Morgunblaðið - 11.11.1992, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.11.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1992 19 Matthías Viðar Sæmundsson Fundur um galdra á Islandi Félag íslenskra fræða stend- ur fyrir fundi í kvöld, miðviku- dag, kl. 20.30 í Skólabæ við Suðurgötu. Þar mun Matthías Viðar Sæmundsson flylja er- indi um væntanlega bók sína, Galdrar á íslandi, en hún inni- heldur m.a. galdrahandrit sem er einstök heimild um galdra eins og þeir voru iðkaðir hér- lendis á 17. öld. Á handrit þetta sér raunar enga hliðstæðu í Norður-Evrópu, enda var slíkum ritum útrýmt af fremsta megni í galdrafári 17. aldar. Hér á landi varð hópur fólks eldinum á bráð fyrir þær sakir einar að hafa galdrarit á borð við þetta í fórum sínum. í erindi sínu ijallar Matthías Viðar um galdra hér á landi og í alþjóð- legu samhengi, heiðnar rætur og og átök sem urðu í íslensku þjóð- félagi eftir siðaskiptin og á 17. öld, en þá var heiðinni þjóðmenn- ingu tortímt með báli og brandi að hans mati. Jafnframt því skýr- ir hann noktfra forna galdra, rök- hugsun þeirra, táknmál og meint- an áhrifamátt. ----» » 4--- Eignarhaldsfélag Alþýðubankans Samþykkt að breyta hlutverki félagsins TILLÖGUR stjórnar Eignar- haldsfélags Alþýðubankans um breytt hlutverk félagsins voru samþykktar á hluthafafundi um helgina. Samkvæmt því er hluthöfum heimilt að skipta út hlutabréfum í Eignarhaldsfé- laginu fyrir hlutabréf í íslands- banka. Þá verður fjárfestingarstefnu félagsins breytt þannig aðfjárfest verði í fleiri félögum en íslands- banka. Einnig verður væntanlega ráðist í hlutafjáraukningu til að gefa aukið svigrúm til kaupa á hlutafé í öðrum fyrirtækjum, samkvæmt upplýsingum Ás- mundar Stefánssonar, stjórnar- formanns Eignarhaldsfélagsins. Borgarráð Borg-arstjóri áminnir emb- ættismaim fyrir brot í starfi MARKÚS Örn Antonsson borgarstjóri hefur áminnt Björn L. Halldórs- son forstöðumann Skólaskrifstofu Reykjavíkurborgar, fyrir brot í starfi, vegna aðildar hans að samningi við fimm verktaka um lóð- arfrágang við Seljaskóla í Breiðholti. Einn verktakanna er sonur forstöðumannsins og tveir þeirra eru synir stjálfstætt starfandi verk- fræðings og eins af hönnuðum skólans. Bréf borgarstjóra ásamt grein- argerð forstöðumannsins varðandi samninginn og skýrsla borgarend- urskoðanda var lagt fram á fundi borgarráðs í gær. í greinargerð Björns Halldórsson- ar kemur fram, að á undanförnum árum hafi minni háttar viðhald skóla- lóða í borginni, verið unnið af Vinnu- skóla Reykjavíkur en stærri verk af verktökum eða starfsmönnum borg- arinnar. Skólaskrifstofan hafi fyrir um áratug komið á fót sérstökum sumarvinnuhópi undir stjórn starfs- manns skrifstofunnar til að annast verk sem Vinnuskólinn réði ekki við. Þar til fyrir tveimur árum hafi sá háttur verið á en þá lét umsjónar- maðurinn af störfum. Frá þeim tíma hefur hópurinn starfað sjálfstætt aðallega samkvæmt tilboðum í ein- stök verkefni eða samkvæmt tíma- gjaldi. Unnið hefur verið við frágang lóð- ar Seljaskóla í áföngum frá árinu 1978. Við lokafrágang var ákveðið að taka ekki síðasta innigarðinn í heildarútboð vegna eðlis verksins, sem að mestu varð að vinna í hönd- unum og flytja varð allt efni í hjólbör- um í gegnum húsið. „Áður gerðan innigarð í Seljaskóla vann vinnu- flokkur undir stjórn starfsmanns Skólaskrifstofu og var nú ákveðið að leita til þeirra er öðlast höfðu reynslu við þá framkvæmd. Gerðu þeir fast tilboð í verkið að upphæð kr. 1.430.608,-, virðisaukaskattur meðtalinn. Þegar þetta tilboð lá fyrir voru einingarverð