Morgunblaðið - 31.12.1992, Page 21
MORGUNBtóÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DRSEMBER 1992-----------------1----------------
Anna Bjarnadóttir
Lars Lundsten
verði umfram venju líflegt innan EB.
Flest bendir til að helstu vandamál
samstarfs Vestur-Evrópuríkjanna,
tæknileg aðlögun EES-samingsins, .
Maastrieht og GATT-sáttmálin,
verði til lykta leidd á árinu sem senn
gengur í garð.
SIGRÚN DAVÍÐS-
DÓTTIR, DANMÖRKU
Breytíngar
trúlega í
vændum
Mál málanna síðastliðið ár var
tvímælalaust aðild Dana að Ma-
astricht-samkomulaginu. Ahrif þess
voru ekki aðeins sýnileg í stjórnmál-
um, heldur einnig í efnahags- og
viðskiptaheiminum. Inn í þetta flétt-
ast átök í dönskum stjórnmálum.
Ekki má gleyma atvinnuleysinu, sem
er stöðugt umhugsunarefni Dana.
Það er nú tæp ellefu prósent og virð-
ist seint ætla að dvína.
í september hélt Poul Schluter
upp á tíu ára afmæli sitt sem forsæt-
isráðherra minnihlutastjórnar, sem
stendur stjórn íhalds- og Vinstri-
flokksins. Nú eru hins vegar horfur
á að meirihlutastjórn sé í augsýn.
Forystumenn Jafnaðarmannaflokks-
ins, Róttæka vinstriflokksins og Sós-
íalíska þjóðarflokksins hafa nýlega
unnið saman í mikilvægum málum
og það hefur aukið trúna á að sam-
starf þessa þríeykis geti náð lengra.
Tamílamálið, sem snýst um hugs-
anleg embættisglöp þáverandi dóms-
málaráðherra 1988 og tilraunir ann-
arra ráðherra, meðal annars
Schlúters, til að þagga málið niður,
hefur legið eins og mara á íhalds-
flokknum og reyndar á dönskum
stjórnmálum almennt. Nú fer að sjá
fyrir endann á því, þar sem skýrsla
um málið verður lögð fram um miðj-
an janúar. Flestir reikna með að
niðurstaðan verði svo óþægileg fyrir
Schlúter að hann neyðist til að segja
af sér. Ójóst er hvað þá tekur við,
því margt spilar inn í. Enginn vafi
er á að marga innan þríeykisins
munar í stjórnarstólana. Hins vegar
Hrönn Marinósdóttir
Jan Gunnar Furuly
fýsir fáa í kosningar í kringum aðra
þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að
Maastricht-samkomulaginu. Vinstri-
flokkurinn hefur á stundum reynt
að storka Sósíalíska þjóðarflokknum
og þar með einangra hann frá hinum
tveimur flokkunum, en óvíst er og
reyndar ólíklegt áð íhalds- eða
Vinstriflokknum tækist að halda
stjórninni saman ef Schlúter fer frá
nema hugsanlega til bráðabirgða.
Um þetta leyti er danska stjórnin
í viðbragðsstöðu fyrir formennsku
sína í EB, sem stendur frá áramótum
og fram á mitt árið. Ljóst er að hún
leggur metnað sinn í það starf. Uffe
Ellemann-Jensen utanríksiráðherra
hefur lýst yfir að aðaláhugamál hans
sé að efla sambandið við Bandaríkin
og vonast til að Bill Clinton forseti
leggi leið sína til Kaupmannahafnar
á Evrópureisu í vor. Auk þess bein-
ist athyglin að aðildarviðræðum við
Svía, Norðmenn og Finna um inn-
göngu í EB. Með þá innanborðs í
EB reynir á hvort rætast vangavelt-
ur um norræna þungamiðju innan
bandalagsins, sem get orðið grund-
völlur að nýrri vídd í norrænu sam-
starfi.
Hingað til hefur Schlúter forsæt-
isráðherra haft undraverða hæfi-
leika til að stýra sjórn sinni í gegnum
erfiðleika, en nú er svo komið að
flestir álíta níu lífin hans uppurin.
