Morgunblaðið - 11.11.1992, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 199?
17
Skálmöld í Súdan
Pyntingar og aftökur án
dóms og laga í borginni Juba
Lík manns, sem drepinn var af öryggissveitunum, dregið á land. 25
önnur lík fundust í ánni.
eftir Signrð
Einarsson
Undanfarið hefur mikið verið
rætt um ástandið í Sómalíu og
ekki að ástæðulausu: þar hafa far-
ið saman hrottalegir bardagar með
tilheyrandi drápum á óbreyttum
borgurum og matvælaskortur, sem
ekki síst bitnar á börnum. Það var
þó ekki fyrr en þetta ástand hafði
staðið yfir í langan tíma að at-
hygli umheimsins var vakin á því
sem þar var að gerast. Því miður
vill það oft vera svo að alþjóðlegar
fréttastofur sjá ekki ástæðu til að
vekja athygli á hörmulegum at-
burðum sem eiga sér stað víða um
heim, fyrr en það er orðið of seint
eða almenningur hefur mátt þola
slíkar hörmungar af mannavöldum
að liggur við þjóðarmorði.
Þannig er 'einmitt ástatt með
íbúa borgarinnar Juba í Súdan um
þessar mundir. Síðastliðna þrjá
mánuði er talið að her stjórnarinn-
ar hafi drepið um 300 manneskjur
af ásettu ráði og handtekið hundr-
uð annarra. Heyrst hefur um pynd-
ingar og barsmíðar á föngum sem
haldið er í herstöðvum og lík hafa
sést á floti á ánni Hvítu Níl.
Juba er stærsta borgin í Suður-
Súdan með um 300.000 íbúa. Um
nokkurt skeið hafa átt sér mikil
átök milli hers Súdanstjórnar og
Þjóðfrelsisfylkingar Súdans.
Snemma dags hinn 7. júní réðst
Þjóðfrelsisfylkingin inn í borgina
að sunnan og hertók aðalstöðvar
hersins um stund, en stjórnarherinn
náði valdi á byggingunni á ný eftir
DR. Sigríður Valgeirsdóttir og
Kolbrún Gunnarsdóttir halda í
dag, miðvikudaginn 11. nóvem-
ber, kl. 15.15 fyrirlestur í Kenn-
araháskóla íslands í stofu B-301.
Fyrirlesturinn greinir frá helstu
niðurstöðum úr könnun á sér-
kennsluþörf og framkvæmd sér-
kennslu í íslenskum grunnskól-
um.
Rannsóknin .var unnin á vegum
Rannsóknastofnunar uppeldis- og
menntamála að tilstuðlan mennta-
málaráðuneytisins. Helstu gögnum
var safnað haustið 1990 frá nánast
Ráðstefna um
erfðafræði-
rannsóknir
LÍFFRÆÐISTOFNUN Háskól-
ans gengst fyrir ráðstefnu um
rannsóknir í sameindaerfðafræði
laugardaginn 14. nóvember. Ráð-
stefnan er haldin í Odda, húsi
Félagsvísindadeildar Háskólans,
hefst kl. 9 og stendur fram eftir
degi.
A ráðstefnunni verða flutt 15
erindi um rannsóknir þar sem beitt
er aðferðum sameindaerfðafræði og
erfðatækni. Fjögur erindanna fjalla
um rannsóknir á genum og prótein-
um úr hverabakteríum og fjögur
um krabbameinsrannsóknir. Tvö
erindi eru um rannsóknir á erfða-
fræði mæði- og visnuveira og þrjú
um rannsóknir á erfðaefni og erfða-
breytileika þorsks og laxfiska.
Rannsóknir á plöntum verða einnig
kynntar. Auk erindanna verða 12
rannsóknaverkefni kynnt með
veggspjöldum. Höfundar efnis eru
alls 69. Ráðstefnan er öllum opin.
nokkrar klukkustundir. Þetta varð
kveikjan að mikilli handtökuöldu í
Juba og næstu daga handtóku ör-
yggisverðir stjórnarinnar yfir 80
hermenn frá Suður-Súdan, lög-
reglumenn, fangelsisverði og aðra.