borin saman við einingarverð í verðbanka borg- arverkfræðings og að svo miklu leyti sem unnt var að fá samanburð og að teknu tilliti til aðstæðna við fram- kvæmd' verksins var talið að tilboðið væri viðunandi." Skólastjóri óskað eftir að svæði við eitt húsanna yrði hellulagt og var leitað eftir verði hjá þeim sem unnu við frágang innigarðsins. Tilboð þeirra var 1.177.944,- virðisauka- skattur meðtalinn. Samningurinn sem gerður var um framkvæmdirnar var því samtals 2.608.552,-. „Vinnu- flokkurinn varð á eigin kostnað að sjá sér fyrir áhöldum og tækjum, sem þurfti til verkanna, svo sem steinsög, þjöppum o.fl. Samninginn undirritaði ég f.h. verkkaupa og sjálfstætt starf- andi verkfræðingur, sem er einn af hönnuðum skólans, en hann stað- festi einingarverð og magntölur.“ Verkin voru unnin á sex vikna tímabili og voru laun að meðaltali 69.800 krónur á viku. Unnið var alla daga vikunnar eða 85 klst. á viku og var tímakaup að meðaltali 820 krónur. Fram kemur að útseld vinna verkamanna er 692 krónur á klukku- stund í dagvinnu en 70% álag er á yfirvinnu. Þekkt sé að talsvert hærra sé greitt fyrir ákvæðisvinnu. „Vafa- laust má að því finna að ég skyldi hafa staðfest samning þann er hér um ræðir þar sem sonur minn var einn af fimm viðsemjendum en ég var þeirrar skoðunar að samningsfj- árhæðir væru eðlilegar og að borgar- sjóður myndi ekki skaðast af við- skiptunum." Verkkaupi lagði til efni Í greinargerð Bergs Tómassonar borgarendurskoðanda, kemur fram að verktakarnir fimm eru á aldrinum 17 til 24 ára og að tilboðið sé undir- ritað af Ágústi Þór Jónssyni verk- fræðingi og Birni Halldórssyni for- stöðumanni fyrir hönd verkkaupa. Þá segir að tilboðið taki til vinnuliða, en verkkaupi leggi til allt efni. Niður- staða samanburðar á einingarverði hjá skrifstofu borgarverkfræðings leiddi í ljós að fyrri hluti samningsins er í samræmi við einingarverð úr verðbanka en einingarverð við inni- garð er nokkuð hærra að teknu til- liti til aðstæðna á staðnum. „Tekið skal fram að, verð í verðbanka endur- spegla ekki sveifiur eftir markaðsað- stæðurn." Samningsverð ekki hagstætt í bréfí borgarstjóra til forstöðu- manns Skólaskrifstofu Reykjavík- urborgar, segir meðal annars að, „Ýmislegt er athugavert við þessa samningsgerð, m.a. hvemig að und- irritun var staðið. Þá virðist samn- ingsverð ekki hafa verið hagstætt. Áðfinnsluvert er, að umrætt verk var ekki boðið út á vegum Innkaupa- stofnunar Reykjavíkurborgar með þeim hætti, sem reglur borgarinnar kveða á um. Þá er mjög ámælisvert, að meðal viðsemjenda var sonur yðar og tveir synir fyrrnefnds Ágústar Þórs, sem urtdirritaði samninginn ásamt yður. Líta verður á þetta fram- ferði sem brot í starfi, og er yður því hér með Veitt áminning með vís- an til 3. mgr. 7. gr. reglna um rétt- indi og skyldur starfsmanna Reykja- víkurborgar." Hversu mörg verkefni án útboða? Á fundi borgarráðs í gær, óskaði Ólína Þorvarðardóttir fulltrúi Nýs vettvangs, eftir upplýsingum að gefnu tilefni um hversu mörg verk- efni á vegum borgarinnar væru af- hent verktökum án útboða og hversu háar fjárhæðir væri um að ræða hveiju sinni. Jafnframt hvaða megin- reglur borgin setti sér í reynd við úthlutun verkefna og hvort dæmi sem þetta ætti sér fleiri hliðstæður, það er hvort hætta er á að embættis- menn hafi úthlutað tengsla- og vennslamönnum verkefni í krafti embætta sinna. Brot á samþykkt Innkaupastofnunar Alfreð Þorsteinsson fulltrúi Fram- sóknarflokks, bókaði að augljóslega hefðu samþykktir Innkaupastofnun- ar Reykjavíkurborgar verið þver- brotnar vegna lóðarframkvæmda við Seljaskóla. Innkaupastofnun bæri að annast útboð á verklegum fram- kvæmdum og samningsgerð sam- kvæmt 2. grein. „Ég undrast að borgarendurskoðandi skuli ekki gera athugasemd við þennan þátt máls- ins. Eg tel brýnna en nokkru sinni fyrr að Reykjavíkurborg setji siða- reglur fyrir borgarfulltrúa og æðstu embættismenn til að starfa eftir.