Óvissan um framtíðina, sem hefur
verið að geijast þetta árið, hlýtur
að leiða til breytinga í dönskum
stjórnmálum og um leið í þjóðlífinu,
því hún verður vísast djúptækari en
hrókun ráðherrastóla. Nýir flokkar
gætu hreiðrað um sig í ráðherrastól-
unum.
LARS LUNDSTEN,
FINNLANDI
Stefnubreyt-
ing í utanrík-
ismálum
Hjá Finnum áttu sér stað nokkrar
afar mikilvægar grundvallarbreyt-
ingar á árinu 1992 enda ríkir nú
um áramótin kannski meiri óvissa
Kristófer M. Kristinsson
Erik Lindén
um framtíðina en oftast áður. Finnar
standa nú frammi fyrir að gerast
aðilar að Evrópubandalaginu (EB)
en á sama tíma þjakar þjóðina alvar-
legasta efnahagskreppa, sem riðið
hefur yfir.
í kreppunni hefur fyrsta hægri
ríkisstjórnin á rúmum tveim áratug-
um hert ólina meira en flestum þyk-
ir hæfilegt og veldur þetta spennu
í þjóðfélaginu.
Á einu ári hafa Finnar í raun
snúið baki við hlutleysisstefnu sinni
og lýst yfir vilja sínum að gerast
fullir aðilar að samstarfi þjóða Vest-
ur-Evrópu. Formlega ér Finnland
ennþá hlutlaust ríki innan Fríversl-
unarbandalags Evrópu (EFTA).
Um síðustu áramót sprakk öflug
sprengja í finnsku stjórnmálalífi
þegar Koivisto Finnlandsforseti lýsti
yfir þeirri stefnu sinni í áramótaá-
varpi að Finnar skyldu fhuga aðild
að EB. Þangað til hafði öll pólitísk
umræða um þetta mál verið bönnuð
í raun. Það þótti ekki samræmast
hlutleysisstefnu Finna og vináttu við
Sovétmenn að ræða slík mál. Um
þessi áramót hafa málin þróast það
mikið að formlegar aðildarumræður
eru að hefjast.
Jafnhliða þessum breytingum í
utanríkismálum hefur stjórnmála-
kerfið innanlands tekið stakkaskipt-
um með þeim afleiðingum að völd
ríkisstjórnar hafa farið vaxandi en
forsetinn og stjórnarandstaðan hafa
að sama skapi minnkað. Stjórnar-
skránni hefur verið breytt þannig
að möguleikar minnihlutans á þjóð-
þingi, þ.e. stjórnarandstöðunnar, að
stöðva efnahagsráðstafanir ríkis-
stjórnar hafa takmarkast. Um leið
hefur Finnlandsforseti reynt að
draga sig í hlé til þess að efla ímynd
forsætisráðherra sem leiðtoga.
Framkoma Mauno Koivistos Finn-
landsforseta er dæmi um hvernig
ytri aðstæður hafa breyst. Fyrir ári
flutti Koivisto ræðu sem gjörbreytti
utanríkisstefnu Finna, en um þessi
áramót hefur Koivisto neitað að
flytja ávarp. í hans stað mun Esko
Aho forsætisráðherra ávarpa þjóð-
ina.
Ríkisstjórn Esko Aho forsætisráð-
herra hefur lent í hörðum deilum
við launþegasamtök vegna áforma
um að skerða félagslegt öryggi
landsmanna. Völd verkalýðshreyf-
ingarinnar hafa minnkað verulega
með því að ríkisstjórnin hefur ekki
gengið gömlu samningsleiðina í
kjaramálum, þ.e. að ræða kaup og
kjör við vinnuveitendur og lauriþega.
Þess í stað hefur hún aðeins tilkynnt
um komandi breytingar.
Mestu svartsýnismenn segja að
Finnland stefni nú í að verða þróun-
arríki innan EB. Vegna vanrækslu
í efnahagsmálum sé landið að breyt-
ast úr háþróuðu iðnaðarríki í hráefn-
isframleiðanda sem lifi eingöngu á
skógarafurðum á lágu úrvinnslu-
stigi. Um leið sé einnig verið að
leggja velferðarkerfið í rúst.
