Morgunblaðið - 11.02.1993, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR H. FEBRÚAR 1993
Áhætta og ávöxtun
Um fyrirhugnð kaup Lífeyrissjóðs bænda á erlendum verðbréfum
Mynd 1: Áhætta og ávöxtun 01.01.88-31.12.92 í ÍKR
100% Eurba!
10 lce/90 Eurbal
20 lce/80 Eur bal
30 lce/70 Eur bal
) lce/60 Eur bal
" 50 lce/50 Eur bal
'60lce/40 Eurbal
70 lce/30 Eur bal
B0 lce/20 Eur bal
lce bd = lcelandic bonds = Islensk skuldabréf
90 lce/10 Eur bal Eur bal = Verðbréfasafn, samsett að 70% úr
evrópskum skuldabréfum og að 30 % úr
5 . 6
A h æ tt a
evrópskum hútabréfum,
7 8 9
% á ársgrundvelli
11
Mynd 2: Áhætta og ávöxtun 01.01.88-31.12.92 í ECU
12 —
100% Eur bal
Qi 10 —
c ^^^''’''*10 lce/90 Eur bal
5, 8- ^/*'20lce/80Eurbal
CO J* 30 lce/70 Eur bal
'TO 40 lce/60 Eur bal
fc50 lce/50 Eur bal
'VjfiO lce/40 Eur bal
^^,70 lce/30 Eur bal
X ^^^>^80 lce/20 Eur bal
SO O lce/10 Eur bal
~~ 100% lce bd
0 i— 4,5 5 5,5 6 6,5 7 7,5 8 8,5
Áhætta i % á ársgrundvelli
Heimild: Kleinwort Benson Investment Management Limited
eftir Benedikt
Jónsson
Á fundi stjómar Lífeyrissjóðs
bænda þann 26. janúar si. lagði
undirritaður fram tillögu um ráðstöf-
un á lausafé sjóðsins á árinu 1993.
í þeim tillögum var m.a. lagt til að
keypt yrðu verðbréf í hlutdeildar-
sjóðum bandaríska fjármálafyrir-
tækisins Oppenheimer & Co., Inc.
Stjórnin samþykkti þessa tillögu og
skömmu síðar ræddi ég í síma við
tvo starfsmenn Seðlabanka íslands
um möguleika á kaupum af þessu
tagi án milligöngu íslenskra verð-
bréfafyrirtækja og í framhaldi af
þeim viðræðum var Seðlabankanum
send formleg umsókn þar um. Fáum
dögum seinna hringdi fréttamaður
RUV i mig og vissi þá nánast allt
um efni þessa bréfs míns, eins og
hann hefði lesið það yfir öxl mína
þegar ég skrifaði það. Það sem síðan
hefur gerst þekkja þeir sem fylgst
hafa með fréttum í fjölmiðlum.
Vegna þess að ýmsar missagnir
eru komnar á kreik um þetta mál,
sém bera óþarflegan keim af tilfínn-
ingahita, vil ég geta um helstu stað-
reyndir málsins eins og þær blasa
við mér.
Það hefur legið fyrir um allnokk-
um tíma að íslenskir fjárfestar gætu
keypt erlend verðbréf frá og með
1. janúar 1993. Fram að þeim tíma
var það einungis hægt í gegnum
íslenska verðbréfasjóði og þá að
ákveðnu hámarki. í fjölmiðlum hefur
komið fram að nokkrir lífeyrissjóðir
gerðu slík kaup á síðastliðnu ári,
þannig að Lífeyrissjóður bænda
verður ekki orðaður við neitt frum-
kvæði í þessum efnum, eins og sum-
ir hafa talið.
í nóvember 1992 voru samþykkt
lög nr 87/1992 um gjaldeyrismál. í
þeim lögum er í 2. gr. sett fram sú
meginregla að — gjaldeyrisviðskipti
vegna inn- og útflutnings vöru og
þjónustu [skuli] vera óheft, svo og
fjármagnshreyfingar og gjaldeyri-
Við rymum til
Allt að
afsláttur
i af smátækjum
og búsáhöldum
BRÆÐURNIR
ORMSSONHF
Lágmúla 8, simi 38820.
sviðskipti vegna þeirra, nema annað
sé ákveðið í lögum.“ Á grundvelli
heimildarákvæða í 5. gr. laganna
gaf viðskiptaráðherra út reglugerð
nr. 471/1992 þar sem hömlur á
gjaldeyrisviðskiptum, m.a. vegna
kaupa á erlendum verðbréfum, eru
í raun framlengdar til þess tíma —
er samningurinn um Evrópska efna-
hagssvæðið öðlast gildi að því er
ísland varðar" eins og segir í ákvæði
til bráðabirgða í umræddri reglu-
gerð. Þar segir ennfremur að Seðla-
bankanum sé heimilt að veita undan-
þágur frá nefndu ákvæði — sam-
kvæmt umsókn þar að lútandi." Á
þessum formlega grundvelli byggð-
ist áðurnefnd umsókn Lífeyrissjóðs
bænda til Seðlabankans og svo því
mati að milliliðalaus viðskipti fælu
í sér minnstan tilkostnað við fyrir-
huguð verðbréfakaup. í umræðunni
hefur síðan komið fram hjá a.m.k.
einum verðbréfasjóði að hann geti
boðið jafn vel og er ekki nema gott
eitt um það að segja, en ekki hefur
komið fram betra tilboð.
