ^ bám hita og þunga dagsins, en á hveijum vetri eru haldin mörg sam- bærileg íþróttamót um allt land. Þar ^ eins og hjá Víkingi em það forystu- menn í íþróttahreyfingunni sem leggja nótt við dag í fórnfúsu sjálf- boðastarfi. $ »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.