Morgunblaðið - 11.02.1993, Síða 2

Morgunblaðið - 11.02.1993, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1993 Gunnar G. Schram um réttarstöðu forseta Breyting á stjórn- arskránni æskileg GUNNAR G. Schram lagaprófessor, telur æskilegt að breyta }>ví ákvæði í stjórnarskránni þar sem kveðið er á um rétt forseta ís- lands til að synja lagafrumvarpi staðfestingar og jafnvel komi til greina að afnema það. Þetta kom fram á fræðafundi sem Orator, félag laganema, hélt í gærkvöldi um réttarstöðu forseta íslands skv. stjórnarskránni. Á fundinum benti Gunnar á ýms- ar leiðir sem væru mögulegar í þessu sambandi. Hann minntist sér- staklega á álit stjómarskrárnefndar frá 1983, þar sem lagt er til að í stað synjunarvalds gæti forseti ósk- að eftir því, áður en hann staðfesti frumvarp, að um það færi fram þjóðaratkvæðagreiðsla. „Ég tel að tillaga stjómarskrár- nefndar sem lögð var fram 1983, og allir flokkar stóðu að og vom Skutu tvo hrein- dýrstarfa TVEIR menn á fertugsaldri hafa játað fyrir lögreglunni á Fáskrúðsfirði að hafa skot- ið tvo hreindýrstarfa í Ham- arsfirði á föstudag. Menn þessir urðu uppvísir að sama athæfi í desember. Dýrin skutu þeir af 50-100 metra færi út um bílglugga. Hrein- dýr ganga í byggð á þessum árstíma og eru friðuð. Að sögn lögreglunnar á Fá- skrúðsfírði bámst henni vís- bendingar á föstudag um að tvö hreindýr hefðu verið skotin. Gmnur beindist að mönnunum tveimur, sem í desember höfðu játað á sig samskonar verknað. Við yfirheyrslur játuðu þeir að hafa skotið dýrin út um bíl- glugga með 22 kalibera riffli, sem lögreglan lagði hald á eins og gert hafði verið við riffíl þann sem beitt var við fyrri veiðamar. Mennimir höfðu gert að dýr- unum, pakkað kjötinu og farg- að hræjunum. Lögregla lagði hald á kjötið. sammála um, sé æskilegra ákvæði, þar sem í þeirri mynd er forseti ekki knúinn til að taka efnislega afstöðu til deilumálsins sem uppi er, áður en hann vísar því til þjóðar- atkvæðagreiðslu," sagði Gunnar. Onnur úrræði Hann sagði að einnig kæmi til greina að afnema þennan synjunar- rétt, en þar sem hann væri öryggis- ventill í stjórnkerfínu þyrfti að taka upp einhver önnur úrræði sem veittu þinginu aðhald. „En burtséð frá því þá held ég að það sé mjög tímabært að taka upp stjórnlagaráð sem hægt væri að leita til og spyija ráða um lögfræðileg deiluefni áður en Alþingi afgreiðir þau, og í öðm lagi að taka upp í stjómarskrána ákvæði sem heimilar t.d. fjórðungi kjósenda að öska eftir þjóðarat- kvæðagreiðslu með undirskrifta- söfnun, og það yrði þá skylda Al- þingis að láta framkvæma hana,“ sagði Gunnar. Ólafsvik. Morgunblaðið/Alfons Finnsson Krefjast lagfæringa á vegrennu veður era. Hefur það raunar margsinnis sýnt sig áður þó nú kastaði tólfunum. í gær sendi Vigfús Vigfússon byggingarfulltrúi Ólafsvíkurbæjar Vegagerð ríkisins bréf varðandi þetta mál þar sem krafist er úrbóta, en Vigfús kveðst áður hafa rætt við svæðisstjóra um málið. Björn Jónsson svæðisstjóri Vegagerðarinnar var fjarstaddur í gær og því ekki hægt að fá álit hans á málinu. Helgi ALLMIKIÐ flóð varð í Ólafsvík í fyrradag og rann inn í nokkur hús, eins og fram kom í Morgunblaðinu. Þessi mynd var tekin í vöruflutningastöð Amar og Birgis um kl. 22 um kvöldið og sýnir ástandið þar. Það flæddi inn í fleiri hús á svæðinu við Hvalsá, enda var þama mikið flóð. Bæjaryfírvöld segja að vegrenna gegnum Ólafsvíkurveg sé rangt hönnuð og eigi enga möguleika á að skila Hvalsánni fram í sjó þegar vatns- Bar nsr æningj ar nir ákærðir fyrir barnsrán o g frelsissviptingu Gæsluvarðhald fram- lengt uns dómur fellur RÍKISSAKSÓKNARI höfðaði í gær opinbert mál fyrir héraðsdómi Reykjavíkur gegn Bandaríkjamönnunum James Brian Grayson, 33 ára, og Donald M. Feeney, 39 ára. Þeir eru ákærðir fyrir barnsrán og frelsissviptingu og brot gegn tveimur þeirra fáu lagagreina í almennum hegningarlögum sem varðað geta allt að ævilöngu fang- elsi. í gær var gæsluvarðhald þeirra beggja framlengt þar til dóm- ur gengur, en þó ekki lengur en til 3. mars. Gæsluvarðhaldsúrskurð- irnir voru kærðir til Hæstaréttar í gær. Sameming- Gæslunnar og Almannavama könnuð ÞORSTEINN Pálsson dómsmálaráðherra segir að nefnd sem endur- skoði lög um Landhelgisgæsluna og hlutverk hennar sé ætlað að kanna hagkvæmni þess að Almannavarnir ríkisins falli inn í Gæsluna. í gær var til umræðu á Alþingi þingsályktunartillaga Guðmundar Hallvarðssonar og Eyjólfs Konráðs Jónssonar varðandi athugun á skipa- og tækjaþörf Landhelgisgæslunnar. í ræðu ráðherra kom fram, að hlut- verk Landhelgisgæslunnar hefði ver- ið að breytast. Gæsluhlutverkið væri nú með öðram hætti og þjónustuhlut- verkið væri vaxandi, einkanlega í björgunarmálum. Þess vegna hefði verið ákveðið að endurskoða !