Er íslenska bankakerfið
ekki nógu öruggt?
Seðlabankinn hafnaði umsókn
Lífeyrissjóðs bænda um undanþágu
með bréfi dagsettu 8. febrúar 1993
og tilgreindi þær ástæður að Seðla-
bankinn teldi ekki rétt — að svo
komnu máli“ að ganga lengra í átt
til fijálsari viðskiptahátta en nýlegar
breytingar á reglum um gjaldeyri-
sviðskipti gerðu ráð fyrir. Ennfrem-
ur taldi Seðlabankinn að æskilegt
væri að innlendir aðilar önnuðust
milligöngu um verðbréfakaup er-
lendis og nefndi sérstaklega öryggis-
mál og skýrslugerð í því sambandi.
í ljósi þess að fyrirhuguð viðskipti
hefðu í öllu falli farið í gegnum ís-
lenska bankakerfið, kann einhveij-
um að þykja fróðlegt að sú leið virð-
ist ekki, samkvæmt þessu, uppfylla
kröfur Seðlabankans um öryggismál
og skýrslugerð.
Siðferðileg skylda
í skýrslu bankaeftirlits Seðla-
banka Islands um íslenska lífeyris-
sjóði, sem út kom á síðasta ári, kom
fram að verulega vantar upp á að
ýmsir sjóðanna eigi fyrir skuldbind-
ingum sínum. Þeirra_ á meðal er Líf-
eyrissjóður bænda. Á það verður þó
að benda að skýrslan byggir í flest-
um tilvikum á tryggingafræðilegum
úttektum á stöðu sjóðanna, sem
nokkuð eru komnar til ára sinna.
M.a. vegna hagstæðrar ávöxtunar
fjármuna á síðustu árum má ætla
að hagur sjóðanna hafi eitthvað
vænkast frá því sem um getur í
skýrslunni. En betur má ef duga
skal, einkum þegar horft er fram á
minnkandi framleiðslu, fækkun ið-
gjaldsgreiðenda og þar með lækkun
á tekjum, samfara stóraukinni fjölg-
un lífeyrisþega, en þetta er sú mynd
sem bíasir við Lífeyrissjóði bænda.
Og ekki má gleyma því að um leið
og lífeyrissjóður tekur við iðgjöldum
af sjóðfélaga er verið að lofa hinum
sama lífeyri einhvern tíma í framtíð-
inni. Það má öllum Ijóst vera að
sjóðnum ber siðferðileg skylda til
að reyna til þrautar að efna þetta
loforð. Annars væri fáránlegt að
halda áfram að krefja menn um ið-
Benedikt Jónsson
„Þannig að á grunni
þeirrar aðferðafræði sera
að framan er lýst, svo og
stöðuJLífeyrissjóðs
bænda, styðst ákvörðun
um margumrædd verð-
bréfakaup við eins gild
rök og eðlilegt er að gera
kröfur um. Þessi kaup
nema, ef af þeim verður,
rúmu einu prósenti af
hreinni eign Lífeyris-
sjóðs bænda til greiðslu
lífeyris. Það eru nú öll
ósköpin.“
gjöld, og það með lagaboði.
Til þess að ná þessu markmiði
vegur sú skylda þungt á hveijum
sjóði að ávaxta sitt pund eins og
framast er unnt og gæta að auki
ítrustu hagkvæmni í rekstri. Auðvit-
að ganga menn hvergi að neinu
gefnu um ávöxtun né gengishagnað
í óræðri framtíð, þó að vissulega séu
möguleikar á hvoru tveggja. En
þrátt fyrir þessa óvissu fjárfesta
menn út um allan heim. Þá er gjam-
an litið á reynslu fortíðar, þ.e. ávöxt-
un einhverra síðustu ára og svo er
reynt að fóta sig á spám sérfræð-
inga um horfur í nánustu framtíð.
Á einhveijum slíkum grunni eru
teknar þær ákvarðanir sem taka
þarf.
Hvers vegna bandarísk
verðbréf?
Því hefur verið haldið fram að
bandarískur fjármálamarkaður sé
að mörgu leyti sá fullkomnasti í
veröldinni. M.a. vegna þess að þar
er betra að veifa öngu tré en röngu.
Upplýsingar um fjármálaleg atriði
eins og ávöxtun og mat á frammi-
stöðu eru undir opinberu eftirliti og
verði einhver uppvís að því að gefa
rangar upplýsingar um þessi efni,
er víst að hann verður ekki hökufeit-
ur í bransanum. Upplýsingar af
þessu tagi segja að meðalávöxtun
Quest for Value Fund hjá Oppenhei-
mer frá stofnun þess sjóðs árið 1980
til ársloka 1992 hafi verið 19,36%.
