Morgunblaðið - 11.02.1993, Page 17
heldur hann því fram að þeir einu
sem séu þessarar skoðunar varðandi
helstu samtök stúdenta séu „innstu
koppar í búri“ hjá Vöku, félagi lýð-
ræðissinnaðra stúdenta. Enn síðar í
greininni eru það aðeins fijáls-
hyggjumenn sem vilja gefa fólki
kost á þessu.
Er Röskva samtök
frjálshyggjufólks?
Formaðurinn hefur greinilega
gleymt því sem gerðist fyrir rúmi
ári, þann 21. nóvember 1991. Þá
stóð Guðmundur Birgisson, fyrrver-
andi formaður Röskvu, fyrir því að
nefnd var stofnuð innan Stúdenta-
ráðs sem kanna átti afnám nauð-
ungaraðildar að ráðinu. Guðmundur
á hrós skilið fyrir það. Þá var ekk-
ert minnst á að það væru bara
„innstu koppar í búri“ hjá Vöku eða
frjálshyggjumenn sem hefðu hug á
þessu. En nú, 14 mánuðum seinna,
reynir formaður Röskvu að beita
hræðsluáróðri og setja frjálshygg-
justimpil á þau mál sem ekki þjóna
hans stundarhagsmunum.
Leggst Stúdentaráð niður?
Eftir að formaðurinn hafði reynt
að vísa umræðunni annað eins og
áður er getið kom hann að lokum
upp um sig. Hann veit greinilega
að þessi tilraun hans til útúrsnún-
ings um félag eða ekki félag gengur
ekki upp. Skyndilega grípur hann
til þess að segja að ef stúdentar fái
þess kost að ganga úr Stúdentaráði
þá muni þeir gera það unnvörpum.
Hann segir: „Stúdentaráð hefur unn-
ið sér sess í þjóðféiaginu og það er
mat mitt að sú staða sé of mikils
virði til að stofna megi henni í hættu
með því að leggja ráðið niður..."
Var einhver að tala um að leggja
Stúdentaráð niður? Það er hans eig-
ið félag, Röskva, sem situr þar við
um eru samkvæmt tillögu heilbrigð-
isráðuneytisins til menntamála-
nefndar dagsett 18. janúar 1991. í
tillögum ráðuneytisins er þess hvergi
getið að ætlunin sé að afnema sér-
lögin um heilsuvernd í skólum nr.
61/1957 né önnur nefnd sérlög er
málið varðar. Ekki verður heldur séð
af gögnum og umræðum á Alþingi
um grunnskólalögin að löggjafinn
hafi haft sérstaklega í huga að af-
nema þessi sérlög. Þá gaf ég sem
skólayfirlæknir að beiðni mennta-
málanefndar umsögn dags. 27. febr-
úar 1991 um fyrirliggjandi grunn-
skólafrumvarp og kom ekkert fram
í því sambandi að til stæði að afnema
sérlögin. Mér er heldur ekki kunnugt
um að menntamálaráðuneytið sem
er aðili að málinu hafi vitað eða
gert ráð fyrir slíkum breytingum.
Reyndar virðist sú skoðun sem upp
kom að lögin um heilsuvernd í skól-
um hefðu verið felld úr gildi og
embætti skólayfirlæknis þar með
lagt niður hafa komið öllum á óvart.
Ráðherra greip hins vegar' tækifærið
og ákvað að svo skyldi vera án þess
að óyggjandi væri að sú gjörð hans
stæðist lög og gegn ábendingum
skólayfirlæknis þar um. Slík geð-
þóttaákvörðun er að mínu mati
hentistefna, sem gripið er til vegna
aðgerða- og getuleysis ráðuneytisins
til að takast á við löngu tímabæra
endurskoðun á lögum og reglum um
heilsugæslu í skólum.
Lokaorð
Almenningur á rétt á að lög séu
það ótvíræð að framkvæmdavaldið
geti ekki túlkað þau eftir geðþótta
hveiju sinni. Akvörðun heilbrigðis-
ráðherra byggir á þröngri túlkun og
ekki er tekið tillit til þess að sérlög
ganga framar almennum lögum.