“ Lágt tilboð Pólveija í viðgerð á Búrfelli Mánaðarlaun skipasmiða í Póllandi 10-20.000 kr. MUN LÆGRl laun skipasmiða í Póllandi er meginástæðan fyrir lægri tilboðum frá pólskum skipasmíðastöðvum í viðgerðarverkefni á skip- um, segir Einar Hermannsson skipaverkfræðingur. Einar segir að ómaklcga hafi verið vegið að Pólverjum í þessu máli því vitað væri að mestu niðurgreiðslurnar í skipasmíðaiðnaðinum væru í Noregi, þar sem nýsmíði skipa fyrir íslendinga væri mest. Engar niðurgreiðslur eru í skipasmíðaiðnaði í Póllandi. Einar fór á vegum samgongu- ráðuneytis til pólsku skipasmíða- stöðvarinnar sem samið hafði verið um að annaðist viðgerð á flutninga- skipinu Búrfelli. Hann sagði að launakostnaður í pólskum skipa- smíðastöðvum væri aðeins brot af því sem hann væri annars staðar. „Ég skal ekki fullyrða um stofn- kostnað í tækjum og slíku, en fyrst og fremst liggur munurinn í launun- um. Mánaðarlaun starfsmanna í pólskum skipasmíðastöðvum er á bilinu 10-20 þúsund krónur. Skipa- viðgerðir eru mjög mannaflskre- fjandi. Pólveijar búa við sama efnis- kostnað og aðrir en auðvitað má segja að skipasmíðastöðvar á íslandi búi við hærri efniskostnað því hér leggjast á aðflutningsgjöld og hærri flutningskostnaður," sagði Einar. Hann sagði að engar ívilnanir eða niðurgreiðslur væri um að ræða í rekstri pólskra skipasmíðastöðva. „Satt að segja er verið að hengja bakara fyrir smið í þessari umræðu hér, því langstærsti hlutinn af þess- um verkefnum fyrir sjávarútveginn hafa farið til Noregs. Þar er verið að byggja frystitogara og hver þeirra kostar í kringum tæpan einn milljarð kr. Þar er vitað að niðurgreiðslur eru til staðar og Norðmenn eru svo sem ekkert að fela það. Mér finnst dálítið lágkúrulegt að veitast svona að Póiveijum sem eru að reyna að krafsa sig út úr vægast sagt erfiðri stöðu í efnahagsmálum. Það væri nær að beina sjónum þangað sem upphæðirnar liggja. Ég held að það sé enginn fótur fyrir ásökunum um undirboð Pólveija,“ sagði Einar. Hann sagði að Pólveijar biðu fyrst og fremst lág verð í viðgerðum á stáli en þegar málið snerist um ýmiss konar hátæknibúnað og fín- vinnu væru Pólveijar síður hæfír en margar stöðvar á Vesturlöndum. Einar sagði að Pólveijunum hefði komið þróun mála vegna viðgerðar- innar á Búrfelli undarlega fyrir sjón- ir. Hann fékk forsvarsmenn stöðvar- innar til að skrifa undir yfirlýsingu um að ekki yrði farið fram á skaðabótakröfur vegna riftunar á samningi um viðgerð skipsins. Hann hefði skýrt fyrir þeim að hér væri um einstakt tilfelli að ræða, þar sem skipið væri í ríkiseign, og engin ástæða væri að ætla annað en að aðrir íslenskir skipaeigendur myndu sækja til Póllands með viðgerðir. 13 stöðvar frá sex löndum hefðu lagt inn tilboð í viðgerð á skipinu og var stöðvunum sendar niðurstöður út- boðsins. Pólveijarnir hefðu verið með lægsta tilboðið í útboði sem var sambærilegt á milli allra landanna, og hefðu þeir lýst yfir ánægju með það. Skídasamfestingar á hreint ótrúlegu verdi 'Qiru St. 120-170 kr. 5.990,- St. XS-XL kr. 7.990,- 5% staðgreiðsluafsláttur. Sendum í póstkröfu. »hummeli SPORTBUÐIN ÁRMÚLA 40, SÍMAR 8 1 3 555, 8 1 3 655

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.