Engin opinber skýring hefur verið
öllum leikskólum og grunn- og
framhaldsskólum landsins.
Dr. Sigríður Valgeirsdóttir er
fyrrverandi prófessor við Kennara-
háskóla íslands og fyrrverandi for-
stöðumaður Rannsóknastofnunar
uppeldis- og menntamála. Kolbrún
Gunnarsdóttir er deildarstjóri í
menntamálaráðuneytinu. Fyrirlest-
urinn er öllum opinn og þeir sem
hafa áhuga á skólamálum eru
hvattir til að koma.
Fyrirlestur þessi er hluti af röð
fyrirlestra og málstofa á vegum
Rannsóknastofnunar Kennarahá-
skóla íslands á þessu hausti.
(Fréttatilkynning)
gefin á handtökunum en grunur
leikur á að margir hinna handteknu
hafi mátt sæta pyndingum og hafi
jafnvel verið teknir af lífi án dóms
og laga. Fangarnir eru sagðir í
haldi í húsi nálægt aðalstöðövum
hersins, þekkt sem „Hvíta húsið“.
Þessi bygging ásamt tveimur öðr-
um eru þegar orðnar altalaðar sem
pyngingamiðstöðvar. Samkvæmt
upplýsingum mannréttindasamtak-
anna Amnesty International fer
þarna fram umfangsmikil sálræn
og líkamleg pyndingarstarfsemi.
Þannig lýsir maður sem handtekinn
var snemma á þessu ári, fyrir að
hafa í fórum sínum bækling þar
sem lýst var andstöðu við stjórn-
völd, hvernig vistin var í Hvíta
húsinu:
„Farið var með mig í aðalskála
hússins þar sem ég var barinn og
sparkað í mig. Einn böðlanna setti
byssu sína upp í munninn á mér
og vildi fá mig til að segja hver
hefði skrifað það sem stóð á bækl-
ingnum. Ég gat ekki svarað því
vegna þess að ég vissi það ekki.
Yfirheyrslurnar héldu áfram í
marga daga með grimmilegum lík-
amlegum og andlegum pyndingum.
Eina nóttina var farið með mig að
rótum nálægs fjalls og byijað að
yfirheyra mig. Ég heyrði raddir
þeirra en sá ekkert vegna þess hve
dimmt var. Þeir börðu mig og
spörkuðu í mig þar til ég féll á
jörðina. Einn hermannanna gekk
að mér og setti skammbyssu upp
í munninn á mér og vildi fá nafn.
En svar mitt var það sama: „Ég
veit það ekki.“ Þá var farið með
mig aftur í Hvíta húsið og ég var
ekki yfirheyrður eftir það. I her-
berginu sem ég var í voru um 25
manns, bæði menn og konur. Öll
báru þau merki um pyndingar. Einn
mannanna var með brunasár um
allan líkamann. Heitu straujárni
hafði verið þrýst að holdi hans.“
í framhaldi af bardögum milli
stjórnarhersins og Þjóðfrelsisfylk-
ingarnar er talið að stjórnarherinn
hafi framið fjölmörg alvarleg
mannréttindabrot, s.s. hundruð af-
taka án dóms og laga og tilviljunar-
kenndar handtökur. í leit sinni að
félögum Þjóðfrelsisfylkingarinnar
fóru hermenn hús úr húsi og allir
unglingspiltar ásamt þeim sem
sýndu einhvern mótþróa voru
skotnir. Þannig er talið að um 200
óbreyttir borgarar hafi týnt lífi.
Ættingar þessa fólks voru of skelk-
aðir til að flytja lík hinna látnu og
því lágu þau í marga daga án þess
að vera grafin. Tugir þúsunda
óbreyttra borgara flúðu bardagana
og ógnir stjórnarhersins, til út-
hverfa Juba. Næstu daga voru um
100.000 manns á vergangi, án
skjóls eða matar, í kringum borg-
ina.
