Morgunblaðið - 11.02.1993, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 11.02.1993, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR. 11,; FEB.RQAR, ^19,93 Sænsk kvikmyndavika Ballskákarmissir Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Háskólabíó: Paradís án billjarðs - Paradis utan biljard. Handrit og leikstjórn Carlo Barsotti. Aðalleikendur Paolo Migone, Gianluca Favilla, Carlo Felicetti, Bjöm Granath, Carin Ödquist, Görel Crona. Sænsk. SFI 1991. Um miðja öldina voru ítalir Kvikmyndadagar Hvíta tpaldsins Viðkvæm vinátta Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Vinátta í Alaska („Salmonberri- es“). Sýnd í Regnboganum. Leik- stjórn og handrit: Percy Adlon. Aðalhlutverk: k.d. Lang, Rosel Zeck, Chuck Connors, Jane Lind, Oscar Kawagley. Þýski leikstjórinn Percy Adlon hefur vakið athygli fyrir allsérstæð- ar og kímnar, litlar myndir er ger- ast langt utan alfaraleiða og segja á frumlegan og skemmtilegan hátt frá ólíkum menningarheimum sem rekast saman í gegnum persónur af ólíkum kynþáttum. Hann er enn við það heygarðs- horn í nýjustu mynd sinni og gætir nokkurrar endurtekningar í efnis- tökum hans að því leyti en hann hefur aldrei verið alvarlegri og drungalegri en nú. Það kemur ekki á óvart þótt myndin gerist á heil- miklum útnára í Alaská og lýsi stormasömu sambandi aðfluttrar þýskrar konu, sem flúið hafði frá A-Berlín og misst manninn sinn á flóttanum, og eskimóastúlku, sem leitar uppruna síns. Saman ferðast þær til Berlínar og fornar slóðir en hin nánu tengsl á milli þeirra fá annan svip þegar í ljós kemur að eskimóastúlkan er ástfangin af vin- konu sinni. Óvenju alvarlegt efni fyrir gríh- arann Adlon, sem fæst öðrum þræði við nýja heimsmynd eftir fall múrs- ins og fortíð úr mannskemmandi þjóðfélagskerfi. Hún er líka um árekstur fólks sem kemur úr sitt- hvorri áttinni og virðist ekki eiga mikið sameiginlegt annað en firr- ingu og einmanaleika í stöðugu náttmyrkri og kulda Alaska. Þannig er litill húmor í Adlon og myndin hans verður æ þyngri og drungalegri eftir því sem á líður og nær hámarki í uppgjöri vin- kvennanna á hótelherbergi í Berlín. Eins og áður er tónlist k.d. Lang mjög góð en þeir sem leita að létt- leika og gamansemi Bagdadkaffis- ins og Rósalind fer í búðir ganga bónleiðir til búðar. Leikhópurinn stendur sig ágæt- lega og B-mynda-stjarnan Chuck Connors er skondin eftirlíking af Jack Palance, sem Aldon setti útí rammsterkt Bagdadkaffið. MEG frá ABET UTAN Á HÚS FYRIRLIGGJANDI Þ.ÞORGRÍMSSON & CO Ármúla 29 - Reykjavík - sími 38640 farnir að flykkjast til Svíþjóðar til að gerast farandverkamenn í vel- ferðarríkinu. Þeir sem komnir voru á norðurslóðir undu flestir hag sínum þokkalega á flestan hátt, þó er það fyrst og fremst heimþrá- in og einmannaleikinn sem knýr Franco (Favella) til að lýsa dvöl sinni sem fjálglegast í bréfum sín- um heim til vinar síns Giuseppe (Migone). Og hann fellur fyrir fag- urgalanum, þreföldum launum, sjálfvirkum launahækkunum, ljós- hærðu og sprellfjörugu kvenfólki og lætur sig hafa það að halda á braut, jafnvel þó ekkert sé billjarð- borðið að finna í þessari norðlægu paradís á jörð. En ekki er allt sem sýnist. Skattarnir ruddalegir, ljóskumar sýnd veiði en ekki gefin, útilokað að fá ætt pasta, kaffíð skólp og tæpast sást til sólar — á ítalskan mælikvarða. Þeir vinimií lagast misvel að hinum fjarlægu lífsháttum og Bar- sotti vill meina að menn kjósi út- legðina eingöngu ef þeir hafí frá litlu að hverfa. Lífshættir ítalanna á sænskri gmnd em ekki ósvipað- ir verbúðarlífí í sjávarplássi á ís- landi, hálfgert