Enginn bað um niðurfellingu sérlag-
anna um heilsuvernd í skólum, ekk-
ert var um slíkt íjallað í meðferð
Alþingis á grunnskólalögunum og
öllum kom á óvart, ári eftir gildis-
töku laganna, að svo gæti verið. Ég
tel að 72. gr. grunnskólalaganna
gefí ekkert tilefni til þeirrar túlkunar
sem heilbrigðisráðherra hefur
ákveðið að velja. Met ég það starf
sem unnið er vegna heilsugæslu í
skólum þess virði að þær reglur sem
settar eru um það séu byggðar á
traustum grunni skýrra Iaga.
Höfundur er fyrrverandi
yfirlæknir og skólayfirlæknir í
heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytinu.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 199,3
stjóm! Það er greinilegt hvers konar
álit hann hefur á verkum eigin
manna ef hann heldur að allir vilji
ganga þar úr. En fyrst formaðurinn
treystir sér ekki til að reka Stúdenta-
ráð með frjálsri aðild án þess að það
leggist niður, hvernig væri þá að fá
þar til starfa menn sem gera það?
Menn sem vita að Stúdentaráð þarf
að uppfylla óskir stúdenta eigi það
að hafa tilvistunargrundvöll. Menn
sem vita að Stúdentaráð þarf að
beita árangursríkari starfsaðferðum
eigi að skapa raunverulega sam-
stöðu meðal stúdenta. Flest góð og
gegn félög skylda fólk ekki til aðild-
ar. Að sumum þeirra hefur þó áður
verið skyldaðild, eins og til dæmis
Nemendafélagi Verslunarskóla ís-
lands. í fyrsta skipti í vetur hefur
nemendum þar gefíst færi á að
ganga úr því, en samt hefur ekki
einn einasti gert það. Þar eru þó
mun hærri félagsgjöld en yrðu til
Stúdentaráðs. Þar með sést að Stúd-
entaráð þarf ekki að hafa vanmátt-
arkennd gagnvart félögum sínum.
Hefur formaður Röskvu skipt
um skoðun?
Niðurstaðan er sú að það er hægt
að haga starfí Stúdentaráðs þannig
að það sé eftirsóknarvert að vera
félagi í því. Um leið er hveijum stúd-
ent gefínn kostur á að standa utan
félagsskapar ef hann óskar. Þetta
snýst enda um það að beijast fyrir
hagsmunum hvers stúdents. Samt
sem áður er formaður Röskvu and-
vígur þessu. Sú afstaða hans verður
illskiljanlegri þegar hann felur sig á
bak við það að félagsgjaldið sé hluti
af innritunargjöldum. Röskva hefur
hingað til barist gegn innritunar-
gjöldum og sagt þau skerða ,jafn-
rétti til náms“ og jafnvel vera
„mannréttindabrot". Svo þegar lagt
er til að þeim stúdentum sem þess
óska verði endurgreiddur hluti þess-
ara innritunargjalda þá rís formað-
urinn upp á afturfæturna. Það næg-
ir honum sem sagt að Stúdentaráð,
sem félag hans veitir forstöðu, taki
gjöldin til sín. Þá skyndilega er
hætt að skerða jafnrétti til náms og
engin mannréttindi eru í húfí.
Skemmtileg tilviljun.
Höfundur skipar fyrsta sæti á lista
Vöku til Stúdentaráðs.
EGLA
-röð ogregla
Margir litir margar stærðir.
Þessi vinsælu bréfabindi fást í öllum
helstu bókaverslunum landsins.
Múlaiundur
Vmnustofa SÍBS
Símar: 628450 688420 688459
Fax 28819
útgefið alþjóðlegt símakort sér að kostnaðarlausu.
SÍMAKORT sem getur sparað þeim drjúgan skilding
einkum vegna símtala frá hótolum, auk þess sem
kostnaðurinn færist beint á VISA-kortið.
VISA SÍMAKORT byggir á fullkomnustu símatækni
sem völ er á og veitir fullkomið öryggi gegn mis-
notkun annarra á kortinu.
NÝALÞJÓÐLEG SÍMAÞJÓNUSTA
VisaSímakort
ódýrt og öruggt
samband
landa á milli
HÆGT er að hringja beint í hvaða símanúmer sem
er í 186 löndum eða notfæra sér skiptiborð og
þjónustu enskumælandi starfsfólks.
TIL að fá símakort þurfa korthafar aðeins að snúa
sér til viðskiptabanka/sparisjóðs síns eða
VISA ÍSLANDS, kortið ásamt 4 stafa símalykli
mun þá verða sent þeim um hæl.
VtSA