Morgunblaðið - 11.02.1993, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 11.02.1993, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1993 IWi H.\ .íT irjDAfHjT^MW-qiOAJimUiBiOM. ins greinis að dönskum hætti. Sveinbjörn hefur unnið nákvæm- lega og skipulega úr efni sínu. En erlend áhrif á íslenskar miðalda- bókmenntir er eins konar kjörefni fræðimanna þessi árin. Aðdragandinn vestanhafs að hervernd Bandaríkjamanna á ís- landi 1941 heitir svo fróðleg rit- gerð eftir Michael T. Corgan, há- skólakennara í Boston. Þar er horft til þessa sígilda íslenska deilu- og tilfinningamáls frá bandarískum sjónarhóli. Þvert á móti því sem sumir kynnu að ætla voru Banda- ríkjamenn síður er svo sólgnir í að taka að sér hervernd íslands. Þrátt fyrir þátttöku sína í fyrri heimstyij- öldinni héldu þeir enn fast í Monroe-kenninguna sem bauð þeim að standa vörð um vesturálfu en skipta sér sem minnst af málefn- um ríkja í öðrum heimsálfum. En nú voru að skipast veður í lofti. Corgan minnir á að Roosevelt hafi verið bresksinnaður mjög og stefnt að þátttöku í styrjöldinni eftir að sýnt þótti að Bretar þyrftu stuðn- ings við. En forsetinn stríddi við strangt aðhald frá þingi sínu eins og flestir forsetar Bandaríkjanna fyrr og síðar og því varð undirbún- ingur framkvæmdanna að fara leynt, auk þess sem aðgerðina sjálfa yrði að réttlæta með skírskot- un til ríkjandi stefnu. Stuðnings- menn forsetans beittu því ýmsum pólitískum brögðum til að búa þing og stjóm undir aðgerðina, leituðust meðal annars við að sýna fram á að ísland teldist í raun til Ameríku þar sem það lægi allt vestar en austasti hluti Grænlands sem sann- anlega teldist til vesturálfu! Stað- hæfingin kann að þykja léttvæg nú — ef ekki beinlínis brosleg — en skilst gerla ef bandarísk hefð og hugsunarháttur við upphaf seinni heimstyrjaldar er hafður að miði. Fáir Bandaríkjamenn vildu þá blanda sér í Evrópustyijöld öðru sinni, hvað þá taka að sér lög- gæslu alls heimsins eins og síðar varð. Landganga hersins á Islandi 1941 varð þannig fyrsta skrefið á nýrri braut og markaði því gagn- ger tímamót í bandarískri utanrík- isstefnu. Þar með var að fullu og öllu horfið frá Monroe-kenningunni og Bandaríkin nánast orðin styij- aldaraðili. Þótt Corgan lýsi þróun mála frá bandarískri hlið eingöngu er sýnt að hann veit gerla hvar ísland er. Og vel má hann vera kunnugri íslenskum málefnum en fram kemur í þætti hans. Loftur Guttormsson hefur farið ofan í íslenska hjúskaparsögu og hér kemur enn einn afrakstur þeirr- ar vinnu, Hjúskapur og hugarfar. Árstíðasveiflur hjónavígslna. Sam- anburðarathugun. En niðurstaða Lofts er í stuttu máli sú að fyrrum hafi hjónavígslur verið árstíða- bundnar, bæði sakir atvinnuhátta en einkum þó vegna trúarlegra og siðferðilegra sjónarmiða. Svo virð- ist sem katólsk viðhorf hafi loðað hér lengi við, lengur en ætla mætti, svo hart sem mótmælendur gengu fram í að sveija af sér hvers konar pápísku. Rannsóknarefni Lofts er ekki stórvægilegt í sjálfu sér. Samt er það allrar athygli vert, og þá sem dæmi þess hversu venjur geta staðið af sér formlegar breytingar; og jafnvel byltingar eins og siða- skiptin sannarlega máttu heita. Lúðvík Kristjánsson getur rétti- lega kallast heiðursöldungur meðal íslenskra fræðimanna. Kjörsvið hans hafa einkum verið tvö, annars vegar sjávarútvegssaga, hins vegar stjórnmálasaga Jóns Sigurðssonar og Vestlendinga. Og hér er hann enn á slóðum Jón Sigurðssonar með Misklíð milli vina. Er þá átt við Jónana, Sigurðsson og Guð- mundsson Þjóðílfsritstjóra. Sam- band þeirra var að mörgu leyti sérstætt. Vinir voru þeir en báru þó ekki gæfu til samþykkis í öllum greinum. Athyglisverð er líka hugleiðing Stefáns Aðalsteinssonar, Blóð- flokkar og menning íslendinga. Stefán minnir fyrst á skiptar skoð- anir okkar varðandi uppruna þjóð- arinnar. Lengi vel trúðu menn Landnámu og íslendingabók og töldu víst að stofn þjóðarinnar væri að langmestu leyti norskur með þeim fáu undantekningum sem þar er skilmerkilega greint frá. Þegar svo blóðflokkarannsóknir, sem bentu til írsks uppruna, hófust á þessari öld litu sumir fræðimenn svo til að vísindalegum úrskurði Frá æfingu Kammersveitarinnar á Sembalkonsert Manuels de Falla. Listhúsið í Laugardal Kammersveit Reykja- víkur á tónleikum Kammersveit