Næstu daga héldu aftökur án
dóms og laga áfram, m.a. voru 40
hermenn frá Suður-Súdan skotnir
hinn 16. júlí 1992 í skjóli nætur.
Sömu nótt voru tvær konur ásamt
karlmanni, sem voru að safna sér
eldivið í úthverfi Juba, skotin til
dauða af stjórnarhermönnum. Hinn
1. ágúst voru þrír menn sem voru
á gangi eftir að kvölda tók teknir
af lífi á staðnum. Heyrst hefur að
hermenn sem stöðvað hafa
óbreytta borgara á göngu hafi yfir-
heyrt þá, stolið eigum þeirra og
síðan skotið þá.
Hingað til hefur ríkisstjórn Súd-
ans ekki á nokkurn hátt gefið til
kynna að hún sé tilbúin að gera
viðeigandi ráðstafanir til að koma
Sigurður Einarsson
„Hvetja samtökin ríkis-
stjórnir allra landa til
að þrýsta á stjórnvöld í
Súdan að láta ástandið
í Juba til sín taka.“
í veg fyrir frekari handahófskennd-
ar handtökur eða pyndingar, né að
koma í veg fyrir að hermenn henn-
ar taki fólk af lífi án dóms og laga.
Raunar hafa aðgerðir hennar upp
á síðkastið, s.s. brottrekstur útlend-
inga frá Juba og að einangra borg-
ina nær algjörlega frá umheimin-
um, skapað þær aðstæður sem
gerir öryggissveitum hennar kleift
að haga sér að vild, án þess að
eiga á hættu að verða sóttar til
saka. Mannréttindasamtökin Am-
nesty International hafa krafist
þess að ríkisstjórnin geri tafar-
lausar ráðstafanir til að koma í veg
fyrir frekari mannréttindabrot. I
því felst að koma þeim skilaboðum
til allra félaga í öryggissveitunum
að dráp á föngum og óvopnuðum
borgurum muni ekki verða þoluð
undir neinum kringumstæðum og
að hermenn og yfirmenn í öryggis-
sveitunum sem ábyrgð beri á slík-
um brotum verði handteknir og
leiddir fyrir dómstóla. Einnig hvetja
samtökin ríkisstjómir allra landa
til að þrýsta á stjórnvöld í Súdan
að láta ástandið í Juba til sín taka.
Þeir einstaklingar hér á landi sem
geta hugsað sér að leggja málinu
lið, t.d. með bréfaskriftum til sú-
danskra yfirvalda, geta leitað nán-
ari upplýsinga á skrifstofu íslands-
deildar Amnesty, Hafnarstræti 15,
í síma (91) 16940.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Islandsdeildar Amnesty
International.
HVERNIG MÁ MINNKA
TAPADAR KRÖFUR?
Um þetta efni verður fjallað á
morgunverðarfundi Félagsvið-
skipta- og hagfræðinga fimmtu-
daginn 12. nóvembernk. kl.
8.00-9.30 á Hótel Holiday Inn.
Erindi flytur og svarar fyrir-
spurnum Agnar Kofoed-Hans-
en, rekstrarverkfræðingur,
framkvæmdastjóri Greiðslu-
mats hf.
Komið verður m.a. inn á eftirfarandi atriði:
- Ný vinnubrögð í lánsviðskiptum og innheimtu.
- Notkun fyrirspurna um lánshæfi.
- Vottun um fjárhagslegan styrk.
- Hvati til innri tiltektar og eiginfjármyndunar.
- Betri kjör hjá birgjum og lánardrottnum.
- Bætt viðskiptasiðferði.
Félagar í FVH og aðrir áhugamenn um
umræðuefnið eru hvattir til að mæta.
Gestir velkomnir.
FÉLAG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA
OG HAGFRÆÐINGA
Fundur um sér-
kennslu í grunnskóla