Morgunblaðið - 11.02.1993, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1993
Sparisjóðir
lækka vexti
SPARISJÓÐIRNIR lækka vexti á
óverðtryggðum útlánum í dag.
Breytingin er á bilinu 0,25 til 0,6%.
Sparisjóðimir lækka forvexti víxla
um 0,6%, úr 13,6 í 13%. Vextir yfir-
dráttarlána lækka úr 16 í 15,75%,
eða um 0,25%. Þá lækka vextir allra
óverðtryggðra skuldabréfaútlána
um 0,25%. Það þýðir að almenn
skuldabréfaútlán í B flokki lækka
úr 13,85 í 13,6%.
Þá lækka sparisjóðirnir óverð-
tryggða vexti innlána um 0,5%.
-----» ♦.♦-----
Númer klippt
af 80 bílum
Númeraplötur voru fjarlægð-
ar af 80 bílum á svæði lögregl-
unnar í Reykjavík á tveimur sól-
arhringum í vikunni þar sem eig-
endur létu ekki skoða þá í fyrra.
Í næstu viku ætlar lögreglan á
höfuðborgarsvæðinu og á Suður-
nesjum að hafa uppi á óskoðunum
bflum, sem munu vera 7-8 þúsund.
Morgunblaðið/Ingvar
Skjót viðbrögð
KJARTAN Gunnarsson framkvæmdastjóri Sjálfstæð- handslökkvitæki og tókst að halda eldinum í skeijum
isflokksins sýndi skjót viðbrögð er eldur kom upp í þar til lögregla og slökkvilið kom á staðinn. Bifreiðin
bifreið á bílastæðinu við Valhöll, hús Sjálfstæðisflokks- er töluvert skemmd eftir brunann.
ins, síðdegis á þriðjudag. Hann stökk út vopnaður litlu
Kísiliðjan
framleið-
ir að nýju
KÍSILIÐJAN við Mývatn mun
hefja framleiðslu að nýju í lok
vikunnar eftir rúmlega
tveggja mánaða framleiðslu-
stöðvun. Hagnaður varð af
rekstri verksmiðjunnar á síð-
asta ári.
Kísiliðjan hætti framleiðslu
kísilgúrs í desember vegna sölu-
tregðu. í fréttatilkynningu frá
fyrirtækinu segir að birgðastað-
an sé nú að komast á viðunandi
stig og því sé hægt að hefja
framleiðslu að nýju. „Sala á
þessu ári hefur verið í samræmi
við áætlanir. Gert er ráð fyrir
aukningu í sölu á þessu ári sam-
anborið við fyrra ár,“ segir þar.
Tæplega sex milljóna króna
hagnaður varð af rekstri Kísil-
iðjunnar á síðasta ári, eftir
skatta. Heildarvelta félagsins á
síðasta ári var 460 milljónir
króna. Eiginfjárhlutfallið um
áramót var rúm 96%.
VEÐUR
VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær aö ísl. tíma hitl veAur Akureyri 6 alskýjað Reykiavik 3 alskýjað
Björgvin 4 þokumóða
Helslnki 0 léttskýjað
Kaupmannahöfn 0 þokumóða
Narssarssuaq +4 skafrenningur
Nuuk +13 léttskýjað
Ósló +2 þokuruðningur
Stokkhólmur 3 súld
Þórshöfn 8 súld
Algarve 17 hálfskýjað
Amstertfam 3 þokumóða
Barcelona 13 mistur
Berlín 2 þokumóða
Chicago vantar
Feneyjar 8 þokumóða
Frankfurt 2 þokumóða
Glasgow 6 mistur
Hamborg 1 súid
London 0 mistur
LosAngeles vantar
Lúxemborg 0 þokumóða
Madrkl 8 alskýjað
Malaga 15 tkýjað
Mallorca 14 skýjað
Montreal vantar
NewYork vantar
Orlando vantar
Parfa 4 þokumóða
Madeira 17 iéttskýjað
Róm 14 þokumóða
Vfn 3 þokumóða
Washington vantar
Winnipeg vantar
Veð heldur fram-
kvæmdum áfram
við Setbergshlíð
UM 70 starfsmenn SH verktaka óskuðu eftir því að fá að mæta tii vinnu
á þriðjudag og unnu þeir við ýmsan frágang á verkstöðum fyrirtækis-
ins. Bústjórar þrotabúsins hafa ekki tekið ákvörðun um hvað verður
um þau verk sem SH verktakar voru með. Framkvæmdir munu þó
halda áfram við íbúðabyggðina í Setbergshlið í Hafnarfirði að sögn
Péturs Blöndals stjórnarformanns Veðs hf., sem er fjármögnunarfyrir-
tæki sem SH verktakar ásamt Pétri og fleiri aðilum stofnuðu sl. sumar
til að sjá um verkefnisfjármögnun í Setbergshlíð.
