Morgunblaðið - 11.02.1993, Síða 1
80 SIÐUR B/C/D
34. tbl. 81. árg.
FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1993
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna kynnir aukin afskipti af borgarastyrj öldinni í Bosníu
Boðar þátttöku
í friðargæslu og
friðarviðræðum
Washingfton. Reuter.
WARREN Christopher, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði i gær
að Bandaríkjastjórn hygðist í auknum mæli ætla að taka þátt í friðar-
umleitunum í Bosníu. Hann sagði Bill Clinton Bandaríkjaforseta
hafa ákveðið að skipa Reginald Bartholomew, sem nú er sendiherra
Bandaríkjanna hjá NATO, sem fulltrúa í friðarviðræðunum. Mun
hann starfa við hlið þeirra Cyrus Vance, fulltrúa Sameinuðu þjóð-
anna, og Owens lávarðar frá Evrópubandalaginu. Þá ætla Banda-
ríkjamenn að herða viðskiptaþvinganir gegn Serbum og senda her-
lið til Bosníu til að tryggja að staðið verði við friðarsamninga.
Christopher sagði það ekki síst
vera þjóðemishreinsanir Serba sem
gerðu það að verkum að Banda-
ríkjastjórn gripi inn í deiluna með
þessum hætti. „Okkur hryllir við
að láta ofbeldi af þessu tagi af-
skiptalaust," sagði utanríkisráð-
herrann og sagði forsetann telja að
tímabært væri orðið að Bandaríkja-
menn tækju beinan þátt í hinum
alþjóðlegu friðarumleitunum. „Við
gerum ekki ráð fyrir neinum krafta-
verk en teljum okkur þó hafa eitt-
hvað fram að færa.“
Bandaríkjamenn ætla einnig að
beita sér fyrir því að settur verði
upp sérstakur dómstóll á vegum
Sameinuðu þjóðanna sem hægt
verði að draga meinta stríðsglæpa-
menn í átökunum í Bosníu fyrir.
George Stephanopoulos,. tals-
maður Bandaríkjaforseta, sagði í
viðtali við NBC-sjónvarpsstöðina að
Bandaríkjastjórn hlakkaði til þess
að „aðstoða við að framfylgja hvers
kyns friðarsamkomulagi sem hinar
stríðandi fylkingar í Bosníu kunna
að ná“.
Cyrus Vance og David Owen,
milligöngumenn Sameinuðu þjóð-
anna og Evrópubandalagsins, hafa
lagt friðaráætlun um Bosníu fyrir
öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og
Owen áætlar að 25.000 hermenn
þurfi til að framfylgja hugsanlegu
vopnahléssamkomulagi í landinu.
Embættismenn í Hvíta húsinu í
Washington sögðu í gær að banda-
rískir hermenn sem tækju þátt í
friðargæslunni myndu fara til Bosn-
íu á vegum Sameinuðu þjóðanna
eða Atlantshafsbandalagsins um
leið og samið yrði um vopnahlé.
Rússar berjast í Bosníu
Reuter.
NOKKUÐ er um að sjálfboðaliðar taki þátt í bar-
dögunum í Bosníu. Á myndinni má sjá tvo Rússa
nota hlé á bardögum til að hreinsa vopn sín og
hengja upp fána kósakka. Rússarnir tóku báðir
þátt í styrjöldinni í Afganistan og beijast nú við
hlið Bosniuserba í borginni Skeleni.
EB vill óbreytt fram-
lög í þróunarsjóðinn
Framlag Islendinga ykist um 20 milljónir á ári í fimm ár
Stórtap
hjá Ford
Dearborn. Michigan.
FORD-bílaverksmiðjurnar töpuðu
7,4 miHjörðum dollara, jafnvirði
481 milljarðs króna, í fyrra. Er
það mesta árstap bandarísks fyr-
irtækis frá upphafi.
Raunverulegt rekstrartap Ford
síðastliðið ár var þó ekki nema hálf-
ur milljarður dollara þar sem 6,9
milljarðar eru raktir til breyttra bók-
haldsaðferða. Samkvæmt nýjum
skattalögum er bandarískum fyrir-
tækjum gert skylt að taka tillit til
kostnaðar vegna lífeyrisskuldbind-
inga í ársreikningi sínum.
