Morgunblaðið - 11.02.1993, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1993
— i---1—i--------------:----] ' I t ----:
1
2£
Dómsmála-
ráðherra Ital-
íu segir af sér
CLAUDIO Martelli dómsmálaráð-
herra Ítalíu sagði af sér í gær en
hann er grunaður um aðild að spill-
ingarmáli sem er til rannsóknar í
Mílanó. Snýst það um leynilega
bankareikninga í Sviss sem sagðir
eru hafa verið notaðir til þess að
koma mútufé til Sósíalistaflokksins
í lóg. Martelli hélt fram sakleysi
sínu eftir afsögnina. Hann er
flokksbróðir Giuliano Amatos for-
sætisráðherra.
Mest rændi
maður heims?
ÞJÓÐVERJINN Arnold Musch
sagðist þess fullviss í gær að hann
væri mest rændi maður heims því
um helgina var brotist inn á heim-
ili hans í 21. sinn á 12 árum. Allt
sem hann hefði eignast á síðustu
20 árum hefði verið rænt. Hann
sagðist ekki lengur fá heimilis-
tryggingu þar sem tryggingafélög-
um þætti of áhættusamt að skipta
við hann.
Powell
afneitar
COLIN Powell formaður banda-
ríska herráðsins vísaði á bug frétt-
um þess efnis að hann vildi láta af
störfum áður en starfstími hans
rennur út 30. september vegna
ágreinings við Bill Clinton forseta.
Hann sagði engan ágreining ríkja
og sig langaði einungis til að geta
hætt mánuði of snemma til þess
að hafa tíma til þess að flytja inn
á nýtt heimili.
Lög um líknar-
dráp gagnrýnd
SÚ ákvörðun hollenska þingsins í
fyrradag að heimila líknardráp að
uppfýlltum ströngum skilyrðum
sætti gagnrýni í gær bæði af hálfu
fylgjenda líknardráps og andstæð-
inga. Páfagarður í Róm fordæmdi
samþykktina og það gerðu félög
kristinna einnig. Talsmaður félags
sem nefnir sig „Rétturinn til að
deyja“ sagði hins vegar að lögin
gengju hvergi nærri nógu langt.
Sakaður um
njósnir fyrir
Stasi
RÉTTARHÖLD hófust í gær í
Berlín yfir lögfræðingnum Klaus
Croissant sem sakaður er um
njósnir fyrir Austur-Þjóðveija.
Croissant er þekktastur fyrir að
hafa varið þýska hryðjuverka-
menn á áttunda áratugnum eins
og Ulrike Meinhoff. Honum er
gefið að sök að hafa þegið laun
hjá Stasi, austur-þýsku öryggis-
lögreglunni, frá 1981-1989 en
veitt í staðinn upplýsingar um
vinstrihreyfínguna í Þýskalandi,
þ. á m. Græningjaflokkinn og
innviði dagblaðsins Tageszeit-
Sj ó vinnubanka
Færejja bjargað
Þórshöfn. Frá Grækaris Djurhuus Magnussen, fréttaritara Morgunblaðsins.
Sjóvinnubankinn í Færeyjum hefur átt mjög undir högg að sækja
og verið rætt um yfirvofandi gjaldþrot. Lögþingið fjallaði á þriðju-
dagskvöld um heimild til handa landsstjórninni að taka 350 milljón
króna lán, um 3.500 milljónir ísl. kr., hjá Dönum og var heimildin
samþykkt með 20 atkvæðum en alls sitja 32 fulltrúar á þinginu. Þar
með er búið að tryggja rekstur Sjóvinnubankans sem nýtur góðs
af láninu en hrun bankans gæti haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar
fyrir færeyskt samfélag.
Við þessa þriðju og síðustu um-
ræðu um lántökuheimildina reyndi
stjórnarandstaðan með öllum ráð-
um að fá samþykkta tillögu þar sem
sett voru sérstök skilyrði fyrir því
að bankanum yrði bjargað. Margar
opinberar stofnanir hafa ásamt Sjó-
vinnubankanum og sparisjóðunum
þrem nýtt sér þjónustu innlendrar
tölvuþjónustustofnunar. Sam-
kvæmt tillögu stjórnarandstöðunn-
ar átti Sjóvinnubankinn að heita
því að flytja tölvuvinnsluna ekki frá
landinu, t.d. til Danmerkur eins og
ráðamenn bankans hafa hótað.
Astæðan fyrir hugsanlegum brott-
flutningi tölvuvinnslunnar er að
verðið fyrir þjónustuna hjá fær-
eyska fyrirtækinu, P/F Elektron,
hefur verið of hátt.
Vandinn er sá að flytji Sjóvinnu-
bankinn vinnsluna til Danmerkur
munu sparisjóðirnir fylgja í kjölfar-
ið og um 50 manns hjá Elektron
myndu missa vinnuna. Þetta vildi
stjórnarandstaðan koma í veg fýrir.
í staðinn fyrir tillögu hennar var
samþykkt að rætt yrði við bankann
um málið og reynt að sjá til þess
að tölvuvinnslan yrði áfram í Fær-
eyjum.
IN ij hafa l^ot* og Björg
safhaö 645.689 kr.
með því aö hvort þenra hefiir ]agt fyrir iim 164 kr. á dag*
Hver hefði trúað því að hægt væri að safna jafn
miklu á tæplega fjórum árum með jafn auðveldum
hætti og áskrift að spariskírteinum ríkissjóðs? Þór
og Björg gerðu sér í upphafi enga grein fyrir þessu,
en nú hafa þau fengið yfirlit yfir spamaðinn og ef
einhverjir flugeldar eru afgangs síðan á gamlárskvöld
munu þau öragglega skjóta þeim upp núna.
Settu þig í spor þeirra Þórs og Bjargar. Með því einu
að hvort þeirra hefur lagt fyrir sem nemur um 164 kr.
á dag hefur spamaðurinn vaxið ört og er nú orðinn að
þessari dálaglegu fjárhæð.
Hringdu í Þjónustumiðstöð ríkisverðbréfa í síma
91-626040 (grænt númer 996699) eða Seðlabanka
íslands í síma 91 -699600 og pantaðu áskrift.
c
Það þarf bara citt símtal til að byrja að spara. Og svo
eru vaxtakjör á spariskírteinum sérlega hagstæð fyrir
áskrifendur.
,V1AI) .
Wrtítt^
Komdu í hópinn með þeim Þór og
Björgu og sparaöu markvisst mcö
áskrift að sparískírteinum ríkissjóðs.
Ef þú gerist áskrifandi núna færðu
senda áskriftarmöppu sem inniheldur
m.a. eyðublöð fyrir greiösluáætlun
og heimilisbókhald 1993. MeÖ því aÖ
nýta þau vel getur þú fylgst meö
öllum útgjöldum og árangurinn
kemur strax í ljós: fjármálin veröa
mun skipulagöari en áöur.
ÞJONUSTUMIÐSTÖÐ
RÍKISVERÐBRÉFA
Hverfisgötu 6, 2. hæö, sími 91- 62 60 40.
•Hjónin Þór og Björg geröust áskrifendur aö spariskírteinum í apríl 1989 og hafa síöan
keypt spariskírtcini mánaöarlega fyrir um 5.000 kr. hvoit. Þessi mánaöarlegi spamaöur,
ásamt áföllnum vöxtum og veröbótum m.v. 1. febrúar 1993, gerir kr. 645.689.