JAN GUNNAR
FURULY, NOREGI
EB-umsókn
og flíírmála-
kreppa
Árið 1992 var árið sem Norðmenn
sóttu um aðild að Evrópubandalag-
inu í þriðja skipti og Gro Harlem
Brundtland forsætisráðherra
hneykslaði umhverfisverndarsinna
um allan heim með því að ákveða
að hefja hvalveiðar í hagnaðarskyni
að nýju á næsta ári.
Kreppan í norsku fjármálalífi var
áfram viðvarandi og töpuðu bankar,
fjárfestingar- og tryggingarfélög
milljörðum norskra króna á árinu.
Skömmu fyrir áramót varð svo loks
seðlabankinn að láta undan í barátt-
unni gegn spákaupmönnum á gjald-
eyrismörkuðum og gefa gengi
norsku krónunnar frjálst.
Byijun ársins var stormasöm.
Fellibylur skall á norðvesturhluta
landsins þann 1. janúar; hús fuku í
burtu, umfangsmikil skógarsvæði
eyðilögðust og fjölmargir týndu líf-
inu í versta óveðri í manna minnum.
Tryggingafélög urðu að greiða met-
upphæð, samtals 1,3 milljarða
norska króna, vegna tjóns af völdum
veðursins.
Það má segja að norska Evrópu-
umræðan um EB og EES hafi einn-
ig verið stormasöm þrátt fyrir að
Brundtland og stjórn hennar virtust
hafa ágæta stjórn á umræðunni.
Löngu áður en Brundtland lét um-
ræðuna hefjast formlega innan
Verkamannaflokksins á landsfundi
Verkamannaflokksins í Hordaland-
fylki þann 5. apríl voru aðrir flokkar
þegar meira og minna klofnir í mál-
inu.
Stórþingið samþykkti EES-samn-
inginn í október eftir beinskeyttar
umræður og í nóvember var sam-
þykkt á þingi Verkamannaflokksins
að ríkisstjórnin sækti um aðild að
EB. Á sama þingi tilkynnti Brundt-
land að hún hygðist segja af sér
formennsku í Verkamannaflokknum
af persónulegum ástæðum, en sonur
hennar hafði framið sjálfsmorð
skömmu áður. Stórþingið samþykkti
aðildarumsóknina með miklum
meirihluta og þann 25. nóvember
afhenti Brundtland John Major, for-
sætisráðherra Bretlands, aðildarum-
sókn Norðmanna.
Evrópuumræðan er samt síður en
svo búin i Noregi. Samkvæmt fjöl-
mörgum skoðanakönnunum síðustu
mánuði virðist andstaðan við EB-
aðild fara vaxandi.
íbúar við sjávarsíðuna glöddust
margir hveijir þegar ríkisstjórnin
tilkynnti á ársfundi Alþjóðahvalveið-
iráðsins í Glasgow í júní að Norð-
menn hygðust hefja hrefnuveiðar í
hagnaðarskyni á næsta ári. Við-
brögðin erlendis létu ekki standa á
sér. Hvalaunnendur í Bandaríkjun-
um, Þýskalandi, Bretlandi og fleiri
löndum sendu tugþúsundir mót-
mælabréfa til norskra sendiráða og
forsætisráðherrans persónulega.
Árið 1993 gæti því orðið árið sem
Norðmenn eiga á hættu að heyja
umhverfisstyijöld. Alþjóðleg samtök
umhverflsverndarsinna hafa á síð-
ustu árum liðið fyrir skort á baráttu-
málum og mörg hver rambað um á
barmi gjaldþrots. Þau hafa nú eygt
mál sem er líklegt til vinsælda með-
al fjárhagslegra bakhjarla. Fátt virð-
ist vekja upp jafn ríkar tilfinningar
hjá viðkvæmum borgarbúum en
blæðandi og deyjandi hvalur. Með
heilsíðuauglýsingum, m.a. í New
York Times hafa andstæðingar hval-
veiða hótað því að beijast gegn sölu
norskra vara, s.s. fiski, ferðamanna-
þjónustu og jafnvel vetrarólympíu-
leikunum í Lillehammer.
Norsk stjórnvöld hafa ekki enn
ákveðið hversu margar hrefnur
verða veiddar næsta sumar en lík-
lega verða þær milli 350-700, sam-
kvæmt tillögum vísindamanna.