ög og skipulag Landhelgisgæslunnar. Að verkefninu hefði sérstök nefnd unnið að undanfömu. Það væri m.a. hlutverk nefndarinnar að athuga hvort það þætti hagkvæmt og til þess fallið að treysta núverandi hlut- verk gæslunnar og einnig almanna- vamir í ríkinu, að Almannavamir ríkisins falli saman við Gæsluna. Mennirnir hafa verið í gæsluvarð- haldi frá því þeir voru handteknir á Keflavíkurflugvelli 27. janúar. Dómari féllst ekki á kröfu veijenda mannanna um að þeir yrðu úrskurð- aðir í farbann eða látnir lausir gegn tryggingu og taldi áframhaldandi gæsluvarðhald nauðsynlegt. Hins vegar munu þeir ekki hafðir í jafn strangri einangran í gæsluvarð- haldinu og áður. Mönnunum er sem kunnugt er gefið að sök að hafa ásamt þremur öðram átt þátt í því að nema á brott 10 og 5 ára dætur Ernu Eyj- ólfsdóttur, en James Brian Grayson er faðir þeirrar yngri, frá Hótel Holti meðan móðir þeirra var þar sofandi, og svipt hana með því móti umsjá þeirra, ekið með telp- umar til Keflavíkurflugvallar í því skyni að flytja þær báðar úr landi og koma þeim í varanlega umsjá feðra sinna, eins og segir í ákæru- skjalinu. Þar er einnig rakið að feðumir hafí fengið Donald Feeney til að annast þennan verknað fyrir sig gegn greiðslu og að hann hafi um skeið undirbúið brottnámið og hafi tekist með blekkingum og ósann- indum að vinna traust Ernu. Hinir ákærðu voru handteknir á Keflavík- urflugvelli en samverkamenn þeirra komust úr landi með eldri telpuna til Lúxemborgar þar sem lögregla hafði afskipti af þeim og sendi telp- una til baka. Hjörtur Aðalsteinsson héraðs- dómari hefur fengið málið til með- ferðar. Ekki hafði í gær verið ákveðið hvenær meðferð þess fyrir dómi hefst. > » ♦------- í dag íslenskur lífvarðaskóli__________ Verðandi lífverðir setjast senn á skóiabekk hériendis 23 Hlegið oð harmsögu Díönu Forsýningargestir á nýrri mynd um prinsessuna hlógu þegar framleið- endur vildu að þeir grétu 24 Nudd ódýrara úti ú landi Allt að 125% verðmunur á nuddi, landsbyggðinni í hag 32 Leiðari Milliliðalaus sala fískafurða 26 1 lv,u>mr»l UfilfvU tyTiP '/iöi' J«er0imbUMÞ VIÐSKIPTIAIVIHMIILÍF Óvhsau i um biuúmrádskjör j *.u f'hrðir hlutahrófaaölu ******* i-- HE :/ ■ : HAGKVÆMASTI : KOSTURINN . l’EGAR ALI.S ER G/tTT. 1 3 Vörusýninffar Ráð.slcrnur * og viðskiplafcrðir -~.-n “2 Gott skipulag er lýklll Ws' að vel heppnaðrí viðskiptaferð l&TEa'i' A Dagskm ► Kristilegur boðskapur á Stjömunni - Síðdegisþáttur Aðalstöðvarinnar - Gervihnatta- diskar í Kína - MTV vinsælt í Evrópu Viðskipti/Atvinnulíf ► Óvissa um bankaráðskjör glæðir hlutabréfasölu - Úrslit Imark frestast - Bókanir aukast á Eddu-hótelum - Ársskýrslur í aðalhlutverki Sýningar/Ráðstefnur ► Vörusýningar erlendis - Skipulagning ferða - Undirbún- ingur mikilvægur - Kostnaður við ferðir - Farangurinn - Ráð- stefnusýningar Ólafsfjarðarflugvöllur Nefhjólið niður úr harðfenni Ólafsfírði. LItillI flugvél, TF-ÓSK, sem var í útsýnisflugi hlekktist á við lendingu á flugvellingum á Ólafs- firði um miðjan dag í gær. Þrír menn voru í vélinni og sluppu þeir ómeiddir. Flugmaðurinn var í útsýnisflugi frá Akureyri með tvo farþega. Akvað hann að lenda á flugvellinum á Olafsfírði. Völlurinn er hins vegar ekki ruddur og er á honum rúmlega hálfs metra djúpur snjór en harð- fenni. Sjálf lendingin tókst ágæt- lega en þegar vélin var við það að stöðvast fór nefhjól hennar niður úr harðfenninu svo hún lagðist á nefið og hægri vængendann. Flugvélin var dregin inn í flug- skyli. Hún er ekki mikið skemmd. Þó er trúlegt að skrúfa hennar sé ónýt og dæld er á hægri vængenda. S.B.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.