Og þá er niðursveiflan árið 1987
ekki frátalin. Ég tel að þetta sé
nokkuð góð ávöxtun á hvaða mæli-
kvarða sem er. Og varðandi framtíð-
arhorfur, þá hafa ýmsir sérfræðing-
ar haldið því fram að einmitt nú
áraði vel til fjárfestinga í Bandaríkj-
unum. Svo dæmi sé tekið má benda
á grein Dr. Sverris Sverrissonar í
Vísbendingu 12. janúar 1993, en
fleiri hafa tekið í sama streng. Þann-
ig að á grunni þeirrar aðferðafræði
sem að framan er lýst, svo og stöðu
Lífeyrissjóðs bænda, styðst ákvörð-
un um margumrædd verðbréfakaup
við eins gild rök og eðlilegt er að
gera kröfur um. Þessi kaup nema,
ef af þeim verður, rúmu einu pró-
senti af hreinni eign Lífeyrisssjóðs
bænda til greiðslu lífeyris. Það eru
nú öll ósköpin..
Áhættudreifing
Hér skipta líka fleiri atriði máli
en ávöxtunin ein, og hér skal enn
ítrekað að hún er ekki gulltryggð.
Ég held að ekki sé um það deilt að
fjárfestingar íslehskra lífeyrissjóða
erlendis eru beinlínis æskilegar
vegna áhættudreifingar. Það er frek-
ar að menn deili um æskilegt hlut-
fall erlendra verðbréfa í íslenskum
sjóði. Í fyrradag sat ég fund með
tveimur fulltrúum breska fjármála-
fyrirtækisins Kleinworth Benson In-
vestment Management Ltd., sem
kynntu mér þjónustu síns fyrirtækis
eins og mörg önnur slík fyrirtæki
hafa verið að gera að undanfömu.
Annar fulltrúanna var hér á ferð sl.
haust. í gögnum sem þau afhentu
mér voru m.a. tvær myndir sem mér
þóttu einkar athyglisverðar og fékk
ég góðfúslegt leyfi David M. Felder
til að birta þær með þessari grein.
Myndirnar sýna hvernig ávöxtun og
áhætta breytast eftir samsetningu
verðbréfasafns, sem er allt frá því
að vera 100% íslensk skuldabréf (Ice
bd) til þess að vera 100% í evrópsku
verðbréfasafni (Eur bal), sem sett
er saman að 70% af evrópskum
skuldabréfum og að 30% af evrópsk-
um hlutabréfum. Myndirnar eru
gerðar af starfsmönnum Kleinworth
Benson Investment Management
Ltd., en gögnin sem notuð eru koma
annars vegar frá Datastream, einu
stærsta fyrirtæki Lundúna á sviði
fjármálaupplýsinga og hins vegar
frá Verðbréfaþingi íslands. Mynd 1
er gerð með íslensku krónuna sem
grunn, og svipaða mynd hefur VÍB
látið gera. Mynd 2 miðast við evr-
ópsku mynteininguna ECU og slíka
mynd hef ég ekki áður séð. Báðar
sýna glögglega að kaup á evrópskum
verðbréfum að ákveðnu marki, jafn-
hliða kaupum á íslenskum skulda-
bréfum, minnka áhættu og auka
ávöxtunarlíkur. Sama gildir um
kaup á öðrum verðbréfum en evr-
ópskum. Samanburður á myndunum
tveimur segir meira en mörg orð um
stöðu íslensku krónunnar og þá
áhættu sem í rauninni er fólgin í
fjárfestingu í þeim gjaldmiðli frá
sjónarhóli evrópumanns.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Lífeyrissjóðs bænda.
----» ♦ ♦---
Afmælishá-
tíð Einka-
klúbbsins
HALDIÐ verður upp á eins árs
afmæli Einkaklúbbsins föstudag-
inn 12. febrúar í Tunglinu í Laikj-
argötu.
Einkaklúbburinn er afþreyingar-
og afsláttarklúbbur fyrir ungt fólk
og var stofnaður í febrúar á síðasta
ári. Síðan þá hefur klúbburinn vaxið
mjög hratt og nú skipta félagar þús-
undum.
Afmælið hefst kl. 10 en þá verður
gestum boðið upp á afmælistertu frá
Lindu Wessmann, konditori og for-
drykk. Síðar um kvöldið sýna módel
frá Wild, módelskrifstofu Lindu Pét-
ursdóttur, nýjustu dömu- og herra-
tískuna frá versluninni Evu, Gallerí
og Centrum. Að því loknu stíga Bo-
gomil Font á svið og leika fyrir dansi.
Miðar á afmælishátið Einka-
klúbbsins verða seldir í forsölu í
Tunglinu í dag og á morgun, föstu-
dag. Eftir kl. 12 verður húsið opnað
öðrum.
(Fréttatilkynning)