Stjórnendur fyrirtækisins segjast
gera ráð fyrir að hagnaður verði á
rekstrinum á þessu ári.
Fyrir skömmu tilkynnti tölvufyrir-
tækið IBM um fímm milljarða tap í
fyrra og var það þá mesta tap nokk-
urs bandarísks fyrirtækis í sögunni.
Búist er við að „tapmetið" verði brátt
slegið svo um muni þar sem talið
er að hallinn á rekstri bílaframleið-
andans General Motors hafí numið
um 24 milljörðum dollara. Líkt og
hjá Ford er sá halli fyrst og fremst
vegna breyttra bókhaldsaðferða.
Reuter.
Páfi í Súdan
JÓHANNES Páll páfí kom í gær til Súdan sem er lokaáfanginn
á ferð hans um Afríku. Múslimar eru í meirihluta í landinu og
fara þar með öll völd. Var lögum landsins breytt í samræmi við
trú múslima árið 1991. í ræðu sem páfi hélt í gær gagnrýndi
hann harðlega meðferð stjórnvalda á kaþólikkum í Súdan og líkti
þjáningum þeirra við krossfestingu Krists. Borgarastríð hefur ver-
ið háð í landinu undanfarin ár og sagði páfi að eina leiðin til að
koma á friði væri að stjórn múslima tryggði réttindi kristinna
Súdanbúa sem og annarra minnihlutahópa.
Brussel. Frá Kristéfer M. Kristínssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
FULLTRÚAR aðildarríkja Evrópubandalagsins (EB) ræddu á
þriðjudaginn skýrslu framkvæmdastjórnarinnar um stöðuna í
viðræðunum um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Á undanföm-
um dögum hefur athugasemdum EB vegna aðlögunar samnings-
ins að fráhvarfi Svisslendinga heldur fjölgað. Auk þess að krefj-
ast óbreyttra framlaga frá aðildarríkjum Fríverslunarbandalags
Evrópu (EFTA) í þróunarsjóð fyrir fátækari aðildarríki EB vilja
aðildarrikin láta kanna þau kjör sem samningurinn býður upp
á fyrir landbúnaðarvörur með það fyrir augum að þau verði bætt.
Frakkar hafa áhyggjur af því
að hagsmunir fyrrverandi ný-
lendna þeirra séu ekki tryggðir í
samningum og jafnframt eru sett-
ir fyrirvarar vegna þátttöku EFTA
í samstarfsverkefnum á sviði vís-
inda og þróunar þangað til EES
tekur gildi. Það mun a.m.k. ljóst
að af þátttöku EFTA í því sam-
starfi getur ekki orðið fyrr en um
næstu áramót.
Samningnum ekki fómað
vegna sjóðsins
Viðmælendum Morgunblaðsins
ber saman um að EFTA-ríkin verði
á endanum að borga framlag
Svisslendinga í þróunarsjóð EES.
Finnar, Austurríkismenn og ís-
lendingar hafa lýst því yfir að
framlag Svisslendinga eigi að falla
niður, sú var og afstaða EFTA-
ráðherra í desember, en fæstum
þykir líklegt að ríkin séu tilbúin
að fórna samningnum eða stofna
honum í hættu vegna þessa máls.
EFTA-ríkin benda á að þegar sam-
ið var um sjóðinn hafi alltaf verið
ljóst að kostnaðinum yrði skipt upp
á milli aðildarríkja EFTA. Það sé
þess vegna sanngjarnt að lækka
sjóðinn sem nemur framlagi Sviss-
lendinga. Samningamenn EB vísa
hins vegar til samningsins en sam-
kvæmt honum skuldbinda aðildar-
ríki EFTA sig til að greiða 38
milljarða íslenskra króna á fimm
árum í þróunarsjóðinn. Samning-
urinn gerir ráð fyrir að framlögin
falli niður gangi eitthvert EFTA-
ríki í EB, hins vegar gleymdist að
gera ráð fyrir að EFTA-ríki gæti
fellt samninginn. Hlutur Sviss-
lendinga átti samkvæmt samningi
innan EFTA að vera 11,4 milljarð-
ar króna en komi til þess að hin
EFTA-ríkin taki þessa greiðslu á
sig verða Islendingar að leggja
fram um 20 milljónir til viðbótar
á ári í fimm ár við þegar umsam-
ið framlag.