Reykjavikur heldur tónleika í Listhúsinu í Laugardal sunnudaginn 14. febr- úar. Tónleikarnir hefjast klukk- an 17.00 og á efnisskránni eru verk eftir E. Danzi, Manuel de Falla og Dvorak. í fréttatilkynningu segir. Kamm- ersveitin hefur á undanfömum árum lagt sig eftir að reyna nýja sali í Reykjavík til að komast að því hversu vel þeir henta til tón- leikahalds. Munu tónleikagestir geta dæmt um það á sunnudaginn þar sem Kammersveitin býður upp á tónleika í skemmtilegu umhverfi Listhússins. Fyrsta verkið sem leikið verður á tónleikunum er „Blásarakvintett í g-moll,“ eftir Danzi, sem Blásara- kvintett Reykjavíkur mun flytja. Þá leikur Anna M. Magnúsdóttir, semballeikari, einleik í „Sembalkon- sert“ eftir Manuel de Falla og að lokum verður flutt „Serenaða í d- moll fyrir 10 blásara, selló og kontrabassa," eftir Dvorak. Sembalkonsertinn eftir de Falla hefur aðeins einu sinni verið fluttur áður í Reykjavík, á Listahátíð 1974, og lék Helga Ingólfsdóttir einleik í verkinu þá. Eins og í flestum verk- um de Falla má heyra afgerandi þjóðernisáhrif, stíllinn og tónmálið eiga rætur sínar að rekja til spæn- skrar trúar-, hirð- og þjóðlagatón- listar. Hjá Dvorak má einnig finna þjóðlagaáhrif, meðal annars frá sovsedská- og furiante-dönsunum. Spenncmdi nómskeið: Getum enn bætt við... Eigum laust á nokkur námskeið, hafið strax samband: yrði að hlíta og tóku þá strax að laga rök sín að þeirri niðurstöðu. Meðal annars leituðust þeir við að sýna fram á að menning íslendinga hefði frá fyrstu tíð verið ólík menn- ingu Norðmanna. Tunguna hefðum við að sönnu þegið frá Norðmönn- um vegna þess að þeir urðu hér ráðandi stétt en skáldskapar- hneigðin væri þó að minnsta kosti frá Irum komin! Skemmst er frá að segja að Stef- án hafnar þessum vísindum og færir ýmis rök fyrir máli sínu. Seint mun þó ganga að sanna nokkuð í fræðum þessum. Uppruni íslend- inga heldur áfram að vera ráðgáta eftir sem áður. Vitanlega koma til- finningar inn í umræðuna. í sam- ræmi við tíðarandann nú á dögum kjósa sumir fremur líkjast hinum léttlyndu írum en kenna sig við hagsýni og atorku Norðmanna. Hinir, sem hvorki hneigjast til skáldskapar né draumlyndis en þola þvert á móti önn fyrir fram- taksleysi landans, geta allt eins verið sama sinnis, og þá á öðrum forsendum. Stefán hefur áður lagt fram niðurstöður rannsókna sem benda til norsks uppruna. Hér kem- ur hann með nýjar ábendingar, bæði vísindalegar og sögulegar. Hvort tveggja getur talist dijúgt framlag til málsins. Eftir stendur hitt, sem fornum heimildum ber reyndar saman um, að hingað hafi komið, auk fjölda Norðmanna, fólk frá öðrum löndum og eignast hér afkomendur. Menn geta þvi enn um sinn, og sennilega um alla fram- tíð, haldið í sína sælu trú og rakið skyldleika sinn við þá þjóðina sem þeir vilja heldur líkjast! AÐ TAKA MYNDIR ÚTI VATNSLITAMÁLUN, árdegistímar MÓDELTEIKNING LEIKRÆN TJÁNING FYRIR BÖRN SILKIMÁLUN SLÆÐUHNÝTINGAR HATTAGERÐ GLERSKURÐUR GLUGGAÚTSTILLINGAR STAFSETNING BÓKFÆRSLA ÁKVEÐNIÞJÁLFUN FYRIR KONUR KRYDDJURTIR/MATJURTIR GARÐURINN ÞINN ALMENN SKRIFSTOFUSTÖRF AÐ GERA VIÐ BÍLINN SINN FATASAUMUR FYRIR BYRJENDUR AÐ HANNA 0G SAUMA EIGIN FÖT SNIÐ 0G SNIÐTEIKNINGAR ÍSLENSKA FYRIR ÚTLENDINGA TALMÁLSHÓPAR í TUNGUMÁLUM HLÍFÐARGASSUÐA FUGLASKOÐUN/FUGLAGREINING FLUGUHNÝTINGAR GARÐASKIPULAGNING TRJÁKLIPPINGAR SUMARBÚSTAÐALANDIÐ BLÓMASKREYTINGAR TÓM5TUNDA SKOUNN Grensósvegi 16a Súni 67 72 22 et < Z * •o <n Z z < oí et < _i •< <n et < O •o ER ÞRÐ sem þeir sejja u /»/t3 :vma fA þegar a&rir fara ai sofa Þórhallur „Laddi" Sigurðsson gysmeistari Haraldur „Halli" Sigurðsson spévirki gera létta úttekt á mannlífinu og rannsaka þjóðareðlið í bráð og lengd Haukur Hauksson flytur ekki fréttir af ORÚV Leikstjóm Bjöm G. Björnsson Útsetningar Þórir Baldursson könnuninni pantanir í sfma 91-29900 Sértilboð á gistingu MHTSEDILL FORRETTIR Freyðandi humarsúpa eða Ferskar laxavefjur, fylltar kryddjurta- og valhnetufrauði AÐALRÉTTIR Ofnsteiktur lamhahryggsvöðvi, gljáður rabarbaracompot framreiddur með nýjum garðávöxtum eða Hœgsteiktur grísahryggur með eplum, smálauk og hvítvínssósu eða Grœnmetisréttur EFTIRRÉTTIR Grand Marnier ís með ávöxtum og rjóma eða Svartaskógarterta með kirsuberjasósu -lofar góðu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.