ERIK LIDÉN,
SVÍÞJÓÐ
Evrópuaðlög-
un á kreppu-
tímum
Árið 1992 hefur verið Svíum, líkt
og flestum öðrum Evrópuþjóðum,
þungt í skauti. Atvinnuleysi og efna-
hagskreppa hafa sett mark sitt á
jafnt störf stjórnmálaleiðtoga sem
líf venjulegra borgara.
Fyrri hluta ársins féllu efnahags-
málin í skuggann af umræðunni um
EB og EES en þau réðu aftur lögum
og íofum á forsíðum dagblaða í sept-
ember og október þegar ríkisstjórn
Svíþjóðar barðist af hörku við að
bjarga gengi krónunnar. Lengi vel
virtist ríkisstjórnin ætla að hafa bet-
ur og þrátt fyrir gengisfellingar í
mörgum öðrum ríkjum náðist að
halda gengi sænsku krónunnar stöð-
ugu. í nóvember gafst hún hins veg-
ar upp og seðlabankinn fékk leyfi
til að láta krónuna fljóta. Lækkaði
gengi hennar strax um 12-13% sem
hefur haft í för með sér að hún er
nú með lægsta skráða gengi nor-
rænu gjaldmiðlanna.
Samningurinn um EES, sem er
mikilvægt skref á leið Svíþjóðar inn
í Evrópubandalagið, var samþykktur
í nóvember en þau mál fóru í nokkr?
biðstöðu eftir að Svisslendingai
höfnuðu EES í þjóðaratkvæða-
greiðslu. Danir höfnuðu hins vegar
Maastricht-samkomulaginu í júní og
hefur það haft töluverð áhrif á
sænska Evrópuumræðu. í byijun árs
sýndu skoðanakannir mikinn og al-
mennan stuðning við EB-aðild en
nú er skýr meirihluti andvígur aðild.
Stefnt er að því að þjóðin geti sagt
skoðun sína samhliða þingkosning-
um í september 1994.
Aðrir stóratburðir í Svíþjóð á ár-
inu sem er að líða er að tekin var
endanleg ákvörðun um að byggja
brú yfir Eyrarsund, milli Kaup-
mannahafnar og Málmeyjar. Er
stefnt að því að brúin verði tilbúin
í kringum aldamót.
Tveir þekktir sænskir rithöfundar
létust á árinu, þeir Per-Olof Sund-
man og Sven Delblanc. Sundman
átti sæti í Sænsku akademíunni og
tók virkan þátt í stjórnmálum fyrir
hönd Miðflokksins. í verkum hans
mátti greina mikil áhrif frá íslend-
ingasögunum. Sven Delblanc lést
þann 15. desember, einungis 61 árs
að aldri. Hann var dáður fyrir verk
sin sem mörg hver fjölluðu um æsku
hans og uppeldi.
Sjöunda árið í röð var enginn vet-
ur sem heitið getur í norðurlandinu
Svíþjóð sunnan Dalafljóts. Varð
þetta tilefni mikilla umræðna um
gat á ósonlaginu og gróðurhúsa-
áhrif. Þá hefur framtíð kjarnorku í
Svíþjóð eftir árið 2010 aftur komið
til tals ekki síst eftir alvarlega bilun
í kjarnorkuverinu Barsebáck.
Svíar hafa einnig deilt hart um
stefnuna gagnvart flóttamönnum. Á
árinu komu 50 þúsund flóttamenn
til Svíþjóðar, flestir þeirra frá fyrrum
Júgóslavím Hefur þetta þýtt mikinn
útgjaldaauka fyrir sveitarfélög en
einnig að meira er farið að bera á
útlendingahatri og árásum á útlend-
inga en áður.
Á næsta ári er búist við að draga
muni úr flóttamannastrauminum
ekki síst ef Sameinuðu þjóðirnar
skakka leikinn í lýðveldum fyrrum
Júgóslavíu.
Þá verður næsta ár einnig þung
prófraun fyrir ríkisstjórn Carls
Bildts. Margir stjórnmálaskýrendur
telja að Svíar verði að grípa til mjög
róttæks niðurskurðar á ríkisútjöld
árið 1993 en ríkissjóðshallin er nú
talinn stefna í 195 milljarða sænskra
króna. Hinn nauðsynlegi niðurskurð-
ur gæti hins vegar fellt stjórnina.