Pétur sagði að mikill misskilningur
hefði verið f gangi um þetta fyrir-
tæki og sagði hann það af og frá
að með þessu hefðu fjármunir verið
fluttir undan gjaldþroti SH verktaka.
Veð hf. keypti eignir SH verktaka í
Setbergshlíð skv. samningi 19. ág-
úst, en SH verktakar eru stærsti
hluthafínn í Veði hf. Hins vegar er
nú ljóst sagði Pétur að Veð hf. hafí
verið stofnað of seint til að það
mætti bjarga SH verktökum frá
gjaldþroti.
60 milb> greiddar
Veð hf. var stofnað til að losa það
fé sem SH verktakar höfðu bundið
í framkvæmdunum í Setbergshlíð,
alls um 200 milljónir, til að leysa
lausafjárvanda verktakafyrirtækis-
ins, að sögn Péturs. Staðgreiðsluverð
var 125-135 milljónir en heildarverð
495 millj. kr. Höfðu safnast og verið
greiddar um 60 milljónir króna í
peningum vegna verkefnanna.
Heildarumfang byggingarfram-
kvæmdanna í Setbergshlíð var upp-
haflega um 900 milljónir vegna
byggingar 99 fbúða og höfðu þær
að stórum hluta verið seldar áður
en Veð hf. tók við. Veð hf. keypti
42 íbúðir og sex einbýlishúsalóðir og
eru framkvæmdir mislangt á veg
komnar en 14 íbúðir eru nær tilbún-
ar og eru til sölu.
Hundur í mönnum
Eyjólfur Kristjánsson, sem var
framkvæmdastjóri SH verktaka,
sagði að það væri allt eins líklegt
að leitað yrði til Hagvirkis-Kletts hf.
um yfírtöku á verkum SH-verktaka.
Eyjólfur sagði að það færi mikið eft-
ir afstöðu verkkaupa hver yfírtæki
verkin og auk þess væri mismikill
fengur að verkunum.
„Það er hundur í mönnum og ég
heyri að þeir velta því upp að það
er ekki sama hvort er SH verktakar
eða EG á Bolungarvík. Einar Guð-
fínnsson er í greiðslustöðvun fyrir
vestan ogþeir ætla að reyna að bjóða
25% af kröfum. Þeir fá væntanlega
greiðslustöðvun framlengt á föstu-
dag. Þetta er það sama og við ætluð-
um að gera en Héraðsdómur sló
puttana á okkur. Samkvæmt þessu
er ekki alveg sama réttarskipan fyr-
ir vestan og hér,“ sagði Eyjólfur.
---- ♦ ♦ ♦------
Lyftara og
tóbakí stolið
ÝMSUM hlutum va.r stolið í inn-
brotum í Reykjavík í vikunni, allt
frá tóbakspökkum til vörulyftara.
Þjófar sækja í geislaspilara og
hafí þeir verið algengir í bílum, verð-
ur svo varla mikið lengur, að sögn
lögreglu. Þremur spilurum var stolið
úr bílum á sama sólarhring. Tóbak
og skiptimynt var tekið úr söluturni,
þrjár myndavélar úr húsi fyrirtækis
og vörulyftari frá öðru fyrirtæki.
0
Dragnótarbátar frá Oiafsvík afla vel
Hörkufiskirí á Víkiiuii
Ólafsvík.
Dragnótabátar voru enn í
hörkufiskiríi hér frammi á
Víkinni í gær.
Skipstjórarnir ákváðu síðdegis
að hægja á köstun því ekki fékk
hæsta verð fyrir fiskinn vegna
þess að vart hefur orðið við los
í holdi. Hugborg fékk um 18 tonn
af þorski, Tindur var með 10
tonn í tveim köstum og Skálavík |
10 tonn í þrem.
Bátarnir Friðrik Bergmann og
Auðbjargirnar voru annars stað-
ar að veiðum en komu þó með
svipaðan afla og þeir bátar sem
voru á Víkinni.
Helgi