Morgunblaðið - 11.02.1993, Síða 12

Morgunblaðið - 11.02.1993, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1993 H RAÐLESTRARSKOLIN N ...við ábyrgjumst að þú nærð árangri!_ ESZJ 1978-1993 CE HRAÐLESTRARNAMSKEIÐ ■* Vilt þú margfalda lestrarhraðann og bæta eftirtektina? ★ Vilt þú verða mikið betri námsmaður og auðvelda þér nám- ið með auknum lestrarhraða og bættri námstækni? ★ Vilt þú lesa meira af góðum bókum? Svarir þú játandi, skaltu skrá þig strax. Næsta námskeið hefst laugardaginn 20. febrúar. Skráning í síma 641091. Ath.: Sérstakur námsmannaafsláttur. VR og flest önnur félög styrkja félaga sína til þátttöku á námskeiðunum. Frá sýningu íslenska dansflokksins í Ráðhúsinu sl. mánudag. íslenski dansflokk- urinn í Ráðhúsinu Önnur sýning íslenska dans- flokksins í Ráðhúsi Reykjavíkur, verður í dag klukkan 12.15. Sýnt verður verk eftir William Soleau sem nefnist Bach-svítur. Verkið er samið fyrir íslenska dans- flokkinn og er hér um frumflutning að ræða. Sjö dansarar taka þátt í sýningunni sem tekur 20 mínútur. Höfundur kom hingað til lands í janúarmánuði og vann með dans- flokknum að uppfærslu verksins. Verkið er í nýklassískum stíl. Bún- ingar í sýningunni eru eftir Helgu Rún Pálsdóttur. Síðasta ráðhússýn- ing ísleqska dansflokksins að þessu sinni verður föstudaginn 12. febr- úar, klukkan 20.30. Fyrsta sýningin var síðastliðinn mánudajg og að sögn forsvars- manna Islenska dansflokksins tókst hún vel og var aðsókn mjög góð. HEIMILISIÐNAÐARSKÓLINN Laufásvegi 2 - simi 17800 Beisli, taumur og múll Kennari: Arndís Jóhannsdóttir. 23. feb. - 9. mars, þriðjudaga kl. 19.30-22.30. Skráning fer fram á skrifstofu skólans mánudaga - fimmtudaga kl. 14-16 í síma 17800. 1 jr' m1 jr' m1 * m i _ i _ s. í í . J Austan vindar og vestan Bókmenntir Erlendur Jónsson SAGA. Tímarit Sögufélags. XXX-1992. 402 bls. Ritstj. Gísli Ágúst Gunnlaugsson, Sigurður Ragnarsson. Reykjavík, 1992. Saga hefst að þessu sinni á langri og ýtarlegri ritgerð, Dórn- hrínga saga. Grein um fornleifa- skýringar, nefnist hún. Höfundar eru tveir ungir fornleifafræðingar, Adolf Friðriksson og Orri Vésteins- son. Efnið er ekki sérlega spenn- andi. En höfundarnir reifa það fjör- lega, slá á létta strengi, minna t.d. á barnaskap forfeðranna sem trúðu á feðranna frægð og létu sér síst til hugar koma að efast um sann- fræði fornritanna. Um Sigurð Vig- fússon segja þeir t.d. að hann hafi verið »bókstafstrúarmaður á fornrit og reyndi allt hvað hann gat að finna í landslaginu áþreifanlegar sannanir um atburði íslendinga- sagna«. Það eru einkum dómhring- ar, sem víða eiga að hafa fundist, sem Adolf og Orri hafa rannsakað og þá jafnframt borið saman við athuganir fyrri tíma fræðimanna. Að sjálfsögðu vita svo hálærðir menn að Sigurður Vigfússon var alls enginn fornleifafræðingur heldur réttur og sléttur gullsmiður með eldlegan áhuga á fornum fræðum eins og margur um hans daga. Af skrifum Adolfs og Orra mætti ætla að Sigurður hafi verið hálfgerður einfeldningur. En bók- stafstrú hans var ekkert einsdæmi, síður en svo. Trúgirni sinni deildi hann með alþýðu manna á sínum tíma. Viðleitni hans var jafnlofs- verð þótt fornleifaskýringar hans hafi ekki staðist tímans próf. Valdi- mar Ásmundsson sagði um Sigurð látinn að hann hefði haft »mikla andlega atgervi, enn naut sín ekki að fullu fyrir þá sök, að hann hafði ekki átt kost á að afla sér nægrar menntunar«. Lærðir menn á Norð- urlöndum voru um þær mundir Bókmenntir í Lista- safni Siguijóns Listasafn Sigurjóns Ólafsson- ar gengst fyrir bókmenntadag- skrá næstkomandi laugardag, 13. febrúar, klukkan 16.00 í safn- inu í Laugarnesi. Fimm skáldkonur sem sendu frá sér bækur fyrir jól munu lesa úr nýjum bókum sínum, ásamt dönsku skáldkonunni Susanne Jom, en á síðasta ári voru gefin út ljóð, á vegum safnsins, sem hún hefur ort við nokkrar höggmyndir Siguijóns Olafssonar. Dagskráin hefst á því að Vilborg Dagbjartsdóttir les úr ljóðabók sinni, Klukkunni í turninum, og Þórunn Valdimarsdóttir úr skáld- sögu sinni, Júlíu. Kristín Ómars- dóttir les úr bókinni Svörtum brúð- arkjólum, Linda Vilhjálmsdóttir les úr ljóðabókinni Klakabörnunum og Vigdís Grímsdóttir les úr skáldsög- unni Stúlkunni í skóginum. Að lokum mun Susanne Jorn lesa úr bók sinni „Tracks in Sand“ og eru ljóðin fmmsamin á ensku. Steinunn Sigurðardóttir hefur þýtt nokkur ljóðanna á íslensku og mun Helga Jónsdóttir, leikkona, flygja þau. Jafnframt verða sýndar lit- skyggnur af þeim verkum Sigur- jóns, sem