neyðarbrauð flest- um öðmm en þeim sem hafa ekki í annað hús að venda. Hvað svo sem rómantíkinni viðvíkur. Það em ítalskir kvikmyndagerð- arme'nn sem fjalla um þennan norðurvíking landa sinna og myndin sem þeir draga upp er heldur óhijáleg, hálfgildings para- dísarmissir. Þfeir em æ og sí út- lendingar, jafnvel eftir 30 ára þrældóm í grámyglulegum verk- smiðjukumböldum. Betra að koma sér sem fyrst heim í sólina, mok- kakaffíð, blessaðan billjarðinn og giftast elskunni sinni. Þetta er afar látlaus og létt mynd sem engu að síður var akk- ur í að fá tækifæri að sjá því hún segir snyrtilega og umbúðalaust sína sögu. Og leikararnir mjög frambærilegir og gagrýnin skyn- samleg án nokkurra stóryrða. Brids Umsjón Arnór Ragnarsson Bridsfélag Suðurnesja Sveit Torfa S. Gíslasonar hefír örugga forystu í Sparisjóðsmótinu, sem er aðalsveitakeppni félagsins. Spilaðir em 28 spila leikir og er lokið 5 umferðum af 9. Staða efstu sveita: Torfí S. Gíslason 119 Gunnar Guðbjörnsson 96 Ringulreið 83 Jóhannes Ellertsson 76+bið Gunnar Siguijónsson 61 +bið Óvænt niðurstaða varð í einu spili á síðasta spilakvöldi. Þá henti það einn spilarann að spila tvo tígla „doblaða" og fá engan slag. Slysið varð með þeim hætti að suðurspilar- inn opnaði á einum tígli, vestur sagði 2 tígla (hálitirnir), norður „doblaði“ og það var passað út. Sagnhafí fékk síðan engan slag þrátt fyrir að eiga einn ás og and- stæðingamir skrifuðu 2300 í sinn dálk. Þess má geta að norður/suður áttu hálfslemmu í spilinu. Ekki verður spilað í mótinu nk. mánudagskvöld vegna spila- mennsku á Bridshátíð en nokkrar sveitir af Suðurnesjum em meðal þátttakenda. Næsta spilakvöld er á bolludag- inn. Hefst spilamennskan að venju kl. 19.45. Spilað er í Hótel Kristínu í Njarðvíkum. Bridsdeild Barð- strendingafélagsins Þegar ein umferð er eftir í Aðal- sveitakeppni deildarinnar er röð efstu sveita eftirfarandi. ÞórarinnÁmason 240 KristjánJóhannsson 217 ÁmiMagnússon 216 HannesGuðnason 212 VilhelmH.Lúðvíksson 202 Bridsfélag kvenna Nú er átta umferðum lokið í sveitakeppninni og staða efstu sveita: sv. Ingu L. Guðmundsdóttur 157 sv. Sigrúnar Pétursdóttur 152 sv. Ólínu Kjartansdóttur 146 sv. Bryndísar Þorsteinsdóttur 132 sv. Hrafnhildar Skúladóttur 129 sv. Gullveigar Sæmundsdóttur 129 RAÐSTEFNA STÓRTÖLVUR OG UMHVERFI ÞEIRRA I NÚTÍÐ OG FRAMTÍÐ NÝHERJI hf. mun gangast fyrír ráðstefnu fimmtudaginn 18. febrúar n.k. um "Stórtölvur og umhverfi [seirra í nútíð og framtíð". Bæði innlendir og erlendir fyrirlesarar verða með erindi. Erlendu fyrirlesaramir verða Poul Bo Chrístiensen og Paul O'Neill, báðir sérfræðingar hjá IBM. Dr. Jón Þór Þórhallsson, forstjóri SKÝRR, Þórður B. Sigurðsson, forstjóri RB og Jakob Sigurðsson, forstöðumaður tölvudeildar Flugleiða munu flytja stutt eríndi um sín tölvuumhverfi. Á dagskrá verður m.a. eftirfarandi: Kf. 13:15 - 16:30 - Stórlölvuumhverfið í nútíð og framtíð - Hagkvæmnisútreikningar mismunandi tölvuumhverfa - Helstu álcvörðunarjsættir við val á uppfysingakerfum fyrírtækja - Nýjungarí "biðlarí/miðlari" umhverfi og "opnum kerfum". - "Þróun stórtölvunnar í mínu umhverfi" (innlend eríndi). - Umræður RáSstefnan verður haldin í A-Sal á Hótel Sögu og verða fyrirlestramir á ensku. Hér er kjörið tækifæri til áð kynnast því helsta sem er að gerast m.a. á sviði stórtölva og hlutverki þeirra í framtíðinni. Aðgangur er ókeypis en tilkynna þarf (rálttöku tíi Magneu Ragnarsdóttur hjá Nýherja í sfma 69 77 48 fyrir 15. febrúar n.k. NÝHERJI SKAFTAHLÍÐ 24 - 8ÍMI 8Q 7T OO AUtaf skrtfi á undan

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.