Susanne hefur ort ljóð sín við. I fréttatilkynningu segir: Susanne Jorn er fædd í Danmörku, stundaði nám í japönskum og kín- verskum fræðum við Hafnarhá- skóla, við Sorbonne í París og við háskólann í Kyoto í Japan. Hún hefur verið afkastamikill ljóðaþýð- andi úr kínversku og japönsku og í fmmsömdum ljóðum hefur hún gert tilraunir með japönsk og kín- versk ljóðform. Susanne er búsett í Bandaríkjunum. farnir að efast um sannleiksgildi sagnanna og lágu þá ekki á skoðun sinni. Sigurður ætlaði »að rita sér- staka varnarritgerð móti ýmsum höfundum, sem rengt hafa sögu- legan áreiðileik ýmsra af sögum vorum,« en lést áður en af því gæti orðið. Adolf og Orri hafa numið fræði sín við erlenda háskóla. Því skal ekki í efa dregið að rannsóknarað- ferðir þeirra byggist á því nýjasta í greininni. En niðurstaða þeirra er í stuttu máli sú að »í stað þess að vera minjar frá þjóðveldisöld eru dómhringar samtíningur af rústum frá ýmsum tímum og hafa gegnt allskyns hlutverkum sem ekki varða þing eða dóma.« Klárt og kvitt. Ályktun þessi kemur ekki á óvart. Þvert á móti samræmist hún okkar hyggju að sama skapi sem rannsóknir Sigurðar féllu að trú íslendinga um aldamótin síðustu. Þá treystu menn á þekking Sigurð- ar, þeir sem ekki vissu betur. Eins treystum við því nú að þessir ungu menn hafi rétt fyrir sér; til þess hafa þeir lært! Sveinbjöm Rafnsson er líka á fornfræða slóðum með Sagnastef í íslenskrí menningarsögu, beinir þar sjónum að ritinu Disciplina Clerícalis eftir Petrus Alfonsi og rekur áhrif þess á íslenskar bók- menntir, en þau sýnast hafa verið bæði víðtæk og langæ. Tekin eru dæmi úr ýmsum fyrri aMa textum. Sum þeirra minna á hve íslending- ar lögðu litla rækt við móðurmál sitt frá því er sagnaritun lauk þar til fornfræðaáhugi tók aftur að glæðast, sem var nú raunar löngu fyrir daga málhreinsunar. Meðal annars örlar þar á notkun óákveð- Nýjar bækur Listaverkabók um Hrein Friðfinnsson Listasafn íslands og Mál og menning hafa I sameiningu gefið út bókina Hrein Friðfinnsson, í tilefni af yfirlitssýningu lista- mannsins sem nú stendur yfir í Listasafni íslands. í kynningu segir: Hreinn Frið- finnsson er meðal þekktustu mynd- listarmanna íslendinga af kynslóð- inni sem kennd hefur verið við SÚM. í meira en tvo áratugi hefur hann verið búsettur í Hollandi og sýnt verk sín um víða veröld. Mynd- list hans er í senn ljóðræn, innileg og heimspekileg könnunarferð um hverfula hversdagstilveru. í bókinni eru greinar eftir Beru Nordal, Halldór Björn Runólfsson, Kees van Gelder og viðtal við Hrein eftir Meghan Ferrill. Allir þessir textar eru einnig í enskri þýðingu í bókinni og hafa Aðalsteinn Ing- ólfsson og Bernadette Bout annast það. Þá er í bókinni 41 mynd af verkum Hreins frá 1965 til 1992, flestar í litum. Aftast í bókinni er æviferill listamannsins rakinn og prentaðir listar yfir sýningar hans og verk í stofnunum. Ritsljóri bókarinnar er Bera Hreinn Friðfinnsson Nordal. Erlingur Páll Ingvarsson hannaði bókina sem er 106 blað- síður. Bókin var unnin í Prent- smiðjunni Odda hf. Hún kostar 3.980 krónur. liriMDAI I UK r Ríkir félagafrelsi á Islandi? Fundur um skylduaðild að verkalýðsfélögum t u s Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, efnirtil fundar um félaga- frelsi og skylduaðild að verkalýðsfélögum á Hótel Sögu, Ársal, laugardaginn 13. febrúar. Fundurinn hefst kl. 12.00 með hádegisverði og áformað er að hon- um ljúki ekki síðar en kl. 15.30. Erindi frummælenda: Gunnar Jóhann Birgisson hdl.: Neikvætt félagafrelsi. Brýtur skylduaðild að verka- lýósfélögum í bága við alþjóðlegar skuldbindingar íslendinga í mannréttindamálum? Jón Steinar Gunnlaugsson hrl.: Leigubílstjóramálið og hugleiðingar í tilefni af því. Lára V. Júlíusdóttir, frkvstj. Alþýðusambands íslands: Er skylduaðild að verkalýðs- félögum? Þórarinn V. Þórarinsson, frkvstj. Vinnuveitendasambands Islands: Er samkeppni í félagsmálum óheilbrigð? Jóhanna Siguröardóttir, félagsmálaráöherra: Skylduaðild frá sjónarhóli stjórnvalda. Að loknum erindum verður efnt til pallborðsumræðna sem ögmundur Jónasson, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, og Jónas Fr. Jónsson, lögfræðing- ur Verzlunarráðs Islands, taka þátt í auk frummælenda. Fundarstjóri: Kjartan Magnússon, formaður Heimdallar. Stjórnandi pallborðsumræðna: Birgir Ármannsson, laganemi. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Hádegisverður kr. 1.100.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.